Alþýðublaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 1
I alþyðu- Fimmtudagur 24. október1985 Blað 2 203. tbl. 66. árg. 25 þúsund eintök í dag er Alþýðublaðið gefið út í25þúsund eintök- um. Því er dreift ókeypis um Reykjavík, Hafnarfjörð og Akureyri. Hluti blaðsins er helgaður síðasta degi kvennaáratugarins, en íþessu blaði er að hluta fjallað um atvinnulífið og stjórnmálin. Noesta stóra blað kemur út að hálfum mánuði liðnum. Hver er réttarstaða heimavinnandi fólks? Verðbólgu- spilavítinu sagt stríð á hendur Sjá bls. 4 og 5 Hver er réttarstaða heimavinn- andi fólks? Á Alþingi hefur Al- þýðuflokkurinn flutt tillögu um að leitast verði við að svara þess- ari spurningu. Þar er ríkis- stjórninni falið að skipa sjö manna nefnd, sem hafi það verkefni að meta þjóðhagslegt gildi heimilisstarfa og gera út- tekt á hvernig félagslegum rétt- indum og mati á heimilisstörf- um er háttað, samanborið við önnur störf í þjóðfélaginu. Nið- urstöður og tillögur til úrbóta eiga að liggja fyrir Alþingi eigi síðaren 1. janúarnæstkomandi. Flutningsmenn tillögunnar eru Jóhanna Sigurðardóttir, Kjartan JóhannsSon, Eiður Guðnason og Jón Baldvin Hannibalsson. í greinargerð segir m.a.: 1. Ekki liggur Ijóst fyrir um hve stóran hóp þjóðfélagsþegna er að ræða sem eingöngu vinnur heimilisstörf, en á ár- inu 1982 voru 80% kvenna 16 ára og eldri með einhverja vinnu utan heimilis. 2. Heimavinnandi fólk hefur ekki aðgang að lífeyrissjóði og því mjög takmörkuð líf- eyrisréttindi. 3. Störf heimavinnandi fólks eru eina vinnuframlagið í þjóðfélaginu sem ekki eru greidd laun fyrir, og sjálf- sögð félagsleg réttindi eins og Framh. á bls. 14. Kvennaverkfall: Sést á blöðum Kvennaverkfallið í dag mun m.a. setja mark sitt á útkomu dagblaó- anna á morgun. Þegar Alþýðublað- ið kynnti sér þetta mál í gær, lá Ijóst fyrir að Alþýðublaðið og Þjóðvilj- inn kæmu ekki út en meiri óvissa ríkti um liin Reykjavíkurblöðin þrjú. Blöðin eru að langstærstum hluta sett af konum þannig að þær konur sem vinna við setningu hafa í flestum tilvikum í hendi sér að stöðva útgáfuna. Á DV var í gær ekki talið að sam- staða myndi nást um að þær konur sem þar vinna við setningu, legðu niður vinnu og voru því allar horfur á að DV muni koma út á morgun. Á NT höfðu konurnar ekki enn tekið ákvörðun, þegar Alþýðublaðið hafði samband þangað í gær en gert var ráð fyrir að þar yrði tekin sam- eiginleg ákvörðun í málinu. Á Morgunblaðinu lá ljóst fyrir að auglýsingadeildin yrði Iokuð í dag, en þar vinna einvörðungu kon- ur í móttöku. Konur þær sem vinna við setningu á blaðinu höfðu hins vegar ekki tekið endanlega ákvörð- un í málinu en bjuggust við að vinna annað hvort alls ekki eða fara heim um hádegi. Morgunblaðið hefur hins vegar þá sérstöðu að blaðamenn setja greinar sínar sjálf- ir beint inn á tölvu. Engu að síður er stór hluti efni Morgunblaðsins sett- ur af konum og gæti því blaðið orð- ið með þynnra móti á morgun, auk þess sem auglýsingar verða trúlega færri en venjulega. GOTTADMETA Ánægjuleg niðurstaða fyrir íslenska ostameistara ogneytendur. Á mjólkurvörusýningu sem nýlega var haldin í Herning í Danmörku voru íslenskir ostar metnir ásamt dönskum ostum. Er skemmst frá því aö segja aö íslensku ostarnir gáfu þeim dönsku ekkert eftir, enda fengu þeir sambærilega meöaleinkunn í gæðamati dönsku sérfræöinganna, eöa rúmlega 11 af 15 mögulegum. Danir eru annálaðir fagmenn í ostagerð og því er útkoma íslensku ostanna mjög uppörvandi fyrir íslenska ostameistara. Hún er um leið skýring á því hvers vegna íslendingar hafa skipað sér á bekk meö mestu ostaneysluþjóöum heims. íslensku ostarnir sem fengu hæstu einkunn voru: Mysingur sem fékk 12,8 í einkunn. ^ Framleiöandi er Mjólkursamlag KEA á Akureyri f|Jf wB Wm 09 ostame'star' er Oddgeir Sigurjónsson. Æm ■: á.''' llr . 45% Maribóostur sem fékk 12.5 í einkunn. MpCTLi A Framleiðandi er Mjólkursamlag K.S. á Sauðár- \ "ík króki og ostameistari er Haukur Pálsson. ^ ]■ í * r&zzM á %• Smurostar frá Osta- og smjörsölunni sem fengu 12,51 e‘nkunn- Ostameistari er Guðmundur Geir ( Kð \ Gunnarsson. S$ femu ó áw

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.