Tíminn - 20.05.1967, Blaðsíða 1
ÞETTA ER RÍKISSTJÓRNIN
Þetta er flokksstjórn Sjálfstæðisflokksins ,ráðuneyti Olafs Thors, er sat að völdum þegar skömmtunarseðill
ungra Sjálfstæðismanna var gefinn út. Myndin er tekin á ríkisráðsfundi, talið frá vinstri, Jóhann Þ. Jósefsson,
atvinnumálaráðherra, Björn Ólafsson, fjármálaráðherra, Ólafur Thors, forsætisráðherra, Sveinn Björnsson, for-
seti, Bjarni Benediktsson, utanrikis og dómsmálaráðherra og Jón Pálmason, landbúnaðarráðherra.
Kosningahand-
bókin er komin
EJ—Reykjavík, föstudag.
Kosningahandbókin fyrir Al-
þingiskosningarnar 1967 er kom
in út og verður til sölu í bóka
verzlunum í Reykjavík og úti
á landi cftir hclgina. Er mikið
af athyglisvcrðum upplýsingum
í handbókinni og frágangur all-
ur hinn bezti.
í Kosningahandbókinni er
yfirlit yfir frambjóðendur í öll
um kjördæmum landsins. Gott
pláss er til að rita talningartöl
ur jafn óðum og þær berazt, en
auk þess er yfirlit yfir úrslit
Alþingiskosninganna í hverju
kjördæmi á tímabilinu 1946—
1963.
Af öðru efni í Kosningahand-
bókinni má nefna kafla úr kosn
ingalöguim, yfirlit yfir rúðherra
og ráðuneyti 1904—1963, yfirlit
yfir hversu lengi hver flokkur
hefur verið annars vegar í
stjóm og hins vegar í stjórnar
andstöðu, yfirlit yfir mehntun
Framhald a 15. sfðu
í dreifiriti, sem Samband ungra
Sjálfstæðismanna hefur sent ung
um kjósendum í Reykjavík, er m.
a. birt mynd af skömmtunarseðli
og fylgir honum svohljóðandi
klausa:
„Skömmtunarseðlar þekkjast
ekki á íslandi Icngur.. Á valdatím
um Framsóknarflokksins og komm
únista voru þeir lífsnauðsynlegir
hverjum inanni. Vill nokkur ungur
maður slíkt stjórnarfar á ný?“
Sé sKömmtunarseðillinn, sem
fylgu þessari klausu, athug-
aður nánara, kemur í ljós, að
hann er gefin út rétt fyrir
áramotin 1949—1950 og gild-
ir fyrir tímabilið janúar—
mar”' 1950. Ríkisstjórnin, sem
þá sat að völdum og gaf seðil-
inn at. var ekki skipuð Fram-
sóknarmönnum eða kommún-
istum, heldur Sjálfstæðis-
mönr.unum Ólafi Thors,
Bjarna Benediktssyni, Jóni
Pálmasyni, Birni Ólafssyni og
Jóhanni Þ. Jósefssyni.
Ungir Sjálfstæðismenn eru ber-
sýnilega illa að sér í sögu og trúa
því vafalítið í einfeldni sinni, að
Sjálfstæðisflokkurinn sé á inóti
höftum. Þessvegna tekst þcim svo
slysalega, að þegar þeir ætla að
bendla Framsóknarmcnn við ill-
ræmdustu höft, sem liér hafa
verið, birtu þcir mynd af skömmt
unarseðli, sem hefui verið gefinn
út af ríkisstjórn sem var skipuð
Sjálfstæðismönnum cinum, enda
voru þessi höft til orðin fyrir frum
kvæði Sjálfstæðisflokksins og
fyrst og fremst framkvæmd af hon
urn. Sjálfstæðisflokkurinn greip til
þeirra eftir að ríkisstjórn, sem
var undir forustu lians, nýsköpun
arstjórnin svoncfnda, hafði eytt á
tveimur árum margfalt stærri
gjaídeyrissjóði en þjóðin á nú-
Þetta gerði nýsköpunarstjórnin
með því að fylgja nákvæmlega
sömu eyðslustefnu í gjaldeyrismál
um og fylgt er af núv. ríkisstjórn.
Það er vel, að ungir Sjálfstæðis
menn verða þannig til þess, þótt
óviljandi sé að minna á, að verstu
höftin, sem liér hafa verið, hafa
verið innleidd af Sjálfstæðisflokkn
um og verið afleiðing af gálausri
fjármálastefnu hans. Nú hallar
mjög á ógæfuhlið í þessum efnum,
líkt og á nýsköpunarárunum og
af því geta menn ráðið, hvað muni
taka við, ef Sjálfstæðismenn
fengju að ráða. Það sýnir bezt
myndin af skömmtunarseðlinum
frá stjórnartíð Sjálfstæðisflokks
ins 1949—59, sem ungir Sjálfstæð
ismenn eru nú að drcifa um borg-
ina.
ÞETTA ER SKÖAAMTUNARSEÐILLINN
V v"f' , K t'* *■ ■
lÉ-ftÍ' ^ " ' ••
' " ; t
1
‘*>S, -V
ssssiPI' ■ - hi ■ ; ■
Skömmlunarseðíar {tekkjasf
ckkt & fslandi lengur. K valda-
fímnm Framsóknarflókksins
óg kommúnisfa voru Jieír lífs-
nauðsynleglr hverjtim manní.
VIII nokkur ungur maður slrkf
sf júrnarfar á ný
1 Skömmtunarseðillinn, sem ungir 'Siálfstæaismenn birtu í
áróSursbæklingnum, er sendur var
ungi