Alþýðublaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 9. desember 1986 alþýóu- ■ nFTrnv iMþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjórí: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson.' Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 I minningu Emils Emil Jónsson, fyrrum for- maður Alþýðuflokksins og forsætisráðherra verður jarðsunginn í dag. Emil var einn virtasti og mikilhæf- asti stjórnmálamaður þjóð- arinnar og hélt um stjórn- vöiinn á miklum erfiðleika- og umbrotatímum. jr I minningargrein um Emil í Alþýðublaðinu i dag segir Gylfi Þ. Gislason m.a.: „Ovenjulegar námsgáfur hans komu snemma i Ijós. Hann varð stúdent aðeins sextán ára að aldri, með mjög hárri einkunn. En gáf- ureru miklu víðtækarahug- tak en námsgáfur, hæfnin til að tileinka sér námsefni. Emil skildi alla hluti ótrú- leaa fljótt og óvenjulega vel, og hann skildi þá ávallt réttum skilningi, yfirveguð- um, rólegum, fordómalaus- um skilningi." -,Eg minnist þess ekki, að nafa nokkurn tíma séð hann reiðast alvarlega og láta undir slikum kringum- stæðum frá sér fara orök- studda fullyrðingu, — skoðun eða ummæli, sem bæri vott um tilfinninga- fyrir eru mjög fáir, sem þetta verðursagt um með sanni.“ Emil Jónsson kom mikið við sögu Hafnarfjarðar, en þar var hann bæjarstjóri í 7 ár, en hafði áðurverið bæj- arverkfræðingur. Hann átti frumkvæði að stofnun iðn- skóla í Hafnarfirði og var skólastjóri hans í mörg ár. Þá var hann vita- og hafna-i málastjóri um langt árabil. Emil sat 44 þing. Hann gegndi fjölmörgum ráð- herraembættum, og var m.a. forsætis- og utanríkis- ráðherra. Hann var formað- ur Alþýðuflokksins og átti sæti i flokksstjórn um ára- tuga skeið. Verka hans sér víða stað og svo margþætt voru störf hans, að aðeins lítið brot rúmast í stuttri minningu. Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, forseti Sameinaðs þings, minntist Emils Jóns- sonar m.a. með þessum orðum: „Hann var um ára- tugi meðal áhrifamestu manna í flokki sínum, Al- þýðuflokknum. Hátt i tvo áratugi átti hann sæti í rik- isstjórn og sinnti þar ýms- um málaflokkum. Sjávarút- vegsmál og iðnaðarmál voru aöaláhugamál hans á fyrstu þingmannsárunum ásamt stefnumálum Al- þýðuflokksins og framfara- málum bæjarfelagsins í Hafnarfirði. Ráðherrastörf- um sem öðrum störfum gegndi hann af alúð og var traustur forystumaður i ut- anríkismálum siðustu árin í ráðherrastól. Hann lifði mikla breytingatíma í ís- lenskum þjóðmálum og ýmsar sviptingar í stjórn- málum. Hann var trúr þeirri stefnu, sem hann markaði sér ungur maður, glögg- skyggn á málefni og rök- fastur í málflutningi." Eggert G. Þorsteinsson minnist Emils með þessum orðum m.a.: „Emil sótti mál sín og varði af sérstakri rök- hyggju og fyladi máli sínu fast fram og áf þeim þunga og alvöru, sem ekki fórfram hjá neinum, er á hlýddi. Jafnframt gerði hann þær kröfur til samherja sinna sem andstæðinga, að þeir fyndu orðum sínum og gerðum stað í raunveruleik- anum. Ekki fórhann heldur dult með andúð sína á óorðheldni og fláttskap eða órökstuddum skýja- borgum. Mörgum ereflaust enn í minni áramótaræða Jónssonar Emils, er hann sem forsæt- isráðherra flutti alþjóð á erfiðleikatímum á gamla- ársdag 1958. Þar var tæpi- tungulaust og af inniiegri sannfæringu þjóðinni sagður umbúðalaus sann- leikur af ástandi þjóðmála. Það var ekki síst þessi eig- inleiki Emils Jónssonar, sem auðveldaði þjóðinni allri og flokki hans göng- una næstu ár á eftir.“ Þá segir Benedikt Gröndal m.a. um Emil: „Einstakir hæfileikar og menntun leiddu Emil inn á þessa óvenjulegu framabraut, og miklir mannkostir gerðu hann einn farsælasta stjórnmálamann þjóðarinn- ar. Hann naut almenns trausts og virðingar, bæði meðal fylgismanna og póli- tískra andstæðinga, enda tókst honum að leysa mörg vandamál og stýra þjóðinni á umbrotatímum.“ Ahrifannaaf verkum Emils Jónssonarmun lengi gæta (íslensku þjóðfélagi. Menn á borð við hann lyfta stjórn- málastarfi í annað veldi en gengur og gerist í því dag- lega þrefi, sem almenning- ur verður oftast vitni að. Hann var ótrauður í baráttu sinni fyrir jafnaðarstefn- unni og hvikaði hvergi, þeg- ar á reyndi og að honum og flokknum steðjuðu vanda- mál. Trú hans á vestrænt lýðræði var staðf öst og ei n- læg. Ekki skal því heldur gleymt, að Emil Jónsson var lánsamur í einkalífl sínu. Kona hans, Guðfinna' Sigurðardóttir, var traustur og góður lífsförunautur, en hun er nú látin fyrir nokkr- um árum. Þau eignuðust sex börn. — Um leið og Al- þýðublaðið og Alþýðuflokk- urinn flytur ættingjum Emils Jónssonar samuðar- kveðjur, eru honum þökkuð ómetanleg störf í þágu flokks og íslenskrar þjóðar. Blessuð sé minning hans. Samningar láglaunafólksins Til ungra myndlistarmanna 35 ára og yngri I tilefni af 20 ára afmæli IBM á íslandi, hyggst fyrirtækið standa fyrir sýningu á verkum ungra myndlistarmanna, 35 ára og yngri. Yfirskrift sýningarinnar er „Ahrif tölvuvæðingar í 20ár“. I tengslum við sýninguna hyggst fyrirtækið veita verðlaun einum listamanni að upphæð kr. 100.000,- og jafnframt áskilja sér rétt til kaupa á sýningarverkum. Ætlast er til að send séu inn ekki færri en þrjú verk eftir hvern listamann og geta þau verið úr hvaða listgrein sem er innan myndlistar- innar. Miðað er við að verkunum sé skilað inn fyrir 10. janúar 1987 til IBM, Skaftahlíð 24. Sýningarnefnd skipa: Gunnar M. Hansson forstjóri, formaður Daði Guðbjörnsson, myndlistarmaður Einar Hákonarson, listmálari Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Halldór B. Runólfsson, listfræðingur SKAFTAHLÍÐ 24 REYKJAVÍK SÍMI 27700 tnn einu sinni nefur (slensk verkalýðshreyfing átt frum- kvæðið að skynsamlegum kjarasamningum, sem í raun eru rókrétt framhald af febrú- ar-samningunum. Nú er eftir að sjá hvort ríkisvaldinu tekst að standa við sinn hlut, m.a. við afgreiðslu fjárlaga á næstu dögum. Samningarnir, sem voru undirritaðir um helgina, marka tímamót í baráttunni fyrir bættum kjörum láglaunafólks. En þeirhafaekki gildi nemaal- mennur vilji sé fyrir þvf að launahækkanir fari ekki upp allan launastigann. Næstu vik- ur og mánuðir munu skera úr um það hvort þau verðbólgu- markmið, sem sett voru við gerð þessara samninga, standast. Ef tekjuhærri hóparnir á vinnumarkaðnum knýja fram launahækkanir, er hætt við að öll efnahagsleg markmið síð- ustu samninga fari út um þúf- ur. Sú krafa er einnig gerð til ríkisvaldsins, að hún haldi niðri, eins og unnt er, hækkun- um á opinberri þjónustu. Verð- lagseftirlit verður enn að herða. Það er nú Ijósara en nokkru sinni fyrr, að forsendan fyrir þvf að aukning kaupgetu lægstu launa verði að veru- leika, er stöðugt gengi og hjöðnun verðbólgu. Fari þess- ir þættir úr böndunum, verða launahækkanir að engu og verðbólguskriða skellur á þjóðinni með skelfilegum af- leiðingum. Þessir samningar eru próf- steinn á vilja þjóðarinnar og getu rfkisstjórnarinnar til að bæta kjör þeirra, sem verst hafa orðið úti í þeirri ranglátu tekjuskiptingu, sem hvarvetna blasir við. * Félagsmálastofnun JL Hafnarfjaröar Fóstrur-þroskaþjálfar Óskum eftir að ráða f eftirfarandi stöður á dagvistar- heimili Hafnarfjarðar: 1. Fóstru í fullt starf og þroskaþjálfa f Vz starf á dag- heimilið Víðivelli. 2. Forstöðumann og fóstrur í Vz stöður á leikskólann Álfaberg. 3. Fóstru eftir hádegi f leikskólann Norðurberg og fóstru eftir hádegi f leikskólann-dagheimilið Smára- lund. Upplýsingarum störfin gefa forstöðumenn viðkomandi heimila og dagvistarfulltrúi ( sfma 53444 hjá Félags- málastofnun Hafnarfjarðar. • Félagsmálastjóri Hafnarfjarðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.