Tíminn - 20.05.1967, Síða 9
LAUGARDAGUR 20. maí 1967.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áij), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason. Ritstj.skrifstofur í Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523. Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — í
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Gróusögur Mbl.
Það hefur jafnan verið háttur Mbl. í kosningabaráttu
að beita Gróusögum sem aðaivopni. Við því mátti alltaf
búast, að þetta yrði enn meira áberandi nú en nokkru
sinni fyrr og ber margt til. Ríkisstjórn Bjarna Bene-
diktssonar hefur alveg misheppnast, þótt góðæri hafi
aldrei verið meira. Hún stendur ráðalaus frammi fyrir
vandanum. Óánægjan með Corustu Bjarna magnast
óðfluga innan SjálfstæðisfloKksins. Undir þessum
kringumstæðum vill Mbl. vitanlega forðast málefnalegar
umræður sem mest. Því er gripið til Gróusagnanna.
Sú Gróusaga, sem Mbl. hefur hampað mest að þessu
sinni, er sagan um Þorstein Sigurðsson á Vatnsleysu, for-
mann Búnaðarfélags íslands. Ðag eftir dag hefur Mb'l.
hamrað á því, að Þorsteinn hafi á flokksþingi Fram-
sóknarmanna haldið ræðu, þar sem hann hafi vítt Fram-
sóknarílokkinn fyrir málflutning hans um landbúnað-
inn og því hafi hann verið felldur úr miðstjórninni.
Þorsteinn Sigurðsson birti grein hér í blaðinu í gær,
þar sem hann gerir þennan söguburð að umræðuefni.
Hann segir, að það sé rétt, að við miðstjórnarkosning-
una á flokksþinginu hafi það gerzt, að „áhugasamur og
velmenntaður bóndi, Páll Lýðsson í Litlu-Sandvík í Flóa,
hafi verið kosinn í miðstjórnina í minn stað“. í tilefni af
þessu segist Þorsteinn ekki þarfnast neinnar samúðar
af Mbl., því að hér hafi það eitl gerzt, að „ungur maður
kemur 1 stað aldraðs manns“. Fullvíst sé líka, að Páll
Lýðsson muni reynast góður rnálsvari bænda.
Þorsteinn víkur þessu næsl að frásögnum Mbl. af
ræðuhöldum hans á flokksþinginu. Samkvæmt þeim á
Þorsteinn fyrst að hafa haldið ræðu, þar sem hann
„mótmælti sífelldum áróðri Framsóknarmanna um að
allt væri á niðurleið í landbúnaðinum, og sagði, að þessi
áróður hefði þegar haft hin verstu áhrif fyrir landbúnað-
inn og m.a. valdið því, að jarðir hefðu ekki byggzt, búið
væri að sverta þennan atvinnuveg svo með stanzlausum
barlómi, að menn vildu ekki 'eggja fyrir sig búskap".
Mbl. segir, að fyrir þessi umiræli hafi Þorsteinn verið
felldur úr miðstjórninni. Eftir miðstiórnarkosningarnar
hafi hann svo haldið aðra ræðn og „hellt sér“ yfir Fram-
sóknarmenn og Framsóknarforustuna. Um þetta segir
Þorsteinn orðrétt:
„Allt er þetta þvættingur og uppspuni frá rótum.
Ósannindin eru svo blygðunárlius, að ekki er eitt einasta
orð satt, sem frá er sagt. Ræða mín um landbúnaðinn,
sem blaðið gerir svo mikið úr, hélt ég alls ekki. Hún
er bara hugarfóstur ritstjórans. Og er þá svarræða mín
fallin af sjálfu sér. Framsóknarílokkurinn hefur á engan
hátt barið lóminn fyrir landbunaðinn. Það hefur aðeins
verið sagt frá þeim ertiðleikum sem bændur og félags-
samtök þeirra eigi við að stríða vegna hinnar geysilegu
óðaverðbólgu sem flætt hefur yfir landið og ógnar
öllum atvinnuvegum landsmanna. Eitt af því, sem þrengir
mjög að afurðasölufélögum bænda og þá lafnframt að
bændum sjálfum. er skortur á afurðalánum Vegna vax-
andi framleiðslu landbúnaðar^ara og síhækkandi verð-
lags. hefur verðmæti þeirra fimmfaldazt á undanförnum
árum en afurðalánin staðið í stað að mestu leyti síðast-
liðin 7 ár“.
Þoi’steinn nefnir mörg fleiri dæmi. sem sýna hversu
söguburður Mbl. um þessi efn: er fjarri öllum veruleika.
En óþarft er að rekja fleira hér. Þetta nægir til að sýna
málefnalega uppgjöf þess flokks, er gerir uppspunnar
ræður að uppistöðu í málflutningi sínum.
TBMINN
■MBSaaHVWUHWMIIWBMHMHMaMMMnttMMM
Walter Lippmann ritar um alþjóðamál:
Líklegt að seinni beiðninni
reiði betur af en hinni fyrri
Samningar Breta og Efnahagsbandalagsins taka ef til vill tvö ár
Wilson
ÖNNTJR umsókn Breta um
aðild að Efnahagsbandalagi
Evrópu er borin fram af ríkis
stjórn undir forustu forsætis-
ráðherra, sem var andvígur
fyrri umsókninni. Af þessu má
ráða, hve mjög allt ástand mála
hefir breytzt á undangengnum
fjórum árum. Horfurnar á að
Bretlandi verði með tímanum
veitt aðild að Efnahagsbanda-
laginu hafa aukizt mjög veru-
lega, einmitt vegna hinna marg
víslegu og víðtæku breytinga.
sem orðið hafa 1 Bretlandi, á
meginlandi Evrópu og í Banda
ríkjunum.
Á þessum umliðnum fjórum
árum hefir brezka þjóðin gert
sér ljóst, að hlutverki Bretlands
sem heimsveldis er lokið. Frá-
bær barátta brezku þjóðarinnar
í síðari heimsstyrjöldinni og
ljóminn af miikilmennsku Ohurc
hills, sem neitaði forustu við
gliðnun brezka heimsveldisins,
olli þeirri sannfæringu manna
almennt, að Bretaveldi héldi
áfram að vera eitt af stórveld-
unum þremur, sem forustu
hefðu um heimsfriðinn. I>ett»
ofmat á afli Bretaveldis eftir
stríðið réði meira en allt ann
að um mistök RooseveTts í
skiptum hans við Stalín bæði
í Teheran og Yalta.
SKUGGI blekkingarinnar um
heimsveldi Breta hvíldi enn
yfir stefnu þeirra meðan á urn
ræðunum stóð um hina íyrri
aðildarbeiðni þeirar að Efna-
hagsbandalagi Eivrópu. Við
samningana um væntanlega að-
ild leit rikisstjórn Macmillans
á sig sem forustu t eimsveldis,
stjórnendur samve'.dis þjóða
víðs vegar um heim og sérstaka
bandamenn Bandaríkjamanna.
Þessi látalæti réðu miklu eða
jafnvel úrslitum um synjun de
Gaulles á hinni fyrri aðildar-
beiðni Breta.
Síðan þetta gerðist hefur
blekkingin og fyrirslátturinn að
mestu gufað upp og Bretar
sækja nú um aðild fyrst og
fremst sem íbúar eyja þein-a,
sem eru hluti af Evrópu únd
fræðilega séð. Enn loða að
vísu við slitur af heimsveldis
aðstöðu vestan frá Kýpur og
austur í Malasíu. En öllum er
ljóst, að Bretar vita sjálfir, að
þeir hafa ekki framar efni á
að fara með þetta hlutverk og
ganga má út frá stigbundnu af-
námi þessarar aðstöðu á allra
næstu árum.
UNDANGENGIN fjögur ár,
sem hér hefir verið rætt um,
hefir einnig orðið róttæk breyt
ing á gagnkvæmri afstöðu Vest-
ur-Evrópu og Bandaríkjanna.
Meðan hin fyrri aðildarbeiðni
Breta var til umræðu, var
þegjandi samkomulag um, að
Bretar myndu tala íáli Eanda
ríkjanna innan Efnahagsbanda
lagsins, — og hvergi nærri
ávallt um þetta þagað meiia að
segja. Jafnframt var gert ráð
fyrir, að Vestur-Þýzkaland yrði
hernaðarlega séð höfuð-íylgi-
ríki Bandaríkjanna innan At-
lantshafsbandalagsins.
Nú eru þessar fyrri ráða
gerðir úr sögunni. Vestur-Þjóð
verjar hafa sagt skilið við fylgi
ríkisaðstöðuna og stefna nú
markvisst að tengslum við ná-
granna sína á meginlandinu og
bættri sambúð við ríkin í Aust-
ur-Evrópu.
Rikisstjórn Harolds Wilsons
hefir haldið áfra.n að vera trú
bandalaginu við Bandaríkin, en
einungis þó fyrir þær sakir, að
Bretar geta ekki hjá því kom-
izt. Enginn, sem þekkir þessa
stoltu þjóð, getur efazt um, að
henni gremst að vera jafn fjár
hagslega háð valdhöfunum í
Washington og raun ber vitr.i
og sárlangar að efla sjálfstæði
sitt í þessum efnum. Bretar
hallast að þessu leyti æ meira
á sveif með almennri afstöðu
Evrópubúa, en hún hefir oft
verið nefnd Gaullismi, þó ekki
sé alls kostar rétt. Evrópumenn
gera sér yfirleitt bjartar vonir
um eflingu stækkaðs Evrópu-
samfélags, sem ekki þurfi að
halda áfram að vera háð vald
höfunum í Washington.
SÍÐAST liðin fjögur ár hef-
ir Evrópumönnum á meginlartd
inu, eða aðildarþjóðunum sex
að Efnahagsbandalagi Evrópu,
orðið ljóst, að enda þótt að
þær hafi hagnazt verulega á
efnahagsráðstöfunum bandalags
ins, þá verður ekki enn séð
fram á jafnræði þeirra í mætti,
hvorki saman borið við Banda-
ríki Norður-Ameríku né víð-
tæka möguleika Sovétríkjanna
á því sviði. Þrátt fyrir mikla
erfiðleika heima fyrir og stor
skuldir erlendis standa Bretar
mjög framarlega að þekkingu
og stjórntækni í iðnaði, sigling-
um, tryggingum og bankastarf
semi á alþjóða vettvangi, og af
þessum sökum yrði evrópsku
samfélagi mikill styrkauki að
aðild Breta. íbúum meginlands
ins verður því æ Ijósara, að
Bretar muni að vísu hagnast
mjög verulega á aðild, en hafi
eigi að síður margt og mikið
að mörkum að leggja.
Ég hygg að almennt samkomu
lag um, að margar og miklar
breytingar þurfi að gera bæði
til þess að Bretar geti aðlagazt
Efnahagsbandalaginu og eins
til að gera Efnahagsbandalags-
þjóðirnar sex ánægðar með að-
ild þeirra. Þetta hlýtur að taka
sinn tíma, ef til vill ein tvö
ár. Spádómar eru að sönnu
ávalLt hæpnir og bjartsýni sið
ur en svo almenn meðal manna
um þessar mundir, en vegna
þess, hve aðstæður hafa tekið
miklum breytingum, virðist
eigi að síður líklegt, að ann-
arri aðildarbeiðni Breta muni
reiða betur af en hinni fyrri. «