Alþýðublaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 14. febrúar 1987 Fá Vestmaimaeyingar eigin efnahagslögsögu? Blaðið spurði Magnús H. Magnússon um stöðu atvinnu- mála í Vestmannaeyjum og hvað atvinnumálanefnd staðarins hefði fyrir stafni, en Magnús er formaður hennar. Atvinnulíf í Vestmannaeyjum hefur lengst af verið öflugt en einhæft. Sjávarútvegur og fisk- iðnaður er undirstaða alls, en ýmsar þjónustugreinar vinna beint eða óbeint fyrir þennan höfuðatvinnuveg. Þegar vel árar við sjávarsíð- una (hvort sem það er af manna- völdum eða náttúrunnar) þá er mannlíf gott í Vestmannaeyj- um. Fiskiðnaðarfólk hefur lengst af unnið erfiða vinnu (bónus) og langan vinnudag. Aukavinna mikil og unglingar áttu auðvelt með að fá vinnu. Fólk vill og þarf að vinna mikið en tekur sér gjarnan góð frí inn á milli. Þessi mikla og almenna vinna hefur staðið undir háum tekjum á hvern framteljanda, að jafn- aði, miðað við aðra landshluta, en að baki liggur mikil og erfið vinna. Gámaútflutningur Nú hefur orðið talsverð breyt- ing á. Útflutningur á óunnum fiski í gámum hefur aukist mik- ið og er nú u.þ.b. 3. hver fiskur fluttur út þannig. Þetta hefur aukið tekjur sjómanna og út- gerðar til muna, sem ekki veitti af, en jafnframt dregið úr vinnu fiskiðnaðarfólks og tekjum. Atvinnumálanefnd hefur verulegar áhyggjur af þessari þróun og hefur beðið bæjar- stjóra að afla upplýsinga um áhrif hennar á: a) kjör sjómanna og útgerðar b) kjör fiskvinnslufólks c) afkomu fiskiðnaðarstöðva d) afkomu bæjarfélagsins e) afkomu þjóðarbúsins Nefndin hyggst leggja fram tillögur í málinu að fengnum þessum upplýsingum og að höfðu samráði við hagsmuna- aðila. Verndum fiskimiða Strax eftir kjör nefndarinnar s.l. sumar tók hún sér fyrir hendur að vinna að aukinni verndun fiskimiða umhverfis Eyjar. Hún hélt marga fundi með hagsmunaaðilum til að ná sem mestri samstöðu um málið og lagði síðan fram tillögur í mörg- um liðum, sem allar stuðla að aukinni verndun fiskimiða og betri nýtingu fiskistofna. Nefndin vildi ganga enn lengra í friðunarátt, en tiilögurnar gerðu ráð fyrir, en taldi mjög mikils virði að ná sem mestri samstöðu um þær. Bæjarstjórn samþykkti til- lögur nefndarinnar og eru þær nú í skoðun hjá Sjávarútvegs- ráðuneyti og Hafrannsóknar- EYRAVEGI 43-45 P.O. BOX 83 800 SELFOSS SÍMI (TEL.) 99-1399 Frárennslisrör Vatnsrör Snjóbræðslukerfi Raflagnarör Hitaveiturör Þrýstislöngur Iðnaðarslöngur Garðslöngur FJOLHÆFASTA PLASTRÖRAVERKSMIÐJA Á ÍSLANDI EYRAVEGI 43-45 P.O. BOX 83 800 SELFOSS SÍMI (TEL.) 99-1399 stofnun. Ég vona að þær fái þar skjóta afgreiðslu. Fiskeldi Atvinnumálanefnd hefur mikinn áhuga á fiskeldi og hef- ur kynnt sér ýmsa möguleika á fiskeldi í Vestmannaeyjum. Hún hefur aðallega þrennt i huga: a) Að afla sem allra bestra upp- lýsinga á þessu sviði og koma þeim upplýsingum til þeirra sem áhuga kynnu að hafa og hvetja þá til skyn- samlegra framkvæmda í þessari grein. b) Að stuðla að rannsóknum og tilraunum, sem nýjar greinar í fiskeldi gætu byggst á. í því sambandi eru miklar vonir bundnar við Náttúrugripa- safn Vestmannaeyja og ný- stofnað útibú frá Hafrann- sóknarstofnun. Ég veit, að þar er bæði aðstaða og áhugi til að verða að liði. c) Að stuðla að sem bestu skipulagi á aðstöðu fyrir fiskeldi í Vestmannaeyjum, því landrými er takmarkað og aðstaða í sjó er einnig tak- mörkuð, því óvíða er nægi- legt skjól við Eyjar. Mjög er því áríðandi að skipuleggja alla aðstöðu sem best. S.l. haust bauð atvinnumála- nefnd dr. Birni Björnssyni, fiskifræðingi, til Eyja. Telur hann aðstæður til flotkvíaeldis á laxi í Klettsvik vera þær bestu á landinu. Hár og jafn sjávar- hiti, gott skjól, hæfilegur straumur til að hindra mengun og nálægð við þéttbýli. Hann telur að í Klettsvík megi með góðu móti rækta u.þ.b. 1000 tonn af laxi á ári (samanborið við tæplega 200 tonna fram- leiðslu nú á landinu öllu). Rætt var um möguleika á seiðaeldisstöð og um strandeldi (þrær á landi). Björn skýrði frá tilraunum með Iúðueldi við Grindavík og taldi vel hugsanlegt að stunda það í Eyjum þegar niðurstöður þeirra tilrauna lægju fyrir. Ræddir voru hugsanlegir mögu- leikar á humareldi og síðast en ekki síst um hafbeit þorsks, en þar eru möguleikar þjóðarinnar óhemju miklir, að mínu mati, og hef ég oft ritað og rætt um þá undanfarinn áratug eða svo. Möguleikar í álarækt eru taldir góðir í Vestmannaeyjum og kemur þar margt til. Lífefnatækni Augljóst er að lífefnatækni á eftir að ryðja sér mjög til rúms í fiskiðnaði og reyndar mörgum öðrum greinum íslensks at- vinnulífs. Annarsvegar verður beiting lífefnatækni í fiskvinnslunni sjálfri til aukinnar nýtingar og aukinnar hagræðingar, sem aft- ur leiðir af sér möguleika ís- lensks fiskiðnaðar til að greiða hærra verð fyrir fiskinn og verða þannig samkeppnisfærari en nú gagnvart erlendum fisk- kaupmönnum. Og gerir fiskiðn- aðinum kleift að hækka laun þeirra sem þar vinna. Hinsvegar verður framleiðsla á lífefnavörum úr fiski og inn- yflum fiska, sem vel gæti orðið þýðingarmikil atvinnugrein. Á þessu sviði er bráðnauð- synlegt að fylgjast vel með því sem gerist erlendis og efla að mun þær tilraunir, sem nú er unnið að hér heima, aðallega á vegum Háskólans. Til að fræðast um stöðu mála í dag í þessum efnum og fram- tíðarhorfur hefur atvinnumála- nefnd boðið Jóni Braga Bjarna- syni prófessor til Vestmanna- eyja, en hann hefur manna mest unnið að þessum málum á veg- um Háskólans. Hann er væntanlegur til Eyja um næstu mánaðamót. Ýmis önnur mál hafa að sjálf- sögðu verið til umræðu í at- vinnumálanefnd, t.d. almenn iðnþróun og ferðamál, en þau eru styttra á veg komin. Von- andi verður hægt að skýra frá einhverjum árangri í þeim mál- um síðar. Ekki þarf að taka fram, að bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur í hvívetna stutt atvinnu- málanefnd. Engin rotvarnarefni Ekta á Eyrarbakka er lítið en drjúgt framleiðslufyrirtæki. „Kartöfluflögurnar frá okkur fara víða“, sagði Valdimar Sig- urjónsson einn eigenda Ekta. „5—6 manns vinna hjá okkur og 3 bílar eru notaðir við dreif- inguna. Samkeppni er mikil við innflytjendur, en við erum at- kvæðamiklir á markaðnum fyr- ir austan fjall og á Suðurnesj- um, og ætlum okkur stærri hlut í Reykjavík. Verðið hjá okkur er hagstætt. Við herjum grimmt á Reykjavíkurmarkaðnum, t.d. i stórmörkuðunum. Verst er, að söluturnar á Reykjavíkursvæð- Eindæma gott tíðarfar „Uppistaðan i afla okkar er ufsi. Það er enginn þorskur ennþá. í mörg herrans ár hefur verið skortur á starfs- fólki. Mörgum þykir því vinnutíminn of langur hjá þeim sem hér starfa. Nú auglýsum við eftir fólki til starfaþ sagði Ingvi í Glett- ingi í Þorlákshöfn. inu ganga kaupum og sölum, og því er innheimta oft erfið. Nýir eigendur vísa á fyrri — og við verðum fyrir barðinu. Ektamenn framleiða sam- kvæmt leyfi hins þekkta Zweifel fyrirtækis í Sviss. „Við höfum reynt að hafa hollustu og gæði í hávegum. Við notum t.d. engin rotvarnarefni — notum einungis náttúrulegar olíur og erum með minna af salti og kryddi en gengur og ger- ist, og er það gert vegna hjarta- og æðasjúkdóma. „Samkeppnisaðstaða okkar er erfið vegna mikils innflutn- ings. Við þurfum að greiða 45 kr. fyrir kílóið af kartöflum sem hráefni en erlendis fá sam- keppnisaðilar okkar kílóið á 8—12 kr. Við greiðum sömu gjöld og þeir sem flytja inn. Eig- inlega er merkilegt, að við skul- um flytja inn landbúnaðaraf- urðir sem við gætum framleitt algjörlega sjálf, t.d. gætum við sinnt öllum íslandsmarkaðn- um. Vara okkar gefur þeirri er- lendu ekkert eftir“ „En við erum bjartsýnirþ sagði Valdimar að lokum. Við hin óskum Ekta-mönn- um velfarnaðar. % fieikutiföKjeL ^Kai^CÍLGjAFAXo^r; O.Fl. ^ínníe AlLgKpnAf^ ^ \'6iaÍUKjfl blAFföorU/ ae-gjími 16SQ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.