Alþýðublaðið - 10.04.1987, Side 1
alþýðiH
blaðið 1
Föstudagur 10. apríl 1987_________70. tbl. 68. árg.
Axel Kristjánsson,
aðallösfrœðinsur Útvessbankans:
„Mér kemur þetta
ekki á óvart“
Kosningabarátta á ameríska vísu:
Brýtur Framsókn
samkomulag flokkanna?
Samkvæmt heimildum Alþýðu-
blaðsins ætlar Framsóknarflokkur-
inn í Reykjaneskjördæmi, að brjóta
samkomulag flokkanna um að fara
ekki út í dýrar sjónvarpsauglýsingar
eða þáttagerð fyrir alþingiskosn-
ingarnar.
Mikil taugaveiklun er sögð ríkja
meðal framsóknarmanna í kjör-
dæminu og vilja þeir leggja allt í
sölurnar til að reyna að tryggja for-
sætisráðherra, formanni Fram-
sóknar, sæti á Alþingi. Samkvæmt
heimildum Alþýðublaðsins er verið
að tala um dagskrá á Stöð-tvö sem
gæti kostað um 1.5 milljón króna.
Flokkarnir hafa hingað til neitað
auglýsingatilboðum í sjónvarpi.
Þeir hafa hins vegar þegið ókeypis
kynningar og sýningartíma. Gerð
framboðskynninganna í ríkissjón-
varpinu var kostuð af flokkunum,
en sýningarnar án endurgjalds.
Stöð-tvö hefur einnig boðið flokk-
unum 15 mínútna kynningu, en
býður einnig auglýsingatíma, eða
þátt.
Hermann Sveinbjörnsson, kosn-
ingastjóri Framsóknar í Reykja-
nesi, vildi ekki staðfesta að floickur-
inn færi út í þessa dýru auglýsingu
á stöð tvö. „No comment;* sagði
Hermann. Hann gaf heldur ekkert
út á hvaða upphæðir væri um að
ræða.
Ljóst þykir að ef Framsókn lætur
til leiðast, þá fylgi hinir flokkarnir
á eftir. Menn eru hins vegar á einu
máli um að kostnaðurinn sé allt of
mikill og á endanum verði pening-
amir sóttir í vasa skattborgaranna.
Emil Þór Guðbjörnsson, Stykkishólmi:
„Ungt fólk kýs
Alþýðuflokkinn
„Þetta kemur mér ekki á óvart að
það sé gefin út ákæra, miðað við
það moldviðri sem búið er að vera í
kringum þetta mál. En það sem
kemur mér á óvart er að það sem á
að kallast réttarríki eins og á ís-
landi, er það að ákærur skuli birtast
í fjölmiðli, áður en þær eru birtar í
sakadómi. Þetta máttu hafa eftir
mér og annað ekki,“ sagði Axel
Kristjánsson, aðallögfræðingur Út-
vegsbankans í samtali við Alþýðu-
blaðið, vegna umfjöllunar Helgar-
póstsins í gær um Útvegsbankann
og Hafskipsmálið.
Axel Kristjánsson, aðallögfrœðing-
ur Útvegsbankans.
í HP í gær er fullyrt að von sé á
ákæru á allra næstu dögum í Haf-
skips/Útvegsbankamálinu og að
bankastjórar Útvegsbankans muni
verða ákærðir, bæði núverandi
bankastjórar og eins fyrrverandi.
Þá er einnig sagt í HP: „Þá er Helg-
arpóstinum kunnugt um, að Axel
Kristjánsson aðallögfræðingur Út-
vegsbankans, sem hafði á hendi
eins konar eftirlit með Hafskipi
fyrir hönd Útvegsbankans, verði
einnig ákærður"
í gær voru svo birtar ákærur í
Hafskipsmálinu hjá embætti sak-
sóknara. Eftirtöldum voru birtar
ákærur: Ragnari Kjartanssyni,
Björgólfi Guðmundssyni, Páli
Braga Kristjónssyni, Helga
Magnússyni, JónasiRafnar, Bjarna
Guðbjörnssyni, Ármanni Jakobs-
syni, Ólafi Helgasyni, Halldóri
Guðbjarnasyni, Lárusi Jónssyni og
Axel Kristjánssyni.
Búist er við að Albert Guð-
mundsson, fyrrverandi stjórnarfor-
maður Hafskips og fyrrverandi for-
maður bankaráðs utvegsbankans,
muni sleppa við ákæru í málinu.
Ekki náðist í Hallvarð Einvarðs-
son ríkissaksóknara í gær og ekki
heldur Braga Steinarsson.
Neytendasamtökin vara mjög
eindregið við nýjum tilraunum til
framleiðslu- og verðstýringar, hvort
sem um er að ræða stjórnvöld eða
framleiðendur. Samtökin segja að
ástæða sé til að ætla að nú þegar
séu kjúklingaframleiðendur að
koma á slíkri framleiðslustjórnun
sem ætlað sé að hindra að nýir
framleiðendur geti hafið fram-
leiðslu á kjúklingaafurðum. —
Samþykkt þessa efnis var gerð á
fundi sfjórnar Neytendasamtak-
anna s.l. þriðjudag.
í lok síðasta árs tókst að koma í
veg fyrir að þær greinar landbúnað-
ar, sem búið hafa við frjálsræði í
framleiðslu og verðmyndun væru
teknar undir miðstýrða fram-
leiðslustjórnun og verðmyndun.
Neytendasamtökin gagnrýndu þau
„það er mikill hugur í Alþýðu-
flokksfólki hér á Stykkishólmi.
Alþýðuflokkurinn virðist vera hér í
stórsókn, en það sem einkennir
Sjálfstæðisflokkinn á Vesturlandi
aftur á móti er að hann virðist vera
sprunginn í marga hluta. Það er því
áform harkalega, en segja nú að
ástæða sé til að vera áfram á verði
gagnvart þessum hugmyndum.
Það er skoðun Neytendasamtak-
anna að eftirspurn eftir kjúklinga-
kjöti sé ekki fullnægt. Of hátt verð
þessarar vöru, í samanburði við ná-
grannalönd okkar, hefur leitt til
minni neyslu en ella. Hér eiga
spá margra hér fyrir vestan núna að
Alþýðuflokkurinn muni fá tvo
menn kjörna á þing í kosningunum,
25. apríl,“ sagði Emil Þór Guð-
björnsson, skipasmiðameistari á
Stykkishólmi, þegar Alþýðublaðið
hafði samband við hann í gær.
kjarnfóðurskatturinn og ýmsar
framleiðsluhindranir megin sök, en
kjarnfóðurskatturinn leggst á allt
innflutt kjarnfóður. Neytendasam-
tökin ítreka fyrri mótmæli sín gegn
þessum óréttláta skatti, sem greidd-
ur er úr matarbuddu almennings.
Jafnframt mótmæla samtökin
marg endurteknum fullyrðingum
fulltrúa hefðbundinna búgreina um
að þessi skattlagning sé nauðsynleg
vegna niðurgreiðslna á kjarnfóðri
erlendis. Þær niðurgreiðslur eru
eingöngu til komnar til þess að gera
kjarnfóður frá löndum Vestur-Evr-
ópu samkeppnusfært í verði, borið
saman við heimsmarkaðsverð á
þessari vöru.
„Við búumst því við að bæði Eið-
ur Guðnason og Sveinn Hálfdánar-
son verði í þingliði okkar Vestlend-
inga á næsta kjörtímabili, — og líst
vel á. Það hafa verið haldnir ágætir
framboðsfundir hér í kjördæminu
sem hafa leitt í ljós sterka málefna-
lega stöðu Alþýðuflokksins.
Helstu málin í Vesturlandskjör-
dæmi sem þola ekki bið eru vega-
málin og hafnarmálin. Fram-
kvæmdir eru nú loksins hafnar við
smábátahöfn hér í Stykkishólmi og
eins eru framkvæmdir að fara i
gang við nýja höfn vegna hinnar
nýju Breiðafjarðarferju, eða nýja
Baldurs. Það nýja skip verður
miklu stærra og meira en það sem
nú er í notkun og því verður hægt
að anna betur ferðamönnum og
ferðaþörfum þeirra með tilkomu
hins nýja skips.
Lengi hefur staðið til að hefja
framkvæmdir við nýtt íþróttahús á
Stykkishólmi og mikil nauðsyn að
framkvæmdir verði hafnar á sumri
komanda. Teikningar munu nú
loksins vera tilbúnar og því ekkert
til fyrirstöðu að hefjast handa og
bjóða verkið út.
Alþýðuflokkurinn er í stórsókn
hér á Vesturlandi, — það er engin
spurning. Við höfum á að skipa
mörgu ungu og áhugasömu bar-
áttufólki og ég vil skora á unga
kjósendur í kjördæminu að fylkja
sér um Alþýðuflokkinn og gera sig-
ur hans sem glæsilegastan í kosn-
ingunum 25. aprílý sagði Emil Þór
Guðbjörnsson.
Kiúklinsaframleiðendur:
Ný tilraun til fram-
leiðslustýringar?
Framleiðsla Sambandshúsanna fyrstu mánuði ársins:
HEILDARFRYSTINGIN
JOKST UM 3 %
— Framleiðsla frystra botnfisk-
afurða þó 11% minni en á sama
tíma í fyrra.
Á tímabilínu frá áramótum til
4. apríl jókst heildarfrysting Sam-
bandshúsanna um 3%, miðað við
sama tímabil í fyrra. Heildarfryst-
ingin þetta tímabil er um 12.030
tonn á móti 11.670 tonnum í
fyrra. Þessi aukning er aðallega
vegna aukinnar framleiðslu
frystrar loðnu og frystra loðnu-
hrogna. Ef litið er á botnfiskaf-
urðirnar þá er framleiðsla þeirra
11% minni en á sama tíma í fyrra.
Minni framleiðsla botnfisk-
afurða stafar fyrst og fremst af
áhrifum verkfallanna, upp úr ára-
mótum.
„Það er nokkuð blendið hljóð í
mönnumý segir Sigurður Mark-
ússon, framkvæmdastjóri Sjávar-
afurðadeildar Sambandsins, að-
spurður um afkomuna í greininni.
„Hann sagði að menn hefðu
þungar áhyggjur af því hve dollar-
inn hefur lækkað og lika út af
þeirri miklu óvissu sem rikir um
dollarann. „En, jákvæða hliðin er
sú, að mér finnst vera mikill hug-
ur í mönnum í frystingunni.
Menn vilja standa sig í samkeppn-
inni, t.d. í samkeppninni við
ferska fiskinn. það er mikið talað
um vöruþróun og þróun á nýjum
vinnsluaðferðum í frystingunni.
— Menn vænta mikils af því
starfi, sem verið er að vinna á því
sviðiý segir Sigurður.
— En gerir óhagstætt gengi
dollars að verkum að menn fram-
Ieiða frekar fyrir aðra gjaldmiðla?
„Nei, því má ekki gleyma að
það hafa orðið töluverðar hækk-
anir í Bandaríkjunum og senni-
lega nokkuð meiri en á öðrum
mörkuðum. Þessar hækkanir
hafa því meira en vegið upp á móti
lækkun dollarans. En, við hefð-
um auðvitað gjarnan viljað hafa
þessar hækkanir, án þess að þurfa
að afskrifa hluta af þeim vegna
lækkunar á dollaranum.“
/ aukningunni í heildarfrystingunni, munar mestu um aukna fram-
leiðslu fryslrar loðnu og loðnuhrogna. Framleiðsla frystra botnfisk-
afurða er hins vegar 11% minnifyrstufjóra mánuðina, miðað við sama
tíma í fyrra.
4!