Alþýðublaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.12.1985, Blaðsíða 5
Laugardagur 14. desember 1985 5 Laun og framfærsluvísi- tala Önnur höfuðástæða þess hvernig komið er, er sú ákvörðun núverandi ríkisstjórnar, að stöðva viðmiðun launa við framfærsluvísitölu, en láta á sama tíma lánskjaravísitöl- una mæla af fullum þunga. Þannig hækka skuldir og greiðslubyrði lána í takt við allar verðhækkanir, en launin ekki. Þessi aðgerð, ein út af fyrir sig, hefur aukið raunverulegar skuldir fólks og greiðslubyrði um nálægt 40%. Hún jafngildir eignaupptöku upp á 2.6 milljarða kr. Vaxtamálið Þriðja höfuðástæða þess hvernig komið er fyrir húsbyggjendum og „Auk þess þarf að nýta skattakerfið betur en nú er gert til að auðvelda fólki að komast yfir erfið- asta hjallann fyrstu árin eftir byggingu eða kaup á íbúðum“ kaupendum nú, er sú fáránlega ákvörðun, miðað við aðstæður, að sleppa vöxtum lausum á s.l. ári. Að gefa vexti frjálsa, eins og markaðs- hyggjumennirnir orða það. Sú að- gerð hækkaði greiðslubyrði lána um nálægt 30%. í heild hafa þessar aðgerðir, vísi- tölumisgengið og vaxtaokrið hækkað greiðslubyrði húsbyggj- enda og kaupenda um full 80%. Fólk, sem ætlaði sér að greiða 40% brúttólauna fyrir íbúð árið 1982 og byggði eða keypti á þeim forsend- um, þarf nú að greiða yfir 70% brúttó-tekna fyrir það sama. Það sjá auðvitað allir, að enginn getur staðið undir slíku. Afleiðingarnar Með þessum aðgerðum stjórn- valda — allt eru þetta jú beinar ákvarðanir ríkisstjórnar, að láta Iánskjaravísitöluna mæla að fullu meðan kaupgjald er fryst, hækka vexti upp úr öllu valdi, og með því að steingelda Byggingasjóð ríkisins hefur hag þúsunda manna, jafnvel tugþúsunda, verið stefnt í algert óefni. Heilir árgangar fólks hafa verið dæmdir til að verða vanskilamenn, dæmdir til örvæntingar. Dæmdir til að tapa íbúðum sínum og eign- um. Þessu fólki verður að koma til hjálpar miklu meira en gert hefur verið. Skuldbreyting og neyðarlán, sem veitt hafa verið eru góðra gjalda verð, svo langt sem þau ná, en eru þó fyrst og fremst gálgafrestur. Það má líkja því við það, að hent hafi verið björgunarhring til drukknandi manns. En það á eftir að draga hann upp úr sjónum. 40% færri fokheldisvott- orð Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa. íbúðabyggingar eru að stöðvast. Það hefur verið lítið sem ekkert byggt á landsbyggðinni s.l. 2 ár. Byggingariðnaðarmenn hafa leitað til höfuðborgarsvæðisins en nú er samdráttar einnig farið að gæta þar. 40% færri fokheldisvottorð hafa borist Húsnæðisstofnun en á sama tíma í fyrra. Fækkun íbúða sem byrjað er á er enn meiri. Lóðum er skilað aftur, sementsala minni en nokkru sinni áður þótt miklar hallir séu í byggingu fyrir verslun og þjón- ustu á Reykjavíkursvæðinu. Ef svo fer sem horfir stefnir í mikinn húsnæðisskort og mikið at- vinnuleysi byggingariðnaðar- manna. Einnig af þeim ástæðum er nú „40% fœrri fok- heldisvottorð hafa borist Húsnœðis- stofnun en á sama tíma í fyrra. Fœkkun þeirra íbúða, sem byrjað er á, er enn meiri“ nauðsyn stórátaka á þessu sviði. Það verður annars vegar að draga úr þeim skakkaföllum, sem menn hafa orðið fyrir hin síðari ár og hins vegar verður að efla byggingarsjóð- ina stórlega svo að þeir geti lánað mönnum bróðurpartinn af því sem þarf til byggingar eða kaupa hæfi- lega stórra ibúða. Auk þess þarf að nýta skattkerfið betur en nú er gert til að auðvelda fólki að komast yfir erfiðasta hjall- ann fyrstu árin eftir byggingu eða kaup á íbúðum. Hvað vill Alþýðuflokkur- inn En hvað hefur Alþýðuflokkurinn lagt til í þessum efnum og hvað leggur hann til nú? 1 Framhald á næstu síðu Við óvænt innlit vina, sem ábætir í jólaboðinu eða sér- réttur síðkvöldsins. OSTABAKKI-GÓÐ TILBREYTING INN ORÐIÐ Láttu hugmyndaflugið ráða ferð- inni, ásamt því sem þú átt af ostum og ávöxtum. Sannaðu til, árangurinn kemur á óvart. OCr SÚKKULADINU

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.