Alþýðublaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 26. febrúar 1987
11
Claus Bang, einn nafntogaðasti
frumkvöðull músikterapíu við
kennslu heyrnardaufra barna.
Við opnun tónstofunnar afhenti
Lionsklúbburinn Fjölnir skólanunr
að gjöf hljóðfæri og hljómburðar-
tæki fyrir hálfa milljón króna.
Borgþór H. Jónsson veðurfræðing-
ur og formaður klúbbsins afhenti
gjöfina en Gunnar Salvarsson
skólastjóri tók við henni fyrir hönd
Heyrnleysingjaskólans.
Tónlist hefur verið í æ ríkara
mæli í heyrnleysingjakennsiu á síð-
ustu árunt og þykir í dag eitthvert
besta hjálpartækið sem völ er á til
þess að örva skynjun heyrnardaufra
á hljóðum og hljómfalli, gegnum
tildæmis hreyfingu, dans og
söngva. Músíkterapía hefur verið
notuð með góðunt árangri í heyrn-
arþjálfun og talkennslu og Heyrn-
leysingjaskólinnbindur miklar vonir
við þá nýjung i kennslu heyrnar-
daufra á Islandi sem felst í opnun
tónstofunnar.
Claus Bang efndi til námskeiðs
urn gildi músíkterapíu í sérkennslu
dagana 20. og 21. febrúar og var
námskeiðið haldið í Gerðubergi á
vegum Heyrnleysingjaskólans og
Þjálfunarskóla ríkisins, Safamýri.
Um fimmtíu sérkennarar sóttu
námskeiðið.
Borgþór H. Jonsson afhendir Gunnari Salvarssyni skólastjóra gjöf Lions-
manna.
Tónstofa opnuð í Heyrn-
leysingjaskólanum
Fimmtudaginn 19. febrúar síðast- ogsérstakurgesturskólansviðopn-
liðinn var formlega tekin í notkun unina var danski heyrnleysingja-
tónstofa í Heyrnleysingjaskólanum kennarinn og músíkterapeutinn
Svarí á hvítu:
— listin að semja án
þess að gefa eftir
Fyrsta bókin sem Bókaforlagið
Svart á hvítu hf. sendir frá sér á
þessu ári er bandarísk metsölubók
sem í íslenskri þýðingu hefur fengið
nafnið: „Já! — Listin að semja án
þess að gefa eftir“. Hér er á ferðinni
bók um samningatækni eftir tvo
Bandaríkjamenn, Roger Fisher og
William Ury, sem báðir starfa við
sérstaka samningatæknistofnun
við Harvardháskólann.
Þessi bók er jafnframt fyrsta
bókin í nýjum bókaflokki Svarts á
hvítu sem hlotið hefur heitið „Versl-
un og viðskipti". Með þessum nýja
bókaflokki hyggst forlagið bæta úr
brýnni þörf og gefa út handbækur
um efni tengd viðskiptalífinu, svo
sem um stjórnun, markaðssetn-
ingu, auglýsingar, sölumennsku,
fjármái, tölvuvæðingu fyrirtækja
o.s.frv. Alla þessar bækur verða þó
þannig úr garði gerðar að þær nýt-
ast almenningi ekki síður en stjórn-
endum fyrirtækja, stórra sem
smárra.
í bókinni „JÁ!“ er kynnt einföld
en áhrifarík aðferð við gerð samn-
inga um ólíkustu málefni. Hún er í
stuttu máli fólgin í því að mönnum
er kennt að semja á réttum forsend-
um og kanna þá hagsmuni sem búa
að baki kröfugerð viðsemjend-
anna. Aðferðin er fjórþætt: í fyrsta
lagi eiga menn að greina að fóík og
viðfangsefni, þ.e. deiluaðilar eru að
fást við tiltekið ágreiningsmál en
ekki hver við annan. í öðru lagi er
mönnum kennt að einbeita sér að
hagsmunum en ekki kröfum því
skilningur á hagsmunum hvors um
sig greiðir tvímælalaust fyrir sam-
komulagi. í þriðja lagi eiga menn
að hugsa upp leiðir sem eru báðum
aðilum til hagsbóta, leita allra ráða
sem duga til að uppfylla sameigin-
lega hagsmuni og sætta þá sem ekki
fara saman. í fjórða og síðasta lagi
er lögð á það áhersla að menn styðj-
ist við hlutlægar viðmiðanir ef ekki
tekst að sætta sjónarmiðin, miða
samkomulag við t.d. markaðsverð,
lög, hefðir, staðla o.s.frv. þannig að
hvorugur þarf i rauninni að gefa
eftir.
Bókin skiptist i 8 kafla. í 1. kafla
er rakinn munur á gömlu kröfu-
gerðaraðferðinni og nýju forsendu-
aðferðinni. í næstu fjórum köflum
er nýja aðferðin ítarlega kynnt og í
þremur síðustu köflunum er reynt
að leita svara við þeim spurningum
sem kunna að kvikna við lesturinn.
I formála íslensku þýðingarinnar
segir Þórir Einarsson prófesor m.a.:
„A erlendum málum er mikið úrval
bóka um samningaaðferðir. Bókin
„Já!“ ber af flestum þeirra. . . .
Bókin á ekki einungis erindi til
þeirra er viðskipti stunda heldur
einnig þeirra sem leysa þurfa
ágreining hvort sem hann er í einka-
lífi eða fyrir opnum tjöldum þjóð-
félagsins!”
Þessi aðferð, sem þróuð var við
Harvard-háskólann, hefur þegar
haft víðtæk áhrif, einnig á alþjóða-
vettvangi. Roger Fisher gegndi t.d.
lykilhlutverki við lausn glslamáls-
ins s.k., þegar íranskir námsmenn
héldu bandarískum sendiráðs-
mönnum í gíslingu mánuðum sam-
an, og hefur hann verið heiðraður
fyrir störf sín að friðarmálum.
William Ury,; samstarfsmaður
hans, átti t.d. ríkan þátt í Camp-
David samkomulaginu milli ísraels-
manna og Egypta. Hann er oft
kvaddur til sem þriðji aðili til að
leysa úr smáum sem stórum deilu-
málum.
„JÁ!“ kom fyrst út i Bandaríkj-
unum árið 1981 og hlaut þegar frá-
bærar viðtökyjr, ekki aðeins meðal
almennings, heldur einnig stjórn-
málamanna og þekktra aðila í
bandarísku viðskiptalífi. T.d. sagði
Elliot Richardson, sem var þekktur
samningamaður á sínum tíma, að
bókin væri „ . . . áhrifamikil, skil-
merkileg og sannfærandi bók. Hún
er ekki samsafn af brögðum og
brellum heldur heilsteypt samn-
ingaaðferð. Ef til vill einhver gagn-
legasta bók sem þú átt nokkru sinni
eftir að lesa“.
Lausar stööur
Nokkrar stööur tollvarða eru lausar til umsóknar.
Umsóknareyöublöð fást á skrifstofu minni og
skulu umsóknir ásamt tilskildum fylgigögnum
hafa borist mér fyrir 15. mars n.k.
Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli,
23. febrúar 1987.
ST. JÓSEFSSPÍTALI
Landakoti
Starfsfólk óskast á eftirtalda staði:
— Skol vinnutími kl. 9—15.
— Ræstingu á skurðstofugangi vinnutími kl.
9—13.
Upplýsingar veitir ræstingastjóri alla virka daga
frá kl. 10—12.
Reykjavík, 25. febr. 1987.
Náttúruverndarráð
auglýsir stöður landvarða á friðlýstum svæðum,
sumarið 1987, lausar til umsóknar.
Námskeið ( náttúruvernd — landvarðanám-
skeið, er skilyrði fyrir ráðningu til landvörslu-
starfa á vegum Náttúruverndarráðs á friðlýstum
svæðum.
Skriflegar umsóknir skulu berast Náttúru-
verndarráði, Hverfisgötu 26, 101 Reykjavík, fyrir
10. mars 1987.
FÉLAGSSTARF
ALÞÝÐUFLOKKSINS
Björgvin talar í
kosningamiðstöðinni
Á laugardaginn þ. 28. þ.m.
verður opinn fundur í kosninga-
miðstöð Alþýðuflokksins, Síðu-
múla 12. Þar mun Björgvin
Guðmundsson, sem skipar 6.
sælið á lista Alþýðuflokksins í
Reykjavík, fjalla uin efnið: „Ný
viðhorf í markaðsmálum".
Fundurinn hefst klukkan 14:00
og er öllum opinn.
Reykjaneshátíð
A-listans, Stapa
A-listinn á Reykjanesi efnir til stórhátíðar í Stapa, laugar-
daginn 28. þessa mánaðar. Hátíðin stendur frá klukkan 22:00
til klukkan 3 eftir miðnætti.
Á hátíðinni verða frambjóðendur A-listans kynntir.
Kristján Jóhannsson óperusöngvari syngur.
Spaugstofan kemur öllum i gott skap.
Ríó-tríó leikur.
Guðmundur Oddsson flytur ávarp.
Hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi.
Rúllugjald er 500 krónur.
Sætaferðir: Upplýsingar í simum 44700 — 50499 — 689370.
Sætaferöir frá:
Þverholti Mosfellssveit kl. 20:50
Nýjabæ Seltjarnarnesi kl. 20:45
Kosningamiðstöðin Siðumúla 12, Rvik kl. 21:00
Hamraborg 14 Kópavogi kl. 21:10
Goðatúni 2 Garðabæ kl. 21:20
Alþýðuhúsinu Strandgötu 32, Hafnarfirði kl. 21:30.
Nánari upplýsingar í síma: 44700, 50499 og 689370.
Um hvað verður barist?
Borgarafundur
á Akureyri
Alþýðuflokksfélögin á Akureyri efna til borgarafundar í Al-
þýðuhúsinu á Akureyri sunnudaginn 1. mars klukkan 15.00.
Rseðumenn á fundinum verða:
Árni Gunnarsson, sem fjallar um efnið: „Vandi landsbyggð-
arinnar".
Hreinn Pálsson, sem fjallar um „Örlagaríkar kosningar".
Jóhanna Sigurðardóttir, sem talar um „Húsnæðismálin".
Jón Sigurðsson, sem ræðir um „Stjórnmálin við upphaf
kosningabaráttu".
Að framsöguerindum loknum verður ríflegur tími til fyrir-
spurna.
Akureyringar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega.
Alþýðuflokksfélögin á Akureyri.
Flokksstjórnarfundur
og árshátíö á Akureyri
Flokksstjórn Alþýðuflokksins kemur saman til fundar á Ak-
ureyri laugardaginn 28. febrúar. Flokksstjórnarmenn, sem
fara frá Reykjavík, fara með flugvél frá Reykjavíkurflugvelli
föstudaginn 27. febrúar klukkan 19.00 (Mæting klukkan
18.30).
Dagskrá flokksstjórnarfundarins á laugardag, verður á
þessa leið:
Kl. 11.00: Fundurinn settur í Alþýðuhúsinu. JóhannaSigurðar-
dóttir, varaformaður flokksins, setur fundinn.
Kl. 11.15: Staðfesting á framboðslistum Alþýðuflokksins
vegna væntanlegra aiþingiskosninga.
Kl. 12.00: „Málefni landsbyggðarinnar“ — Árni Gunnarsson,
ritari flokksins, og efsti maður á lista hans í Norðurlandskjör-
dæmi eystra, flytur framsögu.
Kl. 12.35: Matarhlé. Létt máltið á staðnum. (250 kr.)
Kl. 13.00: „Málefni landsbyggðarinnar". Umræður.
Kl. 14.30: Onnur mál.
Kl. 15.00: Fundarlok.
Að loknum flokksstjórnarfundinum býður fulltrúaráð Al-
þýðuflokksfélaganna á Akureyri flokksstjórnarmönnum og
mökum þeirra I skoðunarferð um Akureyri. Að ferð lokinni
verða veitingar I boði fulltrúaráðsins I skrifstofu flokksins að
Strandgötu,9.
ÁRSHÁTÍÐ Alþýðuflokksfélaganna á Akureyri verður síöan
I Alþýðuhúsinu um kvöldið, og hefst með borðhaldi klukkan
19.30.