Tíminn - 20.05.1967, Qupperneq 12
Í0RÓTTIR TÍillNN HBM-l'IfllNi
LATTCcAKDAGCR 20. mai 1967.
»lnatíspyrna
um helgina
Keflvíkingar voru smáir í
MeJawöllrar KL 2 'VsftiKr-'V'íkmgiar
(®m xnffl.).
MeiavöiILur M. 3;30 Fram-Þrótt-
rar>ffL fL Bm.)
SunnudagnK
Metefvöllur M. 2 Pram-IHR (-ÍHm
‘66 2. fL)
MieiavöHfur iM. 3;30 ViatoASHt.
OL fl Bm)
Mánudagur:
Laugardalswlhrr M. 8.30. Vator
Βearts.
hondum Skotanna
Hearts lék sér að Keflavíkur-liðinu og sigraðí 6:0
Keflvísku leikmennirnir voru
smáir í höndum skozka atvinnu-
mannaliðsins Hcarts á Laugardals
vellinum í gærkvðldi- Það var ó-
skemmtilegt að sitja í kuldanum í
gscrkvöldi og horfa á Skotana leika
sér að Keflvíkingunum eins og kött
ur að mús- Sex sinnum í leiknum
sigldi knötturinn í netið framhjá
Kjartani markverði, og máttu Kefl
víkingar raunar þakka fyrir, að
mörkin urðu ekki fleiri.
Auðvitað bjóst maður ekki við
því, að Keflvikingar myndu sigra
í gærkvöldi. >að hefði alis ekki
verið sarmgjamt að gera slíka
kröfu, því að skozka liðið, ein-
göngu skipað atvhmumönnum, er
Þetta ero íslandsmeistarar Akraness 1953. Margir af þeim eru byriaSir aS æfa aftur. Frá vinstri sjást RíkharSur, ÞórSur, Donni, ÞórSur
Jónsson, og Magnús Kristjánsson. Yzt til hægri eru GuSjón Finnbogason og Sveinn Teitsson.
1 toppæfiftgu eftir nýafstaðið
keppnistímafoflið í Skoilandi. En
maður átti von á því, að Keflvík-
ingar myndu berjast eins og þeirra
er vani. Því miður vantaði þá allt
keppnisskap í leiknum í gærkvöldi
og 'þess vegna varð enn leiðiniegra
að horfa á leikinn en ella.
Mönnum lék nokkur forvitni á
að sjá „landsliðskandidata“ Kefla-
víkur, sérstaklega Sigurð Alberts-
son, Högna og Magnús Torfason,
en almennt er álitið, að þessir
menn verði í landsliðinu á móti
Spánverjum. Enginn þeirra sýndi
jákvæð tflþrif í gær. Signrðnr og
'Högni eru að vísu aHtaf harðir,
en í samanbnrði við skozku sóknar
mennina voru þeir seinir og þung-
ir, og harka kom ekki að neinu
gagni. Á miðjunni, sem tengiliður,
var Magnús Torfason allt of seinn
að gefa knöttinn frá sér. Og það
sama má segja um hinn tcngilið-
inn, Einar Magnússon. Þeir tveir
ftáðu aldrei að byggja upp sókn
fyrir Keflavíkurliðið.
Skotamir skoraðu fjögur mörk
í fyrri hálfleik. Vinstri útherjinn,
Kemp, skoraði fyrsta markið á 7.
mínútu frá v. kanti. Kjartan var
illa staðsettnr og horfði á eftir
knettinum í netið- Á 25. mín. skor-
aði Tryner 2:0- Og þetta mark
verður einnig að skrifast á reikn
ing Kjarbans markvarðar, sem
Framihald á bhs. 14
,Gullaldarlið^ Akraness
á svið á
nýjan leik?
Gömlu Skagamennirnir farnir að æf a
Þessi mynd var tekin af Guðmundi Hermannssyni í fyrrakvöld, þegar
hann setti hið glæsilega íslandmet sitt í kúluvarpi, 17,34 metra.
(Tímamynd Gunnar).
Ekkert knattspyrnulið hér-
lendis hefur notið eins mik-
il'la vins'ælda og ,,G-ullaíldarli5“
Aikraness á sínurn tima, þegar
liðið var sikipað kempum eins
og Ríkharði, Þórði Þórðarsyni,
Donna, Guðjóni Finnfoogasyni,
Sveini Teitssyni og fleiroim.
Þetta fræga lið hvarf af ®við-
inu fljótlega eftir 1960, en
núna, 7 árum siðar, getium við
átt von ó því að fá að sjá
þetta fræga lið leika á nýjan
leik.
„Gömliu mennirnir" hafa
nefnilega burstað rykið af
skónum og era byrjaðir að
æfa knattspyrnu aftur. Þeir
æfa einu sinni i vi'ku, á mið-
vikudögum, „þegar Steinald-
armennirnir eru búnir í sjón-
varpinu," eins og eimbver gam-
ansamur náungi á Akranesi
orðaði það, og meiningin er,
að liðið leifci æfingaleiki í surai
ar við yngri knattspyrnumenn
ina á A'kranesi. Ætti það að
geta orðið báðum til gagns og
ánægju. Og ef allt fer sam-
kvæmt áætlun, ætla „gömlu
niennirnir" ekki að láta þetta
nægja, því að þeir vilja gjarn-
an leika knattspyrnu fyrir ut-
an Akranes. Er möguleiki á
því, að liðið komi fram í sum-
ar í einfojverjuxn leikjum, þó
ekki verði það mótaleikir.
Annars foefur það loomið til
tals, að þetta lið taki þátt í
Bikarkeppni KSÍ sem Wið
Akraness. Það skal tekið fram,
að þeir göm'lu hafa ekki hugs-
að sér að keppa um sæti í að-
al'liði Akraness, heldur líta
þeir á þetta sem heilsufoót.
Meðal þeirra, sem æifa á mið
vikudögum, eru Ríkharður
Jónsson, Þórður Þórðarson,
Helgi Björgvinsson, Hal'ldór
Sigurbjörnsson (Donni), Krist-
inn * Gunnlaugsson, Guðjón
Finnbogason, Helgi Daníels-
son, Magnús Kristjánsson og
Guðmundur Sigurðsson. Fleiri
bætast í hópinn á næstunni,
t.d. Sveinn Teitsson.
Sem sé, við getum átt von
á því að fá að sjá „Gullaldar-
liðið“ á sviðinu fljótlega, og þá
sem nokkurs konar sýningarlið.
—alf.
Fyrsta golf-
keppnin í dag
GolfMrabbur Reykjavíkur hefar
sumjarstarfsemi sina í daig með
keppni uxn Aimeson-skjölidinn.
Hefst keppnin klubkan 1.30 á
veíli félagsins við Grafarfoolt. Fé-
lagsmenn eru fovattir til að mæta
á þetta fýrsta mót smnarsins.
ÆGIR
40 ÁRA
N. k. sunnudag 21. þ. m. kl.
3 e. h. heldur Sundfélagið Ægir
upp á fertugsafmæli sitt með kaffi
drykkju í Átthagasal Hótel Sögu.
Félagið var stofnað þ. 1. maí
1927. Á æskuárum þess var það
forustufélag í sundíþróttinni og
hefur ætíð síðan átt sundfólk, sem
hefur verið í hópi þess bezta á
landinu.
Aðalfundur félagsins var haldinn
fyrir skemmstu. f skýrslu formanns
kom fram, að unglingar félagsins
hafa staðið sig mjög vel að und
anförnu m. a. vann félagið stiga
keppni Unglingameistanamóts ís-
lands s. 1. haust.
Fráfarandi formaður Torfi Tóm
asson, baðst undan endurkosningu
en í hans stað var kosinn Sigurð
ur Þ. Guðmundsson, fulltr. sem
formaður. Aðrir í stjórn voru
kosnir, Theódór Guðmundsson
Guðmundur Þ. Harðarson, Guð-
berg Kristinsson og Torfi Tómas
son, í varastjórn voru þessir kosn
ir Hreggviður Þorsteinsson og
Marteinn Kristinsson.
Eins og áður er getið þá heldur
félagið upp á fertugsafmælið n.k.
sunnudag með kaffihófi að Átt-
hagasal Hótel Sögu og hefst það
kl. 3 e.h. Vonast stjórn fél. til
að sjá þar sem flesta af velunnur
um þess.