Alþýðublaðið - 14.12.1985, Side 4

Alþýðublaðið - 14.12.1985, Side 4
4 Laugardagur 14. desember 1985 Magnús H. Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra: Vandi húsbyggjenda og íbúðakaupenda Skerðing á mörkuðum tekjustofnum Byggingasjóðs nemur 3 milljörðum á árabilinu 1980 til 1984 Mú er mjög í tísku að tala um samdrátt og niðurskurð. F.inn er þó sá málaflokkur sem ekki má við niðurskurði — heldur „Að gefa vextina frjálsa, eins og markaðshyggju- mennirnír orða það. Sú aðgerð hœkkaði greiðslubyrði lána um nálœgt 30%‘í þvert um — þar þarf öfluga við- reisn. Þar á ég við húsnæðismálin — lánamál húsbyggjenda og íbúða- kaupenda sem komin eru í argasta óefni. En hvers vegna? Er það vegna náttúrulögmála eða óviðráðanlegra utanaðkomandi aðstæðna? Nei og aftur nei. Erfiðleikarnir eru svo til allir heimatilbúnir. Búnir til af síðustu ríkisstjórn og þeirri, sem nú situr. Skerðing um 3 milljarða Ein höfuðástæðan er sú, að ríkis- stjórnin, sem var mynduð í febrúar 1980 skerti markaða tekjustofna Byggingasjóðs ríkisins um hvorki meira né minna en 2/3 — um 67% — að jafnaði í stjórnartíð sinni. Núverandi ríkisstjórn hélt áfram á sömu braut 1983 og 1984 en hefur „Erfiðleikarnir eru svo til allir heimatilbúnir. Búnir til af síðustu ríkis- stjórn og þeirri, sem mú situr“. á yfirstandandi ári, gert talsverða bragarbót. Sjóðurinn fær nú tæp- lega 90% af því sem fyrri markaðir tekjustofnar hefðu gefið. Þessi mikla skerðing, á mörkuð- um tekjustofnum Byggingasjóðs ríkisins á árunum 1980—1984, sem nemur samtals 3 milljörðum kr. á núverandi verðlagi, er höfuðástæða þess hvernig komið er fyrir sjóðn- um og bitnar það nú harkalega á öllum þeim, sem á lánum þurfa að halda. Hugsið ykkur hvað hægt væri að gera fyrir húsbyggjendur og íbúða- kaupendur ef við hefðum nú 3 milljarða kr. aukalega milli hand- anna. Það væri hægt að leysa vandamál þúsunda. „Heilir árgangar fólks hafa verið dœmdir til að verða vanskilamenn, dœmdir til örvœnt- ingar. Dœmdir til að tapa íbúðum sínum og eignum“. Stáliðjurmi kemur að. gagm Verð frá kr. 3.498." Sendum í póstkröf u GLEÐILEG JÓL STALIÐJAN"f SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI 43211

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.