Alþýðublaðið - 06.01.1987, Page 6

Alþýðublaðið - 06.01.1987, Page 6
6 Þriðjudagur 6. janúar 1987 Amnesty international: Fangar mánaðarins — Desember 1986 Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli al- mennings á máli eftirfarandi sam- viskufanga í desember. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þess- um föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína við að slík mannrétt- indabrot eru framin. íslandsdeild Amnesty hefur nú einnig hafið út- gáfu póstkorta til stuðnings föng- um mánaðarins, og fást áskriftir á skrifstofu samtakanna. Perú: Policarpio Condori Vargas er 48 ára bóndi og verkamaður frá Puno héraði. Hann var handtekinn á leið úr vinnu þann 27. júní 1984, og voru þar að verki varðsveitir borgara sem komið var á fót vegna baráttu hersins við skæruliðasam- tökin „Skínandi braut“. Næstu tvær vikurnar sætti hann kerfis- bundnum pyntingum af hálfu her- lögreglunnar, og var sakaður um hryðjuverkastarfsemi. Neitaði hann staðfastlega að hafa beitt eða hvatt til ofbeldis, og styðja heimild- ir AI þann vitnisburð; ástæðuna fyrir handtökunni telur AI vera bú- setu hans á svæði þar sem skærú- liðasamtökin eru sterk. Policarpio var fluttur til E1 Frontón fangelsis skömmu fyrir 18. júní 1986, en þá braust út samstillt fangauppreisn bæði þar og í tveimur öðrum fang- elsum. Herinn bældi uppreisnina niður af mikilli hörku, og er vitað um víðtækar fjöldaaftökur í einu fangelsinu eftir uppgjöf fanganna. Opinberar heimildir fullyrða að fangar í E1 Frontón hafi grafist í rústum hruninna bygginga, utan 34 sem komust af og 30 sem hafi látist í átökunum. Hálfu ári síðar hafa einungis 4 lík fundist, en 115 hafa „horfið", þ. á m. Policarpio Condori. Zimbabwe: Norman Zikhali er meðlimur stjórnarandstöðuflokks- ins ZAPU og fyrrum verkalýðsfor- ingi. Hann var handtekinn af leyni- þjónustunni ásamt tveim flokksfé- lögum í nóvember 1984, en þeir voru á leið frá Bulawayo til Beit- bridge í erindagjörðum flokksins. Áttu þeir að rannsaka innanflokks- átök sem þar höfðu brotist út í kjöl- far morðs á þingmanni stjórnar- flokksins. Handtaka þeirra studdist við sérstaka löggjöf sem heimilar ótakmarkaða fangavist án réttar- halda. Þeir voru síðar fluttir til Chikurubi öryggisfangelsisins í Harare, og var félögum Norman Zikhali sleppt án ákæru á árinu 1985. Alls voru 80 manns fangels- aðir vegna átakanna í Beitbridge, flestir stuðningsmenn ZAPU; öll- um nema 22 var síðar sleppt. í júlí 1986 voru fimm fanganna ákærðir fyrir morð stjórnarþingmannsins, en hlutu sýknu. Norman Zikhali virðist ekki liggja undir grun um aðild að morðinu eða átökunum; eina ástæðan fyrir varðhaldi hans virðist vera starf hans fyrir ZAPU. Hann er einn af brautryðjendum verkalýðsbaráttu í landi sínu, og var í fangelsi árin 1973—78 (í tíð fyrri ríkisstjórnar) af þeim sökum. Búlgaría: Kostadin Kalmakov er 56 ára gamall rafeindavirki frá Karnobat. Hann er áhangandi hvítasunnusafnaðarins, og neitar að bera vopn, og hefur áður sætt fangelsisvist fyrir að neita að gegna herþjónustu. Sonur hans hefur einnig verið fangelsaður 4 sinnum af sömu ástæðu. Kostadin var handtekinn 8. marz 1982 eftir að hafa límt upp veggblöð gegn fang- elsun þeirra sem af samvizkuástæð- um neita að gegna herþjónustu. Hann var ákærður fyrir „áróður gegn ríkinu", og dæmdur í 4 ára fangelsi í nóv. sama ár vegna brots á 108. grein almennra hegningar- laga, og á sama tíma gekk í gildi eins árs skilorðsbundinn dómur sem hann hafði áður hlotið fyrir gagnrýnið umtal um fæðuskortinn í landinu. AI hefur borist til eyrna að Kostadin hafi sætt slæmri með- ferð, einkum eftir að hann mót- mælti því að jóladagur væri gerður að venjulegum vinnudegi í fangels- inu. Þeir sem vilja leggja málum þess- ara fanga lið, og þá um leið mann- réttindabaráttu almennt, eru vin- samlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu íslandsdeildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykja- vík, sími 16940. Skrifstofan er opin frá 16:00—18:00 alla virka daga. Þar fást nánari upplýsingar sem og heimilisföng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskriftir ef óskað er. Fundaherferð á Austfjörðum Þeir Guðmundur Einarsson, alþingismaður, og Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, hófu fundaherferð um Austfirði í gær undir kjörorðinu: „Brjótum múrinn", sem vísar til þess, að Alþýðuflokkurinn keppir nú að því að fá þingmann kjörinn í Austfjarðarkjördæmi, en þar hefur flokkurinn ekki átt þingmann í um aldarfjórðung. Fundaherferðin hófst á Vopnafirði Þriðjudagurinn 6. janúar: Fáskrúðsfjörður, Breiðdalsvík og Stöðvarfjörður. Fundarstaðir auglýstir síðar. Miðvikudagurinn 7. janúar: Djúpavík kl. 17:00 og Höfn í Hornafirði kl. 21:00. Fundarstaðir auglýstir síðar. AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI 1973-2. fl. 25.01.87-25.01.88 kr. 17.266,35 1975-1. fl. 10.01.87-10.01.88 kr. 8.565,53 1975-2. fl. 25.01.87-25.01.88 kr. 6.463,71 1976-1. fl. 10.03.87-10.03.88 kr. 6.157,11 1976-2. fl. 25.01.87-25.01.88 kr. 4.784,74 1977-1. fl. 25.03.87-25.03.88 kr. 4.465,76 1978-1. fl. 25.03.87-25.03.88 kr. 3.027,74 1979-1. fl. 25.02.87-25.02.88 kr. 2.002,15 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1981 -1. fl. 25.01.87-25.01.88 kr. 846,20 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðból Innlausn spariskírteina og árgreiðslumiöa ferfram í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Hafnarstræti 10, og liggja þarjafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavíkjanúar 1987 SEÐLAB ANKIÍSLANDS Þessi mynd er frá œfingu á leikritinu „í smásjá“ eftir Þórunni Sigurðar- dóttur. Frá vinstri: Anna Kristín Arngrímsdóttir (Dúna), Ragnheiður Steindórsdóttir (Hildur, aðstoðaryfirlæknir) ogArnarJónsson (Bjarni, yf- irlœknir). Nýtt leikrit í nýju leikhúsi í gærkvöldi var opnað nýtt leik- hús undir handarjaðri Þjóðleik- hússins, en það er Litla sviðið að Lindargötu 7, sem var tekið í notkun með frumsýningu á nýju ís- lensku leikriti „í smásjá“ eftir Þór- unni Sigurðardóttur. Áður en sýningin hófst fóru leik- arar og starfsmenn Þjóðleikhússins blysför við undirleik barnalúðra- sveitar Mosfellssveitar frá anddyri Þjóðleikhússins að Litla sviðinu. Það er Þórhallur Sigurðsson, sem ieikstýrir „í smásjá". Gerla hannaði leikmyndir, Björn Berg- steinn Guðmundsson sér um ljós og leikhljóð samdi Árni Harðarson. Leikarar eru fjórir í sýningunni og fara þeir allir með stór hlutverk, en þeir eru: Arnar Jónsson (Bjarni, prófessor og yfirlæknir), Anna Kristín Arngrímsdóttir (Dúna, kona hans, ritari), Sigurður Skúla- son (Alli, aðstoðarlæknir) og Ragnheiður Steindórsdóttir (Hild- ur, kona hans, aðstoðaryfirlæknir). í smásjá er dramatískt nútíma- verk eftir leikarann, leikstjórann og höfundinn Þórunni Sigurðardótt- ur. Leikritið fjallar um tvenn hjón, og eru þrjú þeirra læknar. Það ger- ist á heimili og vinnustað yfirlækn- is, sem er um það bil að öðlast al- þjóðlega viðurkenningu fyrir störf sín. Inn í leikinn tvinnast samskipti hans við konu sína og nánustu sam- starfsmenn. Óvænt örlög eiga eftir að gjörbreyta afstöðu og lífi persónanna. Glímt er um tilfinn- ingar, ást og vináttu. Það er tekist á um stóra hluti í þessu magnaða verki Þórunnar. Fleiri ný íslensk verk eiga eftir að koma á fjalir Litla sviðsins í vetur, en einn megintilgangur lítils leik- sviðs er að huga að nýjum gróðri með frumsköpun. Tilhögun áhorf- endasvæðis og leiksviðs verður breytileg í þessu nýja leikhúsi og getur sætafjöldi verið 120—150 sæti. Forstjóri Litla sviðsins er Þor- lákur Þórðarson. Styrkir til náms í Noregi 1. Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram styrk handa íslenskum stúdent eða kandldat til háskólanáms I Noregi háskólaárið 1987—88. Styrktímabilið er niu mánuðir frá 1. september 1987 að telja. Til greina kemur að skipta styrknum ef henta þykir. Styrkurinn nemur 4.100 n.kr. á mánuði. Umsækjendur skulu verayngri en 35 áraog hafastundað nám a.m.k. tvö ár við háskóla utan Noregs. 2. Ennfremur bjóða norsk stjórnvöld fram styrki handa erlendum ungmennum til námsdvalar við norska lýðháskóla eða menntaskóla skóla- árið 1987—88. Ekki er vitað fyrirfram hvort nokkur styrkjanna kemur í hlut íslendinga. Styrkfjárhæðin á að nægja fyrir fæði, hús- næði, bókakaupum og einhverjum vasapen- ingum. — Umsækjendur skulu eigi vera yngri en 18 ára og ganga þeir að öðru jöfnu fyrir sem geta lagt fram gögn um starfsreynslu á sviði fé- lags- og menningarmála. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavfk, fyrir 31. janúar n.k., á sérstökum eyðu- blöðum sem þar fást, og fylgi staðfest afrit próf- skirteina ásamt meðmælum. Menntamálaráðuneytið, 29. desember 1986.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.