Alþýðublaðið - 06.01.1987, Side 7
Þriðjudagur 6. janúar 1987
7
Breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar:
Bætur vegna barna til
18 ára aldurs í stað 17
Á síðustu vinnudögum Alþingis
fyrir jól var samþykkt frumvarp til
laga um breytingu á lögum um at-
vinnuleysistryggingar. Samþykkt
frumvarpsins tryggir, að bætur at-
vinnuleysistrygginga vegna fram-
færslu barna verða greiddar þar til
barn verður 18 ára í stað 17 ára eins
og verið hefur. — Fyrsti flutnings-
maður þessa frumvarps var
Jóhanna Sigurðardóttir og sam-
flutningsmenn Karvel Pálmason,
Guðrún Helgadóttir og Guðmund-
ur Bjarnason.
Frumvarpið, ásamt greinargerð,
fer hér á eftir:
1. gr.
2. mgr. 23. gr. laganna orðast svo:
Að auki skal greiða bótaþegum,
sem hafa börn sín yngri en 18 ára á
framfæri á heimili sínu eða greiða
sannanlega með þeim meðlag utan
heimilis, 4% af framangreindum
launum með hverju barni.
2. gr.
Lög þessi öðlast gildi 1. janúar
1987.
Greinargerð:
Markmið þessa frumvarps er að
tryggja að bætur atvinnuleysis-
trygginga vegna framfærslu barna
séu greiddar þar til barn verður 18
ára í stað 17 ára eins og nú er.
Um er að ræða að samræma
ákvæði um atvinnuleysistryggingar
því sem er í öðrum hliðstæðum lög-
um og reglum um framfærslu
barna. Má þar nefna:
Lands-
bankinn
gefur út
„banka-
bréf“
Landsbankinn hefur hleypt af
stað nýjung í verðbréfaviðskiptum
bankans með útgáfu skuldabréfa,
sem kosið hefur verið að kalla
bankabréf. Þessi útgáfa byggir á
heimildum til verðbréfaviðskipta í
nýjum lögum um viðskiptabanka.
Með útgáfu Bankabréfa er
Landsbankinn að bjóða nýjan val-
kost á sviði verðbréfaviðskipta.
Bankabréf Landsbankans eru ein-
greiðslubréf, svonefnd kúlubréf,
með endursölutryggingu en slík
bréf hafa ekki verið böðin til sölu
áður. Með því að bjóða þessi verð-
bréf er Landsbankinn að uppfylla
þær óskir viðskiptavina sinna að
verðbréf séu örugg, í stöðluðum
einingum, og endursala sé tryggð.
Til að byrja með verða Banka-
bréfin seld í aðalbanka en hægt er
að panta þau í öllum útibúum og
afgreiðslum Landsbankans. Við
kaup á Bankabréfunum geta við-
skiptavinir óskað þess að bankinn
varðveiti bréfin og ráðstafi greiðsl-
um inn á reikning í bankanum, við-
skiptavinum að kostnaðarlausu. Ef
eiganda Bankabréfs hentar ekki að
innleysa bréfið á gjalddaga mun
Landsbankinn greiða honum spari-
sjóðsbókarvexti frá gjalddaga þar
til bréfið er innleyst.
Með því að veita endursölutrygg-
ingu á Bankabréfunum er Lands-
bankinn að sjá til þess að eigendur
bréfanna geti litið á þau sem kvika
(liquid) eign og séu ekki að binda
fjármuni til lengri tíma.
Útgáfa Bankabréfa er einn liður í
eflingu Verðbréfaviðskipta Lands-
bankans. Á komandi ári er að
vænta fleiri nýjunga á því sviði og
mun Landsbankinn sem hingað til
ávallt leitast við að veita sem besta
þjónustu.
— barnalögin, þar sem réttindi og
skyldur framfærenda miðast
við 18 ára aldur barns,
— reglur lífeyrissjóða um barna-
bætur,
— ákvæði almannatryggingalaga
um barnalífeyri, meðlög,
mæðralaun og sjúkradagpen-
inga þar sem bótaréttur og
framfærsla erumiðuð við 18ára
aldur barns.
Öll þessi ákvæði, sem hér hafa
verið tilgreind, kveða annaðhvort á
um framfærsluskyldu framfærenda
eða bótarétt þeirra til 18 ára aldurs
barna. Af sjálfu Ieiðir að forsenda
fyrir greiðslu atvinnuleysistrygg-
inga á barnabótum til 18 ára aldurs
er sú sama. Þar er um að ræða að
tryggja framfærslu barna og bóta-
rétt ef atvinnuleysi hindrar fram-
færanda í að afla vinnutekna.
Ef til vill niá benda á ákvæði um
sjúkradagpeninga í almannatrygg-
ingalögunt sem helstu hliðstæðu
við greiðslu atvinnuleysistrygginga-
bóta. Sjúkradagpeningar eru
greiddir ef launatekjur falla niður
vegna veikinda. Bótaþegi á þá rétt á'
greiðslu dagpeninga og til viðbótar
ákveðinni upphæð fyrir hvert barn
á framfæri til 18 ára aldurs. At-
vinnuleysisbætur eru greiddar þeg-
ar launatekjur falla niður vegna at-
vinnuleysis. Bótaþegi á þá rétt á
greiðslu dagpeninga og til viðbótar
ákveðinni upphæð vegna barna
yngri en 17 ára á framfæri sínu.
Ætla verður að misbrestur hafi orð-
ið á því að færa ákvæði atvinnuleys-
istryggingalaga, að því er varðar
bótarétt vegna barna, til 18 ára ald-
urs, en í kjölfar barnalaganna, sem
sett voru árið 1981, voru almanna-
tryggingalögin samræmd þeim lög-
um að þessu leyti.
Með hliðsjón af þeim breyting-
um, sem orðið hafa á hliðstæðum
lögum og áður hefur verið rakið,
verður að ætla að víðtæk samstaða
geti náðst um það frumvarp sem
hér er flutt.
Samkvæmt upplýsingum At-
vinnuleysistryggingasjóðs hafa
barnadagpeningar undanfarin ár
numið á bilinu 3,8% til 4,2% af
heildarbótagreiðslum atvinnuleys-
istrygginga. Sú breyting, sem hér er
gert ráð fyrir, leiðir af sér hækkun
barnadagpeninga í u.þ.b. 5,9% af
heildarbótagreiðslum. Árið 1985
voru heildarútgjöld atvinnuleysis-
trygginga vegna barnabóta rúmar
6,4 millj'ónir króna. Útgjöld at-
vinnuleysistrygginga hefðu því auk-
ist unt 400 þús. kr. á árinu 1985
vegna ákvæða þessa frumvarps.
Af framangreindu er ljóst að
frumvarpið felur það eitt í sér að
löggjafinn lagfæri ákvæðin um
barnabætur atvinnuleysistrygginga
svo að þau samræmist því sem er í
öðrum hliðstæðum lögum. Sú
breyting mun hafa sáralítinn kostn-
að í för með sér fyrir Atvinnuleysis-
tryggingasjóð.
msxmm
GERUM
BETUR!
Kæri lesandi.
upphafi nýs árs langar mig til að
senda þér fáeinar línur um málefni sem skiptir
okkur öll miklu máli, en það eru umferðarmálin.
Á þessum tímamótum blasir sú staðreynd við
okkur, að við stóðum okkur hvergi nógu vel í
umferðinni 1986.
verjar eru ástæðurnar fyrir öllum
þessum gífurlegu umferðarslysum sem kosta
ómældar fjárhæðir, svo ekki sé talað um
þjáningar sem aldrei verða mældar í peningum?
Sem dæmi vil ég greina frá því að Almennar
Tryggingar greiddu á fyrstu ellefu mánuðum
ársins 1986 yfir 110 milljónir vegna tjóna í
umferðinni. Þessar háu tölur sýna að allt of
mikið er af óhöppum og slysum í umferðinni.
Það undirstrikar virðingarleysi ökumanna fyrir
algengustu umferðarreglum.
- r t.d. ekki svo, að of margir ökumenn
virða ekki reglur og umferðarmerkingar á
gatnamótum? Ýmsir sinna ekki stöðvunarskyldu
við aðalbrautir. Enn aðrir aka eftir fjölförnum
umferðargötum eins og þeir séu einir í
heiminum og skipta jafnvel um akreinar
fyrirvaralaust án þess að gefa merki. Svona
dæmi eru dapurlegur vitnisburður um
umferðarmenningu okkar.
igum við ekki öll sem einn að gera
betur á nýju ári í umferðinni. Eigum við ekki að
sýna aukna tillitssemi og kurteisi hvert við
annað. Fylgjum umferðarreglum og hugsum um
öryggi samferðamannsins í umferðinni.
eð samstilltu átaki getum við dregið
stórlega úr umferðarslysum. Takist okkur það
kemur það öllum til góða.
g skora á þig, kæri samferðamaður,
að standa þig enn betur í umferðinni í ár. Hafðu
hugfast að þitt framlag, eins og mitt, er
mikilvægur hlekkur í öryggiskeðjunni.
Með bestu nýárskveðjum,
/
Ólafur B. Tljors
MnT3íTTlE?T?
TRYGGINGAR