Alþýðublaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 12
IjjSÍÍSE^® Laugardagur 4. október 1986 Alitsgerð þingflokks Alþýðuflokksins um Hugmyndir um Norðurlönd sem kjarnorkuvopnalaust svæði I norrœnni þing- mannanefnd, sem hélt fund í Kaup- mannahöfn 26. ágúst s.l. og fjallaði um þœr tillögur, sem fram hafa komið um Norðurlönd sem kjarnorkuvopnalaust svœði, var formanni nefnarinnar, Anker Jörgensen, kynnt álitsgerð þingflokks Alþýðuflokksins um málið. Það gerði Karl Steinar Guðnason, al- þingismaður, sem sat fundinn fyrir hönd A Iþýðuflokksins. Texti álitsgerðarinnar fer hér á eftir í heild: 1» Norðurlönd: Ólíkar leiðir í öryggismálum Eftir stríð hafa Norðurlönd verið sammála um að velja ólík- ar leiðir til að tryggja öryggi sitt og sjálfstæði. Svíþjóð og Finnland eru utan bandalaga, en treysta á eigin varnir. Noregur, Danmörk og ísland hafa ekki treyst sér til að fara þessa leið. Þessi lönd eru full- gildir aðilar að sameiginlegu ör- yggis- og varnarkerfi lýðræðis- rikjanna. Þetta öryggiskerfi hefur reynst vel i 40 ár í okkar heims- hluta. Bæði fyrir Norðurlöndin og V-Evrópu í heild. Varnarbandalag lýðræðis- ríkjanna byggir á þeirri for- sendu, að um sameiginlegt varn- arsvæði sé að ræða. Yfirburðir Sovétríkjanna á sviði venjulegra vopna valda því, að öryggi V- Evrópu hefur í allt of miklum mæli byggst á fælingarmætti K- vopna, með hótun um beitingu þeirra, ef til stríðs kemur. Þetta er veiki punkturinn í varnarstrategiu Atlantshafs- bandalagsins, bæði hernaðar- lega og pólitískt. Vilji ríki V-Evrópu afsala sér K-vopnum er hinn kósturinn, að óbreyttum aðstæðum, sá að stórauka varnarviðbúnað með venjulegum vopnum. Þyki það fjárhagslega og pólitískt ófýsilegt er aðeins ein leið eftir: Að ná gagnkvæmu sam- komulagi, er taki til Evrópu allrar, um allsherjar afvopnun, fjarlægingu og eyðileggingu K- vopna, fækkun og samdrátt herja og þá hugsanlega i kjöl- farið um afvopnuð landsvæði milli bandalaganna. Sameiginlegt öryggiskerfi má ekki rjúfa með einhliða aðgerðum Agreiningur virðist vera uppi um það, hvernig eigi að ná þess- um markmiðum. Almenningur hefur orðið fyrir miklum von- brigðum með seinagang og ár- angursleysi í afvopnunarvið- ræðum stórveldanna. Pólitískt gætir mikillar óþolinmæði. Þess vegna koma upp hugmynd- ir um, að einstök ríki eigi að taka frumkvæðið, taka sig út úr bandalögum og ná sérsamning- um um takmörkuð svæði. Hugmyndin um Norðurlönd sem K-vopnalaust svæði, sem byggir á „tryggingum“ annars hvors eða beggja stórveldanna, um að samkomulagið verði virt, er af þessu tagi. Frumkvæðið að þessari hug- mynd kemur frá Sovétríkjun- um. Það er auðvitað í samræmi við meginmarkmið sovéskrar utanríkisstefnu, sem er að rjúfa samstöðu lýðræðisríkjanna, og sérstaklega varnarsamstarf V- Evrópu og Bandaríkjanna. Það sem er hagkvæmt, út frá sovéskum markmiðum, er að öðru jöfnu ekki endilega í sam- ræmi við öryggishagsmuni lýð- ræðisríkjanna. Varnarsamstarf lýðræðisríkj- anna eftir stríð, sem gefið hefur svo góða raun, byggir á mörgum forsendum. Þær eru sögulegar, pólitískar og hernaðarlegar. Ein forsendan er sú, að ekkert þessara ríkja getur séð öryggis- hagsmunum sínum, gagnvart Sovétríkjunum, borgið á eigin spýtur. Við erum þess vegna all- ir háðir hver öðrum. Einhliða aðgerðir eins ríkis eða nokkurra í hóp, geta haft mjög neikvæð áhrif á hagsmuni annarra. Aðild að sameiginlegu öryggiskerfi veitir ekki aðeins rétt, heldur leggur líka skyldur á herðar. Frumskyldan er sú, að rjúfa ekki þetta sameiginlega öryggis- kerfi með einhliða aðgerðum, án undangengins samráðs við bandalagsþjóðirnar. Og án þess að vita nákvæmlega hvað komi í staðinn. Einhliða aðgerðir, sem raska þessu öryggiskerfi, samrýmast einfaldlega ekki þeim skyldum, sem bandalags- þjóðirnar hafa sameiginlega tekið á sig. • Bandalagsríkin þrjú kanni málið sameiginlega innan NATÓ Þess vegna er nú timabært, áður en lengra er haldið umræð- um um K-vopnalaust svæði á VERÐTRYGGÐIR REIKNINGAR MEÐ FÖSTUM VÖXTUM 75%» VEXTIR MANAÐA BINDING o/ VEXTIR ^mmanaða 'Æflm BINDING JSHWW'flKMI 3./IBIMAE1 8 MWwJll HsPMvl cSpBWI flflWmmWWm, SAMVINNUBANKI ISLANDS HF.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.