Alþýðublaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 14
14 Hagkaup í aldarfjórðung Framh. á bls. 14 faldaðist. En framleiðsluráð land- búnaðarins sá ástæður tii að grípa í taumana, tvennskonar verð á sömu vöru var þeim þyrnir í augum, sam- keppni mjólkurstöðva á sitthvoru landshorninu mátti ekki leyfa. Bannað var að selja jógúrt frá Húsavík í HAGKAUP og vitnað í skiptingu landsins i framleiðslu- svæði þessu til stuðnings, milli þeirra mætti ekki flytja mjólkur- vörur eins og jógúrt. Deilan um Húsavíkurjógúrtið stóð ekki lengi, almenningur og fjölmiðlar sáu til þess að reglunum var breytt, enda ofbauð öllum sá fornfálegi hörmangarahugsunar- háttur sem lýsti sér í þeim. Þegar HAGKAUP hótaði að hefja fram- leiðslu jógúrts, gafst framleiðslu- ráð upp og ráðherra heimilaði sölu á frjálsri Húsavíkurjógúrt í Reykja- vík. Opnunartími verslana Pálmi Jónsson sagði í viðtali við Frjálsa Verslun 1976 að opinberar reglur um opnunartíma verslana væru ekki til nejnna hagsbóta fyrir neytendur. „Rýmri opnunartími myndi stórlækka hlutfallslegan fastakostnað stórmarkaðaþ Áhugi HAGKAUPS á rýmkun opnunar- tíma var þvi ekki nýr af nálinni þeg- ar loksjns fór að rofa tii í þeim efn- um haustið 1983. Þá hafði lengi ver- ið í bígerð reglugerð um nýjan opn- unartíma, en verkalýðsfélög, kaup- menn og borgaryfirvöld voru tvi- stígandi í málinu, þar til HAG- KAUP og fleiri verslanir ákváðu að höggva á hnútinn, gerðu samkomu- lag við sína eigin starfsmenn og auglýstu nýjan opnunartíma. Laug- ardagur 9. október 1983 — opið frá 9 til 16. Þetta var túlkað sem brot á gildandi reglugerð Reykjavíkur um opnunartíma verslana og brot á kjarasamningum. Þennan laugardag var ös við búðirnar, en Adam var ekki lengi í Paradís. Lögreglan var látin loka verslunum, neytendum til mikilla vonbrigða. En greinilegt var að fljótt yrði breyting á, svo sammála virtust allir um að rýmka bæri opn- unartímann. Ekki leið á löngu þar til reglum um opnunartíma í borg- inni var breytt, svo borgarbúar gátu í friði og ró notið þeirra sjálfsögðu réttinda og þæginda að versla á laugardögum. Kartöflur og gleraugu Sumarið 1984 komu upp tvö mál er vörðuðu almenningsheill: Kartöflumálið og innflutningur HAGKAUPS á lesgleraugum frá Svíþjóð. í báðum málunum braust HAGKAUP undan einokun sem hafði staðið lengi. Grænmetisversl- un ríkisins og Sjóntæknifélag ís- lands höfðu um langt skeið ráðið öllum innflutningi og sölu á þessum vörum. Enn gerði HAGKAUP til- raun til að bjóða almenningi góða vöru á sanngjörnu verði. Það tókst að breyta sölufyrirkomulagi á kartöflum, en lög voru sett til að tryggja Sjóntæknifélagi íslands áframhaldandi einokun með frjálsri álagningu á gleraugum. HAGKAUP mun halda áfram á þessari braut. Viðjar fornra versl- unarhátta og sérhagsmunir eiga ekki að standa í vegi fyrir eðlilegri framþróun verslunar og þjónustu. HAGKAUP í dag Nú starfrækir HAGKAUP fimm verslanir, þrjár í Reykjavík, eina á Akureyri og eina í Njarðvíkum. Rekur fyrirtækið saumastofu að Höfðabakka og kjötvinnslu í Kópavogi. Þá er ótalin verslun ÞESSI AUGLYSING VARÐAR ORYGGI ÞITT OG ÞEMNA! Láttu ekki slysa- og líf tryggingu vanta inn í myndina Framtíðaröryggi r r FTOLSKYLDUNNAR ER I HUFI - Þekkir þú þessa fjölskyldu? Bömin ganga í skóla og foreldramir vinna úti. Allur þeirra tími undanfarin ár hefur farið í að búa í haginn, kaupa íbúð, bíl o.s.frv. Fjárskuldbindingamar em miklar. Ef annað foreldrið fellur frá eða slasast geta slysa- og líftryggingar að sjálfsögðu aldrei bætt tilfinninga- skaðann, en þær em til þess að tryggja fjárhagslega stöðu fjölskyldunnar á erfiðleikatímum. Hafðu samband - við hjálpum þér að meta tryggingaþörfina. rT Já, takk, ég vildi gjaman fá senda bæklinga um slysa- og líf- tryggingar Samvinnutrygginga og Andvöku. Nafn:__________________________________________________ Heimili: _ SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA Ármúla 3, 108 Reykjavík Sími: (91)81411 Þín félög - í blíðu og stríðu Fimmtudagur 24. október 1985 IKEA í Kringlunni, lagerhúsnæði og smíðaverkstæði. Alls starfa um fimmhundruð starfsmenn hjá HAGKAUP að staðaldri og fyrir- tækið velti á síðasta ári urn einum og hálfum milljarði króna. Stjórn- arformaður HAGKAUPS Sigurður Gísli Pálmason, forstjóri Jón Ás- bergsson og framkvæmdastjóri Magnús Ólafsson. Á hverju ári sækir ein og hálf milljón manna viðSkipti sín í búðir HAGKAUPS og nú er það eitt af tuttugu stærstu fyrirtækjum landsins. Nýi miðbærinn Nokkuð er Iiðið síðan HAGKAUP fékk úthlutað lóð í Kringlumýrinni en löngu fyrr var farið að huga að framtíðarhúsnæði undir starfsemi HAGKAUPS, fyr- irsjáanlegt var að byggja þyrfti yfir fyrirtækið og sú bygging yrði að standast kröfur framþróunar í verslunarháttum almennings næstu áratugi. Niðurstaðan eftir athugan- ir undanfarinna ára var sú að byggja stærsta verslunarhús lands- ins, hús sem hýsa mun HAGKAUP og að auki margar aðrar verslanir, veitingastaði, snarlbúðir og þjón- ustuaðila. í allt verða á milli fjöru- tíu og fimmtíu fyrirtæki í búðar- kjarnanum í Kringlumýri. Hann er staðsettur næst Miklubraut, fram- an við Borgarleikhúsið og við hlið Húss Verslunarinnar. Grunnflötur hússins er 13.000 fermetrar, það er á þrem hæðum og alls 28.000 fer- metrar að flatarmáli. HAGKAUP byggir eins og allur atvinnurekstur velgengni sína á traustu og dugmiklu starfsfólki. Sumt af því hefur unnið hjá fyrir- tækinu áratugum saman. Ungir starfsmenn setja ríkan svip á fyrir- tækið. Allt þetta fólk skilur að í verslun skiptir þjónusta öllu máli. Á þeirri vitneskju byggir HAGKAUP ekki síst. Ekki verður á neinn starfsmann hallað þó einn sé nefndur til sögunnar umfram aðra: Stanley Carter sem verið hefur ráð- gjafi fyrirtækisins um árabil. Hann og Gailena kona hans hafa sótt ís- land heint margsinnis og dvalið hér í lengri og skemmri tíma. Reynsla Carters og ráð hafa ekki síst átt þátt í því að setja þann svip á HAG- KAUP sem blasir við alþjóð í dag. Hlutur Pálma Jónssonar og HAGKAUPS í framþróun íslenskr- ■ ar verslunar er ótvíræður. Til eru þeir sem fullyrða að rekstur þessa fyrirtækis sem óx úr smáu í stórt hafi á liðnum aldarfjórðungi bætt hag almennings meira en margir sem meira er látið með. Verslunar- stefna HAGKAUPS hafi fært al- menningi kjarabætur sem jafnist á við margar kauphækkanir. Gamall texti á póstlista HAGKAUPS hljóðar svo: Drýgið lág laun — kaupið góða vöru ódýrt. Þau orð eru í fullu gildi enn þann dag í dag. Molar Konur landsfunda Landsfundur Kvennalistans verður haldinn dagana 9. og 10. nóvember n.k. í félagsmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík. Þetta er þriðji landsfundur Kvennalistans en samtökin voru stofnuð 1981. Kvennalistinn hefur nú teygt anga sína um land allt og er öflugt starf í öllum landsfjórðungum. Lands- fundurinn er opinn öllum konum sem áhuga hafa á starfsemi Kvenna- listans, en þáttöku þarf að tilkynna til Kvennahússins, Hótel Vik Reykjavík. Hana nú Vikuleg laugardagsganga Frí- stundahópsins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 26. október. Gengið i klukkutíma. Lagt af stað kl. 10.00 f.h. frá Digranes- vegi 12.. Markmið vetrargöngu Hana nú er súrefni, samvera og hreyfing. Veljið fatnað eftir veðrinu Kópavogsbúar á öllum aldri vel- komnir. Vináttudagur St. Georgsgildin á íslandi halda hinn árlega vináttudag hátíðlegan sunnudaginn 27. október 1985. Hefst hann með guðþjónustu i Langholtskirkju kl. 2 e.h, Eftir messu verður kaffidrykkja og létt hjal í safnaðarheimili kirkjunnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.