Alþýðublaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.10.1985, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 24. október 1985 Jón Baldvin Hannibalsson: I umræAum í síöustu viku um stefnuræöu forsætisráöherra flutti Jón Baidvin Hannibaisson, for- maður Alþýðuflokksins, yfirgrips- mikla og gagnmerka ræðu um stöðu þjóömála, og um tillögur Al- þýðuflokksins um lausn á þeim mikla efnahagsvanda, sem við blas- ir. Hann fjallaði jafnframt um stöðu stjórnmálaflokkanna og starf Alþýðuflokksins til breytinga á skipulagi og starfsháttum til sam- ræmis við þarfir fjöldaflokks. Hreinskilin og afdráttarlaus um- ræða formannsins um þessi mál atvinnuöryggi vinnandi fólks. Það er hins vegar vatn á myllu innflutn- ingsverzlunai og milliliða. Um leið dæmir það okkur til áframhaldandi viðskiptahalla og skuldasöfnunar. Um þetta másegjaað vegurinn til vítis er varðaður góðum áformum. Og í þetta skipti getur ríkisstjórn- in aðeins sjálfri sér unr kennt. Nú þýðir ekki að kenna um kaupkröf- uni fólks; né heldur að skella skuld- inni á aflabrest eða viðskiptakjör. Það er góðæri til lands og sjávar. Það er ríkisstjórnin sjálf sem hefur brugðist. Það er hún sem eyðir af þeim 2 milljörðum sem nú renna til milliliðakerfis í landbúnaðinum; að hluta af þeim rúmlega 2 millj- örðum sem verja á til fjárfestingar í orkugeiranum; að hluta af þeim 1.600 milljónum sem bruðiað er með í opinberum byggingum; að hluta með sparnaði í rekstri. Það er hættulegt rugl í AB að þetta sé árás á „velferðarkerfi fólks- ins“. Þetta er fyrst og fremst nauð- synlegt að gera í þágu launþega, sem halda þessu kerfi uppi með sköttum sínum. Málið snýst ekki lengur um að „Höfum sagt stríð á hendur hinu spillta verðbólguspilavíti“ hefur vakið inikla athygli, og er ræða hans birt hér í heild: Um stefnuræðu forsætisráðherra 17.10.85 Ræða forsætisráðherra var því miður ekki stefnuræða stjórnmála- leiðtoga, heldur sparðatíningur úr embættiskerfinu. Vandamál vinn- andi fólks virðast ekki vera í sjón- ntáli út um stofugluggann hans í Arnarnesinu. Það er kannske skilj- anlegt. Hitt er kynlegra, að hann fæst ekki til að viðurkenna stað- reyndir um ástand og horfur í efna- hagsmálum, staðreyndir sem þýða, að 3ja ára áætlun um lækkun verð- bólgu er þrisvar sinnum vitlausari en ella. Það er staðreynd að verðbólga á íslandi er aftur orðin 6 til 10-föld umfram viðskipta- og markaðs- lönd, — og fer vaxandi. Það þýðir, að gengisfelling Nor- dals-sláttu er orðinn hlutur. Spurningin er ekki lengur, hvort unnt sé að afstýra henni; heldur að- eins hvernig bregðast skuli við. Um það hafði forsætisráðherra ekkert að segja. Ræða hans hafði því ekki snerti- flöt við veruleikann og þarfnast ekki frekari svara. Fólksflótti og stöðnun Viðskilnaður seinustu ríkis- stjórnar staðfestir að við þessar að- stæður er fast gengi aðför að sjávar- útveginum, sem við lifum á; það dæmir landsbyggðina til stöðnunar og fólksflótta; og það er tilræði við langt urn efni fram. Það er hún sem fjármagnar eyðslu sína rneð erlend- urn lánum og viðskiptahalla. En forréttindahópar fjármagnsins njóta góðs af; þeir ávaxta skattsvik- inn gróða sinn á okurmörkuðum frjálshyggjunnar; þeir fitna eins og púkinn á fjósbitanum hjá Sæmú'ildi forðum, á sama tíma og lífsþróttur undirstöðuatvinnuveganna fjarar smám saman út . . . „Við ríkjandi aðstœður er óhjákvœmilegt að verja kjör almennings með því að ríkið hœtti að eyða um efni fram. Það á að halda ríkisútgjöldum innan við 25% þjóðarfram- leiðslu, sem þýðir niðurskurð á fjárlögum um ca. 2 milljarða." Hótanir við vinnandi fólk Það er alltaf lítilmótlegt, að vilja ekki viðurkenna mistök sín. Hálfu verra er þó, að skella skuldinni á aðra og hafa í hótunum við vinn- andi fólk um óðaverðbólgu og upp- lausn, ef það sættir sig ekki auð- mjúklega við orðinn hlut. Þegar svona er komið stoðar ekki að skipta um ráðherrastóla. Það þarf nýja stjórnarstefnu og nýja menn, til að fylgja henni fram. Við jafnaðarmenn höfum sagt stríð á hendur því spillta verðbólgu- spilavíti, sem stefna 2ja seinustu ríkisstjórna hefur getið af sér. Margir hafa komið til liðs við okk- ur. En betur má ef duga skal. Endurreisum velferðarríkið í okkar augum stendur stríðið ekki um að „verja velferðarríkið". Það þarf að endurreisa það á grunni trausts atvinnuiífs. Kurðarásarnir í okkar stefnu eru þrír: 1) Ný hlutaskipti fyrir sjávarútveg og útflutningsframleiöslu. 2) Jöfnun eigna- og tekjuskipting- ar, gegnum skatta, húsnæðis- lána- og lífeyrisréttindakerfið. 3) Samræmdar aðgerðir gegn for- réttindum og spillingu hinnar nýríku yfirstéttar. Að skrá gengið rétt Fyrsta mál á dagskrá er að skrá gengi krónunnar rétt. Og fylgja því síðan eftir með virkri jafnvægis- stefnu í efnahagsmálum. Þetta þýðir: — að færa fjármuni frá innflutn- ingsverzlun til sjávarútvegs og iðnaðar. — að gera framleiðslugreinarnar samkeppnisfærar um laun og markaði. — að stöðva viðskiptahalla og þar með erlenda skuldasöfnun. Þetta þýðir nýja sókn í sjávarút- vegi, aukna þjóðarframleiðslu, nýtt framfaraskeið á landsbyggðinni og bætt lífskjör til lengri tíma. Já en, segja menn: Gengisfelling hækkar erlendar skuldir í isl. kr.. Er það ekki útilokað? Svar: Við eigum ekki annarra kosta völ. Hinn kosturinn er hrun sjávarútvegsins, samdráttur þjóð- arframleiðslu, meiri skuldasöfnun og atvinnuleysi. Hvernig eigum við þá að mæta gengishækkun skuldanna? Svar: Með því að verja gengis- hagnaðinum til að greiða niður er- lendar skuldir, einkum í sjávarút- vegi. Með því að hækka skatta á forréttindahópa fjármagnsins og verja þeim fjármunum einnig til niðurgreiðslu erlendra skulda. Já en, segja menn: Hvernig á að bregðast við hækkun innflutnings- verðs í kjölfar gengisfellingar? Þýð- ir það ekki kjaraskerðingu? Svar: Með verðstöðvun í 6 mán. Það þýðir að færa hallarekstur út- flutningsgreinanna yfir á verzlun og þjónustu til þess að stöðva fjár- festingarbruðl og sóun. 1) Með lækkun söluskatts og þar með vöruverðs. 2) Með lækkun ríkisútgjaldá, sem þýðir Iægri skatta á almenning, og skilur meira eftir í launaumslög- unum. „Tekjuskattur á laun, alit frá 50 þúsund kr. á mánuði verði skilyrðislaust afnuminn frá og með 1986. Þetta vœri stœrsta kjarahót laun- þega, sem til er í dœminu, — í ósvikinni mynt og án verðbólgu.“ Þetta þýðir í heild: Öflugri fram- leiðsla, meiri verðmætasköpun, minni yfirbygging, minna bruðl. Að verja kjör almennings Annar meginþátturinn í stefnu Alþýðuflokksins er samræmdar að- gerðir til að jafna eigna- og tekju- skiptinguna og stuðla þannig að þjóðarsamheldni um nýja fram- farasókn. Þetta viljum við gera gegnurn þrjú helstu tekjujöfnunarkerfi rík- isins; Skattakerfið Húsnæðislánakerfið Lífeyrisréttindakerfið Við ríkjandi aðstæður er óhjá- kvæmilegt að verja kjör almenn- ings með því að ríkið hætti að eyða urn efni fram. Það á að halda ríkis- útgjöldum innan við 25% ntark þjóðarframleiðslu, sem þýðir nið- urskurð á fjárlögum um ca. 2 millj- arða. Hvar á að skera? Hvar á að skera niður? Að hluta verja velferðarríkið; heldur að end- urreisa það með róttækum umbót- um á ranglátu skattakerfi, húsnæð- islánakerfi og Iífeyrisréttindakerfi. Þetta viljum við gera með eftir- töldum ráðstöfunum: Afnemum undanþágur frá sölu- skatti (fyrir utari matvæli, ríkis- þjónustu, útflutning og aðföng út- flutningsgreina). Innheimtum söluskatt á inn- flutning, strax í tolli. Þetta mundi uppræta söluskatts- undandrátt sem nemur milljörðum króna; skila ríkissjóði auknunt tekjum; og gera kleift að Iækka söluskattsprósentuna og þar með vöruverðið í Iandinu. Þetta þarf að gera strax. Virðisaukaskatti verður ekki komið á fyrr en 1987. Við get- um ekki beðið þangað til. Tekjuskattur á laun allt að 50 þús/mánuði verði skilyrðislaust af- numinn frá og með 1986. Þetta væri stærsta kjarabót launþega sem til er í dæminu, — í ósvikinni mynt og án verðbólgu. Tekjutapi ríkissjóðs verði mætt með: 1) Niðurskurði ríkisútgjalda, eins og áður er lýst. 2) Stighækkandi eignaskatti á stóreignir. 3) Afnámi skattfrelsis vaxtatekna af stóreignum í formi verðbréfa og hlutafjáreignar. Alþýðuflokkurinn mun á næst- unni flytja frumvörp til laga um þessi mál. Eignaskattstillögur Vegna endurtekinna rangfærslna Þorsteins Pálssonar um eignar- skattstillögur okkar jafnaðar- manna skal eftirfarandi tekið fram: 1. Þær fela í sér hækkun á skatt- .frelsismörkum til eignarskatts einstaklinga og hjóna, sem minnkar eignarskattsgreiðslur þeirra í heild um 76.4 m kr. 2. Eingarskattsaukinn leggst að- eins á skuldlausar stóreignir yfir 7 milljónir króna; t.d. á 618 eignamestu fyrirtækin, sem eiga 81% heildareigna ca. 7.000 fyrir-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.