Alþýðublaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 24. október 1985
13
Sól hf
Svalinn
útflutnings-
vara
„Það eru slórframkvæmdir hér á
lóðum okkar í nágrenninu núna og
eftir að þessum framkvæmdum er
lokið verður húslína okkar hér við
Þverholtið orðin 140 metrar“.
Það er Davíð Scheving Thor-
steinsson, forstjóri Sól hf. og
Smjörlíkis hf., sem hefur orðið.
„í þessari nýbyggingu okkar
verður tölvustýrður lager fyrir alla
framleiðsluna ásamt nýjum fram-
leiðslusölum auk stórbættrar ,að-
stöðu fyrir allt starfsfólk. Ég segi
þér ekki útí hvaða framleiðslunýj-
ungar við erum nú að fara, það er á
þessu stigi málsins hreint fram-
leiðsluleyndarmál. Jafnvel bank-
arnir fá ekki að vita það, þrátt fyrir
mikla eftirgrennslan.
Ég er núna á leið til stærstu mat-
vælasýningar í heimi í Köln í Vest-
ur-Þýskalandi, þar sem við hér hjá
Sól hf. verðum þátttakendur. Við
munum leggja áherslu á kynningu
og frekari sölu á drykknum okkar
Svala, en nú þegar seljum við tals-
vert magn af drykknum til útlanda.
Þessi sýning býr við hvorki meira né
minna en 227 þúsund fermetra
húsakost, það eru sem sagt nær
tuttugu og þrír hektarar undir þaki.
Þetta hljómar kannski svolítið æv-
intýralegt en auðvitað gerist aldrei
neitt hjá okkur iðnrekendum í út-
flutningsmálum, ef við sitjum bara
alltaf heima.
Við leggjum áherslu á að kynna
Svalann fulltilbúinn en einnig erum
við reiðubúnir að selja tækni-
kunnáttuna og uppskriftina. Ég fer
nú ekki aldeilis einn á þessa sýn-
ingu, því með mér verður sterkasti
maður heims, Jón Páll Sigmarsson,
ásamt þremur undurfríðum meyj-
um samtals mælandi á níu þjóð-
tungum. Má mikið vera ef okkur
tekst ekki að fá einhverja til þess að
staldra við básinn okkar.
Salan á Soda-Stream hefur geng-
ið afburða vel. T.d. var skýrt frá því
Davíð Scheving
með Jón Pál á
stœrstu matvœla-
sýningu í heimi.
Stórfram-
kvœmdir í
Þverholtinu.
í hinu heimsfræga riti Time að á
þremur og hálfu ári hafi 40% heim-
ila fengið sér Soda-Stream á íslandi
meðan aðeins J2% heimila í Eng-
landi hafi fcngið drykkinn, þótt
þeir í Englandi hafi haft 12 ár til
þess að selja hann.
Söluaukningi á Svala er einnig
ævintýraleg og aukast vinsældir
drykkjarins stöðugt þrátt fyrir
harða samkeppni.
Fulltrúaráðið á Akureyri:
Eingöngu konur
kosnar í stjórn
Aðalfundur Fulltrúaráðs Al-
þýðuflokksfélaganna á Akureyri
var haldinn að Strandgötu 9, Akur-
eyri, 21. þessa mánaðar. Á fundin-
um fór fram stjórnarkjör, og þar
gerðust þau undur og stórmerki, að
í stjórnina voru eingöngu kosnar
konur.
Þessi nýja stjórn hefur nú skipt
með sér verkum. Herdís Ingvadóttir
er formaður, Hulda Eggertsdóttir
ritari og Helga Árnadóttir gjald-
keri. Endurskoðendur voru kjörnar
Anna Árnadóttir og Kristín Gunn-
arsdóttir. — Þetta er í fyrsta skipti,
að stjórn Fulltrúaráðsins er alfarið
skipuð konum, er það vel við
hæfi í lok kvennaáratugarins.
Nýkjörin stjórn Fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna á Akureryi: Taliðfrá
vinstri: Hulda Eggertsdóttir, Herdís Ingvadóttir og Helga Árnadóttir.
Dönsku sæta
áklæðin
nýkomin.
Glóðarkerti
í flestar
tegundir
bifreiða.
Hjólkoppar
nýkomnir.