Alþýðublaðið - 09.12.1986, Qupperneq 14

Alþýðublaðið - 09.12.1986, Qupperneq 14
Þriðjudagur 9. desember 1986 Á afmœlishátíð Alþýðuflokksinsímars 1971. Emil Jónsson og Guðfinna Sigurðardóttir eiginkona hans. NOKKRAR SVIPMYNDIR ÚR VIÐBURÐARÍKRI STJÓRNMALAÆVI EMILS JÓ hann baðst undan því, og var því kjörinn forseti Sameinaðs Alþingis. Hann var siálfsagður forsætisráð- herra, minnihlutastjórnar Alþýðu- flokksins 1959 og hafði mikil áhrif í þeim samningaviðræðum, sem fram fóru um sumarið, annars veg- ar um efnahagsmál, en á því sviði tókst samvinna milli Sjálfstæðis- flokks, Framsóknarflokks og Al- þýðuflokks, og hins vegar um kjör- dæmamálið, en um það mál tókst samvinna milli Sjálfstæðisflokks, Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks. Ólafur Thors lagði á það megináherzlu, að Emil Jónsson tæki sæti í viðreisnarstjórninni í árslok 1959. Þá skoraðist Emil Jónsson ekki undan. II. Eftir að ég kynntist Emil Jóns- syni náið, varð mér auðvitað ljóst, hversu eðlilegar voru þær skoðanir, sem samstarfsmenn hans í ríkis- stjórninni höfðu á honum og ég drap á að framan. Emil tók við for- mennsku Alþýðuflokksins af Har- aldi Guðmundssyni, er hann varð sendiherra í Noregi 1956, en baðst undan endurkjöri 1968. Ég hafði verið varaformaður flokksins 1966—68, en var þá kjörinn for- maður. Auk þess sátum við saman í viðreisnarstjórninni 1959 til 1971. Ég hef sagt það áður, að Emil Jóns- son er einhver gáfaðasti maður, sem ég hef átt samstarf við, og á ég þá ekki aðeins við stjórnmálamenn, heldur einnig vísindamenn og lista- menn. Óvenjulegar námsgáfur hans komu snemma í ljós. Hann varð stúdent aðeins sextán ára að aldri, með mjög hárri einkunn. En gáfur eru miklu víðtækara hugtak en námsgáfur, hæfnin til þess að til- einka sér námsefni. Emil Jonsson skildi alla hluti alveg ótrúlega fljótt og óvenjulega vel, og hann skildi þá ávallt réttum skilningi, yfirveguð- um, rólejium, fordómalausum skilningi. Eg minnist þess ekki, að hafa nokkurn tíma séð hann reiðast alvarlega og láta undir slíkum kringumstæðum frá sér fara órök- studda fullyrðingu, — skoðun eða ummæli, sem bæri vott um tilfinn- ingasemi eða jafnvægisleysi. Skyn- semin og rökhyggjan sátu alltaf í fyrirrúmi. Þeir eru mjög fáir, sem þetta verður sagt um með sanni. HI. Á menntaskólaárum mínum hélt Emil Jónsson einu sinni erindi í Fé- lagi ungra jafnaðarmanna. Auglýst hafði verið, að hann mundi ræða nokkur meginatriði jafnaðarstefn- unnar. Ég sótti fundinn og veitti því athygli, að Emil fjallaði ekki um kenningar Marx og Engels, heldur lýsti kenningum svo nefndra „teknókrata" um nauðsyn skipu- lagningar í hagkerfi og eðli áætlun- arbúskapar. Merkir bandarískir verkfræðingar höfðu um miðjan fjórða áratuginn uppi gagnrýni á' óbeizlaða frjálshyggju í fjármagns- hagkerfi og töldu hana eina af meg- inorsökum heimskreppunnar. Úr- ræði þeirra voru aukin skipulagn- ing og áætlunarbúskapur. Þessar kenningar vöktu um skeið mikla at- hygli, en stóðust ekki frá hagfræði- legu sjónarmiði. En umræðuefni Emils Jónssonar á þessum fundi sýndi glöggt, hversu vel hann fylgd- ist með í þjóðmálum og að hann var á undan sínum tíma. Emil Jónsson var í hópi þeirra foringja evrópskra jafnaðarmanna, sem fyrstir gerðu sér grein fyrir nauðsyn og gildi vest- rænnar samvinnu í varnarmálum. Einnig í þeim efnum var hann langt á undan sínum tíma, m.a. langt á undan mér. En það var gott fyrir ungan jafnaðarmann að geta smám saman lært af slíkum manni. IV. Hvað menntun snerti var Emil Jonsson verkfræðingur. Ævistarf hans varð fyrst og fremst á sviði stjórnmála. En áhugamál hans voru miklu fjölþættari. Hann var mikill unnandi bókmennta og vel heima, ekki aðeins í íslenzkum bók- menntum, heldur einnig í heims- bókmenntunum. Bókasafn hans var stórt og vandað. Þess má einnig geta, að hann átti stærsta safn þing- vísna, sem ég hef séð óprentað, en þau eru mörg til. í vinahópi var hann spaugsamur og kunni marga góða gamansögu. En illkvittinn var hann ekki. Enginn vafi er á því, að Emil Jónsson var í hópi merkustu stjórn- málamanna íslendinga á þessari öld. Hann naut ekki aðeins virðing- ar samherja sinna, heldur einnig andstæðinga. Hann var einn þeirra, sem reyndust sómi íslenzkra stjórn- málamanna á sinni tíð. Gylfi Þ. Gíslason. • Nú þegar Emil J ónsson er kvadd- ur hinstu kveðju kemur margt upp í hugann hjá þeim sem þekktu hann og störfuðu með honum í áratugi. í hugum flestra mun þar hæst bera heiðarleiki hans, staðfesta og frábærar gáfur. Allra þessara hæfi- leika Emils naut Alþýðuflokkurinn og þjóðin öll í ríku mæli í þeim margþættu verkum sem hann lagði hug og hönd á að leysa. Alla tíð lagði hann mesta áherslu á að rétta hlut þeirra sem minna mega sín og oft með ráðum sem leitt hafa til var- anlegra umbóta, þótt sum hver væru umdeild í upphafi. Lengst mun Emils þó trúlega verða minnst fyrir að mynda minni- hlutastjórnina árið 1959 þegar frá- farandi forsætisráðherra lýsti því’ yfir að óðaverðbólga væri skollin á og samstaða engin um stjórn lands- ins. Þá reyndi mikið á staðfestu Emils og þá naut hann þess að hafa með fyrri störfum sínum unnið sér fádæma traust alþjóðar. Undir for- ystu Emils lagði þessi minnihluta- stjórn hans grunn að mesta stöðug- leika tímabili í sögu íslenska lýð- veldisins, þrátt fyrir meiri utanað- komandi áföll en yfir okkur hafa gengið fyrr og síðar. Emil var svo stór í sniðum að hann hlaut sem stjórnmálamaður að verða fyrst og fremst maður allrar þjóðarinnar. En þrátt fyrir það var það okkur Suðurnesjamönnum mikil gæfa að hann varð okkar þingmaður í mörg ár og sem slíkur þekkti hann manna best sínar skyldur, þótt hann hefði skömm á því sem kallað er kjör- dæmapot. Sjálfsagðan rétt okkar vildi hann tryggja og meðal mála sem hann hafði forystu um má nefna „Kefla- víkurveginn", sem á sínum tíma hlaut nafnbótina „Ódáðarhraun ís- lenskra vega“. Fyrstu tillöguna um að malbika eða steypa veginn flutti Emil á Alþingi 1955 ásamt Jörundi Brynjólfssyni. Árum saman var Suðurnesjamönnum meinað að kaupa nýja fiskibáta. Strax og minnihlutastjórn Emils tók við 1959 var það bann afnumið og Suð- urnesjamenn fengu sama rétt og aðrir til bátakaupa. Næstu ár streymdu nýir bátar til Suðurnesja. Þannig mætti telja upp mörg mál stór og smá, sem Emil bar fram Suðurnesjum til heilla. Aðrir munu væntanlega tíunda þau fjölbreyttu störf og embætti sem Emil gegndi um dagana af fá- dæma trúmennsku og áreiðanleg- leika. Emil var lítillátur og barst ekki á þótt hann gegndi háum embættum. Gott dæmi þar um er að þegar hann flutti á Hrafnistu í Hafnarfirði taldi hann sig í fyrsta sinn búa í „Svítu“. Hér stóð ekki til að rekja æviferil þessa sérstaka heiðursmanns. Held- ur aðeins að minnast hans nokkr- um orðum og færa honum að leið- arlokum alúðar þakkir fyrir allt sem hann var okkur Samherjum á Suðurnesjum. Minning um góðan dreng mun lengi lifa. Ólafur Björnsson Ragnar Guðleifsson Emil Jónsson verður jarðsettur í dag frá Hafnarfjarðarkirkju. Með honum er genginn einn af áhrifarík- ustu og traustustu stjórnmála- mönnum þessarar aldar. Jafnaðar- menn kveðja einn af brautryðjend- um þess velferðarþjóðfélags, sem við nú njótum. Alþýðuflokksfólk kveður vinsælan og öruggan leið- toga, sem stóð af sér öll veður. Hafnfirðingar kveðja bæjarmála- frömuð sem ásamt félögum sínum lyfti bænum úr klóm atvinnuleysis og kreppu og með stórhug og bjart- sýni lögðu þeir grunninn að vexti og viðgangi bæjarins. Ferill Emils í námi, starfi og stjórnmálum var einkar glæsilegur. Hann lauk stúdentsprófi 16 ára gamall, útskrifaðist sem verkfræð- ingur 23 ára, var ráðinn bæjarverk- fræðingur í Hafnarfirði ári seinna og 27 ára gamall er hann kosinn í bæjarstjórn og jafnframt ráðinn sem bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæj- ar. Fjórum árum síðar var Emil kominn á þing fyrir Hafnarfjörð og sat þar óslitið til 1971. Á árunum 1944—49 sat hann í tveimur ráðu- neytum og fór þá með samgöngu- og viðskiptamál. Hann var forsæt- isráðherra 1958—1959, sjávarút- vegs- og félagsmálaráðherra 1959—1965 og utanríkisráðherra 1965—1971. Vita- og hafnamála- stjóri var Emil með frávikum vegna annarra starfa 1937^—1959 og bankastjóri Landsbankans 1957— 1958. Störfin voru því fjölþætt og öll innti hann þau af hendi með glæsibrag. Auðvitað var stundum stormasamt og Emil var ekki ein- ungis elskaður og virtur heldur líka umdeildur og átti sér oft harða og óvægna andstæðinga. Stjórnmála- baráttan hefur löngum verið hörð í Hafnarfirði en þó líklega aldrei harðari en á fyrstu áratugunum á stjórnmálaferli Emils. Á honum mæddi því, enda maðurinn fastur fyrir. Með þessari upptalningu fer þó fjarri því að öll störf Emils hafi ver- ið talin og skal hér aðeins drepið á nokkur fleiri. Hann var m.a. ötull talsmaður iðnþróunar og' iðn- menntunar. Hann var frumkvöðuli og fyrsti skólastjóri Iðnskólans í Hafnarfirði og fyrsti formaður Iðn- aðarmannafélags Hafnarfjarðar. Hann var hvatamaður að stofnun Rafha og stjórnarformaður þess fyrstu 37 árin. Emil var skipaður i hina frægu atvinnumálanefnd „Rauðku“ við stofnsetningu henn- ar og gegndi formennsku í henni á síðari hluta starfstímans. Hann sat oft í sáttanefndum í vinnudeilum og fór orð af hugkvæmni hans á þeim vettvangi. Stofnun Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar var verk Emils og félaga hans í Alþýðu- flokknum. Var Emil kosinn stjórn- arformaður útgerðarinnar frá upp- hafi 1931 og gegndi því starfi til 1957. Emil var kosinn í miðstjórn Al- þýðuflokksins árið 1930 og var for- maður flokksins 1956—1968. Af stjórnmálaferlinum ber hæst árin 1958—1959 þegar Emil mynd- aði minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins og síðan þau farsælu stjórnarár svonefndrar viðreisnar- stjórnar, sem fylgdi í kjölfarið. Um hina fyrri var sagt að hún gerði það sem allir sögðu að þyrfti að gera, þótt flesta brysti hugrekki til fram- kvæmda. Viðreisnarstjórnin braut hins vegar blað í stjórnmálasögunni með afnámi hafta- og skömmtun- arkerfis í efnahagsmálum og auknu frjálsræði í viðskiptum. Hinu skyldu menn þó ekki gleyma að vinnan við atvinnuupp- byggingu í Hafnarfirði og að at- vinnumálum í „Rauðku" voru merkileg brautryðjendastörf við mjög erfiðar aðstæður. Þótt stjórnmálin og félagsmála- starfið tæki drýgstan hluta af starfskröftum Emils fer þó ekki á milli mála að hann hafði jafnframt mikla ánægju af störfum sínum á sviði verkfræðinnar. Þess naut hann lengst sem vita- og hafna- málastjóri. Ég held að honum hafi þótt vænt um störf sín þar ekkert síður en á sviði stjórnmálanna. Emil ólst upp á hafnfirzku al- þýðuheimili. í minningarbroti hef- ur Emil sagt frá því að foreldrar hans báðir hafi unnið hörðum höndum, en Vilborg amma gætt bús og barns. Faðir Emils, Jón Jónsson, stundaði sjó, en til að finna sér starf á vetrum tók hann að kljúfa grjót úr Hamrinum í hús- grunna. Lyftitæki voru engin, en Jón var „þrautseigur við grjótverk- ið og vann að því myrkranna á milli“. Það var meðal verka snáðans Emils að færa föður sínum kaffið á Hamarinn, svo að Jón tefðist ekki frá vinnu sinni. Móðir Emils, Sigurborg Sigurð- ardóttir, var ekki síður vinnusöm en Jón. Hún gekk til fiskvinnu hvenær sem hana var að fá, en spann, prjónaði og óf á vefstól sinn á vetr- um og annaðist skógerð alla. Allt heimilisfólkið gekk á sauðskinns- skóm hversdagslega, en „danskir“ skór voru ekki notaðir nema á tylli- dögum. Emil fæddist í litlu húsi við end- ann á bæjarfógetahúsinu. Þetta hús var rifið þegar Emil var 7 ára og reistu þá foreldrar Emils það hús, Dvergastein, sem enn stendur á sama stað. í minningum sínum get- ur Emil þess að að Moldarflöt hafi svæðið niður að læknum verið nefnt. Var þar áningarstaður ferða- manna. Var það meðal verkefna Emils og annarra stráka í grennd- inni að flytja hesta ferðamannanna í haga og þótti þeim gaman að fá reiðtúr. Það var hins vegar Vilborg amma, sem fóstraði drenginn, kenndi honum að lesa á Nýja testa- mentið og lét hann læra kynstur af kvæðum og vísum sem hún kunni, en þó mest af sálmum og andlegum ljóðum. Hún sá til þess að hann færi með allar bænirnar sínar í réttri röð á hverju kvöldi. Lestrar- kennslan gekk vel, því drengurinn var læs þegar hann var fimm ára. Sást þar fyrsti vísir að síðari náms- afköstum. Þess getur Emil að hann hafi ungur tekið eftir því að á heimilið hafi þá um árabil komið óvenju margir gestir eftir að dimma tók á kvöldin og spurði hann móður sína hverju sætti. Hún svaraði því, að þetta fólk væri að tala um verka- lýðsfélag og verkalýðsmál og það vildi ógjarnan að það fréttist til at- vinnurekendanna. Foreldrar Emils voru reyndar báðir meðal stofn- enda verkamannafélagsins Hlífar 1907 og Jón var gjaldkeri þess í 13 ár. Verkalýðsmálin voru þannig hluti af umhverfi Emils allt frá bernskuárunum. Fyrsti skólinn sem Emil gekk í var í Góðtemplarahúsinu, næsta húsi við Dvergastein. í þennan

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.