Alþýðublaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 09.12.1986, Blaðsíða 16
16 Þriðjudagur 9. desember 1986 í MINNINGU EMILS JÓNSSONAR FYRRV FORMANNS ALÞÝÐUFLOKKSINS voru leitandi og ennþá var sagt: „Segðu eitthvað fréttnæmt úr póli- tíkinnií* Nokkru eftir, að Emil Jónsson hafði tekið við formennsku i Al- þýðuflokknum af Haraldi heitnum Guðmundssyni, sennilega árið 1960, kom upp umræða í flokknum um að vænlegra myndi að dreifa nokkuð trúnaðarstörfum í flokks- forystunni. Framkvæmdastjórn flokksins þá, var samkvæmt gildandi lögum kjörin af flokksstjórn. Flokksfor- maður hafði jafnframt ávallt verið formaður framkvæmdastjórnar. Nú var rætt um það meðal flokks- stjórnarmanna, að eðlilegra væri, að framkvæmdastjórnin veldi sér. sjálf formann. Nokkurra ára að- dragandi var að því, að opinskáar umræður kæmust á um málið, en flokkslög höfðu þá engin ákvæði um hvern veg þessum trúnaðar- störfum skyldi skipað. Margir hinna eldri flokksmanna töldu, að fyrir fyrri skipan, hefði skapast hefð og auk þess væri með breyttri skipan vegið að nýlega kjörnum formanni flokksins, Emil Jónssyni, og væri það jafnvel óbeint vantraust á hann, ef nú ætti fyrirvaralítið að kjósa annan for- mann fyrir framkvæmdastjóra flokksins. Með einhverjum hætti var sú bjalla m.a. hengd á mig að taka þátt í að ræða við Emil um þessa hugs- anlegu breytingu. Ég hygg, að eng- um hafi verið í huga að sækja málið svo fast að hefja opna baráttu við formann flokksins, enda ekki unnt að byggja þá baráttu á neinni stoð í flokkslögum, hér varð að verða samkomulag um framkvæmd. Því er oft haldið fram um for- ystumenn íslenskra þjóðmála, að þeir viiji ekki sleppa neinu úr hönd- um sér, sem tengist öflugri valda- stöðu þeirra innan flokkanna. Ekki þekki ég svo vel til í öðrum flokkum, að ég geti þar um dæmt. Hvað Emil Jónsson varðar og ótvíræða forystu hans í flokknum öll þau ár, sem hans naut_við, þá átti þessi fuliyrðing sér engan stað í raunveruleikanum. Eftir skammar umræður og sínar hefðbundnu spurningar um hvað fyrir mönnum vekti, féllst hann á þessa breyttu skipan og studdi hana. Síðan hefur formennskan í framkvæmdastjórn verið falin öðrum en flokksfor- manni og með breyttum flokkslög- um er nú í þetta starf skipað af flokksþingi, sem er æðsta valda- stofnun flokksins. Emil sótti mál sín og varði af sér- stakri rökhyggju og fylgdi máli sínu fast fram og af þeim þunga og al- vöru, sem ekki fór fram hjá nein- um, er á hlýddi. Jafnframt gerði hann þær kröfur til samherja sinna sem andstæðinga, að þeir fyndu orðum sínum og gerðum stað í raunveruleikanum. Ekki fór hann heldur dult með andúð sína á óorð- heldni og fláttskap eða órökstudd- um skýjaborgum. Mörgum er ef- laust enn í minni áramótaræða Emils, er hann sem forsætisráð- herra flutti alþjóð á erfiðleikatím- um á gamlaársdag 1958, þar var tæpitungulaust, og af innilegri sannfæringu, þjóðinni sagður um- búðalaus sannleikur af ástandi þjóðmála. Það var ekki síst þessi eiginleiki Emils Jónssonar, sem auðveldaði þjóðinni allri og flokki hans göng- una næstu ár á eftir. Fátt tók Emil nær sér í hinum op- inberu afskiptum af þjóðmálum en það, ef menn gengu á bak orða sinna og brugðust trausti hans. Persónulega fannst mér Emil Jónsson ímynd hins trausta og heið- arlega manns, sem ávallt leitaðist við að framkvæma það, sem hann mat réttast og sannast í hverju máli. Hann gat því óefað og með fullum rétti gert sömu kröfur til samferða- manna sinna. íslensk þjóðmálabarátta sér því við fráfall Emils Jónssonar að baki einum sinna bestu drengja. Um leið og hér eru færðar alúð- arþakkir fyrir samfylgdina, ráð- leggingarnar og sanna vináttu, bið ég honum Guðs blessunar á nýjum vegum. Eftirlifandi börnum hans, barnabörnum og afkomendum öll- um, votta ég mína dýpstu samúð í einlægri von um að þau megi til- einka sér mikla mannkosti föður, afa og tengdaföður. Eggert G. Þorsteinsson • Við andlát og útför Emils Jóns- sonar leita á hugann margar minn- ingar frá kynnum okkar og sam- starfi um áratuga skeið. Grunntónn þeirra er virðing og væntumþykja vegna þess, sem ég reyndi af honum og sá til hans innan Alþýðuflokks- ins, í samstarfi við hann og á opin- berum vettvangi. Það er ungum mönnum mikið happ ef þeir fá tækifæri til þess að starfa með og njóta leiðsagnar mikilhæfra manna, sem gegna forystustörfum á ýmsum sviðum. Ég var um margra ára skeið svo lánsamur meðan hann var formaður Alþýðuflokksins. Það var mér mikill skóli, sem ég hef búið að síðan og notið. Þau árin gegndi hann ýmsum mikilvægum embættum og öllum á einn og sama veginn. Nú er löngu ljóst, að hann er einhver mesti og mikilhæfasti forystumaður, sem Alþýðuflokkur- inn hefur nokkru sinni átt og störf hans fyrir alþýðu manna og þjóð- ina alla hafa í mörgum efnum haft úrslitaáhrif á líf hennar og ham- ingju. Við alþýðuflokksmenn minnumst hans því með þakklátum huga og hljótum ætíð að virða minningu hans. Haustið 1952 var flokksþing Al- þýðuflokksins haldið í Alþýðuhús- inu í Reykjavík. Þungir straumar óánægju fóru um þingið og mikil átök áttu sér stað. Emil Jónsson hafði einróma verið kjörinn forseti þess og hélt öllu í föstum skorðum, þótt mikil ágjöf væri á báða bóga. Málalyktir urðu þær, að Hannibal Valdimarsson var kosinn formaður Alþýðuflokksins í stað Stefáns Jó- hanns Stefánssonar. Vitað var, að þingið gat sætzt og sameinast um Emil sem formann flokksins, en því miður bar það ekki gæfu til þess. í kjölfar þess sigldi löng þrautatíð fyrir Alþýðuflokkinn. Að tveim ár- um Iiðnum var Haraldur Guð- mundsson kosinn formaður flokks- ins og síðan tók Emil við flokksfor- mennskunni árið 1956. Báðir risu þeir sem klettar úr hafinu og voru það bjarg, sem úthafsöldurnar brotnuðu á. Til þeirra báru ekki að- eins alþýðuflokksmenn fyllsta traust, heldur nutu þeir trausts og virðingar langt út fyrir raðir flokks- ins. Það var Alþýðuflokknum mik- ið happ á þessum erfiðu árum að eiga þá að og fá notið hæfileika þeirra. Haraldur dró sig síðan út úr stjórnmálum eftir langt og farsælt starf. En Emil tók við stýrisveli skútunnar og fáum árum síðar hafði honum tekist að leiða Al- þýðuflokkinn til öndvegis í stjórn- málum þjóðarinnar. Þegar Emil myndaði minnihluta- stjórn sína í desember 1958 urðu straumhvörf í efnahagsmálum og stjórnmálum þjóðarinnar. Áður hafði hann þó víða komið við sögu og markað djúp spor; engin leið er að fjalla um það allt í stuttu máli. Á það skal þó minnt að hann var á miðjum fjórða áratugnum formað- ur „Rauðku“, þ.e. Skipulagsnefnd- ar atvinnumála, sem á margan hátt lagði grundvöll að nýju þjóðfélagi á íslandi, fyrst og fremst í atvinnu- málum. Hann var í forystusveit jafnaðarmanna í Hafnarfirði og átti þar sinn þátt í hverju stórvirk- inu á fætur öðru, sem reist var. Og um margra ára skeið sat hann í sáttanefndum til lausnar á vinnu- deilum; í einni þeirra lagði hann fram tillögu um stofnun Atvinnu- Ieysistryggingarsjóðs, sem átti sinn stóra þátt í lausn þeirrar deilu. Það kemur glögglega fram í æviminn- ingum hans, að lagasetningin um atvinnuleysistryggingarnar hefur verið honum hjartfólgið mál, enda mun hún ætið halda nafni hans á lofti. Allt frá því að hún kom til sögunnar hefur hún verið verka- fólki feyki mikils virði og reyndar atvinnulifinu líka, þótt atvinnuleysi hafi góðu heilli yfirleitt verið víðs fjarri. Og alla tíð verður þessi mikil- vægi bakhjarl vinnandi fólks órjúf- anlega tengdur nafni hans. Einhver áhrifamesti kaflinn í bók Émils, „Á milli Washington og Moskvu“, er frásögnin af því er hann hitti Hans heitinn Hedtoft, forsætisráðherra Dana, á göngu svalan haustdag í Kaupmannahöfn síðla árs 1948. Það voru fáir á ferli þennan laugardag og því undar- legra þótti Emil að hitta þennan gamla vin sinn og flokksbróður af algjörri tilviljun. Vissulega urðu fagnaðarfundir, en Emil þótti mið- ur að sjá hve dapur og niðurdreginn vinur hans var. Þeir ræddu síðan lengi saman á flokksskrifstofum jafnaðarmanna um það mál, sem olli Hans Hedtoft svo mikilli hryggð. Honum höfðu borizt fréttir frá Prag um að Tékkóslóvakía myndi hverfa úr hópi lýðræðisríkja eftir fáa daga og verða innlimuð í einræðiskerfi Sovétríkjanna, án þess að vestræn lýðræðisríki fengju rönd við reist. Augljóst er, að þessi fundur hefur haft djúptæk áhrif á Emil. Hann hafði lengi staðið í höggorrustu við íslenzka kommún- ista og duldist ekki hverjar fyrirætl- anir þeir höfðu. Og honum var stórlega brugðið vegna þess valda- ráns, sem kommúnistar, með til- styrk Rauða hersins, frömdu í hverju Austurevrópu-ríkinu á fætur öðru. Honum var því jafnvel ljóst og öðrum forystumönnum vest- rænna lýðræðisríkja að þau yrðu að taka höndum saman, ættu þau ekki að verða sovésku ógninni að bráð. Það var því með heilum huga sem hann fór, ásamt þeim Bjarna heitnum Benediktssyni og Eysteini Jonssyni, til Washington í marz 1948 til viðræðna við bandaríska ráðamenn um fyrirhugaða stofnun Atlantshafsbandalagsins og aðild íslands að því. Hún var síðan sam- þykkt á Alþingi, þrátt fyrir hat- ramma andstöðu kommúnista. Þegar litið er til baka er ljóst, að með aðild sinni að bandalaginu steig lýðveldið eitthvert mesta gæfuspor í sögu sinni til þessa; þjóðin á því mikið að þakka þeim þrem mikilhæfu forystumönnum, sem undirbjuggu aðildina með við- ræðum sínum vestra. Við lát Emils er eðlilegt að rifja upp hans hlut í því máli, enda var hann alla tíð traustur og öruggur stuðningsmað- ur vestræns varnarsamstarfs. Þegar Ásgeir heitinn Ásgeirsson, forseti íslands, fól Emil myndun ríkisstjórnar í desember 1958 stóð flokkur hans mjög höllum fæti. Sveitarstjórnarkosningar voru þá nýlega að baki, þar sem flokkurinn hafði fengið slæma útreið, og vinstri-stjórn Hermanns Jónasson- ar, sem hann átti aðild að, hafði gefizt upp. Menn voru því furðu lostnir þegar formaður minnsta þingflokksins tilkynnti myndun fá- mennrar minnihlutastjórnar hinn 23. desember 1958. En henni var strax vel tekið og þjóðin sætti sig við úrræði hennar. Og það er ekki ofsagt að hún hefði reynzt tíma- mótastjórn. Lagður var grundvöll- ur að nútímaskipan í efnahagsmál- um og grundvallarbreyting gerð á kjördæmaskipan ríkisins. Hvort- tveggja er í fullu gildi enn í dag. Því er ekki að neita, að alþýðuflokks- mönnum var um og ó, þótt þeir bæru mjög mikið traust til Emils og samráöherra hans, skiljanlega fannst þeim lítill flokkur færast mikið í fang og taka á sig mikla ábyrgð. En mér er minnisstætt að Emil var glaður og reifur og greini- lega ókvíðinn. Fór það enda eftir, að stjórninni farnaðist í hvívetna vel. Það byggðist ekki síst á því mikla trausti og áliti, sem Emil naut hvarvetna, bæði meðal almennings og annarra stjórnmálamanna. Hann var óumdeildur forystumað- ur i Alþýðuflokknum og hafði ver- ið í mörg ár, en frá og með Þorláks- messu 1953 voru orð hans lög, allir vildu gera vilja hans. Og hann kunni vel á því að halda. Aldrei varð ég annars var en hann væri eftir sem áður reiðubúinn til viðræðna og samstarfs í smáu og stóru. Það var ekki fyrr en síðla sumars 1959 að umtalsverð kynni tókust með okkur Emil Jónssyni. Var ég þá ráðinn framkvæmdastjóri AI- þýðuflokksins og gerðist um leið hægri hönd hans við stjórnun flokksskrifstofu og rekstur ýmissa flokksmála. Hann efldi mjög starf- semi skrifstofunnar frá því, sem áð- ur hafði verið og lagði mjög mikla áherzlu á náið samband og samráð við flokksmenn, en á því hafði verið umtalsverður misbrestur á árunum áður og valdið miklum vandræð- um. í þessu samstarfi stofnuðust náin kynni. í fyrstu virtist hann máske ekki mjög árennilegur, en það var fljótt að hverfa. Fyrir hon- um var gagnkvæmt traust grund- vallaratriði. Hann vildi hafa hlutina í góðu lagi og ætlaðist til skýrrar og hnitmiðaðrar framsetningar á þeim málum, sem Iögð voru fyrir hann. í hans huga voru markmiðin skýr, jafnt í hinu flokkslega starfi sem í stjórnmálunum. Hann var ekki maður skrúðmælgi og leikaraskap- ar, heldur kom til dyranna eins og hann var klddur og sagði það, sem í hug hans bjó. Þar af leiddi, að menn vissu hvar þeir höfðu hann, eins og sagt er, og báru órofa traust til hans, þótt þeir væru ekki endi- lega sammála honum í öllu hans fari féllu þétt saman, hvert að öðru, persónugerðin, embættismaðurinn og verkfræðingurinn. Stundum hefur mér fundizt, sem í raun og veru hafi það verið embættismað- urinn með verkfræðimenntunina,. sem mestu réði i stjórnmálamann- inum. Samt sem áður var hann afar glöggskyggn stjórnmálamaður eins og bezt sést á því, að þegar hann tók við forystunni og fékk virkilega notið sín stóðst enginn honum snúning. Hann hafði náið samband við það fólk, sem hann var að vinna fyrir. Sjálfur var hann af alþýðu- fólki kominn og ól nánast allan sinn aldur í Hafnarfirði, í nánum tengslum við bæjarbúa. Þar til við- bótar hafði hann náið samband við sjómenn og verkamenn um land allt vegna starfa sinna sem vitamála- stjóri. Hann bar hag þeirra og kjör fyrir brjósti þótt hann yrði stund- um, sem ráðherra, að standa að ákvörðunum, sem komu þeim ekki vel í augnablikinu. En þeir mátu hann, virtu og treystu engu að síður og skildu forsendurnar fyrir slikum niðurstöðum. Embætti félagsmálaráðherra og utanríkisráðherra voru síðustu ráð- herraembættin, sem Emil gegndi á langri ævi. Áður hafi hann gegnt öðrum embættum í ýmsum ríkis- stjórnum, m.a. verið sjávarútvegs- ráðherra, en sennilega hefur hon- um fallið einna bezt að ^egna ofan- greindum embættum. Eg hefi áður greint frá því hvílíkan þátt hann átti í mótun þeirrar utanríkis- og ör- yggismálastefnu, sem síðan hefur verið fylgt og er nánast óumdeild, núorðið. En félags- og húsnæðis- málin voru honum líka afar hug- leikin. Og svo vel vildi til, að ný hús- næðislöggjöf var einmitt síðasta lagafrumvarpið er hann bar fram til samþykktar á Alþingi. Alþýðu- flokksmenn höfðu lengi verið afar óánægðir með það hve verka- mannabústaðalögin höfðu dregist mjög aftur úr. Þegar Emil tók við embætti félagsmálaráðherra hinn 1. janúar 1971 hafði hann því engar vöflur á, heldur setti þrjá úrvals- menn í nefnd til að endurskoða einkum þann þátt löggjafarinnar og skyldu þeir hafa 4 vikur til verks- ins. Stóð það heima og Emil mælti fyrir nýja frumvarpinu i febrúar 1971. Var það síðan samþykkt í maí, þá um vorið. Þannig var hann oft- sinnis snar í snúningum, enda vissi hann alltaf hvað hann vildi og var laginn við að fá mál samþykkt. Ég hefi alltaf verið ánægður með að hann skyldi ljúka þingferli sínum og ráðherradómi með nýskipan á þeim þætti húsnæðismálanna, sem vinnandi fólk og Alþýðuflokkur- inn hafa lengst af borið svo mjög fyrir brjósti. Verkamannabústað- irnir voru honum hjartans mál. Þannig lauk hann þingferli sínum með glans. Þessa dagana eru 28 ár, að heita má upp á dag, liðin frá því að Emil Jónsson tilkynnti þjóðinni að hann hefði, með fámennri liðssveit, tekið við stjórnartaumunum. Það reynd- ist örlagarík ákvörðun, sefn færði þjóðinni nýja tíð. Með honum stóð hópur manna, sem bar til hans fyllsta traust. Við hittumst við ýmis tækifæri og þá var kona hans, Guð- finna Sigurðardóttir, gjarnan með í för. Ég get ekki sagt að ég hafi kynnzt henni að ráði, en mér er þó Ijóst, að hún hefur verið Emil ómet- anlegur bakhjarl í þeim umfangs- miklu og erfiðu störfum, sem hann gegndi lengst af ævinnar. Við leið- arlok erum við jafnaðarmenn þakklátir fyrir að hafa átt Emil Jónsson að leiðtoga um svo langt skeið, mann, sem varð íslenzkri al- þýðu og þjóðinni allri til mikilla heilla. Persónulega er ég þakklátur fyrir kynni okkar og traust hans í minn garð. Ég bið sálu hans bless- unar og votta aðstandendum hans einlæga samúð mína. Sigurður E. Guðmundsson. Frá samkomu Alþýðuflokksins fyrír nokkrum árum: Frá vinstri: Reynir Guðsteinsson, Guðfinna Sigurðardóttir, Emil Jónsson, Jóhanna Egilsdóttir, Sigurður Ingimundarsson og Emelía Samúelsdóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.