Alþýðublaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 5
Ólafsvík AFMÆLISÁR FRAMUNDAN Hinn 26. mars n.k. verða liðin 300 ár frá því að gefið var út í Kaup- mannahöfn konungsbréf þess efnis að Ólafsvík, fyrst allra staða á land- inu, er veitt verslunarleyfi. Af þessu tilefni verður margt gert í Ólafsvík til þess að minnast þessara tíma- móta. Þá má geta þess að á þessu sama ári verða einnig önnur merk- isafmæli á staðnum. Ber þar helst að nefna til 100 ára afmæli skólans á staðnum, verkalýðsfélagið Jökull verður 40 ára, 50 ár verða liðin frá því fyrsti „þilfarsbáturinn“, Víking- ur, kom til Ólafsvíkur og Leikfélag Ólafsvíkur heldur upp á 30 ára af- mæli sitt. Verður því margt að gerast á þessu merkisári í sögu Ólafsvíkur. Skal hér getið þeirra helstu atriða sem snúa að stórafmæli þeirra Ólsara. Á síðasta kjörtímabili var skipuð sérstök Afmælisnefnd staðarins vegna afmælisins í ár. Hún hefur undirbúið afmælishaldið og séð um allan undirbúning í samvinnu við bæjarstjórn og nú upp á síðkastið í samvinnu við nýskipaða sérstaka Lista- og menningarnefnd, auk þess hefur hún fengið til liðs við sig einstaklinga og félög í einstök verk- efni. Árangur þessa starfs er nú að koma í ljós og ljóst er að mikið og gott starf hefur verið unnið. í lok þessa árs er áætlað að út komi fyrra bindi sögu Ólafsvíkur en seinna bindið kemur síðan út að tveimur árum liðnum. Gísli Ágúst Gunn- laugsson, sagnfræðingur, hefur þetta starf með höndum. Þá bera framkvæmdir bæjarfé- lagsins sterkan keim af afmælis- haldinu og er þeim i raun stillt i ákveðna forgangsröð með sérstöku tilliti til afmælis staðarins. Þessi verkefni eru þau helstu, að stefnt er að því að hið nýja og glæsilega fé- lagsheimili Ólafsvíkinga verði til- búið til samkomuhalds í ágúst mán- uði n.k. Unnið er að viðgerðum á gamla pakkhúsinu, sem er elsta húsið á staðnum og er það varð- veitt, en hugmyndin er sú að endur- bæta það og setja í upprunalega mynd sína sem svonefnt pakkhús. Ennfremur að þar verði vísir að byggðasafni. í sumar verður þar til húsa upplýsinga- og þjónustumið- stöð fyrir ferðamenn. Mikið starf verður unnið í um- hverfismálum, frágangi opinna svæða í bænum auk annarra frá- gangsatriða í lóða- og skipulags- málum eftir sérstakri áætlun lands- lagsarkitekts sem fyrir liggur um þessi mál öll. í grunnskólanum munu kennar- ar og nemendur efna til sérstakrar starfsviku þar sem unnið verður að uppsetningu sögusýningar sem opnuð verður á afmælisdaginn. En sjálfan hátíðisdaginn verður hald- inn hátíðarfundur bæjarstjórnar. Hápunktur hátíðarhaldanna verður heimsókn forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, til Ólafsvíkur í ágústmánuði í tilefni afmælisins. Er hugmyndin sú að forsetinn vígi nýja félagsheimilið auk annarra dagskráratriða tengd- um heimsókn forsetans. Um þessar mundir eru að hefjast tökur á sérstakri kvikmynd um Ólafsvík og afmælishaldið sem fyr- irtækið Myndbær annast en Ólafs- víkurbær og atvinnufyrirtæki á staðnum munu standa straum af kostnaði við gerð þessarar myndar. Verður hún frumsýnd í nýja félags- heimilinu þegar forsetinn kemur í heimsókn sína til Ólafsvikinga. Síðast en ekki síst þá hefur bæj- arstjórn ákveðið að samhliða af- mælishaldinu verði á þessu ári tekið til við uppbyggingu og skipulag ferðamannaþjónustu á staðnum. Má segja að það þá verði tekin fyrstu spor í þá átt en ferðamanna- iðnaður hefur verið nær óplægður akur í þessum efnum. Hins vegar telja Ólafsvíkingar sig hafa margt Nýja félagsheimilið ú Klifi í Óiafsvík. Frú höfninni í Ólafsvík. vík góður golfvöllur. Gert er ráð fyrir listsýningum og heimsóknum listamanna til Ólafsvíkur. í ráði er að halda skíðamót á Fróðárheiði og með haustinu verð- ur haldið hér sterkt skákmót með þátttöku erlendra sem innlendra meistara ennfremur verður haldið í ágúst sterkt golfmót. Skólastjóri Tónlistarskóla Ólafsvikur, Elías Davíðsson, hefur nú nýverið lokið samningu 3ja sönglaga við texta eftir heimamenn í tilefni afmælis- ins. Verða lög þessi flutt á árinu af sérstökum hátíðarkór ásamt kirkjukór Ólafsvíkur. Margt annað er hér ótalið, s.s. hlutafjárkaup bæjarsjóðs í ný- stofnaðri ferðaskrifstofu, Ferðabæ hf. vegna átaks í ferðamálum á staðnum, útgáfa bæklinga um Ólafsvík og nágrenni staðarins og sjálfan Jökulinn, sem gnæfir hátt yfir byggðinni. komna, þá sérstaklega forseta sinn, meðal yngri sem eldri íbúa staðar- frú Vigdísi Finnbogadóttur, en ins. S. E. Þ. Frú nýlegum fundi A-listans í Ólafsvík að bjóða ferðamönnum sem vilja leggja leið sína til Ólafsvíkur auk þess að heimsækja þá á afmælisár- inu. Skipulagðar verða ferðir upp á sjálfan Snæfellsjökul í sumar fyrir ferðamenn. í því skyni hefur bæjar- sjóður lagt út fé ásamt Vegagerð ríkisins til lagningar akvegar upp á háls Snæfellsjökuls þaðan sem boðið verður upp á skipulagðar ferðir upp á topp jökulsins, ýmist gangandi eða á snjósleðum og þá í samvinnu við björgunarsveitirnar á staðnum. Þá er ætlunin að bjóða ferðamönnum upp á ýmsa aðra þjónustu eins og t.d. laxveiði, skak- róðra og útreiðartúra. Þá er í Ólafs- Á afmælisdaginn gefur svo Póst- og símamálastofnunin út sérstakt frímerki vegna afmælis Ólafsvíkur en Rótaryklúbburinn á staðnum hefur undirbúið það mál af miklum dugnaði. Á frímerkinu verður mynd af „Ólafsvíkur-Svaninum", skipi sem sigldi samfleytt í yfir 120 ár á milli Ólafsvíkur og Kaup- mannahafnar og er því táknrænt fyrir þetta verslunarafmæli þeirra Olsara. Það er því ljóst að margt verður að gerast í Ólafsvík á þessu ári enda mikil tímamót í sögu staðarins. Ólafsvíkingar vænta mikils fjölda gesta á afmælishátíðir sínar og bjóða þeir alla hjartanlega vel- vin. U JUU ára verslunarafmœli, en auk þess eiga ýmsir aðilar í kaup- staðnum merkisaf- mæli á árinu. Saga staðarins gefin út. mikil eftirvænting ríkir nú þegar í Ólafsvík eftir komu forsetans, jafnt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.