Alþýðublaðið - 06.01.1987, Qupperneq 5
Þriðjudagur 6. janúar 1987
5
Alusuisse:
Verulega dregið úr
hráálsframleiðslu
— Þýðir þó ekki framleiðsluskerðingu hjá ISAL
í nýju fréttabréfi íslenska Álfé-
lagsins hf. er birt grein eftir Ragnar
Halldórsson forstjóra þar sem hann
rekur stöðu áldeildar Alusuisse og
framtíðarhorfur. Þar kemur m.a.
fram að ætlunin er að minnka hrá-
álsframleiðslu verulega frá því sem
nú er, þó talið sé að vegna markaðs-
aðstæðna komi ekki til framleiðslu-
skerðingar hjá ÍSAL. Hér fer á eftir
úrdráttur úr grein Halldórs.
Staða Áldeildar Alusuisse er nú í
aðalatriðum sem hér segir: 60°7o
fjármagnsins eru bundin í hráefnis-
framleiðslu, fyrirtækið framleiðir
meira hráál en svarar til úrvinnslu-
þarfa, en samdráttur á því sviði er
bæði dýr og tímafrekur. Alusuisse
hefur þokkalega markaðsstöðu í
sérframleiðsluvörum, en slaka í
stöðluðum vörum.
Áldeild Alusuisse hefur að mark-
miði, að frá 1989 verði stöðugur
hagnaður af fyrirtækinu. Til þess
að ná því markmiði verður byggt á
yfirburðasviðum Alusuisse miðað
við keppinauta. Þessi svið eru fram-
leiðsla á álpappír, samsettum efn-
um úr áli og öðrum efnum, þ. á m.
„Alucobond“, sérhæfðum sniðum,
síum úr brenndum leir (keramík) og
úðunarbrúsum.
Til þess að þetta megi takast þarf
að endurskipuleggja hráálsfram-
leiðslu, leggja áherzlu á tækniyfir-
burði á afmörkuðum sviðum, selja
fyrirtæki, sem ekki eru nauðsynleg
fyrir rekstur samsteypunnar, og síð-
ast en ekki sízt selja eða leggja nið-
ur óhagkvæm fyrirtæki. Eins og
fram kom í síðasta blaði er fram-
kvæmd áætlunar í þessa átt þegar
vel á veg komin.
TVö atriði skipta ISAL og starfs-
menn þess mestu:
— Framleiðslugeta á hrááli í
samanburði við úrvinnslugetu og
— nýting fjármagns innan Al-
deildarinnar.
Eins og áður hefur komið fram,
er framleiðslugeta Alusuisse á hrá-
áli nú um 410 þúsund tonn á ári, áð-
ur en tekið er tillit til fyrirhugaðrar
minnkunar, t.d. í Rheinfelden og
Chippis. Úrvinnsluþörfin er svip-
uð. Ætlunin er að minnka hrááls-
framleiðslu niður í um 260 þúsund
árstonn, en kaupa það sem á vantar
á frjálsum álmarkaði (LME). Þetta
er mikil breyting frá því sem verið
hefur, þegar Alusuisse seldi á annað
hundrað þúsund tonna af hrááli á
Utboð
Byggingarnefnd flugstöðvará Keflavíkurflugvelli
býður út skilti og merkingar innanhúss I nýrri flug-
stöð.
Verkinu skal vera lokið 31. mars 1987.
Útboðsgögn verða afhent á Almennu verkfræði-
stofunni, Fellsmúla 26, Reykjavík frá og með
mánudeginum 5. jan. gegn 20.000 kr. skilatrygg-
ingu.
Fyrirspurnirogóskirum upplýsingarskulu berast
Almennu verkfræðistofunni eigi síðar en 23. jan.
1987.
Tilboðum skal skilað til byggingarnefndar, Varn-
armálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins Skúla-
götu 63,105 Reykjavlk, fyrir kl. 14.00 föstudaginn
30. jan. 1987.
Byggingarnefnd flugstöðvar
á Keflavíkurflugvelli
Frá
Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti
Skólastarf Fjölbrautaskólans ( Breiðholti á vor-
önn 1987 hefst með almennum kennarafundi
mánudaginn 5. janúar kl. 9.00—12.00.
Sama dag verður svipsstjórafundur kl. 13.00—
15.00 og deildarstjórafundur á sama tlma.
Miðvikudaginn 7. janúar verður nýnemakynning I
dagskólanum kl. 9.00—16.00.
Fimmtudaginn 8. janúar verða nemendum Dag-
skóla F.B. afhentar stundatöflur kl. 13.00—15.00.
Bóksala skólans verður opin kl. 10.00—16.00.
Innritun í Öldungadeild F.B. svo og val náms-
áfanga fer fram 5., 7. og 8. janúar frá kl. 18.00—
21.00.
Námskynning í öldungadeild verður 12. janúar kl.
18.00.
Kennsla hefst í Dagskóla F.B. mánudaginn 12. jan-
úar samkvæmt stundaskrá.
Kennsla hefst ( Öldungadeild F.B. þriðjudaginn
13. janúar samkvæmt stundaskrá.
Skólameistari.
ári hverju. Áhrif þess á ISAL eru
fyrst og fremst þau, að ekki er lík-
legt að af markaðsástæðum komi
hér til framleiðsluskerðingar. Einn-
ig verður unnt að skipuleggja sölu-
framleiðslu okkar lengra fram í
tímann en til þessa. Það verður vit-
að með góðum fyrirvara hvaða
vöru við munum framleiða og fyrir
hvaða viðskiptavini. Einsog áður
hefur verið frá sagt verður fram-
leiðsla okkar fyrst og fremst tiltölu-
lega staðlaðir völsunarbarrar og
stengur, svo og steypumelmishleif-
ar, en framleiðsla á venjulegum
hleifum og T-börrum verður í lág-
marki. Slíka framleiðslu er hægt að
kaupa frá öðrum.
60% fjármagns Áldeildar
Alusuisse liggja í hráefnisfram-
leiðslu, þ.e. báxíti, súráli, rafskaut-
um og hrááli. Hins vegar er aðal-
styrkur Alusuisse í sérhæfðum
framleiðsluvörum. Á þessu er aug-
ljóst misræmi. Fjármagnið þarf að
nota, þar sem það kemur að mest-
um notum, það er í úrvinnslunni.
Þetta þýðir, að erfiðara verður fyrir
ISAL að fá fjármagn í ýmsar fram-
kvæmdir. Rök okkar fyrir einstök-
um fjármagnsfrekum framkvæmd-
um þurfa að vera mjög ótvíræð til
þess að hljóta samþykki. Sam-
keppnin um fjármagnið innan Ál-
deildarinnar mun harðna og úr-
vinnslufyrirtækin hafa þar forskot
vegna góðrar markaðsstöðu sinnar.
Ein afleiðing þessa er, að við þurf-
um að gæta enn betur að því en
hingað til að fjárfestingar nýtist til
fullnustu. Það er tómt mál að tala
um fjárfestingu í búnaði til hag-
ræðingar, sé svo látið við það sitja
að koma búnaðinum upp, en van-
rækt að nýta hagræðinguna til
sparnaðar í mannahaldi og/eða
efnisnotkun. Á þessu sviði geta allir
starfsmenn haft áhrif, hver á sínum
vinnustað.
Eftir endurskipulagningu Ál-
deildar er staða ISAL sæmilega
trygg, ef við stöndum okkur. Fram-
leiðsla okkar er hluti af þeim áætl-
unum, sem að framan er greint. Við
verðum þó að snúa af braut halla-
reksturs undanfarinna ára. Við get-
um ekki lengur gert ráð fyrir því, að
markaðurinn komi okkur til bjarg-
ar. Nú er ekki lengur búizt við því
aA markaðsverð á áli hækki sem
neinu verulegu nemi. Við þurfum
að ná því markmiði að framleiða
gæðaál við því verði, sem nú ríkir á
markaðnum, með hagnaði. Breytt
samsetning framleiðslunnar þýðir
að vísu verðmætisaukningu, en
fyrst og fremst verður að minnka
kostnað. Halda verður áfram að
hagræða til þess að draga úr kostn-
aði og tryggja að sá sparnaður skili
sér. Þetta getur verið erfitt, en er
óhjákvæmilegt. Framtíðarstaða
ISÁL er undir þessu komin. Hrááls-
framleiðsla er ekki lengur hátækni-
iðnaður, sem veitt geti starfsmönn-
um sínum sérstök forréttindi.
Til þess að vera góður viðskipta-
vinur þurfum við að framleiða það
sem viðskiptavinurinn vill, ekki það
sem heppilegast er fyrir okkur.
Nú í ár voru 17 ár síðan ISAL hóf
rekstur. Fjöldi starfsmanna hefur
verið hér frá byrjun og meðalstarfs-
aldur er yfir 11 ár, þrátt fyrir að nú-
verandi framleiðslu hafi verið náð í
þrepum á 11 árum. Vegna góðra
starfsmanna hefur ISAL lagt kapp
á að vera góður atvinnurekandi og
mörg dæmi þess er hægt að nefna,
að ISAL hafi verið í fararbroddi.
Mikilvægi þess að vera góður at-
vinnurekandi hefur ekki minnkað,
en aðstæður hafa að ýmsu leyti
breytzt. Sú staðreynd vegur þungt,
að hráálsframleiðsla er ekki lengur
sá hátækniiðnaður, sem hún áður
var talin. í Bandaríkjunum hafa
starfsmenn í áliðnaði og álfyrirtæk-
in staðið í ströngum vinnudeilum á
þessu ári. Tilefnið var ekki auknar
launakröfur starfsmanna, heldur
krafa fyrirtækjanna um lækkaðan
launakostnað. Kröfur fyrirtækj-
anna voru vegna óhagstæðra ytri
skilyrða, en þau eru m.a. gífurlega
hátt rafmagnsverð, svo og lágt
markaðsverð á framleiðslunni.
Niðurstaðan var yfirleitt Iækkun
launakostnaðar um rúmlega 20%,
|þar af bein lækkun launa um
3—4%.
Ekki er frá þessu skýrt hér til þess
að gefa í skyn, að ISAL ætli að fara
iað krefjast launalækkunar starfs-
manna. Þetta sýnir okkur hins veg-
ar til hvaða ráða aðrir hafa þurft að
grípa. Einskis hefur verið látið
ófreistað til að lækka kostnað.
Lækkun kostnaðar við starfs-
mannahald er líka markmið ISAL.
Því viljum við ná með hagræðingu
og eðlilegum starfslokum þeirra
sem hverfa til annarra starfa eða
skólanáms eða hætta af öðrum
eðlilegum ástæðum. Bezta lausnin
er auðvitað stækkun ISAL. Bæði
ríkisstjórnin og Alusuisse/ISAL
hafa lýst áhuga sínum í þessum efn-
um. Framtíðin ein fær skorið úr
um, hvort af slíkum áformum verð-
ur eitthvað eða ekki. Rekstur ISAL
og afkoma geta hér skipt sköpum.
Sem betur fer hafa laun í öðrum
fyrirtækjum batnað, í sumum til-
fellum meira en hjá ISAL. Það sýn-
ir að íslenzkur atvinnurekstur hefur
styrkzt og orðið fjölbreyttari, en
þýðir ekki að laun hjá ISAL, þar
sem aðstæður hafa versnað á und-
anförnum árum, geti ávallt fylgt
þeirri þróun. Starfsmenn ISAL geta
búizt við að kjör annarra batni, án
þess að sú staðreynd gefi þeim rétt
á tilsvarandi kauphækkun.
ISAL vill vera góður þjóðfélags-
þegn. Á undangengnum árum hafa
oft staðið deilur um fyrirtækið, sem
hafa verið áþján á fyrirtækinu og
Istarfsmönnum. Sem betur fer virð-
ast langtímaáhrif þeirra deilna vera
lítil, ef marka má niðurstöður skoð-
anakönnunar, sem greint var frá í
;síðasta blaði. Ábyrg afstaða til
starfsmanna, samfélagsins og
kaupanauta á hér áreiðanlega
drýgstan hlut.
Styrktarfélag
vangefinna
Vinningsnúmer:
1. vinningur: Volvo 740 GLE nr. 85727
2. vinningur: bifreið að eigin vali fyrir kr. 450 þús.
nr. 69513.
3. -10. vinningur: bifreið að eigin vali, hver að
upphæð 250 þús. krónur: nr. 3712, 25525,
26456, 61770, 63789, 72661, 81722, 90208.
Styrktarfélag vangefinna
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RlKISSJÓÐS
[ 1. FLB1986
Hinn 10. janúar 1987 er annar fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1986.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 2 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini
kr. 2.294,80
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. júlí 1986 til 10. janúar 1987 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu í 364 hinn 1. janúar s.l.
til 1565 hinn 1. janúar nk.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða nr. 2 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands,
Hafnarstræti 10, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1987.
Reykjavík, 29.desember 1986
SEÐLABANKIISLANDS