Alþýðublaðið - 09.12.1986, Síða 13

Alþýðublaðið - 09.12.1986, Síða 13
Þriðjudagur 9. desember 1986 13 ysið ð dýrt hverju nafni sem nefndist, þar með allan veiðimanna fatnað, vöðlur og vettlinga í farangri manna. Þeim ferðamönnum sem koma til að veiða í ám eða vötnum, yrði gef- inn kostur á leigubúnaði gegn sann- gjörnu leigugjaldi og tryggingu, eða kaupum á öllum búnaði sem þeir mættu okkar vegna fara með, eða ef þeir heldur vildu eiga kost á að selja við brottför, með hæfileg- um leigu og fyrningarafföllum. Seldan og endurkeyptan búnað mætti svo hvort heldur leigja eða selja á næsta veiðitíma og ef seldur yrði, þá með mínus bókaðri fyrn- ingu. Hundraðshluti fyrningar við- skiptavísindi eins og leigugjaldið. Þetta mundi þýða raunverulegt og virkt eftirlit sem krefðist ótví- ræðra reglna samkvæmt landslög- um, sem ekki yrðu gefin nein frávik frá. Til dæmis yrðu torfærutröllin grandskoðuð og allt sem þau hefðu að geyma þegar þeim væri ekið á land úr skipum sem koma erlendis frá, til dæmis á Seyðisfirði. Hugs- anlega gæti verið þörf á að þvo und- irvagna og hljólbarða með viðeig- andi sótthreinsun. Þessar reglur ef settar yrðu, mundu að sjálfsögðu gilda um öll farartæki komin af vegum erlendis frá, ekki síður okkar eigin. Hvort svona öryggisaðferðir myndu mæl- ast vel eða illa fyrir, ættum við að hafa kjark til að taka með rólegri yfirvegun, því áhættan af andvara- leysinu er langtum of mikil, til þess að skammtíma auravon megi nokkru þar um ráða. Gott eitt vil eg segja um allan heilbrigðan hag sem við getum haft af ferðamönnum, en okkur má aldrei gleymast að við berum sið- ferðilega ábyrgð á heilnæmri skað- lausri umgengni okkar og ekkert síður gesta okkar um landið. Persónulegar eignir og umráða- réttur má ekki villa um fyrir okkur því hann er siðferðilega enginn til - sá, sem dregur neitt úr skyldu okkar til að varðveita óspillta náttúru Iands okkar svo sem dómgreind okkar og þekking gefur okkur hæfni til. Hvað viðkemur viðhorfi gesta okk- ar (ferðamanna) til ákveðinna skynsamlegra öryggisreglna álít ég að við þurfum ekki að óttast að verði neikvætt og fæli frá því hrein- leiki og heilnæmi er öllum vitað að er að verða vandfundið í veröldinni og mundi því frekar vekja athygli og aðdáun, ef við berum gæfu til að vera sjálfum okkur samkvæmir og til fyrirmyndar í verki. Við höfum þegar orðið fyrir of miklu og margvíslegu tjóni af völd- um innfluttra sjúkdóma í dýr og plöntur, sem við hefðum getað forðast með fyrirhyggju og það ætti að vera kvetjandi til fyrirbyggjandi aðgerða nú og framvegis. Reglur samkvæmt lögum sem við settum ótvíræðar kveði á um að utan vega sé óheimilt að aka nema undir leið- sögn leiðsögumanna okkar og upp- rif og brottflutningur steintegunda óheimill, nema samkvæmt þeim ákvæðum sem lög mæltu fyrir um. Sýnishorn bergtegunda með öll- um fróðleik um þær væru til reiðu á skynsamlegu verði en í eitthvað takmörkuðum mæli, einkum þeirra tegunda sem við höfum aðgerða- laus horft á, fluttar burtu í stórum stíl. Eignar og umráðaréttur landsvæða gefi vissan tekjurétt af sölu verð- mætra bergtegunda, en engan ráð- stöfunarrétt fram hjá lögum. Þeim sem kynni að þykja svona eignarréttartakmörun vera fráleit vil eg benda á brýna þörf á að tryggja varðveizlu séreinkenna og hreinleika landsins og okkur má ekki gleymast að við eigum að vera. varðveitendur auðlegðar, sem okk- ur hefur vcrið trúað fyrir að skila í hendur eftirkomenda okkar. Ég heiti á mæta menn innan þings og utan til að nota dómgreind sína og þekkingu sem flestra er næg, til að taka þessar ábendingar mínar til yfirvegunar og sameinast um varðveitandi reglur á sem flest- um sviðum sem allra fyrst, því seint er að brygja brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann, eins og við öll vitum. Heill og hamingja í hreinu Iandi. Akureyri 21. nóvember 1986. Sveinn Nikulásson. Alþýöuflokk- urinn í NE: 5 keppa um tvö sæti A laugardag rann út framboðs- frestur vegna prófkjörs Alþýðu- flokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra, sem fram fer dag- ana 24. og 25. janúar næst kom- andi. Kosið verður um tvö sæti framboðslista flokksins vegna væntanlegra Alþingiskosninga. * Fimm framboö bárust. 11. og 2. sæti gefa kost á sér Kolbrún Jónsdóttir, alþingismaður, og Árni Gunnarsson, ritstjóri. I 2. sæti gefa kost á sér Sigbjörn Gunnarsson, verslunarmaður, Hreinn Pálsson, lögfræðingur og Arnór Benónýsson, leikari.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.