Tíminn - 10.06.1967, Page 2

Tíminn - 10.06.1967, Page 2
TÍMINN LAUGARDAGUR 10. júní 1967 YFIRLÝSINGAR Enn hafa blaðinu borizt yfir- lýsingar vegna misnotkunar á nöfnum félaganna. Fara þessar yfirlýsingar, sem eru frá Félagi ftlenntaskólakennara og Verzl- unarmannafélagi Reykjavíkur, hér á eftir. Frá Félagi Menntaskólakennara: „Stjórn Félags menntaslkóla- kennara gagnrýnir harðlega það atferli tveggja menntaskólakenn- ara að bendla nafn félagsins við stjórnmál með undirslkrift sinni, tiltekmim stjórnmálaflokki (eða flokksihluta, er virðist öðrum armi ósamþykkur) til framdráttar. Ekki skal fullyrt, hvort kennarar þessir hafi léð nöfn sín visvit- andi til þessarar viðleitni eða verið blekktir til þess með ein- hverjum hætti. Hvort heldur er, má það þykja ískyggileg þróun, er menn taka að binda stéttanfé- lag álkveðnum stjórnmálaflokk- um með undirskrift sinni, en sýnu verri og háskalegri, er stjórnmálaflokkar leyfa sér að prenta heila nafnarunu, þannig fengna, í málgögn sín. Framhald á bls. 14. MARGRÍT PRINSESSA GIFTIR SIG ( DAG Kosningaúrslitin í sjónvarpi og hljóðvarpi: Sjónvarpað fram á nótt Sjónvarpið hefur töluverðan viðbúnað í frammi til að geta skýrt áhorfendum frá talningu atkvæða á sunnudagskvöld og mánudagskvöld. Á sunnudags- kvöld mun það skýra frá talningu í Reykjavík, en enn hefur ekki verið ákveðið hve lengi. Eins og stendur er búizt við að dagskránni i sjónvarpi ljúki kl. 1 e.m. á sunnudagskvöldið, og þýðir það aðeins fyrstu tölur úr Reykjavík og kannski úr Reykja- 0g 66 40 ára Tímaritið Heimili og skóli, sem gefið er út af Kennarafélagi Eyja- fjarðar, á aldartfjórðungsafmæli um þessar mundir. Svo sem nafn ið bendir til, hefur það að mark- miði, að stuðla að nánara sam- startfi heimila og skóla. Hatfa ýms ir skólamenn, uppeldisfræðingar og fleiri ritað fróðlegar greinar fyrir ritið auk þess sem það flyt- ur að jafnaði lestrarefni fyrir börn og unglinga. Tímaritið hef- ur komið 6 sinnum ár hvert, var það upphaflega 6 blaðsíður, en síðar stækkað upp í 24. Ritstjóri er Hannes J. Magnússon rithöf- undur, en útgáfustjórn skipa Iniiriði Úlfsson, Edda Eiríksdótt- ir og Jóhann Sigvaldason, sem öll eru kennarar. Meðal fjölmargra greina og greinafloikka, sem ritið hefur flutt má nefna frásagnir um erlenda skóla og kennsluháttu víða er- lendis, hatfa þær verið skólamönn urn til hins mesta fróðleibs. Harður árekstur í Eyjafirði OO-Reykjavík, föstudag. Harður árekstur varð milli tvcggja bQa á Svalbarðsströnd í gær. Þrennt slasaðist í árekstrin- um og var fólkið flutt á sjúkra- húsið á Akureyri. Bílarnir sem óku saman eru mikið skemmdir. Áreksturinn varð kl. 17.30 Volkswagenbíll sem var á leið ál Grenivikur var að fara fram úr öðrum bil cr bíll atf Opelgerð kom á móti og óku bílarnir sam- an. Tveir karlmenn voru í Opel- bílnum og slasaðist annar þeirra og í hinum bílnum voru brjór konur og varð að flytja tvær beirra á siúikrahús. Meiðsli fólksins eru ekki mjög mikil. neskjördæmi, en á mánudags- kvöldið er meiningin að Ijúka ekki útsendingu fyrr en úrslit liggja fyrir. Það getur nokkuð lengt dag- skrána á sunnudagskvöldið, ef sjónvarpsupptaka atf brúðkaupi Margrétar Þórhildar prinsessu hef ur borizt. Mun sú mynd verða sýnd etftir miðnætti og síðan skýrt frá kosningatölum að sýningu lokinni. Kosningadagskráin hetfst klukk an ellefu fyrra kvöldið með því að Emil Björnsson, fréttaistjóri kynnir. Þá batfa verið fengnir fjór ir menn til að segja álit sitt um niðunstöður í kosningunum í Reykjavíík, þeir Jón Múli Árna- son, Kristján Bersi Ólafsson, Matt hías Jóhannessen og Indriði G. Þorsteinsson. Bæði kvöldin -verð- ur flutt ýmislegt innlent og er- lent skemmtietfni meðan beðið er etftir tölum. Þá verða flutt við- töl við kjósendur á kjörstöðum í Reykjavík, Reykjaneskjördæmi og Suðurlandskjördæmi. Kosninga dagskráin hefst k. 6.30 e.h. á mánudagskvöldið og steudur til 7.30. Síðan hefst hún aftur kl. 10 e.h. og stendur friam úr. Dagskrá hljóðvarps verður með svipuðu sniði og verið hefur und- Framhald á bls. 14. GMÞE-Reykjavílk, föstudag. Það er á morgun 10. júní, | sem þau verða gefin saman í I hjónaband Margrét ríkisarfi : Danmerkur og Henri De Mon- pezat greifi, að viðstöddu miklu fjölmenni, þar af um 150 erlendum gestum. Af ís- lands hálfu situr forseti fs- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson hið konunglega brúðkaup, en hann kom til Danmerkur á mið vikudag. Hjónavígslan fer fram kl. 16,30 að íslenzkum tíma í Holm enskirke. Friðrik Danabonung- ur og hrúðurin Margrét Þór- hiidur (Þórhildamafnið hlaut hún, vegna þess að sín fyrstu Framhald á bls. 14. Sjá bls. 22,23 24,25, 26,27 Ásgeir Ásgeirsson, forseti, kemur til brúðkaupsins. — Friðrik konungur tekur á móti honum. Norðurlandadagur á EXPO 67 í gær Norðurlandadagurinn var á hoímssýningunni í Montreal í Kanadia í gær, og barst blaðinu etftirfarandi skeyti um hátíðar- höldin í því sambandi. „í sólskini og ytfir 30 stiga hita hófst Norðurlandadagurinn á heimssýningunni í Montreal með hátíðlegri athöfn á Palace des Nations. Meðan þjóðsöngvar voru leiknir, drógu fulltrúar af her- skipum og tveir íslenzkir glímu- menn Norðurlandaifána að húni. Herskip frá Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi komu, og bcnung- legi norski Mfvörðurinn hafði her- sýningu og músik. f ræðu minnti Dupuy, aðal- framkvæmdastjóri EXPO 67, á hin nánu tengsl Kanada og Norð urlanda gegnum Vinlandsfara, sem voru nógu hæverskir til að nefna ekki landið Nýju Skiaudi- navíu, og gegnum nýja landnema seinna atf norrænum uppruna. Sir en, forseti Norðurlandaráðs, hélt ræðu fyrir hönd norrænnar sam- vinnu, og Svíinn Polke Clæzson, fyrir hönd norrænna fram- bvæmdastjóra. fslenzki glimu- maðurinn Guðmundur Halldórs- son afhenti íslenzka fánann að Framhald á bls. 14. Fréttaritari Tímans í London náði símasambandi við hótel íslendingana í Amman í gær: FARA FLUGLEIÐIS TIL BEIRUT Á SUNNUDAG KOMA TIL LONDON ÞÁ UM KVÖLDIÐ KJ-Reykjavík, föstuilag. Eftir margra daga bið og margar tilraunir tókst frétta ritara Tímans í London Páli Heiðari Jónssyni loks í dag að ná sambandi við hótel það í Amman höfuðborg Jórdaníu þar sem fslendingarnir 25 hafa dvalið að undanförnu. Var þetta eitt af fyrstu símtöl um sem afgreidd hafa verið frá London til Jórdaníu síð- an ófriðurinn brauzt út, og símtalið var fengið un«i;r pví yfirskyni að um neyðarkall væri að ræða. Sunnuhópurinn býr á hótel Philadelphia í Amman, og náði Páll Heiðar tali af hótelstjóranum. Stað- festi hann í fyrsta lagi að allur hópurinn væri á hótel- inu, og allir væru heilir á húfi liði vel og lægi vel á öll- um. Upphaflega var gert ráð fyrir að fara landleiðina frá Amman til Beirut í Líbanon, en hótelstjórinn tjáði Páli að nú væri ákveðið að hóp- urinn færi fljúgandi með jór- danska flugfélaginu ALIAL á sumnudaginn til Beirut, en flugtíminn er 35 mínútur. Þá sagði Páll að flugfélagið Middle East Airlines hefði stað- fest við sig í London í kvöld að þeir hefðu flugvélar til- búniar í Aþenu og Róm til að fljúga til Beirut, um leið og erlendiir ferðamannahópar koma þangað. Er því búizt við að íslenzku ferðamcnnirn- ir 25 á vegum ferðaskrifstof- unnar Sunnu komi til Lund úna á sunnudagskvöld. Guðni Þórðarson forstjóri fer í kvöld frá Lundúnum til Aþenu, og þaðan með fyrstu flugvél til Beirut, sagði Páll Heiðar ennfremur, til þess að taka á móti hópnum er hann kemur þangað Þegar Páll var að tala við Aimman voru að berast frétt- ir þangað um að Nasser hefði sagt af sér, og varð mikið fjaðrafok og læti á línunni og skiptiborðunum í Amman þess vegna, og rekið á eftir að ljúka símtölum strax og var því ekki hægt að tala við neinn íslendinginn úr Sunnu- hópnum á hótelinu. En í l.k- in endurtók hótelstjórinn að ölluim liði vel, og ætlaði hann að koma skilaboðum til ís- lendinganna um að fólk hér heima vissi að öllum liði ve. á hótel Philadelphia i Amman þótt mikið hafi geng- ið á þar eystra að undanförnu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.