Alþýðublaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. október 1986 XVII. þing Alþjóðasambands jafnaðarmanna haldið í Lima í Perú 20.—23. júní 1986: ALÞJÓÐASAMBAND JAFNAÐARMANNA hélt 17. þingsitt frástríðslokum íLIMA, höfuðborg Perú, dagana 20. —23. júnís.l. Fastanefndir Alþjóðasambandsins, sem fjalla að staðaldri um efnahagsmál, seinustu árin einkum um vandamál þriðja heimsins og samskipti norðurs-suðurs; afvopnunarmál og samskipti aust- urs og vesturs (en Kalevi Zorsa, forsœtisráðherra Finnlands, er nú formaður þeirrar nefndar); og stefnuskrárnefnd (sem s.i. 6 ár hef- ur unnið að nýrri stefnuskrá Alþjóðasambandsins sem hugsuð er allt til aldamótanna 2000); — Allar þessar nefndir komu saman í Líma þegar þann 16. júní og unnu samfellt fram að upphafi þings. Aðild að Alþjóðasambandi jafnaðarmanna eiga nú rúmlega 80 stjórnmálaflokkar í öllum heimsálfum. Efmiðað er við fylgi í lýð- rœðislegum kosningum eru þetta langsamlega fjölmennustu stjórnmálasamtök í heimi. Miðstjórnarvald samtakanna er lítið og ályktanir þess leiðbeinandi fyrir aðildarflokkana. Þingið sam- þykkti viðamikla stefnuyfirlýsingu um samskipti norðurs og suð- urs, hnitmiðaða áœtlun um aðgerðir varðandi skuldamál fátæk- ustu þjóða, almenna áœtlun um aðgerðir varðandi skuldamál fá- tœkustu þjóða, almenna ályktun um afvopnunarmál, sérstakar ályktanir um ástandið í einstökum heimshlutum, eins ogt.d. Mið- og Suður-Ameríku, S-Afríku, Mið-Austurlöndum og Suðaustur- Asíu). Loks samþykkti þingið útdrátt úr fyrirhugaðri stefnuyfirlýsingu til nœstu aldamóta, svokallaðri Límayfirlýsingu, en fól stefnu- skrárnefnd og framkvœmdastjórn að fullvinna textann á næsta kjörtímabili. Meðþvífororði aðþað tœkist var hins vegar ákveðið að plaggið skuli bera nafnið Líma-yfirlýsingin. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, sótti þingið fyrir hönd Alþýðuflokksins. Hann mœtti til leiks þann 17dajúní og tók mikinn þátt í störfum efnahagsmálanefndar og stefnuskrárnefndar. Á þinginu flutti hann ræðu undir dagskrár- liðnum: Afvopnunarmál og samskipti austurs og vesturs. Rœðan endurspeglar þá staðreynd að viðhorf íslenzkra jafnaðarmanna (eins og reyndar líka franskra, ítalskra, spœnskra og portúgalskra) til samskipta austurs og vesturs, eru talsvert á annan veg en fram kemur af máli forystumanna hlutlausra ríkja eins og t.d. Finn- lands, Austurríkis og Svíþjóðar. Þessi ólíku viðhorf endurspegla gerólíka landafrœði og ólíka hagsmuni í öryggismálum. í fram- haldi af umrœðum um ágreining milli ríkisstjórna Norðurlanda um hugmyndir um einhliða yfirlýsingu Norðurlanda sem kjarna- vopnalauss svœðis er fróðlegt að lesa þessa rœðu, sem setur grund- vallarviðhorf íslenzkra jafnaðarmanna og margra annarra í víð- tækt pólitískt samhengi. Ritstjóri. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins: „Mig dreymir um að finna upp efni eða vél sem væri gædd svo yfir- þyrmandi eyðileggingar- mætti að styrjöld yrði þar með óhugsandi um alla framtíð". Höfundur þessarar tilvitnunar virðist hafa verið langt á undan sinni samtíð. Hann setur fram kenninguna um fælingarmátt tor-’ tímingarvopna árið 1876. Verksmiðjur og friðarþing Að loknu friðarþingi í Bern árið 1892 skrifaði sami höfundur í bréfi til ástkonu sinnar: „Verksmiðjurnar mínar kunna að binda endi á styrjaldir fyrr en frið- arþingin þín. Daginn sem tvö her- fylki geta útrýmt hvort öðru á einni sekúndu munu siðmenntaðar þjóð- ir leggja af styrjaldarrekstur og leysa upp heri sína í eitt skipti fyrir öll“ Hver var þessi 19. aldar talsmað- ur kenningarinnar um fælingar- mátt tortímingarvopna? Hann var kunnur „friðarsinni“ á sinni tíð, sá sem fann upp sprengiefnið og stofnaði til friðarverðlauna á sama tíma: Sænskur herramaður, Alfred Nóbel að nafni. Hann virðist hafa trúað því að unnt væri að tryggja frið með tækninýjungum í vopnabúnaði. Höfundur þessarar skýrslu um afvopnunarmál, sem hér er til um- ræðu, segjast vera á öndverðum meiði. Á blaðsíðu 5 í skýrslunni segir orðrétt: „Mannkynið verður ekki frelsað frá ógn kjarnavopna fyrir tilverkn- að nýrrar tækni í vopnabúnaði. Það HVAÐ ER FRIÐAR- PÓLITÍK „Daginn sem tvö herfylki geta útrýmt hvort öðru á einni sekúndu munu sið- menntaðar þjóðir leggja af styrjaldar- rekstur og leysa upp heri sína í eitt skipti fyrir öll.“ (Alfred Nóbel, uppfinnandi sprengiefnis og frið- arverðlauna, í bréfi 1892.) eru engar tæknilegar lausnir til á vandamáli, sem er „í innsta eðli sínu pólitískt vandamálí1 Sammála. Þess vegna veldur það nokkrum vonbrigðum að höfundar skýrsl- unnar hlíta ekki eigin ráðum og láta sér nægja að telja upp ýmis tækni- leg atriði, sem gætu dregið úr styrj- aldarhættu. En þeir láta undir höf- uð leggjast að setja fram pólitíska greiningu á vandamálum stríðs og friðar, sem þeir segja þó að séu „í innsta eðli sínu pólitísk" Hvað er friðarpólitík? Hvers konar pólitík er friðar- pólitík? Hlutleysi, einangrunarstefna, einhliða afvopnun? Eða sameigin- legt varnar- og öryggiskerfi lýðræð- isaflanna? Leyfist mér að minna á ástríðu- þrungna ræðu gestgjafa okkar, Alans Garcias, forseta Perú, við setningu þessa þings: Staðfesta frammi fyrir ofbeldishótunum — það var rauði þráðurinn í ræðu hans. Höfundar þessarar skýrslu um afvopnunarmál tíunda margvísleg tæknileg vandamál sem krefjast lausnar. Ég nefni nokkur t.d.: Sam- komulag um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn, útrýming kjarnavopna í áföngum, bann við framleiðslu og notkun efnavopna og samningar um að koma í veg fyr- ir hervæðingu geimsins. Höfundar Iýsa sig andvíga valdbeitingu í al- þjóðlegum samskiptum. Og þeir boða verulegan samdrátt í venju- legum vopnabúnaði, jafnframt því sem kjarnavopn verði gerð útlæg. Þetta eru allt saman háleit mark- mið. En maður freistast ósjálfrátt til að spyrja: Er nokkur sá einræðis- herra og ofbeldisseggur uppi og í forsvari fyrir ríkisstjórn, sem dirfist að lýsa sig opinberlega fjandmann þessara markmiða í sjálfu sér? Hverju erum við þá nær? Þetta vekur upp aðra spurningu: Getur æfing af þessu tagi í póli- tískri óskhyggju komið í staðinn fyrir pólitíska greiningu á vandan- um og framkvæmanlega stefnu? Hverjir erum við fulltrúar stjórn- málahreyfinga lýðræðisjafnaðar- mannáúr öllum heimshornum, sem hér erum saman komnir? Erum við einhvers konar tæknilegt ráðgjafar- fyrirtæki eða diplomataþjónusta, sem falbýður tæknilega ráðgjöf í afvopnunarmálum, hvort heldur er harðstjórunum í Kreml eða auðkýf- ingaveldinu í Hvíta húsinu — allt eftir því hvorum þóknast að þiggja góð ráð? Við getum ekki verið hlutlaus Erum við orðnir svo hlutlausir í Peru „Mannkynið verdur ekki frelsað frá ógn kjarnavopna fyrir til- verknað nýrrar tækni í vopnabúnaði. Það eru engar tæknilegar lausnir til á vanda- máli, sem er „í innsta eðli sínu póli- tískt vandamál“. Úr ályktun Alþjóðasam- bandsins um afvopn- unarmál. okkar pólitísku hugsun, að við greinum ekki lengur neinn mun á fasískum alræðiskerfum, hvort heldur þau kenna sig við hægri eða vinstri, og lýðræðisöflum í öllum þeirra margbreytileik hins vegar? Einfaldlega vegna þess að báðir að- ilar eiga yfir að ráða vopnum, sem búa yfir sama tortímingarmætti, hver sem á heldur? Vonandi er ekki svo fyrir okkur komið. Því að í LIMA-YFIRLÝS- INGUNNI, sem liggur fyrir þessu þingi til umræðu og afgreiðslu, er því skilmerkilega lýst yfir að við erum alþjóðleg baráttu- samtök lýðræðissinnaðra jafnaðarmanna, við erum engir diplomatar, við erum pólitískir baráttu- menn af holdi og blóði, við erum pólitískir baráttu- menn fyrir grundvallarsjón- armiðum lýðræðislegrar jafnaðarstefnu. Við getum ekki dregið okkur í hlé sem hlutleysingjar í þeirri baráttu sem fram fer milli alræðisafla í ýmsum myndum og gerðum annars vegar og lýðræðisaflanna hins veg- ar. Og við eigum hvergi að hika við að segja það opinskátt og afdráttar- laust hverjum sem er. Stjórnmálahreyfing lýðræðis- jafnaðarmanna er mesta friðar- hreyfing sem nokkru sinni hefur verið uppi í sögunni. Lýðræði er í senn okkar pólitíska aðferð og markmið. Þess eru engin dæmi í sögunni að jafnaóarmannaflokkur hafi hrifs- að völd í nokkru ríki með ofbeldi. Okkar pólitíska aðferð er aðferð rökræðunnar. Það er aðferð grein- ingar, upplýsingar, fræðslu og um- ræðu, vegna þess að við treystum dómgreind venjulegs fólks. Við vitum að rætur átaka og styrjalda í mannlegu samfélagi liggja svo djúpt, að jafnvel þótt lausn fengist á öllum þeim tækni- legu vandamálum, sem hér eru talin upp, myndum við samt sem áður ekki fá að njóta friðar á jörðu. Það verður ekki fyrr en grafizt hefur verið fyrir rætur átakanna, sem er m.a. að leita í ójöfnuði, rang- læti og ánauð þjóða og ein- staklinga, með markvissum póli- tískum athöfnum. Það var reyndar til þess, sem þessi mikla alþjóðahreyfing lýð- ræðisjafnaðarmanna var stofnuð. Það er hennar raison d’ etre — til- verugrundvöllur. III. Fjandmenn og fóstbræður Hverjir eru bandamenn okkar? Hverjir eru fjandmenn okkar? Garcia forseti svaraði þessum spurningum skilmerkilega í ræðu sinni:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.