Tíminn - 10.06.1967, Page 9

Tíminn - 10.06.1967, Page 9
9 FÖSTUDAGUR 9. júní 1967 TIMINN Utgefandi: FRAMSOKNARF-LOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorstejnsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur í Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr 105.00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Hið mikla fjölmenni, sem iótti kosningafund Fram- sóknarflokksins í Háskólabíói í fyrrakvöld, hefur vakið mikla athygli í borginni, og í gær mátti heyra, að mjög var um hann talað. Fundinn sótti á þriðja þúsund manns, en örðugt er þó að segja nák/æmlega, hver mannfjöld- inn var. Það var e'kki aðeins, að hvert sæti væri skipað í þessum stærsta fundarsal borgarinnar, heldur stóð mað- ur við mann eins þétt og unnt var, með öllum veggjum og út úr hliðardyrum, svo og í uppgöngu og gangi milli sæta, og bætt var stólum í salinn eins og unnt var. Og í hinu stóra anddyri bíósins stóðu og sátu mörg hundruð manna, svo að þéttskipað var meginhluta fundartímans. Framsóknarmenn höfðu að vísu gert sér vonir um góða fundarsókn og fullt hús, en þeim kom á óvart þetta geysilega aðstreymi fólks. Það er ekki aðeins, að þetta sé langsamlega fjölmennasti fundur á vegum Fram- sóknarflokksins, heldur var það álit margra að fjöl- mennari kosningafundur hafi aidrei verið haldinn innan húss hér í höfuðborginni. Fundur þessi sýnir gerla, hver staða Framsóknar- flokksins er í þessum kosningum og hverjar horfur eru á úrslitum. Hann sýnir að traust og fylgi Framsóknar- flokksins vex jafnt og þétt og foík gerir sér æ betur ljóst, að þessar kosningar eru barátta milli Framsóknarflokks- ins og stjórnarflokkanna, að frjálslyndum stjómarand- stæðingum sé sá kostur einn fyrir hendi, vilji þeir fella ríkisstjórnina að fylkja sér um Framsóknarflokkinn, efla einn stóran flokk umbótamanna gegn ríkisstjóminni. Hann sýnir einnig, að æ fleiri sKilja, hve þessar kosning- ar eru örlagaríkar, og hve mikilvægt er nú að víkja frá þeirri ríkisstjórn, sem sett hetur íslenzkt framtak og íslenzkt atvinnulíf á hinn óæðn bekk. Fólk veit, að haldi ríkisstjórnin nú velli, mun hún líta á það sem trausts- yfirlýsingu og herða enn meira á þeirri „viðreisn“, sem hún hefur beitt og lýst yfir að hún muni beita áfram. Þjóðin veit, að það má ekki gerast. En sóknarfundurinn í Reykjavík eru ekki einu merkin um góðar kosningahortur F'-amsóknarflokksins. Hvar vetna annars staðar af landinu oerast fregnir um þessa sókn og vaxandi stuðning við Framsóknarflokkinn. Fregn- ir berast af nýjum mönnum sem koma til hðs við flokk- inn og lýsa yfir stuðningi við hann Fundir fiokksins eru hvarvetna vel sóttir og málflutmngi hans vei tekið. Jafnt andstæðingar sem aðrir gera sér ljóst, að Farmsóknar- flokkurinn muni bæta við sig í hverju einasta kjördæmi landsins og hafi víða góða moguleika á að vinna þing- sæti. En jafnframt er það ljóst af því. hvernig straum- urinn liggur til Framsóknarflokksins i þessum kosning- um, að hann getur vel unnið uppbótarsæti, takist ekki að vinna kjördæmissæti og þvi getur eitt einasta atkvæði ráðið úrslitum hvar sem er á 'andinu. Fregnirnar um sókn Framsóknarflokksins eru ekki sízt góðar úr Reykjaneskjöraæmí enda er fjölgun á kjörskrá þar langmest, og sók.j flukksins þar síðustu ár heldur áfram með vaxandi þunga Það er til dæmis á almanna vitorði þar, að fundir fiokksins í Reykjanes- ^jördæmi hafa verið bezt sóttir allra f'okka þar. En bótt siqurhorfur séu góðar er allt komið undir því, að vel sé unnið fram á kjördagskvöld, því að hálfur sigur kemur ekki að nægilegu haldi. aðeins fullur sigur. ‘Jtuðningsfólk B-listans, samtaka nú í sókninni til loka. Góðar horfur Sóknarfundur Stefna ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum: SJUKRAHUS LATIN ÞOKA FYRIR SKRIFSTOFUHOLUIM Viðbyggingunum við Landsspítalann hefði verið lckið fyrir árslok 1962, ef tillögur Framsóknarmanna hefðu verið samþykktar. Þórarlnn Þórarinsson Það vakti óskipta athygli á s.l. vetri, þegar Jóhann Hafstein heilbrigðismálaráð herra lét stöðva útvarps- þátt, þar sem fimm læknar komu fram og lýstu því á- standi, sem ríkjandi er í sjúkrahús- og heilbrigðis- málum landsins. Að vissu leyti var þetta þó til gagns, því að það rifjaði upp hið furðulega sleifarlag, sem hefur verið ríkjandi í þess- um málum. Það er bezta sönnunin um sleifarlagiS í þessum efnum, að árum saman hafa verið í smíðum viðbygging- ar við Landsspítalann og sérstakur borgarspítali, og bær mjakast áfram meðan bver skrifstofuhöllin hefur risið upp á fætur annarri á örstuttum tíma. Haustið 1961 fluttu þeir Þórarinn Þórarinsson, Halldór E. Sig urðsson og Jón Skaftason, Halldór E. Sigurðsson frv. um lántöku til að ljúka þeim viðbyggingum, sem þá voru hafnar við Lands- spítalann, en þar var að ræða um þrjár álmur með um 220 sjúkrarúmum. Þá var talið, að hægt væri að ljúka þeim á rúmu ári, ef fjárskortur stöðvaði ekki framkvæmdir, enda voru þær vel á veg komnar. Frv. þetta var svæft og fram- kvæmdahraðinn varð sá, að enn er ólokið einni álmu með 90 sjúkrarúmum og er áætlað nú, að hún verði í fyrsta lagi fullbúin í árslok 1968. Enn meira sleifarlag hef- ur ríkt við byggingu Borg- arsjúkrahússins. Komið er talsvert á annan áratug síð- an bygging þess var hafin. Þó er enn ekki tekinn þar ti) starfa nema ein deild, röntgendeild, án sjúkra- rúma. Slysavarðstofunni er ætlað framtíðarhúsnæði í Jón Skaftason þessari nýju byggingu, en hefur vegna áðurgreinds dráttar orðið að búa við algerlega ófullnægjandi að- átöðu. Svo mikill er spítalarúma skorturinn í Reykjavík, að sjúklingar hafa oft orðið að bíða langdvölum eftir sjúkrahúsvist, enda eru Reykjavíkurspítalarnir ekki aðeins fyrir Reykvíkinga, heldur alla landsmenn. Þá svarai starfsaðstaðan á sjúkrahúsunum hvergi nærri tii þeirra miklu fram fara, sem orðið hafa annars staðar í seinni tíð. Sú stefna ríkisstjórnarinn ar að láta skrifstofubygg- ingar stórgróðamanna ganga fyrir nauðsynlegum spítalabyggingum, er vissu- lega óverjandi, en henni verður ekki breytt, nema skipt verði um ríkisstjórn á sunnudaginn kemur. MeSan skrifstofuhallirnar hafa þotiS upp, hefur það dregizt ár frá árl aS Ijúka viðbyggingum viS Lands- spítalans.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.