Alþýðublaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 2
2
Laugardagur 4. október 1986
í *
I alþýðu- Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 81976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson og Ása Björnsdóttir Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Askriftarsíminn er 681866
■ n
„Maðurinn er gullið"
5JMaðurinn ergullið." Eft-
ir þessari grundvallarreglu
þarf skipan mannfélags-
málanna að mótast á kom-
andi árum. Við eygjum nú
þá möguleika, sem mann-
kynið hefur hingað til að-
eins séð í hillingum ævin-
týra sinna og drauma. Svo
er tækninni fyrir að þakka.
jj 1
'ram til þessa hefur
skortur stafað af ónógri
framleiðslu lífsnauðsynja. í
þjóðfélagi nútímans er
þeirri orsök ekki til að
dreifalengur. Skorturstafar
þvert á móti nú af offram-
leiðslu að jafnaði — vegna
þess að gullið er rétthærra
en maðurinn.11
,,Verða möguleikar tækn-
innar aðeins tækifæri fárra
manna — örfárra sérstakra
útsjónar- og dugnaðar-
manna, nokkurra heppinna
en miður vandaðra ein-
staklinga — til þess að
velta peningunum, eða
verða þeir tækifæri fjöld-
ans til sæmilegra kjara, til
menningarlífs?"
Þannig spurði séra Sigur-
björn Einarsson, fyrrum
• •
KJORBOKINA
SEMUR ÞÚ SJÁLFUR
26,3 MILUÓNUM ÚTHLUTAÐ I VIÐBÓTAR-
HÖFUNDARLAUN NÚ UM MÁNAÐAMÓTTN
n
ÉM&sM rið 1986 ætlar að verða Kjörbókareigendum sérstaklega hagstætt og
greinilegt að þeir eiga skemmtilega og spennandi lesningu í vændum.
Reyndar vissu þeir að
Kjörbókin ber háa vexti.
Þeir vissu líka að innstæð-
an er algjörlega óbundin.
Og þeir vissu að saman-
burður við vísitölutryggða
reikninga er vöm gegn
verðbólgu.
En ætli nokkurn hafi grunað
að ávöxtun Kjörbókar
fyrstu níu mánuði þessa árs
samsvaraði 20,7% árs-
ávöxtun. Það jafngildir
verðtryggðum reikningi
með 6,19% nafnvöxtum.
Svona er Kjörbókin
einmitt: Spennandi bók
sem endar vel.
Við bjóðum nýja sparifjár-
eigendur velkomna í
Kj örbókarklúbbinn.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
KJÖRBÓK
biskup, í bæklingnum
„Hvers vegna kýs ég Al-
þýðuflokkinn?11, sem kom út
fyrir réttum 40 árum. Þessi
orð hans eru nú rifjuð upp í
tilefni flokksþings Alþýðu-
flokksins, sem háð er um
þessa helgi í Hveragerði.
Alþýðuflokkurinn, eins og
aðrirjafnaðarmannaflokkar
um heim allan, bera fyrir
brjósti þá stefnu, sem boð-
ar, að maðurinn sé rétt-
hærri en gullið, — að af-
rakstur tækniframfara og
framleiðniaukningar eigi
að koma öllum til góða;
ekki aðeins fáum útvöld-
um, og að kjörorðin um
frelsi jafnrétti og bræðra-
lag séu enn í fullu gildi.
Baráttan gegn misrétti
óheftrar markaðshyggju,
sem stundum er nefnd ný-
frjálshyggja, og tekur gullið
fram yfir manninn, er bar-
átta mannúðarstefnu gegn
því frumskógarlögmáli, að
sigurinn skuli vera hins
sterka. Gegn þessu frum-
skógarlögmáli berjast jafn-
aðarmenn um leið og þeir
hafna ómanneskjulegu og
helköldu alræði kommún-
ismans.
Jafnaðarstefnan er hvar-
vetna í sókn. Samstöðu-
hugsjónin, sem byggir á
nýjum hugmyndum um
efnahagslegar framfarir,
réttlátari skiptingu þjóðar-
auðs, fullri atvinnu fyriralla
og ábyrgð manns á manni
frá vöggu til grafar, á stöð-
ugt meiri hljómgrunn, eink-
um meðal ungu kynslóðar-
innar.
I nokkrum Evrópuríkjum
hafa menn orðið vitni að af-
leiðingum þeirrar stjórnar-
og efnahagsstefnu, sem
byggir á óheftri markaðs-
hyggju. Þær eru hörmuleg-
ar. Velferðarkerfið er að
hruni komið, atvinnuleysi
er gífurlegt og efnaleg mis-
skipting brýtur gegn öllum
reglum og lögmálum um
jöfnuð og réttlæti. - Um
ástandið íkommúnistaríkjun-
um þarf ekki að fara mörg-
um orðum.
Gegn þessum stjórnkerf-
um snúast nú verkalýðs-
hreyfingar og jafnaðar-
mannaflokkar af fullri
hörku og boða nýjar leiðir.
Alþýðuflokkurinn er þar
engin undantekning, enda
hafa íslendingar orðið
harkalega fyrir barðinu á
fylgisspekt núverandi ríkis-
stjórnar við stefnu frjáls-
hyggjumanna, sem taka
gullið fram yfir manninn.
43. flokksþing Alþýðu-
flokksins verður tímamóta-
þing. Ný samtök jafnaðar-
manna ganga til liðs við
flokkinn; klofningsiðju for-
tíðarinnar er lokið og við
taka nýir tímar samstöðu
og öflugrar sóknar jafnað-
arstefnunnar. — Maðurinn
er gullið! Þörfin fyrir áhrif
jafnaðarstefnunnar hefur
aldrei verið meiri en nú. Öfl-
ugur íslenskur jafnaðar-
mannaflokkur er markmið í
sjónmáli.