Alþýðublaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 4. október 1986 Bandamenn okkar eru hinir kúg- uðu, þeir sem órétti eru beittir á þessari jörð. Fjandmenn okkar eru sam- kvæmt skilgreiningu kúgunaröflin, hin fasísku valdbeitingaröfl til hægri og vinstri; þau öfl, sem eiga pólitíska og fjárhagslega forrétt- indaaðstöðu að verja, í skjóli vopnavalds og hernaðarhyggju. En hversu samkvæmir erum við sjálfum okkur í útfærslu á grund- vallarsjónarmiðum lýðræðisjafn- aðarmanna? Tökum augljóst dæmi. í ályktunum okkar hikum við ekki við að mæla með efnahagsleg- um þvingunaraðgerðum, viðskipta- banni og jafnvel hafnbanni, á Suð- ur-Afríku. Auðvitað er það hverju orði sannara að aðskilnaðarstefn- an í Suður-Afríku brýtur gersam- lega í bága við hugsjónir okkar um virðingu fyrir mannréttindum og lýðræðislegu stjórnarfari. En eru Búarnir í Suður-Afríku þeir einu, sem verðskulda fordæm- ingu okkar? Höfum við gleymt því að sovézka nýlenduveldið, sem er á útþenslu- skeiði, hefur svipt 150 milljónir Evrópubúa í Mið- og Austur- Evrópu rétti sínum til þjóðlegs sjálfstæðis, mannréttindum sínum og réttinum til að njóta lýðræðis- legs stjórnarfars? Hvers vegna er aðeins að finna „Stjórnmálahreyfing lýðræðisjafnaðar- manna er mesta frið- arhreyfing sem uppi hefur verið í sög- unni. Þess eru engin dæmi að jafnaðar- mannaflokkur hafi hrifsað völd í nokkru ríki með ofbeldi.“ eina eða tvær kurteislegar tilvísanir í ályktunum okkar til þeirra hörm- unga, sem dunið hafa yfir afgönsku þjóðina? Þar höfum við fyrir aug- unum hlutlausa smáþjóð, sem er svo ógæfusöm að deila landamær- um með sovézka risaveldinu. Af- ganska þjóðin hefur mátt færa þungbærar fórnir í baráttunni fyrir frelsi sínu. Afleiðingarnar af hinni hrottafengnu hernaðarinnrás og hernámi landsins eru nú þegar þær, að um 1 milljón manna hafa fallið í hernaðarátökum og 4 milljónir hafa verið gerðar landflótta. Hversu samkvæmir erum við sjálfum okkur í útfærslu á grund- vallarsjónarmiðum þegar við mæl- um með afdráttarlausum efnahags- þvingunum í því skyni að binda endi á harðneskju stjórnarfar í Suð- ur-Afríku, en réttum fram sátta- hönd og mælum með auknum við- skiptum við kúgarana, sem reyna að beygja afgönsku þjóðina til hlýðni með vopnavaldi? í fyrra tilvikinu krefjumst við þess að öll viðskipti verði stöðvuð. í seinna tilvikinu mælum við með nánari samskiptum, meiri verzlun, greiðari aðgang að ávöxtum vísinda og tæknikunnáttu og bjóðum m.a.s. sívaxandi framboð af mat- vælum á gjafverði. Allt þetta enda þótt við vitum fullvel að þar með er- um við að festa kúgunaröflin í sessi á kostnað hinna kúguðu. Að því er varðar sovézku harð- stjórana segjum við að vaxandi við- skipti muni þegar til Iengdar lætur milda stjórnarfarið. En í tilvikinu Suður-Afríka segjum við að efna- hagsþvinganir muni styrkja víg- stöðu hinna kúguðu og stuðla að því að velta harðstjórninni úr sessi. Þessar tvær fullyrðingar geta „Höfum við til að bera þann einbeitta pólitíska vilja og það persónulega hug- rekki sem þarf til að verja lýðræðið gegn fjendum þess, hverj- ir sem þeir eru?“ ekki báðar verið sannar. Þessar tvær andstæðu stefnur geta ekki báðar verið samkvæmar okkar grundvallarsjónarmiðum. IV. Málstaður frelsis og friðar Hvers konar stefnu eigum við að móta gagnvart ofbeldisöflunum? Hvernig eigum við að mæta her- væddum terrorisma ríkisvaldsins, hvort heldur fasistarnir kenna sig við vinstri eða hægri? Höfundar þessarar skýrslu um afvopnunarmál sem við hér ræð- um, hafa rétt fyrir sér þegar þeir segja að vandamál friðar er ekki fyrst og fremst tæknilegt vandamál. Við höfum aldrei verið þeirrar skoðunar í þessari miklu alþjóða- hreyfingu að friðinn beri að kaupa hvaða verði sem er. Friðarpólitík er þess vegna fyrst og fremst spurning um pólitískan vilja. Erum við reiðubúnir að ganga fram fyrir skjöldu sem pólitískir baráttumenn fyrir málstað frelsis og þar með friðar? Höfum við til að bera þann ein- beitta pólitíska vilja og það per- sónulega hugrekki sem þarf til að verja lýðræðið gegn fjendum þess, hverjir sem þeir eru? Höfum við gleymt lærdómi sög- unnar? Tímabil uppgjafar og undanláts- semi frammi fyrirofbeldishótunum á aðfarartíma seinni heiipsstyrjald- arinnar hlýtur að teljast dapurlegt niðurlægingarskeið í annálum lýð- ræðisins. Hin sögulegu mistök sem ríkisstjórnir lýðræðisríkjanna frömdu á þessum tíma með því að þora ekki að standa saman gegn valdbeitingarhótunum þýzka fasismans kostuðu að lokum 50 milljónir mannslífa. Þessi sögukafli niðurlægingar og undanlátssemi afhjúpaði ótrúlega pólitíska ein- feldni og skilningsskort á eðli al- ræðisvalds; á eðli hervæddrar heimsvaldastefnu á útþensluskeiði. V. Sameiginlegt öryggiskerfi lýðrœðisríkja Hvoru megin víglínunnar er okk- ar staður? Tökum dæmi af þróun mála í Evrópu eftir stríð. Á bls. 14 í þessari skýrslu segir orðrétt: „Á sama tíma og Evrópa hefur að mestu verið þyrmt við hernaðar- átökum eftir stríð verður það sama ekki sagt um þriðja heiminn" Frá lokum seinni heimsstyrjaldar hafa meira en 150 staðbundnar styrjaldir verið háðar í löndum þriðja heimsins. Þrjár af hverjum fjórum þessara styrjalda eiga upp- tök sín í ákvörðunum spilltra harð- stjóra og valdaræningja í herfor- ingjastétt, sem hafa beitt illa fengnu ríkisvaldi til hervæddrar hryðju- verkastarfsemi gegn eigin borgur- um. Þessir spilltu einræðisherrar og valdaræningjar hafa milljónir mannslífa á samvizkunni. Hvers vegna hefur Evrópu verið þyrmt frá striðslokum — þrátt fyrir sinn langa slóða af blóði drifnum styrjöldum í sögunni? Sumir gefa þá skýringu, eins og „Við eigum ekki að leggja að jöfnu lýð- ræðisleg þjóðfélög og lýðræðisöfl ann- ars vegar og hins vegar alræðisþjóðfé- lög og stjórnmála- hreyfingar, sem tek- ið hafa völdin og við- haldið þeim — með ofbeldi." Alfred Nobel dreymdi um á sein- ustu öld, að ný tækni gereyðingar- vopna hafi hindrað hugsanlega árásaraðila frá því að láta til skarar skríða í þessum parti heimsins. Þetta er kenningin um fælingar- mátt kjarnavopna i framkvæmd, ekki satt? En við getum orðað þetta á ann- an veg. Við getum einfaldlega sagt, að leiðtogar lýðræðisríkjanna í Vestur-Evrópu hafi látið mistök undanlátsseminnar, sem leiddi til seinni heimsstyrjaldarinnar, sér að kenningu verða. Þrátt fyrir enda- lausa hagsmunatogstreitu og skoð- anaágreining í flestum málum, sem er lífsins gangur í lýðræðisríkjum , hefur þeim þrátt fyrir allt tekizt að viðhalda samstöðu um að verja lýð- ræðið með sameiginlegu öryggis- kerfi lýðræðisríkjanna. Þetta bandalag til varnar lýðræð- inu er kennt við Atlantshafið í okk- ar heimshluta. Styðjum við það? Hvers vegna segjum við það þá ekki fullum fetum? Mér sýnist röksemdafærslan í þessari skýrslu um afvopnunarmál vera á reki í áttina til hlutleysis eða einhliða afvopnunar, þótt með hálfvolgum hætti sé. Menn gæla við þá hugsun að hægt sé að kaupa sér frið með því að semja um tækni- leg atriði. Jafnvel þótt þeirri kenn- ingu hafi upphaflega verið hafnað af höfundum skýrslunnar. „PAX SOVÉTICA“ Þetta vekur óhjákvæmilega upp „150 styrjaldir í þriðja heiminum eiga upptök sín í ákvörðunum spilltra harðstjóra og valda- ræningja í herfor- ingjastétt, sem hafa beitt illa fengnu rík- isvaldi til hervæddr- ar hryðjuverkastarf- semi gegn eigin borgurum." spurningu sem mig langar að bera fram við vini okkar í þýzka og brezka flokknum. Spurningin er þessi: Hverjar yrðu afleiðingarnar ef þið tækjuð bókstaflega þessar tillögur þegar þið takið aftur við völdum í löndum ykkar og 1. Legðuð niður einhliða öll kjarnavopn og 2. drægjuð jafnframt einhliða saman herafla með venjulegum vopnum? Vitum við ekki svarið fyrirfram? Myndi það ekki þýða að afgangin- um af Evrópu yrði búin sömu örlög og 150 milljónir Evrópubúa í Mið- og Austur-Evrópu hafa þegar mátt þola? Friðarskilmálar „Pax Sovética" eru ekkert hernaðarleyndarmál. Þeir geta sagt okkur allt um það í Tallin, Ríga og Vilnius, í Varsjá, Búkarest og Prag. Það er ekki beinlínis það sem við viljum, er það? Mundi slíkt friðarframlag vera samboðið þessari sögufrægu stjórnmálahreyfingu og því sameig- inlega markmiði okkar að jarðar- búar fái notið lýðræðislegs stjórn- arfars? VI. Afvopnun: Gagnkvœmir hagsmunir — gagnkvœmir samningar Hverjir erum við? — spurði ég fyrir andartaki síðan. Erum við reiðubúnir að ganga fram fyrir skjöldu til varnar lýðræðinu gegn óvinum þess? Til eru þeir sem segja að við eig- um engra kosta völ: Við verðum að kaupa friðinn, hvaða verði sem er, eða horfast í augu við allsherjartor- tímingu ella. Hvað hefur breytzt frá stríðslok- um til þess að takmarka pólitískt valfrelsi okkar við svo þröngan kost? * Tortímingarmáttur hinna nýju kjarnavopna, segja sumir. En tilvist kjarnavopna er ekki ný. Atómöldin hófst fyrir stríðslok þann örlagaríka dag í Hiroshima árið 1945 — ekki eft- ir stríð. I marga áratugi létu Vestur-Evrópubúar sér lynda að byggja öryggi sitt á bandarísk- um yfirburðum í kjarnavopn- um. Er það ekki ein megin- ástæðan fyrir því að friður hef- ur að mestu haldizt í Evrópu frá stríðslokum — þótt vopnaður friður sé? * Við skulum minnast þess að vopn drepa ekki menn. Menn drepa hverjir aðra. Það er einmitt þess vegna, sem spurn- ingin um stríð eða frið er ekki bara tæknilegs eðlis, heldur „í innsta eðli sínu pólitískt vanda- mál“, eins og höfundar þessarar skýrslu viðurkenna. Og pólitík er um fólk. * Auðvitað er tortímingarmáttur og frekari dreifing kjarnavopna eitt alvarlegasta vandamál okk- ar aldar. En það er vandamál sem varðarallt líf á jörðinni sem allir menn, hverjir sem þeir eru og hvar sem þeir búa, hafa sam- eiginlegra hagsmuna að gæta að verði leyst. Það eru engar auð- veldar lausnir til á því vanda- máli, sem hægt er að finna upp í flýti. Einhliða uppgjöf annars hvors aðilans er ekki á dagskrá. Viðleitni okkar hlýtur að bein- ast að því að missa ekki tök á gereyðingarmætti þessara vopna. Það gerum við með pólitískum aðgerðum sem byggja á gagnkvæmum hags- munum pólitískra andstæð- inga, sameiginlegum viðræðum og gagnkvæmum samningum. Eðli vandans er vel lýst með orð- um LIMA-YFIRLÝSINGARINN- AR, en þar segir: „Aðstæður leyfa engin skyndileg heljarstökk heldur hægfara þróun“. Það eru gagn- kvæmir hagsmunir að stemma stigu við vígbúnaðarkapphlaupinu, semja um samdrátt herja og fækk- un vopna og öruggt eftirlit með því að samningar verði haldnir. VII. Á að heiðra skálkinn? Af orðum mínum hingað til má ráða að mér þykir framsetning stefnu í afvopnunarmálum í þessu plaggi yfirborðskennd og ófull- nægjandi. Hvers vegna? Vegna þess „Hvers konar pólitík er friðarpólitík? Hlutleysi? Einangr- unarstefna? Einhliða afvopnun? Eða SAMEIGINLEGT VARNAR- OG ÖRYGGISKERFI LÝÐRÆÐISAFL’ ANNA?“ að hér er engin tilraun gerð til grein- ingar á þeim pólitísku öflum sem takast á, né heldur er sett fram her- stjórnarlist fram í tímann fyrir Iýð- ræðisjafnaðarmenn að styðjast við í látlausri baráttu þeirra fyrir lýð- ræðislegu stjórnarfari og mannrétt- indum. Hvað er það sem ég vildi sjá sett fram í slíku skjali í staðinn? M.a. eftirfarandi: Við höfum verið minntir á það þessa daga í Lima, að þú upprætir ekki ofbeldi með því að afnema lög- regluna. Við eigum að láta það vera hafið yfir allan vafa, hverjir við erum, sem tilheyrum alþjóðasambandi jafnaðarmanna. Og hverjir eru vin- ir okkar og hverjir eru fjandmenn okkar. Við erum alþjóðleg hreyfing baráttumanna fyrir pólitísku frelsi og lýðræði — bandamenn hinna kúguðu, fjandmenn valdbeitingar- aflanna. Við hvetjum lýðræðisöflin til samstarfs um að verja lýðræðið gegn ásókn ofbeldisafla. Við erum óhvikulir fjandmenn fasismans, hvort sem hann birtist okkur í brúnu gervi eða rauðu. Við erum lýðræðissinnaðir jafn- aðarmenn, áTirifamesta friðar- hreyfing samtímans meðal jarðar- búa. Við höfum lagt leið okkar um hnöttinn þveran og endilangan til að hittast hér í Líma í Perú til að árétta trú okkar á grundvallarsjón- armiðum lýðræðisins og hollustu okkar við göfugan málstað mann- réttinda og mannúðarstefnu, sem sameinar okkur til pólitískra at- hafna. „Friðarskilmálar“ „Pax Sovética" eru ekkert hernaðar- leyndarmái. Þeir geta sagt okkur alit um það í Tallin, Riga og Vilnius, í Varsjá, Búkarest og Prag“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.