Alþýðublaðið - 05.12.1984, Page 14
14
Rauði kross íslands sextugur
Margþætt hlutverk í
heilbrigðis- og hjálparstarfi
10. desember nk. á Rauði kross íslands sextugsafmæli. Hann var
stofnaður 10. des. 1924 í Reykjavík og nokkrum vikum seinna var
fyrsta deildin stofnuð úti á landi. Það var á Akureyri 19. janúar
1925. Nú eru 48 Rauðakrossdeildir starfandi á öllum helstu þéttbýl-
isstöðum landsins.
Félagsmannafjöldi Rauða kross íslands var tæp 20 þúsund um
síðustu áramót, þar af var rúmlega helmingur í Reykjavík. Aðal-
skrifstofa Rauða krossins er við Nóatún 21 í Reykjavík. Þar starfa
nú 11 manns. Reykjavíkurdeildin hefur líka sérstaka skrifstofu og
á henni starfa þrír starfsmenn. Einn starfsmaður er hjá Akureyrar-
deildinni en öll önnur störf eru unnin í sjálfboðavinnu.
ar tæki til skammtíma nota, auk
þess sem þar starfar iðjuþjálfi, sem
veitir fólki leiðbeiningar í heima-
húsum um hyggilegustu notkun
þeirra margvíslegu tækja sem
Hjálpartækjabankinn hefur á boð-
stólum.
Sjúkrahótel RKÍ var stofnað
1974. Starfsemi þess er að Skipholti
21 í Reykjavík. Þar eru rúm fyrir 28
sjúklinga en húsnæðið þarf að
stækka um a.m.k. helming til að
Bresk Rauða-kross hjúkrunarkona við vinnu í einni af rnatvœlamiðstöðv-
um Rauða-krossins i Eþíópiu
Margþætt starfsemi
Starfsemi Rauða kross íslands er
ákaflega margþætt. Mikill hluti
starfseminnar snertir heilbrigðis og
hjálparstarfsemi innanlands, en
auk þess tekur Rauði kross Islands
virkan þátt í alþjóðastarfsemi
hjálparstofnana, bæði hvað varðar
flóttamannahjálp og þróunarhjálp,
auk þess sem neyðarhjálp er mjög
stór þáttur í starfsemi RKÍ, nægir
þar að nefna þá hjálparstarfsemi
sem nú er innt af hendi í Eþíópíu og
RKÍ tekur virkan þátt í.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir
hinni margþættu starfsemi Rauða
krossins:
Fyrst ber að telja sjúkraflutn-
inga, en af þeim 66 sjúkrabifreið-
um, sem starfræktar eru hér hefur
Rauði krossinn fjármagnað að
verulegu leyti eða öllu kaup á rúm-
um 50 sjúkrabifreiðum. Reglulega
eru haldin námskeið í skyndihjálp,
kennslubækur gefnar út og kennar-
ar í skyndihjálp útskrifaðir. Sam-
komulag er við Almannavarnir
ríkisins um að Rauði krossinn hafi
forystu um kennslu í skyndihjálp og
samræmingu á kennsluaðferðum.
Rauði krossinn er með samvinnu
við Blóðbankann um blóðsöfnun.
Árlega eru margar ferðir farnar til
blóðsöfnunar ásamt starfsfólki
Blóðbankans.
Með samkomulagi Almanna-
varna ríkisins og RKI sér RKÍ um
að annast þann þátt almannavarna
í landinu, sem nefnist fjölda- og
félagslegt hjálparstarf, öðru nafni
neyðarvarnir. I dag eru 64 fjölda-
hjálparstöðvar skipulagðar af RKÍ
um allt Iand.
1976 var Hjálpartækjabankinn
opnaður. Hann er við Nóatún 21 í
Reykjavík, sér hann um sölu á
hjálpartækjum fyrir fatlaða og lán-
fullnægja eftirspurn því hótelið er
fullsetið allan ársins hring. Hótel-
inu er ætlað að þjóna því hlutverki
að hýsa fólk, sem vegna veikinda
þarf áð vera í stöðugu sambandi við
lækna eða hjúkrunarfólk í Reykja-
vík, en á ekki heimili þar eða getur
ekki búið eitt, er ekki heilbrigt en
þó ekki svo veikt að réttlætanlegt sé
talið að fá því vist á sjúkrahúsi.
6. janúar 1983 hófst kennsla í
Skóla fatlaðra í Reykjavík. Þar geta
fatlaðir fengið þjálfun til starfa,
sem þeir geta innt af hendi þó allir
limir séu ekki í lagi. Þá um vorið út-
skrifuðust fyrstu 6 nemendurnir.
Enn er óvíst hvort fjárhagsgrund-
völlur er nægilega traustur til skóla-
starfs veturinn 1984-1985.
1980 var tíu ára framtíðaráætlun
RKÍ ákveðin og á því tímabili verða
öldrunarmál eitt af forgangsverk-
efnum allra deilda. Átti RKÍ mik-
inn þátt í að landssamtök um
Vannœrt barn í Eþíópíu
öldrunarmál, Öldrunarráð íslands,
var stofnað 21. okt. 1981. Meðal
verkþátta öldrunarmála er viðleitni
til að gefa sem flestum aldurhnign-
um og vanheilum kost á að njóta
dagvistar. Á því sviði hefur mestum
árangri verið náð í Reykjavík með
stofnun Múlabæjar, dagvistar
aldraðra og fatlaðra, sem RKÍ kom
upp 27. jan 1983 í samvinnu við
SIBS og Samtök aldraðra. Stofnun-
in er jafnan fullsetin.
Margar deildir RKI skipuleggja
sjálfboðavinnu á sjúkrahúsum og
elliheimilum. Þar er unnið við
bókasöfn sjúklinga og allvíða eru
opnar sölubúðir. Fjármunum er
aflað m.a. með sölu á munum sem
unnir eru á vikulegum fundum
sjálfboðaliða og útgáfu jólakorta.
Rauðakrossdeildirnar hafa
skipulagt heimsóknaþjónustu þar
sem sambandi er komið á milli
þeirra sem einsemd þjakar og sjálf-
boðaliða, sem fúsir eru til að gera
öðrum lífið léttbærara með heim-
sóknum.
Öll störf að málefnum RKÍ eru
unnin í sjálfboðavinnu önnur en
þau sem framkvæmd eru af fast-
ráðnu starfsfólki RKÍ.
Flóttamanna- og þróunar
hjálp
Eitt þeirra vandamála, sem
Rauði krossinn reynir að leysa eru
hin bágu kjör þeirra milljóna
manna, sem hvergi eiga óskoraðan
rétt til búsetu.
Framlag íslendinga til flótta-
mannahjálpar hefur verið tiltölu-
lega minni en margra annarra
þjóða. Sú hjálp sem við höfum veitt
er tvíþætt, annars vegar aðstoð við
þá sem eru í flóttamannabúðum og
hins vegar hjálp til þeirra flötta-
manna sem leyfi hafa fengið til bú-
setu hér á landi. Að því er hið fyrra
varðar þá hefur RKÍ skipulagt
söfnun fjármuna, fatnaðar og mat-
væla vegna flóttafólks í Afríku og
Asíu og sent fólk til starfa í flótta-
mannabúðum þar að loknum und-
irbúningsnámskeiðum hér heima.
Rauði krossinn hafði forgöngu
um stofnun Flóttamannaráðs Is-
lands og sér í umboði rikisstjórnar-
Frh. á bls 13
ÞESSI BÓK ER
K J ORGRIPUR
Þjóðsaga gefur nú út bók sem er hreinn hvalreki á fjör-
ur þeirra sem unna Ijóðum Jónasar Hallgrímssonar.
Bókin er Ijósprentuð eftir 1. útgáfu Ljóðmœla eftir Jón-
as Hallgrímsson, sem þeir Fjölnisfélagar Brynjólfur Pét-
ursson og Konráð Gíslason sáu um árið 1847, tveimur
árum eftir andlát Jónasar.
Pappír bókarinnar er sérstaklega valinn til að líkjast sem
mest þeim pappír sem var í upphaflegu útgáfunni, brot-
ið er nákvœmlega það sama og var á frumútgáfunni og
upplagið er allt bundið í ekta skinn, — pergament.
Upplag bókarinnar er takmarkað, en fyrir bókasafnara
er rétt að hafa í huga að 105 tölusett eintök voru sér-
staklega prentuð fyrir þá.
|$ófeaútsáfan^3 jóíiöaga
Þingholtsstrœti 27 — Símar 13510—17059
LJÓÐMÆLI
Eftirprentun þessi er gerö eitir fyrstu útgáfu
Ljóömæla Jónasar Hallgrimssonar.
Brot er nákvæmlega hiö sama. Útgáfa sú hefur
veriö ófáanleg nema ef til vill fyrir stórfé og ekki þótt
þaö væri i boöi. Bókin er öll i sama bandi
..pergamenti".
Prentun annaöist GuöjónÓ hf. prentstofa.
Filmugerö ber aö þakka Prentþjónustunni og
bókbandiö er handunniö af Bókfelli hf.
BÓKAÚJBAFAH-HJÓDSAGA.
eptir
JÓSÍA8 HALLGBmSgON.
B. PJETURSSON og K. GÍSLASON
hafa sjeh um prentunina.
KAUPMANNAHÖFN.
Hjii J. D. KvihTi, búkft-prcnlar* 05 núlua.
1817.
Hinir fjölmörgu unnendur Ijóða listaskáldsins
góða œttu ekki að láta þetta tœkifœri úr hendi
sleppa.