Alþýðublaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 05.12.1984, Blaðsíða 11
11 TIL UMHUGSUNAR Af hamingjusamri þjóð í vanda .Þá hefur hlutafélagið Hagvang- ur, með Jóhannes Nordal seðla- bankastjóra í broddi fylkingar, sent frá sér niðurstöður vísdómskönn- unar um gildismat landans. Og er státað af því að könnunin sé hluti af viðamestu könnun sinnar tegundar í heimi, í tengslum við Gallupstofn- unina svo kölluðu. Samkvæmt niðurstöðunum eru landsmenn ákaflega hamingjusam- ir, frekar hægri sinnaðir, tiltölulega trúaðir en telja siðferði afstætt. Landsmenn eru löghlýðnir, bera enda mest traust til lögregiunnar (minnst til dagblaða) og eru mjög stoltir af því að vera Islendingar. Flestir telja áhrif launþegasamtak- anna of lítil eða í mestalagi hæfileg, en að áhrif samtaka vinnuveitenda séu of mikil eða í mesta lagi hæfi- leg. 41% telja að eigendur fyrir- tækja ættu sjálfir að reka fyrirtæk- in eða útnefna framkvæmdastjóra, en 52% telja að það ættu þeir að gera sameiginlega með starfsmönn- um eða að starfsmenn ættu að eiga fyrirtækin og kjósa framkvæmda- stjóra. íslendingar telja langflestir að hjónabandið sé ekki úrelt „stofnun" en á hinn bóginn að allt í Iagi sé að konur eignist börn utan hjónabands. Þannig mætti lengi telja. Hamingjusöm þjóð! Hamingjusamir, hægri sinnaðir, trúaðir, löghlýðnir, umburðalyndir, stoltir og bjartsýnir (óttast ekki styrjöld). Óneitanlega er þetta stór- kostleg þjóð. Ekki síst í samanburði við aðrar þjóðir, t.d. íbúa S- Evrópu, þar sem 17% eru ekki mjög hamingjusamir eða alls ekki ham- ingjusamir. Eða Svía, þar sem að- eins þriðjungur telur sig trúhneigða og aðeins 28% eru mjög stoltir af þjóðerni sínu. Það er varla snöggan blett að finna á þessari þjóð. Enginn er alls ekki hamingjusamur. Aðeins 2% segjast sannfærðir trúleysingjar. Óg þó. Eftir sem áður töldu t.d. 40% svarenda annað hvort mjög óæskilegt eða nokkuð óæskilegt að konur störfuðu utan heimilis. Nær tíunda hverjum finnst það ekki j lagi að konur eignist börn utan hjónabands. Og aðeins 16% bera traust til dagblaðanna! Enn fremur er tíundi hver landsmaður sam- kvæmt þessu ekki mjög eða alls ekki stoltur af þjóðerni sínu. En þetta varpar þó ekki mjög dökkum skugga á stórglæsta heildarútkomu landsmanna í könnun þessari. Við erum án efa fremri öðrum þjóðum, hin útvalda þjóð. Hún meira að segja hafnar því að djöfulinn sé til eða sá aurrti staður Helvíti. Það eru fáar þjóðir sem treysta sér í slíkum mæli til að storka sjálfum myrkra- höfðingjanum. Skuggahlið hamingjunnar? En þessi þjóð er ekki alls kostar jafn ánægð með alla hluti. Aðeins um helmingur landsmanna ber „mjög mikið“ eða „nokkuð mikið“ traust til þingsins — til þeirra manna sem þjóðin hefur valið sér til forystu. Aðeins um helmingur ber þannig traust til opinberra stofn- ana, sem settar hafa verið upp til að þjóna landsmönnum. Aðeins um helmingur landsmanna ber þannig traust til verkalýðsfélaganna, sem launafólk hefur komið á fót til að vernda kjör sín og afkomu. Og að- eins um þriðjungur landsmanna ber þannig traust til stórfyrirtækj- anna í landinu, sem að eigin sögn halda uppi lífsgæðunum og velferð- inni! Hvernig má þetta vera? Hér skal ekki dregið í efa að vel og vandlega hafi að þessari könnun hlutafélagsins Hagvangs verið stað- ið. Félagið hafði enda marga af mætustu fyrirmönnum þjóðarinn- ar að baki sér og nægir að nefna Jóhannes Nordal, Erlend Einars- son hjá SÍS, Jónas Haralz frá Landsbankanum og Víglund Þor- steinson frá iðnrekendum. Þátt í undirbúningnum tóku einnig virtir félagsvísindamenn og fulltrúar guðfræðinnar. Og sérlegur ráðgjafi var þarna frá Gallupstofnuninni. Þannig að niðurstöðurnar verða vart dregnar í efa. En hvað? Hvað með allar þús- undirnar sem vart ná að framfleyta sér og sínum? Allar þúsundirnar sem ekki geta komið upp þaki yfir höfuð sér? Allan mannskarann sem sér fram á nauðungaruppboð vegna vanskila? Allt það fólk sem vegna neyðar sinnar þarf að leita til félags- málastofnana? Allt fólkið í landinu sem er að sligast undan himinháum orkukostnaði? Alla sjúklingana sem nú eiga vart fyrir lyfja- og lækniskostnaði? Svo virðist vera að allt þetta fólk sé þrátt fyrir allt ham- ingjusamt. Getur verið að það sé feimið við að segja að það sé óham- ingjusamt? Við erum jú stolt þjóð. Svekktur, reiður, en . , . ímyndið ykkur láglaunamann- inn sem er að reyna að ná endum saman, en á í miklum vanskilum við hina og þessa í þjóðfélaginu, til hans kemur spyrill og innir hann eftir því hvort hann sé mjög, nokk- uð, ekki mjög eða alls ekki ham- ingjusamur. Er hann til í að undir- strika vandræði sín með því að segj- ast vera óhamingjusamur? Nei, en hann grípur tækifærið til að lýsa því yfir að hann beri ekki allt of mikið traust til þeirra sem hafa komið honum í þessi vandræði: Þingsins/ríkisstjórnarinnar, sem skert hefur kjör hans, lagt á hann of mikla skatta, leyft verðlaginu að vaða upp á við, lagt húsnæðismála- kerfið í rúst. Hann lýsir yfir van- trausti á opinberar stofnanir, sem koma fram við hann eins og hann sé aumingi og tölunúmer út í bæ, hann lýsir yfir vantrausti á stór- fyrirtækin í landinu, sem arðræna hann og svíkja undan skatti, reisa gróðahallir og blóðmjólka sparifé hans. Hann lýsir yfir vantrausti á verkalýðsfélögin/ forystuna, sem ekki hefur staðið í stykkinu, verið lin og áhrifalitil og með áberandi póltískan stimpil. Eins og dagblöð- in, sem henn telur pólitísk tæki þeirra afla og manna sem hann hef- ur ekki mikið traust á. Hann er svekktur og reiður vegna þess að honum er af þessum öflum mis- munað, en hann trúir á alheims- anda, er löghlýðinn og stoltur og segir að þrátt fyrir óánægju með fjárhagslega afkomu sína geti hann ekki annað sagt en hann sé ham- ingjusamur, að minnsta kosti „nokkuð" svo. Enda býr hann í góðu landi, sem hann veit að getur skapað honum gott líf, ef þessi títt- nefndu öfl geta einhvern tímann tekið skynsamlegar og réttar ákvarðanir. Vísbendingar í könnuninni gefa svarendur okkur reyndar nokkra vísbendingu um hvað betur mætti fara: Áfrif launþegasamtakanna þurfa að vera meiri en samtaka vinnéveitenda minni. Yfirvöldin í þjpjjfélaginu þurfa að standa sig betuf. Leggja ber rækt við heiðark^fr góða mannasiði, umburðarlyiHMig virð- ingu fyrir öðru fólki, áji|ieðartil- finningu og þau grun^Margildi sem í öllum trúarbrögðffil er að finna, t.d. í boðorðunuim. Gjöra skalt þú öðrum það sem þú vilt að aðrir gjöri þér. Þú skalt ekki aðra guði hafa (Mammon), þú skalt ekki stela (arðræna, svíkja undan skatti) o.s.frv. Við skulum vona að stjórnvöld og aðrir áhrifamiklir aðilar í þjóð- félaginu víki af þeirri braut sem þeir nú leiða þjóðina eftir og leyfi henni að minnsta kosti að halda hamingju sinni. — FÞG. Brunabótafélag íslands var stofnað með lögum árið 1915 og tók til starfa 1. janúar 1917. Frá upphafi hefur það verið gagnkvœmt tryggingarfélag. Fyrst og fremst var félaginu œtlað að veita vernd gegn brunatjónum á fasteignum utan Reykjavíkur, en skortur á vátryggingarvernd á því sviði stóð mannvirkjagerð og byggingu íbúðarhúsa úti á landsbyggðinni mjög fyrir þrifum. Á árinu 1955 voru Brunabótafélaginu veittar lögheimildir til alhliða vátryggingarstarfsemi, sem félagið hefur stundað síðan 1955 af miklum myndugleik. Á verðbólgutímabilinu 1973—1983 hefur Brunabótafélaginu nú tekist að lcekka iðgjöld á brunatryggingum fasteigna um 55 °7o að raungildi. BRUNABÓTAFÉLACí Í SLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.