Alþýðublaðið - 26.02.1987, Blaðsíða 10
10
Fimmtudagur 26. febrúar 1987
Mig langar í fáum
orðum að ræða
hér lítillega nokkur
þau mál er varða
okkur sem búum
hér út við sjávar-
síðuna. Sömu mál
varða auðvitað
heildina og rekstur
þjóðarbúsins. Ekki
ætla ég hér og nú
að fara að tíunda
— Sveinn Þór Elín-
bergsson, bœjarfull-
trúi í Ólafsvík og
fimmti maður á lista
Alþýðuflokksins í
Vesturlan dskjördæm i,
skrifar.
BUSETA UTI A LANDI
ER ENGIN TILVILJUN
gildi búsetu hér úti
á landsbyggðinni
og þá verðmæta-
sköpun sem hér á
sér stað. Það eru
augljósar stað-
reyndir, sannindi
sem hverjum ís-
lendingi eru kunn.
Engu að síður er
nú svo komið að
tilvist okkar
byggðarlaga og
hagsmuna okkar er
nú ógnað af upp-
söfnuðu, miður
æskilegu, mið-
stýrðu pólitísku
ákvörðunarvaldi,
sem í gegnum árin
hefur hreiðrað um
sig suður í borgrík-
inu við Faxaflóa.
Afleiðingarnar eru augljósar,
fólksflótti frá landsbyggðinni til
Reykjavíkur. Og til að bíta höfuðið
af skömminni benda nýjar spár
Byggðastofnunar til þess að sú þró-
un haldi áfram. Skýringa þessa er
m.a. að finna í löngu úreltri, gagn-
lausri og afskræmdri byggðastefnu,
sem í upphafi var til stofnað af aug-
ljósri þörf og góðum ásetningi. í
dag er hún í reynd meiri háttar
feimnismál og menn hafa sumir
hverjir skömm á hugtakinu fyrir
bragðið.
Þetta er ein alvarlegasta þver-
sögnin í okkar þjóðlífi og ógnar nú
tilvist okkar og búsetu hér úti á
landsbyggðinni, þar sem, eins og
fyrr sagði, framleiðsla og verð-
mætasköpun fer fram. Hér verða
gjaldeyristekjurnar til, — og héðan
fara þær. Sökum ójafnvægis í
byggð landsins fyrir tilverknað ým-
issa ytri þátta er þörf á byggða-
stefnu á íslandi. Svo hefur ætíð ver-
ið pg svo mun ætíð verða.
Ég ætla nú að gera örlitla grein
fyrir þeim atriðum sem brenna
hvað mest á okkur og þar af leið-
andi heildinni, atriði sem kalla á
breytingar.
Tímamót framundan
Ég tel að framundan séu tímamót
í rekstri og stjórnun sveitarfélaga á
íslandi. Þetta kemur glögglega
fram í þróun samskipta ríkisvalds
og sveitarfélaga og hagsmunasam-
taka þeirra síðarnefndu. Sú þróun
sýnir að sífellt hallar á sveitarfélög-
in og samtök þeirra á sama tíma og
þensla og uppgangur verður á höf-
uðborgarsvæðinu og ekkert lát
virðist vera á. Ójafnvægið hefur
sjaldnast vrið eins mikið og nú.
Éinnig benda opinberar spár til þess
að svo verði áfram, t.a.m. fjölgi
störfum í þjónustugeiranum mest á
komandi árum. A sama tíma er
sveitarfélögum ætlað að auka og
taka í síauknum mæli þátt í fram-
kvæmdum og rekstri hins opinbera.
Ennfremur er þeim sífellt ætlað að
auka þjónustuhlutverk sitt án þess
að fá á móti samsvarandi hlutdeild
að tekjustofnum eða hafa minnstu
möguleika þar um.
Samtímis hafa hinir fáu og fá-
tæklegu tekjustofnar sveitarfélag-
anna rýrnað svo og lítil von er við
ríkjandi aðstæður að þau, þrátt fyr-
ir góðan vilja sinn og ásetning, —
geti staðist samkeppnina við höfuð-
borgarsvæðið í því meginmarkmiði
að bjóða íbúum sínum upp á sam-
bærilega þjónustu í lífvænlegu um-
hverfi til þess að lifa og starfa í.
Þetta hefur orðið fyrir tilverknað
hins efnahagslega og pólitíska mið-
stýringavalds í hreiðri þess suður í
Reykjavík, þangað sem sveitar-
stjórnarmenn landsbyggðarinnar,
frá framleiðslusvæðunum, —
leggja leið sína á hverju hausti, eins
og hverjir aðrir bónbjargarmenn í
leit að annars lögbundnum fram-
lögum ríkisins i lögbundin verkefni
ríkis- og sveitarfélaga.
Enn ein þversögn
Hér er um enn eina þversögnina
að ræða í islensku þjóðlífi sem
einnig bendir á augljósa þörf til
uppstokkunar og breytinga ef ekki
á illa að fara á landsbyggðinni. Til
sveitarfélaga þarf að færa aukna og
ennfremur nýja tekjustofna svo þau
fái risið undir hlutverki sínu og tek-
ið við nýjum ver'kefnum. Þar fari
saman framkvæmdavald heima í
héraði og fjárhagsleg ábyrgð.
Framþróun í byggð landsins
byggist fyrst og síðast á auknu sjálf-
stæði sveitarfélaga og sjálfstjórn
ásamt aukinni hlutdeild þeirra í nýt-
ingu þeirra miklu verðmæta sem
skapast heima í héraði, sem í dag
renna hratt og vel suður í hítina
stóru, þaðan sem þeim er síðan
skammtað í áðurnefnd verkefni,
oft á röngum forsendum, oft á
röngum tíma, oft með röngum að-
ferðum.
Útgerðarstaðir sem okkar njóta
ekki nema í mjög litlum mæli þeirra
verðmæta sem hér verða til. í ofan-
álag rýrir ríkisvaldið hina fáu og fá-
tæklegu tekjustofna þessara héraða
sem annarra. Um leið minnkar
efnahagslegt sjálfstæði þeirra og
um leið geta til að framkvæma og
auka þjónustuhlutverk sitt.
Nýjasta dæmi þess er áframhald-
andi niðurskurður ríkisins til Jöfn-
unarsjóðs sveitarfélaga og var hann
ekki burðugur fyrir. í annan stað
eru ekki uppi neinar áætlanir
stjórnvalda um það hvernig beri að
endurnýja fiskiskipastól lands-
manna. Þetta er á sumum stöðum
orðið vandamál, annars staðar að
verða vandamál.
Hár meðalaldur
Hér birtist ein afleiðing og ágalli
núverandi fyrirkomulags um
stjórnun fiskveiða, nefnt kvóta-
kerfi. í Ólafsvík er t.d. meðalaldur
' fiskiskipa orðinn um 23 ár. Það seg-
ir sig sjálft að ef ekki fara að koma
breytingar á þessu stefnuleysi
stjórnvalda þá siglum við inn í mik-
ið vandamál sem kallar síðan á
stökkbreytingar. Þess háttar stökk-
breytingar í slíkum fjárfestingum
geta hins vegar tröllriðið útgerð og
fiskvinnslu og e.t.v. heilu byggðar-
lögunum ef ekki er rétt á málum
haldið.
Ástand þetta í dag hrópar á ein-
hverja stefnu sem því miður er ekki
til, stefnu ríkisvaldsins um það
hvernig á að standa að tímabærri en
um leið skynsamlegri endurnýjun
fiskiskipaflotans. Varla getur það
talist stefna á þessu sviði, — og von-
andi ekki, segi ég, — að leyfa óheft-
an innflutning og nýsmíði báta
undir 10 tonnum að stærð,
svokallaðra 9.9 tonna báta, sem að
vísu er skammgóður vermir fyrir
sumar innlendu skipasmíðastöðv-
anna. í dag kalla menn þetta „smá-
bátasprenginguna", skriðu sem fór
af stað fyrir um 2 árum síðan.
Hér koma fram enn einar öfgarn-
ar og öfugmæli títtnefnds kvóta-
kerfis, eina ferðina enn. Á sama
tíma og menn ræða í fullri alvöru
um öryggismál sjómanna þá telja
sömu menn rétt að setja reglur sem
leyfa slíkan hömlulausan innflutn-
ing og nýsmíði smábáta, sem ógna
öryggi sjómanna.
Umræðan um öryggismál sjó-
manna, sem fyrir löngu var orðin
tímabær hér á landi, er eitt hið
markverðasta sem fram hefur kom-
ið síðustu misserin. En í þessu máli
ræður nú kaldhæðnin ein ríkjum.
Vegna kvótakerfisins sækja menn
stíft að fá að kaupa eða byggja
þessa báta vegna þess að þeir eru ut-
an kvóta hver um sig, einungis eru
þeir á heildarkvóta og virðast taka
duglega af honum án nokkurra tak-
markana.
En það alvarlegasta í þessu máli
er það að þessi þróun ógnar örygg-
ismálum sjómanna, því menn
freistast til þess að beita þessum
bátum sem um stærri hefðbundna
vertíðarbáta væri að ræða, þeir eru
t.a.m. settir á net með öllum þeim
græjum sem því fylgja.
Mældir niður
Til að bæta gráu ofan á svart er í
dag, óáreitt, beitt ýmsum brögðum
við að mæla suma þessa báta niður
í 9.9 tonn sem í reynd eru 14—15
tonna bátar til þess eins að þeir falli
utan kvótamarka. Þannig hvetur
kvótakerfið menn til meira sukks
og svínaríis en orðið er og er það
nóg fyrir um hluti sem með réttu
eru sameign þjóðarinnar en ekki
fárra útvaldra.
Og það sem meira er, menn hæla
sér af þessum kúnstum sem byggj-
ast á göllum ríkjandi kerfis. En í
reynd er þetta í dag eina leiðin fyrir
þá sem vilja hefja útgerð og sjó-
sókn. Þróun þessa máls hefur verið
með eindæmum hröð og nú er svo
komið að aðgerða er þörf því talið
er að „þessi nýi floti okkar“ hafi
stækkað nú sl. 2 ár sem nemur 1100
tonnum. Fjölgun báta undir 10
tonnum að stærð sl. 2 ár svarar til
þess að 1 skuttogari af minni gerð
hafi bæst við flotann hvort árið um
sig. Lætur nærri að veiðimagn
þessa nýjasta flota okkar þessi 2 ár
samsvari til þorskkvóta 2ja skut-
togara á suðursvæði á sama tíma-
bili.
Enn ein afleiðing meingallaðs
kvótakerfis birtist í dag í því að
gamlir fúakoppar rjúka upp í verði,
langt yfir raunvirði vegna þess eins
að þeim fylgir alltaf einhver kvóti.
Þetta er líka enn ein ógnunin við ör-
yggismál sjómanna og um leið öf-
ugmæli, því að við þessar aðstæður
getur komið til tilviljunarkennds
tilflutnings á kvóta á milli byggðar-
laga án þess að nokkur fái rönd við
reist. Ennfremur eru menn sjálfsagt
með þessu að kaupa sér rétt til veiða
og að komast yfir skip. Því verður
að krefjast breytinga á núverandi
kvótakerfi fiskveiða svo það stang-
ist ekki á við atvinnuöryggi á stöð-
um sem þessum hér á Snæfellsnesi
og víðar.
Síðast en ekki síst að það stangist
ekki á við almennt siðferði í nýtingu
náttúruauðlinda þjóðarinnar. Ég
dreg ekki í efa nauðsyn þess að
vernda fiskistofnana við landið og
ég virði þá hugsun sem í upphafi var
bak við hugmyndina um kvótakerf-
ið í þessum tilgangi, en hitt er stað-
reynd, að útfærsla þess hefur farið
úr böndunum og það út af fyrir sig
ögrar því jafnvægi sem ríkt hefur í
atvinnumálum okkar og leiðir af
sér ójöfnuð á milli skipa, staða,
áhafna og útgerða.
Ný, raunhæf byggðastefna
Þau mál sem ég hef hér reifað eru
að mínu mati mjög brýn hags-
munamál okkar hér úti við sjávar-
síðuna. Og það sem meira er, þá
tengjast þau öll saman í eina órjúf-
anlega heild og samhengi. Þetta
samhengi og þessa heild vil ég kalla
kjarnann í nýrri, raunhæfri
byggðastefnu. Ný og raunhæf
byggðastefna á fyrst og fremst að
fjalla um ákveðna tiltekt í sjávarút-
veginum, skapa sjálfri undirstöð-
unni eðlileg rekstrarskilyrði.
Þýðingarmesta hugtakið í hag-
stjórnun er sjálfsagt rétt gengis-
skráning á hverjum tíma. Byggða-
þróun og stefna þeirra mála er
tengjast henni og varða okkur mest
í dag, býr við ranga gegnisskrán-
ingu ef svo mætti að orði komast.
Leiðréttum þessa röngu skráningu
með nýrri, víðtækri og umfram allt
raunhæfri byggðastefnu sem spyrnt
getur við fótum. Þetta gerist ekki
öðruvísi en með breytingum á
stjórn landsmála. Gengisskráning
þessara mála allra nú, eftir íhalds-
og framsóknaráratuginn, sýnir
okkur það svo ekki verður um villst.
Breytinga er þörf. Þær breytingar
verða best tryggðar með því að gera
Alþýðuflokkinn að sterku land-
stjórnarafli í næstu kosningum.
. . . sífellt hallar á sveitarfélögin og
samtök þeirra á sama tíma og
þensla og uppgangur verður á höf-
uðborgarsvœðinu . . .
. . . þessi þróun ógnar öryggismál-
um sjómanna, því menn freistast
til að beita þessum bátum sem um
stœrri hefðbundna vertíðarbáta
vœri að rœða.
Enn ein afleiðing meingallaðs
kvótakerfis birtist í dag í því að
gamlir fúakoppar rjúka upp í
verði. . .