Tíminn - 30.06.1967, Side 2

Tíminn - 30.06.1967, Side 2
TÍMINN FÖSTUDAGUR 30. júm' 1967 ÁSKORUN FRÁ SAMBANDSÞINGIBFÖ: HEFJAST BER HANDA UM LENGINGU VEGRÆSANNA Sambandsþing Bindindisfclags ökumanna, hið 5. í röðinni, var haldið 23. júní s.L í húsi SVFÍ á Grandagarði. Á þingið mættu 19 fulltrúar víðsvegar að af land- inu. Þingið setti forscti sambands ins, Sigurgeir Albertsson, kl. 14. Þingforsetar voní kjörnir Helgi Hannesson, dcildarstjóri, og Óðinn S. Geirdal, skrifstofustjóri. Mdklar umræður urðu á þing- inu og voru ýmsar tillögur sam- þytaktar. Fara nokkrar hér á eftir. Tillaga til Aflþingiiá um að leyfi- legt hámarks alkóhólmagn í blóði ökumanns verði með lögum lækk- að úr 0,5 af þúsundi í 0,35 af þúsundi. EÆri mörk, svo kölluð, einnig lækkuð verulega. Tillaga um áskorun á lögreglustjóra, bæj- arfógeta og sýslumenn að láta gera yifirlitsskýrslu um bifreiða- stjóra með fyrsta árs ökuskýr- teini í því skyni að kanna hæfni og vandvirkni ökukennara. Til- laga um áskorun á ríkisstjórnina að hlutast til um að 56. gr. laga nr. 26 1958, um hámarksþunga ökiutækja, svo og tiliheyrandi reglu gerðanáikvæði verði haldin og beytt verði ströngum viðurlögum gegn brotum á þeim. Tillaga um áskorun til samgöngumálaráð- herra að hlutast til um: 1) að þegar verði hafizt handa um nauð synlega lengingu á vegarræsum og að þessu verði lokið fyrir H- daginn. 2) að lagfærðar verði Sænskir þjóðdansar í Arbæ f vikulokin er væntanlegur hing að til lands flokkur 32 ungmenna Prestskosningar Prestskosning fór fram í Sauða nesprestakalli í Norður-Þingeyjar prófastsdæmi 11. júní. Atkvæði voru talin á skrifstofu biskups 27. júní s.l. Einn umsækjandi var í kjöri, sr. Marinó Kristinsson, sett- ur prófastur. Á kjörskná í presta- kallinu voru 339, þar af kusu 293. Umsækjandinn hlaut 280 atkvæði, auðir seðlar voru 12, ógildur 1. Kosningin var lögmæt. Prestskosning fór fram í Skinna staðaprestakalli í Norður-Þingeyj- arprófastsdæmi 11. júní. Atkvæði voru talin á skrifstofu biskups 27. juní s.l. Einn umsækjandi var í kjöri, sr. Sigurvin Elíasson, sókn arprestur á Raufarhöfn. Á kjör- skrá i prestakallinu voru 347, þar af kusu 273. Umsækjandi hlaut 202 atkvæði, auðir seðlar voru 71. Kosning var lögmæt. frá Ungdomsringen í Málmey á vegum Þjóðdansafélags Rej’kjavík- ur. Flokkurinn er í skemmti- og kynningarferð og er ekki ætlunin að sýna þjóðdansa í ferðinni fyrir almenning annarsstaðar en í Ár- bæ. Sýningin fer fram, ef veðrið er hagstætt, _kl. 4 á danspallinum eða túninu í Árbæ sunnudaginn 2. júlí, en annars sunnudaginn 9. júlí, þegar flokkurinn kemur aftur til borgarinnar úr ferðalagi sínu um landið. Vakin er athygli á því, að að- j gangseyrir er hinn sami og venju 'lega kr. 20,00 fyrir fullorðna og íkr. t0,00 fyrir börn. Eins er þess að geta, að einkabílar þurfa ekki að seyra allar götur upp fyrir Bæjatriháls, heldur fari styttri og skemmtilegri leið upp hjá Raf- stöð við Elliðaár. Leiðin er mörk- uð með vegvísum frá beygjunni við eystri brúna og áfram uppeftir. blindhæðir og blindbeygjur svo og þröngar beygjur. 3) að aðeins þeir menn, sem hafa sérþekkingu þar á, verði látnir setja upp aðvör- unar- og leiðbeiningarmerki. 4) að aðeins verði notaður harpaður ofaníburður á vegina, alls staðar á landinu. Ýmsar fleiri tillögur komu fram, svo sem tillögur um áskor- anir til Alþingis um breytingar á umferðarlögunum, en var vísað til stjórnar BFÖ til nánari atlhug- unar og fyrirgreiðslu. Þá áikvað þingið að beina því til deilda og stærri hópa innan BFÖ að komið yrði á almennum samtökum um undirbúning að breytingu úr V- umferð í H-umferð, svo sem með almennum námskeiðum og ann ari upplýsingastarfsemi. Var Reykjavíkurdeild BFÖ falið að að- stoða deildir utan Reykjavíkur á þessu sviði svo sem henni væri unnt, fyrst og fremst með upp- rifjunarnámskeiðum varðandi gild andi umferðarlög. Mikill áhugi kom fram á þinginu um framtíð- arstörfin. Tala félaga er nú 950. Porseti var kjörinn Helgi Hann- esson, deildarstj. Þinginu lauk kl. 20 s.d. ENDURSKOÐA LÖGIN UM MANNANÖFN Menntamálaráðuneytið hefur í dag skipað nefnd til þess að end- urskoða lög nr. 54 frá 27. júní 1925, um jnannanöfn. Nefndarmenn eru: Klemenz Tryggvason, hagstofustjóri, form., Ármann Snævarr, háskólarektor, Einar Bjarnason, ríkisendurskoð- andi, dr. Halldór Halldórsson próf. og Matthías Jóhannesen, ritstjóri. Menntamálaráðuneytið, 27. júní 1967. Sjónvarpstæki og brjóstahöld á uppboði Vel var fjölmennt á uppboð sem haldið var í gær að Ár- múla 26, en þar var seldur margs konar varningur, ótoll- lafgreiddar vörur sem fluttar voru inn á árinu 1965 og varn ingur sem tollverðir hafa gert upptækan. Einnig voru boðnir upp munir sem teknir hafa ver ið lögtaki. Á uppboðinu kenndi margra grasa. Boðin voru upp forn- fáleg húsgögn og útvarpstæki og fór þarna mörg mublan fyrir lítið, og ekki öalgengt að borð, stóliar og skápar væru slegin á 20—30 kr. stykkið. Þá var selt talsvert magn af sjónvarpstækj um og rándýrum útvarps- grammifónum og eins og vant er á þessum uppboðum nokkur hundruð brjóstahöld og mikið af barnafatnaði, en tollverðir virðast einkiar fundvísir á þess ar vörutegundir. Á myndinni er verið að bjóða upp rúmlega 30 ára gamalt út- varpstæki, sem fór á 40 krón ur og er efamál hvor gerði betri kaup seljandi eða kaupandi- (Tímamynd: GE). Óvenju margir smiðir útskrifaðir nú Síðastlliðnar þrjár vikur hafa staðið yfir sveinspróf í Húsgagna- smíði og þreyttu það 23 nemend- ur, og hafa þeir aldrei verið jafn margir í eimu. Flestir nemend- anna hafa teiknað prófstykki sín sjálfir og hefur komið mikil fjöl- breytni fram í stykkjavali. Þar má nefna: saumaborð, skrifborð, snyrtiborð og borðstofuskápa af mörgum gerðum og stærðum. Próf nefnd skipar Iðnfræðsluráð venju lega eftir tilnefningu Húsgagna- meistarafélags r/ykjavíkur og Sveinafélags húsgagnasmiða. l 34 skip tilkynntu síldarafla Síldarfréttir síðasta sólarhring Sæmilegt veður var fram eftir degi í gær, en versnaði þegar á kvöldið leið og nóttina. Veiðisvæðið var 60 mílur ASA frá Jan Mayen. 34 skip tilkynntu um afla, alls 6.745 lestir. Eins og kunnugt er hóf félag- ið í samráði við neytendasamtök- in ábyrgðarmerkingu á fram- leiðslu félagsmanna. Merki þetta á að tryggja neytendum góða vöru og létta þeim húsgagnaval. Raufarhöfn Sigurbjörg OF Gunnar SU Helga II RE Örfirisey RE Akurey RE Víkingur III ÍS lestir 290 160 320 250 270 145 Frambald á bls. 15. PILTUR 0RUKKNAR \ Eins og skýrt hefur verið frá i Tímanum drukknaði Ævar Hólm geirsson, skipverji á Sigurborgu frá Siglufirði aðfaranótt þriðju- dagsins, er skipið var á síldveið- um. Ævar var 22 ára, sonur hjón- anna Hólmgeirs Árnasonar og Sig- riðar Sigurbjörnsdóttur. AL BISH0P í hringferð um landið Hinn heimsfrægi bassasöngvari A1 Bishop er orðinn Reykvíking- um að góðu kunnur fyrir sinn sér stæða söng, en hann hefur skemmt á Hótel Borg undanfarið. Ilann ætlar nú að leggja land undir fót og ferðast um landið og skemmta ásamt danshljómsveitinni Faxar. A1 Bisihop er fæddur í Balti- | more í Marylandfylki í Bandaríkj- unum. Kom fyrst til íslands árið 1959 með Deep Riverboys og síð an aftur árið 1962. Árið 1963 hætti A1 Bishop að syngja með Deep Riverboys og fluttist til Sví- þjóðar, en þaðan til Noregs árið 1964 og hefur skemmt á öllum Norðurlöndunum og gefið út fjöldan allan af plötum. Slíku ást- SUMARHÁTÍÐ FRAMSÓKNARMANNA í ATLAVÍK Sumarhátíð Framsóknar- manna á Austurlandi verður haldin dagana 8. til 9. júlí næstkomandi í Atlavík. Dag- skrá verður mjög fjölbreytt og vönduð eins og venja het ur verið á þessari sumarhátíð. og verður hennar getið í blað- inu síðar. fóstri er hann búinn að taka við ísland, að hann sagði að hann gæti vel hugsað sér að setjast hér að. Hljómsveitþi Faxar sem fer með A1 Bisihop um landið og mun leika á dansleikjum en þar ætlar hann að skemmta. Hljómsveitin er skipuð fimm ungum hljóm- sveitarmönnum, þeir heita: Tóm- as Sveinbjörnsson, sólógítar, Páll Dungal bassi, Þorgils Baldursson rythmagítar, Þórhallur Sigurðsson trommur og Haraldur Sigurðsson söngvari. Þeir tveir síðast nefndu eru bræður. Danslélkirnir byrja allir kl. 9 eða 10 og .uun Bishop skemmta í hálftíma. eða klukkutíma í bvert sinn En annars mun hann korna fraan af og til og skemmta dans- gestum. Faxar og Bishop halda sína fyrstu skemmtun á Hellis- sandi á laugardaginn, en fara það an til Vestfjarða. Síðan verður haldið norður og austur um land og komið aftur 25. júlí og fara síð- an um Suðurlandið og til Vest- mannaeyja.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.