Alþýðublaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 16
alþýðu*
Fimmtudagur 24. október 1985
Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík
Sími: (91) 81866, 81976
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.)
Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson og Jón Daníelsson
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir
Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38
Prentun: Blaðaprént hf., Síðumúla 12
r
Askriftarsíminn
er 81866
Úr einu
Fasteignaverð á árinu
Undanfarna mánuði hefur sölu-
verð fasteigna hækkað mjög lítið.
Frá síðasta ársfjórðungi í fyrra til
þriðja ársfjórðungs yfirstandandi
árs hækkaði fasteignaverð um 10%.
Það svarar til um 13% hækkunar á
ársgrundvelli. Hækkunin hefur
verið mjög hæg og jöfn, segir í
fréttabréfi Fasteignamatsins.
Frá september 1984 til jafnlengd-
ar 1985 hefur vísitala byggingar-
kostnaðar hækkað um tæplega
37% og lánskjaravísitala um tæp
35%. Það jafngildir því að á fyrri
hluta yfirstandandi árs hafi fast-
eignaverð farið lækkandi um 1,5%
á mánuði reiknað á föstu verðlagi.
Þessi verðþróun hefur varað frá
nóvember í fyrra. í lok september
og október 1984 varð talsverð
hækkun á söluverði fasteigna.
Ásamt þeirri hækkun, sem varð í
upphafi þess árs, orsakaði hún að
fasteignaverð var allhátt 1984. Sölu-
verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborg-
arsvæðinu var þá hærra að raun-
virði en árið á undan, 1983.
Nú hefur fasteignaverð hins veg-
ar fallið niður fyrir verð ársins 1983
og bendir margt til þess að jafnað-
arverð ársins geti orðið hið lægsta
frá árinu 1978.
Greiðslukjör
Útborgun í fasteignaviðskiptum
var komin niður í 70% af söluverði
um síðustu áramót. Þá hafði hún
lækkað frá miðju ári úr 75% af
söluverði. í upphafi yfirstandandi
árs tók útborgunin að hækka aftur
og hefur verið 72% til 74% á tíma-
bilinu mars til september.
Verðtryggðum lánum, sem koma
við sögu í fasteignaviðskiptum fer
sífellt fjölgandi og heildaruphæð
þeirra vex. Segja má að þau komi
nú við sögu í 75% til 80% af öllum
sölum á íbúðarhúsnæði á höfuð-
borgarsvæðinu. Þó eru enn 20% til
25% allra íbúða seldar skuldlausar
á óverðtryggðum kjörum. Af þeim
eru 4% til 5% greiddar út áeinu ári.
Það eru lítið eitt færri íbúðir en
undanfarin ár.
Hið háa útborgunarhlutfall gerir
markaðinn mjög fjármagnsfrekan.
Hækkun útborgunar hefur oft
haldist í hendur við lækkun á raun-
virði eigna undanfarih ár. Lækkun
útborgunar hefur á hinn bóginn
oftast fylgt hækkun söluverðs.
Litlar íbúðir eru enn hlutfallslega
mjög dýrar. Talið er að rekja megi
orsakir þess til skorts á lánsfjár-
magni. Ekki er sjáanlegt að breyt-
inga á háu söluverði lítilla íbúða sé
að vænta í nánustu framtíð. í vor og
sumar var svipaður munur á verði
lítilla og stórra íbúða og var á sama
tíma í fyrra. Það er um 15%r
Kjarval - góð aðsókn
Gífurleg aðsókn hefur verið að
Kjarvals- sýningunni á Kjarvals-
stöðum, síðan hún var opnuð á
fæðingardegi listamannsins 15.okt.
s.l. Á fjórða þúsund manns skoð-
uðu sýninguna um síðustu helgi, og
muna menn ekki eftir annarri eins
aðsókn, nema ef vera skyldi þegar
húsið opnaði með veglegri
Kjarvalssýningu 1973.
Sýningin verður opin daglega kl.
14-22 fram til 15. des. n.k.
Aðgangur er ókeypis, en vegleg
sýningarskrá er seld á kr. 300?
Kjarvalssafni Reykjavíkurborgar
bárust veglegar gjafir í tilefni aldar-
minningar listamannsins. Eyrún
Guðmundsdóttir færði safninu tvö
málverk: „Ofar skýjum“ og „Þing-
vallabóndann“, og Guðrún
Norðdahl afhenti dánargjöf systur
sinnar Rannveigar Norðdahls
„Andi öræfanna“. Þá færðu bíl-
stjórar á B.S.R. sýningunni blóma-
körfu.
í annað
MÁNAÐARLEG
VAXTAÁKVÖRÐUN
ÞÉR í HAG
Eigirþú fé á Innlánsreikningi með Ábót,
vökum við yfir þínum hag.
Ábót á vextina er ákvörðuð fyrir hvern
mánuð og um leið hvort þú eigir að
njóta verðtryggðra kjara eða óverð-
tryggðra þann mánuðinn, - eftir því
hvor kjörin fœra þér hœrri ávöxtun.
Á Innlánsreikningi með Ábót er úttekt
frjáls hvenœr sem er - þannig hefur
það alltaf verið - og þú nœrð hœstu
ávöxtun reikningsins strax frá nœstu
mánaðamótum.
SÉ FÉ ÞITT AÐ LOSNA
ÚR RÍKiSSKULDABRÉFUM,
þá hafðu samband við
Ráðgjafann í Útvegsbankanum.
Á VAXTATINDINN MEÐ OKKUR
ÚTVEGSBANKINN
RAÐGJAFINN VISAR VEGINN