Alþýðublaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 14.02.1987, Blaðsíða 12
alþýðu- blaöið Laugardagur 14. febrúar 1987 Alþýöublaöið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blaö hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaöamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þor- valdsson og Jón Danielsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guömundsdóttir Setning og umbrot Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Stærsti líkbrennsluofn í — segir forstjóri brunavarna í Englandi um göngin undir Ermasund Miklar deilur hafa staöiö um fyr- irhugaðar framkvæmdir viö neðan- jaröargöngin milli Englands og Frakklands og hafa margir lýst yfir vantrú á fyrirtækinu. Einna ákveðnust mótmæli komu fram íút- varpsviðtali viö Miki Fordham, for- stjóra brunavarna á Bretlandseyj- um fyrir skemmstu, þar sem hann líkti göngunum við risavaxinn lík- brennsluofn. Áður hefur fram- kvæmdin verið umtöluö sem „gjöf Allah til hermdarverkamanna“. Göngin verða 36 km löng og með þeim lengstu í heimi. Tvær bílalestir munu fara um göngin, sín í hvora áttina. Lestirnar keyra á allt að 160 km hraða á klst. í hverri lest verða 250 bílar og húsvagnar og um 1000 farþegar sem munu halda kyrru fyrir í farartækjum sínum í þær 35 mínútur sem ferðin tekur. Andstaðan gegn göngunum hef- ur fram að þessu aðallega verið frá ferjueigendum, sem sjá að mestu um fólksflutninga á þessari leið. Þeir hafa bent á fjöldann allan af tæknilegum vandkvæðum til að sýna fram á að þetta sé hættulegt fyrirtæki sem eigi að stöðva þegar í stað. Dauðagildra Mike Fordham segir að göngin verði dauðagildra, þar sem hver bensíntankur sé eldsprengja og í hverjum bíl séu plastefni sem gefi frá sér eitraðar gastegundir við íkveikju. Hann segir að ef eldur verði laus muni hann breiðast út með eldingarhraða og það muni taka a.m.k. 90 mínútur að ráða nið- urlögum elds með þeirri aðstöðu sem gert er ráð fyrir í þjónustumið- stöðvunum sem eiga að vera á milli Iestarganganna tveggja. Ef háhýsi yrði byggt með sambærilegu bruna- varnarkerfi, yrði það talið óðs manns æði, segir hann. Fordham segir að ekki sé hægt að geragöngin fullkomlega örugg. Áð- ur hefur brunavarnareftirlitið bent á að hvert minnsta óhapp á lestar- sporinu geti orsakað neistaflug og bensínleka og þá sé stórbruni nán- ast óhjákvæmilegur. Mikil áhætta Yfirmenn brunavarna benda ennfremur á hættuna á því að fólk brjóti bann við reykingum á leið- inni og noti e.t.v. tímann til að fylla Þjóðleikh úsið: Rympa á rusla haugnum Rympa á Ruslahaugnum, nýtt barnaleikrit með þulum og söngv- um eftir Herdísi Egilsdóttur verður frumsýnt á stóra sviði Þjóðleik- hússins á laugardag kl. 15. Leik- stjóri er Kristbjörg Kjeld, hönnuð- ur leikmyndar og búninga er Messíana Tómasdóttir, dansahöf- undur Lára Stefánsdóttir, ljósa- hönnuður Björn Bergsteinn Guð- mundsson en Jóhann G. Jóhanns- son útsetur tónlistina og stjórnar hljómsveit á sviðinu. Tónlist og dans setja mikinn svip á leikinn. Leikritið gerist á ösku- haug, sem er iðandi af lífi og munu rúmlega 20 ungir ballettdansarar sjá til þess. Sigríður Þorvaldsdóttir leikur skemmtilega skassið Rympu, sem býr á ruslahaugnum með haus- lausa tuskukarlinum, Volta. á bensíntanka bílanna úr brúsum eða hita te á gastækjum í húsvögn- unum. Engin Ieið er að hafa eftirlit með slíku. Að sögn þeirra fyrirtækja sem munu væntanlega sjá um byggingu gangnanna, þá er þetta öruggasti ferðamátinn yfir sundið. í því sam- bandi er vitnað til þess að í Ölpun- um hafa göng svipuð þessum verið í notkun í langan tíma, án þess að þar yrðu slys af völdum elds. Full- komnustu öryggisráðstafanir verða gerðar, m.a. með því að nota eldföst skilrúm og háþrýstibúnað sem fjar- lægir gas og önnur eiturefni á auga- bragði ef íkveikja verður. Biðstaða Fyrirtækjasamsteypan sem mun væntanlega sjá um framkvæmdir, á heimi nú þegar í erfiðleikum með að út- vega nægilegt fjármagn til þeirra. Fjármagnseigendur eru hikandi við að leggja mikið fé í ævintýrið, vit- andi það að stórslys eða aðgerðir hryðjuverkamanna á þessari sam- gönguleið getur auðveldlega fælt alla viðskiptavini frá og þá verður ekkert framundan nema gjaldþrot. ATVINNULIFINU Dr. Jón Bragi Bjarnason sem skipar 5 sætiö heldur opinn fund í Kosningamiöstööinni laugardaginn 14. febrúar kl. 14.00 Ð • S • T • O • Ð K*S • I • N•S

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.