Tíminn - 28.06.1967, Page 3

Tíminn - 28.06.1967, Page 3
I MIÐVIKUDAGUR 28. júní 1967 TÍMINN í SPEGLITIMANS Vieðreiðarnar í Ascot á Eng landi draga ekki aðeins að sér allan háaðalinn enska, heldur þekkt fólík víðs vegiar úr heiminum, endia áreiðan- lega kunnasita veðreiðarkeppni heims, þar sem fólk kemur ekki aðeins til að sjá hestana ★ hlaupa, heldur til að sjá frægt fólk og sýna sig. Og þarna sjá um við einn frægan — banda ríska sönigvarann og leikarann Bing Croslby með Ascot bop- hatt og hann snýr pípunni nið ur enda austandi rigning. Fyrir rúmu ári síðan, nánar tiltekið 26. apríl 1966 urðu miklir jarðskjálftar í borginni Taskjent í Sovétríkjunum. Um það bil þriðjungur borgarinn ar jafnaðist við jörðu og tíu manns létust af völdum jarð skjálfitanna- Frá þessum tima hlafa verið þar jarðákjálfbar öðru hverju og á þessum fimmtán mánuðum hafa mælzt 774 jarðskjálftar. Kvikmyndaeftirlitið í Indó nesíu hefur bannað sýningar á öllum Jamés Bond kvik- myndum þar í landi. Telur eft irliitið, að kvikmyndimar örvi fólk til þéss að fremja ýmiss konar glæpi. Brezki leikarinn Sir L/aur- ence Olivier hefur undanfarið verið undir læknishendi vegna krabbameins í blöðruháls- kirtli. Fyrir nokkru var hann fluttur í sjúkrahús með heift- uga lugnabólgu og hafa lækn- ar fyrirskipað leikaranum i ð halda kyrru fýrir nœstu vik- urnar. Sir Laurenc? hefur lát ið að því liggja að hann muni halda áfram aó leika. þeg r hann fái leyfi til þess. Eigin- kona hans, leikkonan Joan Plowright, hefur sagt frétta- mönnum það, að þau hafi bæði vitað ia@ sir Laurence væri með krabbamein. Sagði Joan, að þau hafi verið hrædd til að byrja með, én nú hafi þau sætt sig við tilhugsunina og auk þess hafi læknarnir sagt þeim, eð 85% líkur séu til þess að Sir Laurence læknist af sjúkdómnum. Lee Radziwill, systir Jacque line Kennedy hefur nú komið fram sem leikkona í fyrsta sinn, og var það í litlu leik húsi í Chioago. Fékk hún góð ar viðtökur leikhúsgesta. Luci Baines Johnson Nug- ent ól son á Seton spítalanum í Texas í síðustu viku. Forset lanum, sem þá var í Wiashing ton, var þegar tilkynnt um attourðinn, en forsetafrúin, Lady Bird var á sjúkrahúsinu, þegar drengurinn fæddist. ☆ Paul McCartney, einn af The Beatles, átti 25 ára afmæli fyrir skemmstu. f þvi tilefni birtist viðtal við hann í enska blaðinu The People og þar játaði Paul, að hafa tekið inn örvun- arlyfið LSD. Sagðist hann hafa tekið lyfið fjórum sinnum. — Ég held að það hafi gert mig umtourðarlyndari gagnvart þjóð félaginu, sagði Paul — og ég er þeirrar skoðunar, að LSD geti hjálpað fólki til þess að bæta heiminn. Sean Connery, hefur lýst því yfir, að hann hafi nú leikið James Bond í síðasta sinn. — Hann hefur nú stofnað sitt eig- ið kvikmyndafélag og verður fyrsta kvikmyndin, sem gerð verður á vegum félagsins, tek in í Mexico. Margrét Danaprinsessa og Henrik prins af Danmörku eru nú sem kunnugt er á brúð- kaupsferð. Var mikil leynd yfir því, hvert förinni var heitið og hafa Ijósmyndarar og blaða menn leitað þeirra víðs vegar um heim. Fyrir nokkru fundust hjónin í afskekktu héraði í Tyrklandi þar sem þau dveljast á hóteli undir nafninu herra og frú Giraud. Samkvæmt opmbetrum skýrslum í Bandaríkjun'um hefur þriðji hver Bandaríkja- maður skotvopn á heimili sínu sem vörn gegn innbrots- og árásarmönnum. Það eru sem sagt yfir sextíu milljónir skot vopna í eigu einstaklinga í Bandaríkjunum. Þessiar skýrsl ur eru gerðar af lögregluyfir- völdum par vestra — og eru þau ekki alltof hrifin af þess um fjölda skotvopna, sem þau segja, að eigi mikinn þátt í að alls konar glæpir eru fnamd ir, þó þau hins vegar hindri miargan glæpamanninn í því að fremja innbrot eða rán, þar sem allitaf má búast við vopn- uðum manni á hverju heimili. Italska leikkonan Sophia Loren og brezka leikkonan Margarethe sjást hér í atriði í kvikmyndinni Ttoe Best House in Nlaples, sem byggð er á sögu eftir Edouardo de Filippo. Vittorio Gassmam og Vittorio de Sica leika einnig í myndinni. I Á VÍÐAVANGI ,Hlutlægni' Á laugardaginn var fluttur þáttur í útvarpið, þar sem Magnúsi Kjartanssyni var gef inn kostur á að tala í rneira en 20 mínútur eintal um kosn- ingaúrslitin, klofninginn í Al- þýðubandalaginu og Hannibal Valdimarsson, hugmyndir hans og fylgismanna hans. Að vísu sagði stjórnanxli þátt- arins, sem er einn af föstum starfsmönnum Ríkisútvarps ins að hann hafi boðið Hanni- bal Valdimarssyni að mæta Magnúsi Kjartanssyni til rök ræðna um málið en Hannibal afþakkað. Fn bætti svo við, að þar sem Magnús Kjartans- syni væri ekki á móti skapi, að þjóðfélagsleg deilumál væru rædd af hreinskilni í útvarpið þá væri hann hér kominn og síðan hófst 20 mínútna ræða Magnúsar Kjart anssonar, hápólitísk með á- deilum í allar áttir!!! Fyrr má nú rota en dauð- rota. „Regla forráðamann- anna" Það er auðvitað fáránlegt að leyfa stjórnmálamanni að tala um viðkvæmt deilumál í svo löngu máli, þótt hinn að- ilinn telji sér ekki fært að mæta til leiksins. Fyrst Hanni bal Valdimarsson vildi ckki ræða málið í þessum þætti átti áuðvitað ekki að koma til greina hjá starfsmanni útvarps ins, að hann rcfsaði Hanni- bal með því að láta Magnús Kjartansson ausa yfir hann og fylgismenn hans svívirðingum í 20 mínútur. Því furðulegra er þetta af starfsmanni út- varpsins, þar sem nýlega er búinn að standa mikill styrr um stjórn á slikum þáttum sem þessum og forráðamenn útvarpsins ftrekað og undir- strikað, að útvarpið vildi gæta fyllstu hlutlægni í með- ferð þjóðmála í útvarpinu og í viðkvæmum deilumálum kæmi ekki til greina að leyfa aðcins öðrurn aðilanum að skýra sitt sjónarmið hvernig sem á stæði. Var einum stjórnanda útvarpsþáttar vikið frá starfi vegna þess að liann var talinn hafa brotið gegn þcssari reglu útvarpsins og höfðu þó full- yrðingar forráðamannaútvarps ins varðandi þetta atriði í þvi máli við engin rök að styðjasi. En þeir rökstuddu aðgerðir sínar sámt á þennan veg og þegja nú þunnu hljóði þegar um gróft og alvarlegt brot á þessari reglu þeirra hefur ver ið framið af föstum starfs- manni útvarpsins. Hrösum ekki Útvarpið hefur síðustu ár- in leitazt við að skapa breið- ari grundvöll fyrir umræðum um þjóðmá! og ýmis viðkvæm þjóðfélagsmál í dagskrá sinni. Yfirleitt hefur þetta tekizt vel og fyllstu hlutlægm gætt '<e lipurðai er tryggði báðum að- iium að deilumáli jafnan rétt með sinai skiptu skoðanir. Má benda á þáttinn „Á rök- stólum“ til fyrirmyndar i þess um efnum. Útvarpið og sjón- varpið eiga að vera hcr hjá okkur ekki síður en erlendis vettvangur almennra um- ræðna um þjóðmálin. En hafa verður í huga, að þessar stofn Framhald a bls If I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.