Tíminn - 10.06.1967, Page 5
LAUGARDAGUR 10. júní 1967
TÍMINN
Fíutningsmenn óskast að frumvarpi tii laga, sem miði að því að
ÞJÓÐIN HÆTTIAD VERA
ÓMAGIÁ RITHÖFUNDUM
Inngangur: Hér er auglýst eftir
fkrfcningsmömnMn að meðfylgj-
andi frumivaTipi. >að er tekið
saman í tilefni af þv£ að í ár birt-
ist nafn undirritaðs skyndilega —
eftir sjö eða átta ára hlé (<var þá
heiðraður með fimrn eða átta þús-
und krómun) — á vasapeninga-
lista þeim, sem útíhlutunarneínd
svokallaðra listamiannalauna tekur
saman árlega, og verð ég því tæp-1
ast grunaður um annarlegan til- (
gang, þegar ég nú legg til m.a.,
að þessi árlega plága verði af-
numin í eitt skipti fyrir öll. Lista-
mannalaunin hafa nefnilega aldr-
ei verið annað en aumleg endur-
greiðsla á bnoti af þeirri -upphæð,
sem rikisvaldið rakar saman árlega
á hugverkum fslendinga, einn þátt
ur þess skollalfiiíks, sem felenzk
stjómmál eru orðin í sitóru sem
smáu. Gg sem greiðslu upp í skuld
tek ég við upþhœðinmi og minni
um leið á heild aruppttiæð ina. Þessi
ummæli skýrast við lestur athuga-
semdanna með frumivarpinu, sem
hér er tfl sýnis og láns og bíður
sinna flutningsmanna. Ég geri
mér engar vonix um, að þeir finn
ist í röðum núwerandi þingmanna
(ég starfaði í 10 á á Alþingi og
varð þá margs vís), hausar kreppu
kynslóðarinnar eru of harðir fyr-
ir sjónarmið af því tagi, sem hér
eru sett fram — en það er von
á þó nokkrum ungum mönnum í
þingsalina, áður langt líður, og ef
til vill fást einhverjir þeirra til
að axla frumvarp í líkingu við það
sem hér er þrykkt, og verzla purk
unarlaust um framgang þess við
þingheim á kostnað einhvers
minni háttar málefnis, t.d. þess,
hvort sjómeim fái tíu surum
meira eða minna fyrir fiskkílóið.
Frumvarpsdrögin, — ef að lögum
verða í aðalatriðum einhvern tíma
— er auðvitað ranglæti gegn þeim
sem vilja fyrir alla muni, að við
hættum sem fyrst að vera þjóð.
En meiri hlutinn hefur svo lengi
kúgað minni hlutann í menningar
legum efnum, að sanngjamt er, að
minni hlutinn komi einu sinni
fram vilja sínum á meiri hlutan-
um með illu — fyrst það er ekki
hægt með góðu, sem gerist raun-
ar aldrei í málum af þessu tagi.
Fyrir þannig gemæði — að þessu
sinni til þrifa — er Alþingi ein-
mitt viðurkenndur vettvangur.
PRiUMVAiRP
Tilgangur þessara laga er að stétt
rithöfunda verði goldið refjalaust
það, sem hennar er og að hún
fái að búa að sínu eins og aðrar
stéttir, óháð öðru en þjónustunni
við það, sem hún telur rétt á
hverjum tíma.
1. grein.
ToUar af efni til bókagcrðar
verði afnnmdir, svo og söluskattur
af vörnnni fullunninni.
(Aths. við lagagrein þessa: Bók
mennt <ir ekki veniuleg vörumvnd
un, hrárfnið er sótt í djúpvit-
undi- sem eru prívat-eign manna
(efstu tögin eign dagblaða, brauð
strits o.s.frv.), öfugt við óumdeil
anlegar veraldlegar sameignir: haf
djúpin (fiskur), loft (áburður).
vötn (kísilgúr), fleira. En vinna
rithöfundar, áhættuverk, svo sem
Jóhannes Helgi
sbáldsaga af sæmilegri lengd,
venjulega unnin í kapphlaupi við
falldaga víxla, upplag 3000 eintök,
er skattlögð til ríkissjóðs fyrir
tilstilli pappírstolla og söluskatts,
með sirka 150 þúsund krónurn,
og þessi skattlagning kemur auð-
vitað beint niður á ritlaunum til
höfunda. Á landinu koma út milli
2 og 3 hundruð bókatttlar árlega
sem þýðir vægt áætlað milli 20
og 30 milljónir í ríkissjóð. Rúm-
um tveimur milljónum er síðan
skilað aftur af handahófi til rit-
höfunda með svokölluðum lista-
mannalaunum, 100 þúsund per
hálfdauða hausa, allt niður í þrjá-
tíu þúsund og ekkert, ef þeir eru
ungir og vellifandi. Þannig er þjóð-
in látni íþyngja á blygðunarlaus
an hátt rithöfundum sínum, sem
starfa við erfiðustu skilyrði, sem
um getur í heimsbyggðinni. Ríkis-
valdið — í umiboði og nafni okkar i
og þínu — lamar þannig visvit-
andi eitt helzta menningaraflið í
þjóðlífinu: skáldskapinn. Og ekki
sakar að fhuga þyngd þess kross,
án allrar viðbótar, að vera fædd-
ur skáld til svo mikillar tungu en
lítillar þjóðar.)
2. grein.
Afnumið verði eignarhald rík-
isins á höfundarrétti sem það tek
ur sér 75 árum eftir dauða höf-
unda. Rétturinn og hagnaðurinn
af honum verði afhentur samtök-
um lifandi rithöfunda, bæði
þeírra höfunaa, »em burtkallast
meðan lýðveldið er við lýði og
eins hinna, sem flognir eru úr
holdinu, allt frá laudnámstíð, og
ríkið greiði um leið og það skilar
af sér eignarlialdinu — við gildis
töku þessara laga — hagnaðinum
af þessum rétti með vöxtum og
vaxtavöxttim o' skaðaoætur að
því marki sem það hefur vanrwkt
að gæta þessa réttai og . • /ðleggja
hann. (Reglugerðarákvæði nvern
ig sú nefnd verður skipuð, sem
ákveður skaðabæturnar.)
(Aths. við lagagrein þessa.
Hvert ætti höfundarrétt.urinn aó
ganga frekar en til þeirra. sem
vígt hafa sig því hlutskipti að
ávaxta menningararfinn í sínu
nafni og bræðranna sem horfnir
eru af vettvangi. Réttmæti laga-
greinarinnar er svo augljóst, að
það verður að teljast méðgun við
þingmenn að rökstyðja það frek-
ar.)
3. grein. .
Tuttugu og finun krónur komi
fyrir útlán hvers bindis í almenn-
ingsbókasöfnum og greiði lánþegi
það úr eigin vasa. Ríkið greiði
jafnframt fullar bætur fyrir tíu síð
ustu ár, sem bækur hafa verið lán
aðar endurgjaldslaust og að höf-
undum forspurðum úr nefndum
söfnum. Sjóðurinn verði afhentur
rithöfundasamtökunum til ráð-
stöfunar.
(Aths. við lagagrein þessa:
Menn meta ekki réttitega það sem
þeir fá fyrir ekki neitt, það er
siðferðisatriði að láta menn borga
fyrir afnot af smíði annars mannis
bæði gagnvart lánþega og höfundi
(hugivenks í þessum tilfelli). Hug-
verk er vara fyrst og síðast. Hér
er miðað við að ríkið greiði bætur
fyrir útlán síðustu tíu ára. Bygg-
ist viðmiðunin á því, að upp úr
1957 er talið að þjóðin verði rík,
sem svo er kallað. Einhver tekju-
hæsta í heimi. Engin skáld í heimi
hafa deilt eins kjörum með fátaskri
þjóð eins og íslenzk. Skáld líta á
það sem sjálfsagðan hlut að vera
fátæk með fátækum. En þau vilja
ekki vera og eiga ekki að vera
fátæk með ríkum. Og við, sem
veiðum allan þennan fisk og er-
um svo stór upp á okkur eigum
ekki að vera að mjatla í rithöf-
undana rétti þeirra í smásköm nt
um, heldur láta þá hafa hann all-
an í stórum skammti og þakka
fyrr stuðninginn og skemmtun-
ina á þrengingartímunum með
von um sama þegar næst slær i
harðbakka. 25 krónur árlega á
mannsibarn fyrir aðgang að hug
verkum okkar, gömlum og nýjum
er gjafverð. Fjórar til fimm millj-
ónir á ári, 40 til 50 milljónir fyrir
þessi síðU'Stu tóu ár. Rfflegt togara
verð. Og því má ekki gleyma að
útfluttar bókmenntir eru nálega
það eina, sem megnar að sannfæra
heiminn um, að við séum þjóð
með þjóðum og við viljum ekki að
það séu neinir undirmálsmenn eða
blankir labbafeútar, sem veljast
til þess að túl'ka líf ofekar nérna
í kuldanum, heldur frfekir menn,
albrynjaðir viti og dugandi vilja.
Nýleg lög um greiðslur til höf-
unda vegna útlána bóka þeirra
— sem raunar geyma svo flókn-
ar reglur um útreikninginn, að
þau feoma ekki til framikvæmda
fyrr en etftir ár — er hraksmánar-
leg smíð. Tæp milljón. Andvirði
þriggja bíla. Andvirði 5 sígar-
ettna á ári á mannsharn. Við leggj
urn ekki nafn íslands við slikt
til lengdar.)
4. grein.
Handritin verði afhent rithöf-
undasamtökunum til meðferðar og
ráðstöfunar.
(Aths. við lagagrein þessa. Hver
stétt búi að sínu og ráðskist með
sitt. Það er mál rithöfundanna,
hvað þeir gera við skinn látinna
úarfsbræðra sinna, leigja þau eða
selja. Við flutningsmenn leggjum
til, að þau verði seld. Telja verður
að búið sé að grúska nóg í þeim
og gefa út það sem er þess megn-
ugt að skírskota til okkar. Það er
ekki hægt ð gera allt, það verð-
tir að velja. Það væri gaman að
geta varðveitt þessi blessuð skinn
Eftir Jóhannes Helga
og varið þau maðki og lús eins
og það væri Mka gaman að geta
grafið upp bein forfeðranna —
sem standa okkur líka nær en kú-
skinnin þeirra — og komið þeim
fyrir snyrtum í heitum
gterskápum. En það er nú
svo, að það dauða verður að
víkja fyrir lífinu og framþróuninni.
Við verður að sýna siðferðislþrek,
við verðum að fórna einu fyrir
annað sem er mikilvægara, góðir
landar. Við gerum það raunar oft
á dag í smáatriðum, lífið er eilíft
þrotlaust \ al, nú tökumst við geig
lausir á við stóru atriðin. Verum
raunsæir. Seljum. Gerum reyfara-
kaup og gefutn heimsku heimsins
langt nef um leið. Söfnunareðli er
óeðli, öfugisnúin náttúra, aftur-
beygt viðihorf, enda eru alltatf
nógir peningar þeim megin grind-
veriksins og þangað sækjum við nú
klókri hendi starfsféð handa þeim
sem eru á dögum og leggja það
á sjáifa sig og sína gð snúa and-
litinu fram . Með 2500 milljónum
— sem talið er að sölfn mundu
vilja borga fyrir skinnin, — væri
hægt að hleypa háspennustraum á
hvert einasta gáfnaljós í land-
inu, við gætum bakað sálina í
þjóðinni brúna í frægðarsól áð-
ur en heimurinn ferst. Alyöru-
listamenn yrðu riki í ríkinu, stór
pólitískt óháð radarauga, sem gæfi
línuna af stórtilefnum utan og
ofan við smápólitík virfea diags-
ins, sem er að ræna okkur vit-
inu og ekki fyrir aðra en idjóta
að rótast í svo sem dæmin sanna.
Mlálvfeindamennirnir geta fylgt
méð í kaupunum, gildir einu, hvar
fílabeinstuma þeirra stendur í
veröldinni, hann er hvort eð er
fyrir utan stríðandi líf þjóð-
anna. Mundi taka sig vel út á Sa-
hara. — Til eflingar lifandi lífi
og til að friðþægja fyrir öll tal-
entin sem við höfum drepið, —
eða sem leifeföng handa grúskur-
um? Hvorn kostinn haldið þið, ð
þeir kysu sem sfeáru þesui skinn
og páruðu á þau við skin grútar-
týrunnar, ef þeir mættu svara í
moldinni? Megið geta þrisvar.)
Lögin öðlast þegar gildi.
En gamanlaust — og fylgir þó
alvara áður sögðu — : Unga ís-
land er orðið mettað leiða á for-
sjá og fimmaurasjónarmiðum
kreppukynslóðarinnar og alveg sér
í lagi ungir rithöfundar. Sumir
hafa þegar pakkað, enn aðrir eru
á förum yfir á annan vetbvang,
langþreyttir, skuldugir, og saddir
lífdaga á hinum fyrri, og nýir sem
eitlhvert blóð er í munu ekki koma
— fyrr en þjóðinni hefur skilizt
og sýnt í verki, að á list ber
ekki að líta sem undirmálsvinnu,
ekki sem hjáverk, efeki sem gam-
anmál. Eða til hvers væri að lifa
hér mannlífi áfram, ef enginn
væri ti 1 að fjalla um það, spegla
það, meta mikilvægi þess, gagn-
rýna það sem miður fer, lofa það
sem vel er gert, skrá það, frægja
það út á við?
Sá stjórnmálaflokkur, sem ekki
hefur eflingu slíkrar viðleitni of
arlega á stefnuskrá sinni og mein
ar það, er ekki flokkur, heldur
einber hagsmunasamtök, atkvæða-
suga, valdagræðginniar vegna.
Flokkar og menn eldast ýmist
ve 1 eða illa. Þegar flokkar verða
gamlir og kyrkingur kemur í þá
og þeir þungast öfgum í eina átt
eða aðra í stað þess að endurnýja
sig og aðhæfast ta'kti nýs tíma,
verður að slá þá af. Til þess eru
kosningar. Þegar það hefur gerzt
er þess að vænta, að næstu mennta
málaráðherrar á íslandi skilji
embætti sitt dýpri skilningi en
svo, að þeir láti sitja við nálega
það eitt á tíu feitum ár-
um að vera einungis kurteisir fram
an í Mstamenn og senda þeim
heim vínflöskur og væmin hrós-
bréf í tilefn listafreka.
Jóhannes HelgL
KVENFÉLAGIÐ
HRINGURINN
efnir til blómasölu á kosningadaginn 11. júní næst-
komandi. Að þessu sinni rennur ágóðinn til þses
að koma upp hjúkrunarheimili fyrir taugaveikluð
börn. Blómin verða afgra:dd á eftirtöldum stöðum:
Þrúðvangi við Laufásveg; Austurbæjarskóla; —
Melaskóla; Laugarnesskcla; Heimili KFUM við
Langholtsskóla; Breiðagerðisskóla; Álftamýris-
skóla; — Félagsheimili Óháða safnaðarins við
Háteigsveg.
Foreldrar, leyfið börnum yðar að koma og selja
blóm og styrkið með því gott málefni. Sölu-
laun 10%.
KVENFÉLAGIÐ
HRINGURINN
íslandsmeistaramót
í handknattleik
í 2. flokki kvenna utanhúss 1967, verður haldið
í Vestmannaeyjum 22. til 23. júlí n.k. Þátttöku-
tilkynningar skulu berast fyrir 9. júlí n.k. og send-
ist til Jóns Kr. Óskarssunar formanns handknatt-
leiksráðs Í.B.V., pósthólf 228, Vestmannaeyjum.
Handknattleiksráð I.B.V.