Alþýðublaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 2
2
Fimmtudagur 24. október 1985
FÉLAGSSTARF
ALÞÝÐUFLOKKSINS
Flokkstjórnarfundur
Flokkstjómarfundur Alþýöuflokksins verður haldinn í
Vík, Keflavík, mánudaginn 28. október kl. 17.15—19.
Dagskrá: Þingmál, undirbúningur sveitarstjórnarkosn-
inga og önnur mál.
Formaöur
Aðalfundur
Aöalfundur kjördæmisráös Alþýðuflokksins í Norðurlands-
kjördæmi vestra verður haldinn að íþróttamiðstöðinni Hóli á
Siglufirði, laugardaginn 26. október 1985 kl. 13,00.
Dagskrá:
1. Fundarsetning
2. Skýrsla stjórnar
3. Stjórnmálaviðhorfið — Jón Baldvin Hannibalsson
4. Framboðs-
og prófkjörsmál — Kristján Möller
5. Atvinnu-
og verkalýðsmál — Karl Steinar Guðnason
6. Undirbúningur
sveitarstjórnarkosninga — Jón Karlsson
7. Önnur mál
8. Stjórnarkjör
9. Fundarslit
10. Kvöldvaka að Hóli fram eftir nóttu.
Þeir félagar sem hug hafa á að koma á fundinn geta fengið
gistingu að Hóli sér að kostnaðarlausu (hafið með svefn-
poka). Hugmyndin er að þátttakendur drekki kaffi og snæði
kvöldverð að Hóli og munu Alþýðuflokkskonur sjá um þann
lið. Alþýðuflokksfólk úr kjördæminu er kvatt til aö mæta og
það vinsamlega beðið um að melda þátttöku sína til Guö-
mundar Árnasonar í síma 96-71100 eða til Kristjáns Möller i
síma 96-71133 sem fyrst.
SÝNUM NÚ SAMSTÖÐU OG FJÖLMENNUM
Kjördæmisráö Alþýðuflokksins
í Norðurlandskjördæmi vestra.
Alþýðuflokksfélag
Akraness
Heldur félagsfund í Röst laugardaginn 26. okt. kl'. 14.00.
Dagskrá:
1. Undirbúningur bæjarstjórnarkosninga 1986.
2. Bæjarmál.
Stjórnin.
?r£SlO«6 ”'S
Vetraráætlun Flugleiða:
Daglegar
ferðir til
Kaup-
mannah.
Vetraráætlun millilandaflugs
Flugleiða tekur gildi 27. þessa mán-
aðar. Samkvæmt henni verða dag-
legar ferðir til Kaupmannahafnar,
sex ferðir í viku til Lúxemborgar,
fjórar ti! London og New York og
þrjár til Glasgow.
Tvisvar i viku verður flogið til
Chicago, Gautaborgar, Osló,
Stokkhólms og Færeyja. Vikulega
verður flogið til Detroit, og fastar
áætlunarferðir til Salzburg hefjast
21. desember.
Vetraráætlun félagsins innan-
lands hefur tekið gildi, og eru nú
fleiri ferðir í viku hverri en nokkru
sinni fyrr að vetri til. Milli Akureyr-
ar og Reykjavíkur eru 24 ferðir í
viku, 14 til Vestmannaeyja og 12 til
ísafjarðar. Til Húsavíkur og Sauð-
árkróks verður farið 6 sinnum í
viku, 4 sinnum til Hornafjarðar og
þrisvar til Norðfjarðar og Patreks-
fjarðar. Til Þingeyrar verður farið
tvisvar í viku.
Nýjar bækur
frá AB og Björk
íslenskar hrollvekjur
frá AB
Bókaklúbbur Almenna bókafé-
lagsins hefur sent frá sér bókina ís-
lenskar hrollvekjur, sem Matthias
Viðar Sænundsson hefur séð um.
Hrollvekjurnar eru allar frá þessari
öld. Höfundar eru sautján.
Ný bók eftir Matthías
frá AB
Almenna bókafélgið hefur gefið
út bókina M-Samtöl, V. bindi eftir
Matthías Johannessen. Áður voru
komin út fjögur bindi, og lýkur
flokknum með þessari bók. í henni
eru, auk samtala við 21 viðmæl-
anda, nákvæmar nafnaskrár fyrir
alla flokkana. Þá er atriðisorðaskrá
fyrir öll bindin og sérstök skrá yfir
alla viðmælendur í Samtölunum. í
bókaflokknum í heild eru samtöl
við 106 viðmælendur úr öllum stétt-
um og víðsvegar af landinu.
Tvær nýjar barnabækur
frá Björk
Bókaútgáfan Björk hefur sent
frá sér tvær nýjar barnabækur,
„Kalli segir frá“ og „Tóta tætu-
buska“. Bækurnar eru prentaðar í
fjórum litum, endursagðar úr
dönsku af Stefáni Júlíussyni rithöf-
undi.
Báðar eru þessar bækur vandað-
ar að efni og frágangi, og hæfa
mjög vel litlum börnum. „Kalli seg-
ir frá“ er 15. bókin í safninu
„Skemmtilegu smábarnabækurn-
ar“. „Tóta tætubuska“ er í léttum
kviðlingum, höfundur Kamma
Laurents, teikningar eftir R. Storm
Petersen þann þekkta danska lista-
mann.
Bílvangur
Framh. af bls. 11.
beint til viðskiptavinanna. í raun-
inni hefðu þeir varla undan að selja
þessa bíla, enda væri alltaf
skemmtilegt að vera á glænýjum
módelum.
Isuzu fengist einnig í pick-up út-
gáfu og einnig sem sendibíll.
Síðast en ekki síst mætti svo
minna á, að Bílvangur væri um-
boðsaðili fyrir bandaríska fyrir-
tækið General Motors — GM — en
það væri stærsta fyrirtæki veraldar.
Ailtaf væri mikil sala í hinum klass-
ísku bílum þeirra, sem íslendingum
væri svo vel kunnar, eins og
Chevrolet og Buick en einnig seldist
talsvert af Oldsmobile og svo auð-
vitað einn og einn Cadillac.
FÉLAGSSTARF
ALÞÝÐUFLOKKSINS
Starfsáætlun til nóvemberloka
Undanfarnar vikur og mánuði hefur mikil vinna verið lögð í
undirbúning og samræmingu flokksstarfsins veturinn
1985—1986. Liggur nú fyrir nákvæm áætlun um flokksstarfið
næstu vikurnar og birtir Alþýðublaðið hér dagskrána til
nóvemberloka. Eru lesendur Alþýðublaðsins hvattir til að
varðveita dagskrána og kynna sér hana vel; það er von f lokks-
ins að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í uppbyggingu
flokksstarfsins, vinnu starfshópa, umræðum áfundum, ráð-
stefnum og öðru starfi flokksins.
Starfshópar
Alþýðuflokkurinn hefur sett á laggirnar fjölmarga starfshópa
um margvísleg málefni og eru þeir opnir fyrir þátttöku allra
áhugamanna um viðkomandi málefni:
— Um námslán
Mánud. 4.11. og 18.11. kl. 17.00.
Fundastaöur: S.U.J. Hverfisg. 106 A 3h.
— Um Lánskjaravisitölu og vaxtastefnu
Mánud. 4.11. og 18.11. kl. 17.00.
Fundast. Félagsmiöstöð jafnaðarmanna, Alþýöuhúsinu.
— Um kvennapólitík
Mánud. 11.11. og 25.11. kl. 17.00.
Fundast. Félagsmiðstöð jafnaðarmanna, Alþýðuhúsinu.
— Um borgarmál
Þriðjud. 5.11. og 19.11. kl. 17.00.
Fundast. Félagsmiðstöð jafnaðarmanna, Alþýðuhúsinu.
— Um skattamál
Miðv.d. 6.11. og 20.11. kl. 17.00.
Fundast. Félagsmiðstöð jafnaðarmanna, Alþýðuhúsinu.
— Um orkumál
Fimmtud. 7.11. og 21.11. kl. 17.00.
Fundast. S.U.J. Hverfisg. 106 A 3h.
— Um húsnæðismál
Fimmtud. 14.11. og 28.11. kl. 17.00.
Fundast. Félagsmiðstöð jafnaðarmanna, Alþýðuhúsinu.
— Um sameiningu lifeyrissjóða
Fimmtud. 7.11. og 21.11. kl. 17.00.
Fundast. Félagsmiðstöð jafnaðarmanna, Alþýðuhúsinu.
— Um skólamál
Föstud. 1.11. og 15.11. kl. 17.00.
Fundast. Félagsmiðstöð jafnaðarmanna, Alþýðuhúsinu.
— Um fjárlagatillögur
Föstud. 8.11. og 22.11. kl. 17.00.
Fundast. Félagsmiðstöð jafnaðarmanna, Alþýðuhúsinu.
— Um orsakir fyrir háu innflutningsverði
Föstud. 1.11. og 15.11. kl. 17.00.
Fundast. S.U.J. Hverfisg. 106 A 3h.
— Um stjórnarskrá og stjórnkerfi
Fimmtud. 7.11. og 21.11.kl. 17.00.
Fundast. Skrifstofa J.B.H. Skjaldbreið.
Fundatími og fundastaður verða auglýstir sérstaklega,
hvað varðar starfshópa fiskveiðistjórnun, landbúnaðarmál,
útflutnings og markaðspólitík, útvarps- og fjarskiptalög,
verkalýðshreyfingu og samvinnuhreyfingu, umhverfis- og
náttúruvernd, neytendavernd og um ógnun fíkniefna.
Ýmsir fundir
Félagsfundur Félags ungrajafnaðarmannaum starf félagsins
og um borgarmál verður fimmtudaginn 24. október, kl. 20.30
að Hverfisgötu 106a.
Opinn fundur Alþýðuflokksfélaganna um húsnæðismál verð-
ur haldinn í félagsmiðstöð jafnaðarmanna að Hverfisgötu
8—10, laugardaginn 26.10, kl. 13.
— Almennur félagsfundur um borgarstjórnarkosningar
verður laugard. 2.11. kl. 13.15 í Félagsmiðstöð jafnaðar-
manna.
— Fulltrúaráðsfundur F.U.J. þriðjud. 5.11. kl. 20.30. að Hverf-
isg. 106 A 3h.
— Fundur f Kvenfélagi Alþýðuflokksins, miðv.d. 6.11. kl.
20.30. I Félagsmiðstöð jafnaðarmanna, Alþýðuhúsinu.
— Laugardag 9.11. skemmtikvöld F.U.J. Hverfisg. 106 A 3h.
— Félagsfundur í Alþ.fl.Rvk. mánud. 18.11. kl. 20.30.1 Félags-
miðstöð jafnaðarmanna.
— Laugard. 30.11. opinn fundur í Félagsmiðstöð jafnaðarm.
kl. 13.15. Fundarefni, fjárlagatillögur.
Ráðstefnur
— Laugard. 9.11. kl. 10.00 opin ráðstefna Sambands ungra
jafnaöarmanna um húsnæðismál, I Hóteli Loftleiða.
— Laugard. 16.11. Sveitastjórnamálaráðstefna i félagsheim-
ili Kópavogs, 2. h. kl. 10.00.
— Laugardaginn 23.11. opinn flokksstjórnarfundur um land-
búnaðarmál, á Selfossi.
Tímasetning og staður auglýst síðar.
— Félag ungra jafnaðarmanna verður með opinn kynningar-
fund sunnudaginn 24.11. kl. 14.00. í Félagsmiðstöð jafnað-
armanna.
— Aðrir fundir eru boðaðir bréflega og með hringingum.
UPPLÝSINGASÍMI ER 2 92 44.