Tíminn - 10.06.1967, Blaðsíða 1
Urslitasigurinn getur
oltið á einu atkvæði
SEGIR EYSTEINN JÓNSSON, FORMAÐUR FRAMSÓKNAR-
FLOKKSINS í VIÐTALI VIÐ TÍMANN
Tíminn bað formann Fram-
sóknarflokkinn að segja örfá
orð om það sem honum væri
efst í huga í lok kosningabar-
áttunnar.
— Mér er, held ég, efst
í huga nauSsyn þess, að hver
og einn kjósi eins og hann
hefur mestu löngun til og
vill helzt. Að menn láti ekki
blekkingaráróður af neinu
tagi trufla sig í þeim ásetn-
ingi, né gömul flokkstengsl.
Sporin hræða í því efni eins
og t.d. í bæjarstjómarkosning
unum síðast, þegar Alþýðu-
bandalagsmenn björguðu tví-
mælalaust íhaldsmeirihlutan-
um i Reykjavík, með áróðr-
inum um „umframatkvæði“
Framsóknarflokksins, og enn
eru þeir, úr öllum hinum
flokkunum á stúfunum, með
samskonar blekkingaáróður.
Þeir hafa á hinn bóginn orðið
varir við það, að marga langar
til þess að kjósa með okkur
núna. því annars væru ekki
þessar eilífu grátbænir úr
öllum áttum til manna um að
gera það ekki.
— En hvað viltu segja um
málefnin?
— Nú er kosið um það,
hvort taka skuli upp nýja
stefnu, hliðstæða þeirri, sem
bezt hefur gefizt annars stað-
ar, eða halda áfram að fylgja
þessari úreltu, sem svo illa
hefur íeikið atvinnulífið og
komið kjaramálunum í sjálf-
heldu. Þá ekki síður um hitt,
hvort núverandi stjórnarflokk
ar eigi að geta ráðið stöðu
fslands gagnvart Efnahags-
bandalagi Evrópu, eins og
þeim einum sýnist. Það er
þung ábyrgð að fela þeim
slíkt vald og verður ekki aftur
snúið. þegar seðillinn er kom-
inn 1 kassann. Loks nefni ég
nauðsyn þess að efla nú enn
Framsóknarflokkinn og magna
hann sem forustuflokk um-
bótafólks í landinu. Það er
fásinna að byggja utan um
kommúnistakjarnann og ömur
legt til þess að vita að enn
skuli vera með nýjum hrögð-
um, eins og framboði Hanni-
bals, gerð tilraun til þess að
ginna menn til fylgis við
glunaroðann.
— Hverju viltu spá umi
úrslitin?
— Ég spái aldrei um kosn-
ingaúrslit. Ég tel okkur hafa
byr, en jafnframt að þetta
standi glöggt og nú geti allt
oltið á því að vel sé unnið
í lokasprettinum. Það getur
oltið á einum kjósanda hvar
sem er á landinu, hvort Fram-
sóknarflokknum tekst að
vinna úrslitasigur.
Ég vona að nógu margir
velji nú nina leiðina þegar
menn eru staddir á vegamót-
unum í kjörklefanum, segir
Eysteinn Jónsson að lokum
og brosir.
ÖFLUG SÖKN
í REYKJANES
KJÖRDÆMI
I Reykjaneskjördæmi hef-
nr kjósendnm á kjörskrá
fjölgaö nm rúm 24% sfðan
1963, og er það eina kjör-
dæmi landsins, þar sem
f jölgnn er meiri en heildar-
aukning í iandinn, sem er
9,5% síðan 1963. Eins og
gefur að skilja er nngt fólk
hlutfallslega mikln fleira en
annars staðar þarna, eins og
ætíð er á fjölgunarsvæðum.
f þessu kjördæmi hefur
Framsóknarflokkurinn vaxið
hlutfallslega mest á síðustu
árum, og gefur það nokkra
vísbendingu um, hverja sam
leið hann á með unga
fólkinu í Iandinu. f
sfðustu Alþingiskosn-
ingum jók Framsóknarflokk-
urinn atkvæðamagn sitt
þarna um 40% og bætti
hlutfall sitt í heildaratkvæða
magni kjördæmisins úr 16%
í 20,1%.
í bæjarstjórnarkosninguu
um í fyrra kom í Ijós, að
þessi mikla sókn lieldur enn
áfram, jafnvel með enn
meiri hraða, og allar fregnir
úr kjördæminu nú benda til
þess, að hann hafi mikla
möguleika til þess að bæta
við sig þingmanni þar og
koma Valtý Guðjónssyni á
þing, ef vel er unnið. En
til þess að því marki verði
náð má enginn liggja á Iiði
sínu, og eitt einasta atkvæði
getur ráðið úrslitum.
Á 8. síðu Timans í dag
eru bir> stutt viðtöl við þrjá
efstu menn B-Iistans í Reykja
nesk;ordæmi, þá Jón Skafta-
son, Valtý Guðjónsson og
Björn Sveinbjörnsson. Ræða
þeir kosningahorfurnar, mál
eíni kjördæmisins og álirif
.tjórnarstefnunnar á atvinnu
lífið.
SJÁ BLS. 8