Alþýðublaðið - 06.01.1987, Síða 1

Alþýðublaðið - 06.01.1987, Síða 1
Þriðiudaaur 6. ianúar 1987 2. tbl. 68. árn. „Málatilbúnaður- inn hneyksli“ — segir Kjartan Jóhannsson alþingismaður um vinnu- brögðin við Lánasjóðsfrumvarpið. „Málatilbúnaðurinn í þessu er hið mesta hneyksli. Tillögunum hefur í heild sinni verið haldið leyndum. Ráðherra hefur ekkert kynnt málið fyrir fulltrúum stjórn- málaflokkanna öðrum en þeim sem eru í klíkunni hjá honum,“ sagði Kjartan Jóhannsson alþingismaður í samtali við Alþýðublaðið í gær þegar hann var spurður álits á vinnubrögðum stjórnarflokkanna við gerð lánasjóðsfrumvarpsins. „Fulltrúar stjórnarflokkanna eru komnir í hár saman um sérstök atriði í tillögum sem hvergi hafa birst. Einn þeirra, Finnur Ingólfs- son er að reyna að slá sér upp á því að hlaupast frá tillögum sem hann sjálfur hefur verið að móta, og koma fram með einhverjar prívat tillögur. Enginn veit um hvað málið snýst og svo virðist sem enginn eigi heldur neitt að fá að vita,“ sagði Kjartan. Hann sagðist hafa lagt fram fyrirspurn til eins nefndar- manna um að fá að sjá tillögurnar, því hafi hins vegar verið þannig svarað, að hér væri um trúnaðarmál að ræða og tillögurnar því ekki til dreifingar. „Frammistaða Finns Ingólfsson- ar er náttúrlega fyrir neðan allar hellur, en það er einnig alvarlegt að ráðherra skuli geta verið með þetta í klíkum einhvers staðar út í bæ, án þess að birta neitt og fá umræðu um málin í einhverri alvöruþ sagði Kjartan. Hann sagði, að auðvitað hefðu alþýðuflokksmenn getað hnuplað tillögunum einhvers stað- ar, en það væri bara ekki þeirra stíll.' Sjómannasamningarnir: Slitnað upp úr viðræðum — rnikil óvissa um framhaldið Upp úr slitnaði í sáttaviðræðum milli sjómanna og Landsambands útvegsmanna klukkan 4 í fyrrinótt, en þeir höfðu hótað fyrir helgina að grípa til harðra aðgerða gegn skip- um sem verið hafa á veiðum síðan um áramót, ef samningar tækjust ekki um helgina. Þegar Alþýðu- blaðið fór í prentun í gærkveldi, lá enn ekki Ijóst fyrir hvort Sjó- mannasambandið léti verða af þess- ari hótun sinni, en um 50 skip munu vera á sjó. Fulltrúar Farmanna- og fiski- mannasambandsins, Skipstjóra og stýrimannafélagsins Bylgjunnar á Vestfjörðum og Alþýðusambands Vestfjarða voru boðaðir á fund hjá sáttasemjara klukkan 14.00 í gær, en fundi fulltrúa skipaútgerðanna með undirmönnum á kaupskipum sem boðaður var klukkan 10.00 í gærmorgun hjá sáttasemjara, var frestað til klukkan 16.00 í gær. Undirmenn á kaupskipum hafa boðað verkfall frá miðnætti síðast- liðna nótt. Allt er því óljóst á þess- ari stundu hvernig máli þessu kann að reiða af og er þungur tónn í samningsaðilum og ekki verður betur fundið en að illt blóð sé að hlaupa i allt saman. Blaðaprent og blöðin í sameiginlegt húsnæði Blaðaprent h.f., sem er sameign og sameiginleg prentsmiðja Al- þýðublaðsins, Tímans og Þjóðvilj- ans, hefur nú fest kaup á húsi, sem er i smíðum að Lynghálsi 9 í Reykjavík. Jafnframt hefur fyrir- tækið keypt nýja og fullkomna prentvél og pökkunarvél. Þá hafa dagblöðin þrjú keypt húsnæði í sama húsi, og verður því allur rekstur og útgáfustarfsemi blaðanna og Blaðaprents undir sama þaki, væntanlega að ári liðnu. Jafnframt hefur Blaðaprent selt húsnæði sitt í Síðumúla 11. Blaðaprent h.f. ákvað að endur- nýja húsnæði og vélar, enda þau tæki, sem nú eru í notkun, slitin og að mörgu leyti úrelt. Blöðin munu á ný reka sameiginlega setningu og umbrot og leita allra leiða til spam- aðar í útgáfu og rekstri. Lánasjóðssóló Finns Insólfssonar: „Dapurlegt mál“ — segir Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra. Sverrir tekur málið fyrir á ríkis- stjórnarfundi í dag. „Ég er ófær um að tjá mig um málið fyrr en ég hef náð að ræða það í ríkisstjórn. Þetta er svo sér- stætt mál sem kom mér í opna skjöldu að ég verð að fá tækifæri til þess að ræða þetta við samstarfs- flokkinn og mína flokksforystu,“ sagði Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra í samtali við Alþýðublaðið í gær. Finnur Ingólfsson aðstoðarmað- ur sjávarútvegsráðherra sem sæti á í samstarfsnefnd stjórnarflokk- anna sem fjallað hefur um málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna, hefur lagt fram sínar eigin tillögur varðandi Lín og byggir þær að meg- inhluta til á kröfum námsmanna- hreyfinganna. Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins, sem sæti á í sömu nefnd telur hins vegar Finn hafa leikið tveim skjöldum í málinu og hafa sam- þykkt þau frumvarpsdrög sem lágu fyrir. Friðrik segir að samkomulag hafa legið fyrir í nefndinni meira að segja uppáskrifað af Finni sem og af öðrum nefndarmönnum. Talið er að sóló Finns Ingólfssonar, Sverrir Hermannsson kunni jafnvel að reka alvarlegan fleyg milli stjórnarflokkanna nú þegar liður að kosningum. Auk þess er talið að tillögur Finns ef þær túlka skoðun Framsóknar geti leitt til þess að nýtt frumvarp nái ekki fram að ganga á þessu þingi. „Ég vona að það blasi við mönn- um hvernig þetta mál er í pottinn búið. Þetta er mjög dapurlegt mál allt saman,“ sagði Sverrir Her- „Það er hefð fyrir þessum vinnu- brögðum og ekkert óeðlilegt við þau. Fulltrúaráð hefur venjulega ekki komið saman fyrr en í janúar ef prófkjör eru að hausti,“ sagði Sveinn H. Skúlason formaður full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í samtali við Alþýðu- blaðið í gær, aðspurður hvers vegna ekki væri enn búið að ganga frá lista flokksins í Reykjavík. Sveinn sagði af og frá að verið væri að bíða eftir hugsanlegri kæru á hendur „sigurvegara“ prófkjörsins. Samkvæmt reglum flokksins eru niðurstöður prófkjörsins bindandi fyrir 10 efstu sæti listans, en kjör- nefnd gerir síðan tillögur um skip- an annarra sæta. Það er hins vegar á valdi fulltrúaráðsins að breyta listanum án tillits til prófkjörsins. Sveinn sagði að fulltrúaráðið gæti ekki fjallað um málið fyrr en kjör- nefnd hefði lokið störfum, en kjör- I nefnd kom saman til fundar í gær. mannsson. Hann sagðist taka mál- ið upp á ríkisstjórnarfundi í dag. Frumvarp Sverris gerir m.a. ráð fyrir sérstöku þaki á námslán, vexti af lánum, lántökugjaldi og inn- heimtugjöldum. Frumvarpið hefur sætt mikilli gagnrýni námsmanna sem telja það með öllu óviðunandi. í tillögum Finns er hins vegar, sem fyrr segir, að mestu byggt á þeirra kröfum. Samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins er ólíklegt að línur skýrist í Hafskipsmálinu fyrr en í fyrsta lagi í mars. Það komi heldur ekki að sök þar sem Albert Guðmundsson muni halda sínu striki þrátt fyrir allar hugsanlegar kærur. Dregur því senn til tíðinda og sagðist Sveinn gera ráð fyrir að fundur verði haldinn fyrir lok mánaðarins svo sem venja hafi verið. Sam- kvæmt heimiidum Alþýðublaðsins var óskastaðan sú að Albert Guð- mundsson afsalaði sér sjálfur sæti á listanum og sé það helsta skýringin á þeim drætti sem orðinn er á mál- inu frá hendi kjörnefndar. Sveinn sagði að samkvæmt hans vissu væri þessi háttur hafður á svo öll sár mættu gróa eftir prófkjörsbarátt- una og hefði þá ekkert að gera með Albert Guðmundsson sérstaklega, en auðvitað væri æskilegast, að frá listanum væri gengið sem fyrst því fyrr gæti kosningabaráttan ekki hafist. Sjálfstœðisflokkurinn í Reykjavík: Kjörnefnd lúrir enn á listanum Morgunblaðið boðar óbreytta ríkisstjórn Sjálfstæöismenn, með Morg- unblaðið í broddi fylkingar, leita nú með logandi Ijósi að ágrein- ingsefnum við stjórnarandstöð- una, einkum þó Alþýðuflokkinn. Og nú er lausnin fundin! Morgun- blaðið hefur hamrað á því síöustu dagana, að stjórnarandstaðan hafi núr fundið eitt sameiginlegt baráttumál; stóreignaskatt, sem muni bitna á öllum, sem einhverj- ar eignir ejga, miklar eða litlar. Morgunblaðið hefur gert ítrek- aðar tilraunir til að spyrða stjórn- arandstöðuna saman og koma því inn hjá almenningi, að leynt og Ijóst sé að því stefnt að mynda vinstri stjórn eftir næstu kosning- ar. Tilgangur Morgunblaðsins með þessum skrifum er augljós- lega sá að hræða fyrrverandi kjós- endur Sjálfstæðisflokksins frá því að greiða Alþýðuflokknum at- kvæði sitt. Blaðinu stendur stugg- ur af niðurstöðum skoðanakann- ana siðustu mánuði, og vill um- fram allt breiða yfir þann gífur- lega vanda, sem Sjálfstæðisflokk- urinn á nú við að stríða vegna inn- byrðis deilna og átaka. Varla verður sagt, að Morgun- blaðið kunni sér hóf í áróðri sín- um. Höfundur Reykjavíkurbréfs blaðsins á sunnudag gengur svo langt, að hóta þjóðinni áfram- haldandi stjórnarsamvinnu Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar- flokks eftir næstu kosningar. Blaðið tekur þarna umtalsverða áhættu þar eð mikill meirihluti sjálfstæðismanna má ekki til þess hugsa að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram samstarfinu við Framsókn. Höfundur Reykjavikurbréfsins hælist nokkuð um vegna árangurs núverandi ríkisstjórnar, einkum í verðbólgumálum, og segir síðan orðrétt: „Það er ekki víst að fólk kasti umhugsunarlaust á kaldan klakann ríkisstjórn, sem hefur náð slíkum árangri, hvað sem um hana má segja að öðru leyti“ — Úr þessum orðum verður ekki annað lesið en það, að Morgun- blaðið aðhyllist nú áframhald- andi samstarf núverandi stjórnar- flokka og hlýtur það að vera mjög eftirtektarvert fyrir alla sjálfstæð- ismenn. Með þessu hefur orðið veruleg stefnubreyting í skrifum Morgun- blaðsins, sem að undanförnu hef- ur fundið Framsóknarflokknum allt til foráttu og gagnrýnt ýmsar uppákomur í ríkisstjórnarsam- starfinu, sem það hefur rakið til Framsóknar. Það verður fróðlegt að fylgjast með skrifum blaðsins urn síðustu atburðina á stjórnar- heimilinu, t.d. framtak Finns Ing- ólfssonar, aðstoðarráðherra, í málefnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna, sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur gagn- rýnt harkalega. Morgunblaðið virðist enga grein gera sér fyrir því, að innan Framsóknarflokksins ríkir ekkert minni andúð á stjórnarsamstarf- inu en innan Sjálfstæðisflokks- ins. Framsóknarmönnum er að verða það ljóst, að áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn getur orðið skapadómur Fram- sóknar. Það er i anda þessa skiln- ings, að Finnur Ingólfsson gerir uppreisn gegn samstarfsflokkn- um og fleiri mál af þessu tagi eru að koma upp á sjóndeildarhring- inn. Pólitískur vandi Sjálfstæðis- flokksins fer því vaxandi en ekki minnkandi. Morgunblaðið reynir að beina athygli almennings frá þessum vanda með því að búa til ríkisstjórnir til vinstri og hægri og er komið í þá úlfakreppu að eiga enga aðra útgönguleið en áfram- haldandi samstarf við Framsókn. En líklega er þetta versta áróðurs- leiðin, sem Morgunblaðið gat val- ið.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.