Alþýðublaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 20
20 Þriðjudagur 9. desember 1986 Af sögulegu kirkj uþingi Frásögn og helstu ályktanir Kirkjuþing, hið sautjánda í röð- inni var haldið 11.—20. nóvember 1986 í Bústaðakirkju. Kirkjuþingsmenn eru 22 talsins. Auk biskups og ráðherra eða full- trúa hans, sitja þar kjörnir fulltrúar úr kjördæmum ásamt fulltrúum frá Guðfræðideild Háskólans og prest- um í sérþjónustu. Nýtt Kirkjuþing var kjörið í sumar til fjögurra ára. Eiga þar kosningarétt og kjörgengi, sóknarnefndarmenn, safnaðarfull- trúar, fastir kennarar guðfræði- deildar og nær allir þjónandi prest- ar. Eftirtaldir kirkjuþingsmenn voru kjörnir i sumar.: 1. kjördæmi (Reykjavíkurprófasts- dæmi) Sr. Þorbergur Kristjánsson, Kópa- vogi, Sr. Hreinn Hjartarson, Reykjavík, Ottó A. Michelsen, Reykjavík, Ingimar Einarsson, Reykjavík. 2. kjördæmi (Kjalarnesprófasts- dæmi) Sr. Gunnar Kristjánsson, Reyni- völlum, Kristján Þorgeirsson, Mos- fellssveit. 3. kjördæmi (Borgarfjarðar-, Snæ- fellsness- og Dalaprófastsdæmi) Sr. Jón Einarsson, Saurbæ, Hall- dór Finnsson, Grundarfirði. 4. kjördæmi (Barðastrandar- og ísafjarðarprófastsdæmi) Sr. Lárus Þ. Guðmundsson, Holti, Gunnlaugur Finnsson, Hvilft. 5. kjördæmi (Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi) Sr. Árni Sigurðsson, Blönduósi, Margrét K. Jónsdóttir, Löngumýri. 6. kjördæmi (Eyjafjarðar- og Þing- eyjarprófastsdæmi) Sr. Þórhallur Höskuldsson, Akur- eyri, Halldóra Jónsdóttir, Gríms- húsum. 7. kjördæmi (Múla- og Austfjarða- prófastsdæmi) Sr. Einar Þór Þorsteinsson, Eiðum. Guðmundur Magnússon, Reyðar- firði. 8. kjördæmi (Skaftafells, Rangár- valla- og Árnesprófastsdæmi) Sr. Sigurjón Einarsson, Kirkjubæj- arklaustri, Jón Guðmundsson, Fjalli. Guðfræðingar og prestar er gegna sérverkefnum innan þjóðkirkjunn- ar. Sr. Jón Bjarman, Kópavogi. Kennarar guðfræðideildar Háskóla íslands. Sr. Jónas Gíslason, Garðabæ. 38 mál voru lögð fyrir Kirkjuþing í ár. Umfjöllun um málefni Hjálp- arstofnunar kirkjunnar tók og mik- inn tíma, enda voru vinnudagar langir á Kirkjuþingi í ár. Verður hér greint frá þeim málum sem helst snerta hinn almenna borgara og ályktunum Kirkjuþings um þau. Um önnur mál, er vísað til Gerða Kirkjuþings sem fáanlegir verða á Biskupsstofu. Kirkjuráð, sem er framkvæmdaaðili Kirkjuþings, lagði fyrir þingið tvö lagafrumvörp, sem fjallað var um í fyrra en fengu nú endanlega afgreiðslu og verða væntanlega lögð fram á Alþingi í vetur sem stjórnarfrumvörp. Um kirkjugarða Fyrra frumvarpið er um kirkju- garða, greftrun og líkbrennslu. Er. þar meðal nýmæla að heimilt er að afmarka óvígðan grafreit innan marka kirkjugarðs, að ekki er heimilt að stofna til heimagrafreita og söfnuðir utan þjóðkirkjunnar geta fengið eigin grafreiti. Þá eru ákvæði um að aflagðir kirkjugarð- ar skuli taldir til fornleifa og sé frið- helgi þeirra þinglýst. Legstaðaskrá skal halda fyrir hvern kirkjugarð, en heimilt er að afmarka sérstakt svæði í kirkju- garði og greftra þar án grafarnúm- ers. Allar grafir skulu friðaðar í 75 ár, þá er heimilt að grafa þar að nýju. Til kirkjugarðasjóðs skulu renna 5% af innheimtum kirkjugarðs- gjöldum, og veitir hann lán og styrki til kirkjugarða vítt um land- ið. Einnig er heimilt að greiða hluta útfararkostnaðar, af kirkjugarðs- gjöldum. I frumvarpinu eru og ákvæði sem rýmka fyrir framkvæmd lík- brennslu hérlendis. Um helgidasafrið Kirkjuþing var haldið í Bústaðakirkju dag- ana 11. til 20. nóvem- ber. Miklar umrœður urðu á þinginu um fjölmarga mála- flokka, og einnig urðu miklar umræður um þingið í fjölmiðl- helgidagafrið, sem Kirkjuþing af- greiddi, er að vernda guðsþjónustu og almannafrið á helgidögum þjóð- kirkjunnar. Ekki eru þar sett fram ákveðin boð og bönn heldur gert ráð fyrir að dómsmálaráðuneytið setji nánari reglur um framkvæmd þeirra. Hinsvegar eru eftirfarandi dagar markaðir sem helgidagar.: 1. Sunnudagar, nýársdagur, annar dagur páska, uppstigningadag- ur, annar dagur hvítasunnu og annar dagur jóla, frá kl. 10—15. 2. Föstudagurinn langi, páskadag- ur, hvítasunnudagur og jóladag- ur frá upphafi dags til loka hans. 3. Skírdagur og aðfangadagur jóla frá kl. 18, laugardagur fyrir páska og laugardagur fyrir hvítasunnu frá kl. 21. Þúsund ára afmœli kristnitökunnar „Kirkjuþing 1986 fagnar þeirri ályktun, sem Alþingi samþykkti á liðnu vori um undibúning hátíða- halda í tilefni af þúsund ára afmæli kristnitökunnar. Einnig lætur þing- ið í ljós ánægju sína vegna þess samstarfs, sem tekist hefur með forsetum Alþingis og fulltrúum kirkjunnar af greindu tilefni. Kirkjuþing felur undirbúnings- nefnd kristnitökuafmælis að ann- ast framhald þeirrar samvinnu eftir því sem tilefni gefst til“ Ýmsar hugmyndir komu fram um tilhögun hátíðahalda vegna kristnitökuafmælis og mun undir- búningsnefnd vinna frekar úr þeim. Mál Hjálparstofnunar kirkjunnar „Kirkjuþing 1986 harmar, hvernig nú er komið í málum Hjálparstofn- unar kirkjunnar. Ennfremur harm- ar þingið ómaklegar aðdróttanir í um. Umrœðurnar snérust einkum um það hve mikið Kirkjuþing œtti að fjalla um hin verald- legu mál og taka til þeirra afstöðu fyrir hönd kirkjunnar í heild. Er ekki að efa unnið hefur verið í líknar- og hjálp- arstarfi á vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar innanlands og erlendis, allt frá því hún hóf starfsemi sína telur Kirkjuþing nauðsynlegt að áfram verði haldið. Því felur þingið Kirkjuráði að skipa sem allra fyrst þriggja manna nefnd, sem endur- skoði gildandi reglugerð um skipan og starfshætti stofnunarinnar og geri tillögur um nauðsynlegar breytingar. Kirkjuráð leggi þær fyr- ir næsta aðalfund Hjálparstofnun- arinnar. Kirkjuráð beiti sér fyrir því að breytingarnar fái samþykki aðal- fundar Hjálparstofnunarinnar og staðfesti þær siðan. Þingið beinir því til aðalstjórnar Hjálparstofnunarinnar, að fram til aðalfundarins verði leitast við að standa við skuldbindingar stofnun- arinnar, hafist verði tafarlaust handa um úrbætur samkvæmt yfir- Iýsingu stjórnarinnar og fólki verði gefinn kostur á að leggja fram fé og aðrar gjafir til hjálparstarfs á að- ventunni í ár.“ Um mannanöfn „Kirkjuþing ályktar að beina þeim lilmælum til menntamálaráð- herra að hann beiti sér fyrir endur- skoðun á lögum um mannanöfn. Frumvarpið verði sent Kirkjuþingi til umsagnar" í greinargerð er bent á þann vanda, sem óljósar reglur um nafn- giftir skapa. Bent er á þörf fyrir sérstaka manna- nafnaskraog nefnd til þess að fjalla um álitamál. Þjóðmálaráð kirkjunnar „Kirkjuþing 1986 beinir því til Kirkjuráðs að skipuð verði undir- búningsnefnd þriggja manna til þess að athugamöguleika á stofnun að þetta Kirkjuþing mun hafa mikil áhrif og verða lengi í minn- um haft. Hér á eftir fer nokkur frásögn af Kirkjuþingi og greint er frá helstu málum, sem þar voru sam- þykkt: í greinargerð með tillögunni segir að þjóðmálaráð skuli taka til mál- efnalegrar umfjöllunar helztu þjóðfélagsmál á hverjum tíma og skapa þannig grundvöll fyrir mál- efnalega umræðu, út frá kristnum sjónarhól. Álit slíks ráðs eru ekki bindandi á neinn hátt, heldur séu þau kristnum mönnum til aðstoðar til að móta eigin skoðanir. Jöfnunarsjóðir héraðssjóða Við tilkomu nýrra laga um sókn- argjöld, sem nú eru reiknuð af út- svarsstaðli, en var áður nefskattur, hafa tekjur ýmissa safnaða breyzt. Ýmsir fámennir söfnuðir búa enn við mjög litlar tekjur. Þrjár tillögur komu fram um úr- bætur þessa misræmis og var eftir- farandi ályktun samþykkt um jöfn- unarsjóð héraðssjóða. „Kirkjuþing 1986 hvetur til þess, að þar sem þörf krefur, verði full- nýtt heimildarákvæði 8. gr. laga nr. 80/1985 um að 5% af innheimtum sóknargjöldum renni í héraðssjóð. Jafnframt er nú beint til Kirkju- ráðs, að það láti kanna, hvernig ný- sett lög um sóknargjöld reynast (koma út) í heild í sóknum landsins. Einnig verði sérstaklega að því hug- að, hvernig bæta megi hag fámenn- ustu safnaðanna“ Innheimta sóknargjalda „Kirkjuþing skorar á fjármála- ráðherra að beita sér fyrir því að innheimtumenn ríkissjóðs og ríkis- sjóður taki ekki nema 1% inn- heimtuþóknun af sóknar- og kirkjugarðsgjöldum svo að inn- heimtuþóknunin verði allsstaðar hin sama. Einnig að gengið sé frá reglum um skil á innheimtufé hjá öllum jafnt og reiknaðir séu drátt- arvextir á vanskil á sama hátt og ar en á svæöi Gjaldheimtunnar í Reykjavík um 6 milljónir fyrir inn- heimtu sóknar- og kirkjugarðs- gjalda. Samkvæmt samkomulagi við Sýslumannafélag íslands frá 27.1.1986 er innheimtuþóknunin 5%. Skemmdarverkin í Hvalfirði og víðar „Kirkjuþing haldið í nóvember 1986 harmar þann verknað sem framinn var, er skemmdarverk voru unnin á mannvirkjum Hvalstöðvar- innar í Hvalfirði og tveimur hval- skipum sökkt í Reykjavíkurhöfn. Ennfremur harmar þingið mjög að slík óhæfuverk skuli eiga sér stað yfirleitt. Sérstakt áhyggjuefni er, að því um líkt skuli hafa gerst hér á landi. Varar þingið við öllum ofbeldis- verkum sem nú virðast því miður færast mjög í vöxt. Jafnframt hvet- ur þingið til árvekni í öllum öryggis- ráðstöfunum. Þá vill þingið undirstrika nauðsyn þess, að kristilegs hugarfars sé gætt í öllum gagnráðstöfunumí* Niðurfelling gjalda af einangrun eldri kirkna „Kirkjuþing fer þess á leit við fjármálaráðuneytið að felld verði niður aðflutningsgjöld og sölu- gjöld af efni til viðhalds og orku- sparnaðar á kirkjum. Nefndin leggur til að þessu máli verði vísað til Kirkjuráðs til frekari athugunar." íslenzka kveðjan „Kirkjuþing ályktar að skora á almenning og fjölmiðla og þó eink- um á foreldra og aðra uppalendur að standa vörð um íslenzku kveðj- una, sem er meðal sterkustu ein- kenna íslenzka þjóðernis og krist- innar þjóðmenningar/ Frumvarp kirkjumálaráðherra um veitingu prestakalla „Kirkjuþing 1986 fagnar því, að kirkjumálaráðherra hefir lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um veit- ingu prestakalla og væntir þess, að það verði afgreitt á yfirstandandi þingi.“ Starfskjör presta „Kirkjuþing 1986 fagnar ítarlegri skýrslu nefndar sem skipuð var af kirkjumálaráðherra til að gera könnun á starfskjörum presta þjóð- kirkjunnar og lögð er fyrir þingið. Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að taka tillögur nefndarinnar til at- hugunar" Kirkjuleg þjónusta á landsbyggðinni „Kirkjuþing 1986 álítur brýna nauðsyn beri til, að hafnar verði skipulagðar aðgerðir af hálfu kirkjustjórnarinnar, til þess að bæta aðstöðu til kirkjulegrar þjón- ustu á landsbyggðinni, svo koma megi í veg fyrir prestaflótta þaðan t.d. a) Með breyttri skipan á veitingu prestakalla. b) Að prestar eigi auðveldara með að færa sig til í embætti. c) Stuðlað að aukinni samvinnu presta með því að vinna mark- vissara að, því að gera prófastsdæmin að virkari starfseiningum" Leiðarrit um kirkjur og búnað þeirra „Kirkjuþing 1986 felur Kirkju- ráði að kanna ítarlega fjárhags- grundvöll að útgáfu leiðarrits fyrir starfsmenn kirknanna um kirkjur og gripi þá er þeim tilheyra, með- ferð þeirra og meðhöndluní1 Listráðgjafi kirkjunnar „Kirkjuþing beinir því til Kirkju- ráðs, að það undirbúi erindi til stjórnvalda þess efnis, að komið verði á fót embætti listráðgjafa kirkjunnar/ Friðarmál !

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.