Alþýðublaðið - 10.04.1987, Síða 2

Alþýðublaðið - 10.04.1987, Síða 2
2 Föstudagur 10. apríl 1987 RIT3TJ Q R N A.RG R EIN . .. . Réttlátara skattakerfi Eitt af meginstefnumálum Alþýðuflokksins í komandi kosningum er heildarendurskoðun og einföldun skattkerfisins jafnframt hertum aðgerðum gegn skattsvikum. Núverandi skatt- kerfi er ranglátt og þjónar illa tilgangi sínum. Og enn hefurverið lítið gert til að vinna bug á stærstu göllum skattkerfisins. Staðgreiðsla skattaer jákvætt skref fram ávið, en hún erað- eins eitt af mörgum skrefum sem taka þarf. Skattkerfið þarf að afla ríki og sveitarfélögum nauðsynlegra tekna til sameiginlegra verkefna landsmanna á þann hátt, að allir — einstakl- ingar jafnt sem fyrirtæki — leggi sitt af mörk- um. Skattreglurverðurað geraþannig úrgarði, að álagningin verði réttlát en jafnframt skilvirk- ari en nú er. Skattkerfið á að stuðla að jöfnun afkomu í þjóðfélaginu. Þessum markmiðum hyggst Alþýðuflokkurinn ná með því að fækka undanþágum og sérreglum, afnema álagningu áalmennar launatekjur, og hækka skattfrelsis- mörk með aukningu persónuafsláttar og barnabóta. Auk þess er eðlilegt, að tekjur af eignum sem eru umfram venjulegar eignir al- mennings, verði skattlagðar eins og tekjur af atvinnu. Þáereinnig þarft að kanna, hvort setja eigi sérstakt skattþrep á mjög háar tekjur. að sem sérstaklega verður að tryggja í nýju skattkerfi er, að skattafsláttur færist að fullu milli hjóna, húsnæðisbætur og sjómannaaf- sláttur verði að minnsta kosti jafn gildar þvl sem nú er, og að tekið verði tillit til sérstakra aðstæðna námsmanna sem eru að hefja störf að loknu námi. Alþýðuflokkurinn leggur áherslu áað skattlagning atvinnurekstrarverði endurskoðuð, þannig að atvinnurekendur og fyrirtæki beri meiri og jafnari skatta en nú er. Heimildir til að draga frá tekjum fyrirtækja varasjóðs- og fjárfestingarsjóðstillög, niður- færslu vörubirgða og útistandandi krafna á að takmarka verulega um leið og skattahlutfall lækki. Þá ber að samræma launaskatt og tryggingariðgjöld atvinnurekenda og leggist eins á allar atvinnugreinar. Söluskatturinn er heill kapítuli út af fyrir sig. Hinar flóknu afsláttarreglur sem nú gilda og allt það bruðl og stórkostlegu svik sem höfð eru frammi hvað söluskatt varðar, benda að- eins I einaátt: Söluskatt berað leggja niðurog taka upp virðisaukaskatt I staðinn. Ennfremur er nauðsynelgt að tryggja að neysluskattar leggist ekki með meiri þunga á almennar launafjölskyldur en nú er. Álagningu virðis- aukaskatts verði hagað þannig að hanri inn- heimtist betur en söluskattur gerir nú. Alþýðuflokkurinn telur að fram eigi að fara heildarendurskoðun á tekjustofnum sveitarfé- laga og verði hún gerð I samráði við þau. Sam- hliða þessari breytingu færist ný verkefni til sveitarfélaganna I kjölfarið. Þessi breyting yrði hluti af heildarendurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga sem gerð verði I samráði við þau. Markmiðið verði að auka fjárhagslegt sjálf- stæði sveitarfélaga og þar með valddreifingu I Islensku þjóðfélagi. Með þvl að endurskoða skattkerfið verður lögð áhersla á að loka skatt- svikaleiðum og bæta leiðbeiningar af hálfu skattyfirvalda. Þannig vill Alþýðuflokkurinn leggja sitt af mörkum til þess að á íslandi rlki sanngjarnt og réttlátt skattakerfi þar sem þegnar landsins leggja hlutfallslega jafnt af mörkum til upp- byggingar velferðarríkis á íslandi. Framkvœmdanefnd um framtíðarhorfur: Fyrstu sérritin lögð fram Kaupmannahöfn Lögreglu hótað með eyðnismiti nýverið kynntu Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra og Jón Sigurðsson fyrrum forstjóri Þjóð- hagsstofnunar útgáfu fyrstu sérrita svonefndrar framkvæmdanefndar um framtiðarhorfur. Voru sérrit 1 og sérrit 3 svo og viðaukarit lagt formlega fram á blaðamannafundi í vikunni. I þessum þremur bókum eru tíu af tuttugu ritgerðum fram- tiðarkönnunar og eru hinar vænt- anlegar á næstu vikum. Leiklr 11. apríl 1987 1 1 X 2 1 Leeds-Coventry'(sd.) 2 Watford - Tottenham1 s) 3 Everton - West Hain2 4 Leicester - Aston Vllla2 5 Man. City - Southampton3 6 Norwich - Liverpool2 % 7 Oxford - Newcastle2 X 8 Q.P.R. - Luton2 I 9 Crystal Palace - Plymouth- I 10 Derby-Stoke3 1 11 Huddersfield - lpswich° 1 I2 Portsmouth - Oldharrv'- l Getraunir Fjórar raðir komu fram með tólf réttum leikum hjá íslenskum get- raunum um helgina. Þeir heppnu voru, karlmaður í vesturbænum sem fékk um kr. 500.000 því átta ell- efur fylgdu hans seðli, kvenmaður í Breiðholtinu og karlmaður á Sel- fossi fengu hvor um sig rúmar kr. 420.000r því þeirra seðlum fylgdu fjórar ellefur. Loks var það kona á Seltjarnarnesinu sem krækti sér í tólfu á einn hv í tan seðil og hlaut kr. 342.845 í vinning. Alls komu fram þrjátíu seðlar með 11 réttum leikjum og hlaut hver kr. 19.591 í vinning. Alþýðublaðið heldur áfram að rúlla yfir auman spámann Helgar- póstsins, í innbyrðisviðureigninni. Alþýðublaðið hefur aftur náð fjög- urra stiga forystu, eftir að staðan var orðin jöfn fyrir aðeins tveimur vikum. Vegna tæknilegra mistaka hjá Helgarpóstinum, láðist að birta spána fyrir leiki helgarinnar. En, vegna góðmennsku tippara Al- þýðublaðsins verður leiknum fram- haldið og Alþýðublaðið birtir hér spá HP: 221 llx lxl lxl. < 1. Við áramótin 1983—1984 sam- þykkti ríkisstjórnin að tillögu Steingríms Hermannssonar, for- sætisráðherra, að gerð skyldi víð- tæk könnun á framtíðarhorfum á íslandi næsta aldarfjórðung. Til- gangur verksins var að vekja um- ræður um langtímasjónarmið í þjóðmálum og auðvelda fólki, fyr- irtækjum og stjórnvöldum að móta stefnu til langs tíma. í framhaldi af þessari samþykkt skipaði forsætisráðherra í apríl 1984 fjölmenna ráðgjafanefnd til þess að Ieggja á ráð um það, hvernig best væri að standa að þessu verki. Sjö menn úr þessari ráðgjafanefnd voru síðan skipaðir í framkvæmda- nefnd til þess að standa fyrir verk- inu og hafa yfirumsjón með því. Framkvæmdanefndin ákvað að skipta verkinu í sextán þætti og var myndaður starfshópur um hvern þeirra. Auk þess var Félagsvísinda- stofnun Háskóla íslands falið að gera könnun á viðhorfum ung- menna til framtíðarinnar. Þá má nefna þrjár sérstakar viðauka- skýrslur, sem voru skrifaðar á veg- Félagsvist á Hótel Sögu Alþýðuflokkurinn efnir til fé- lagsvistar og dansleiks á Hótel Sögu n.k. sunnudagskvöld 12. apríl. Skemmtunin hefst kl. 21.00. Ræðumaður kvöldins verður Jón Baldvin Hannibalsson. Vinningar í félagsvist verða þrír. Fyrstu verðlaun eru ferð fyrir tvo til London. Önnur verðlaun er vöruút- tekt í Hljómbæ að verðmæti 10 þús., og þriðju verðlaun vöruúttekt í Vörumarkaðnum að verðmæti 5 þúsund kr. Þá minnum við á Baráttuhátíð Alþýðuflokksfólks í Reykjanes- kjördæmi í Digranesi í Kópavogi í kvöld fimmtudag 9. apríl kl. 20.30. Fundi Jóns Baldvins á Gauki á Stöng sem auglýstur var n.k. laug- ardag, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Á sunnudag held- ur Jón Baldvin hins vegar fund á Eiðstorgi í nýju verslunarmiðstö* mni undir glerhimninum kl. 15.00. Og um kvöldið er félagsvist á Hótel Sögu sem fyrr segir. um ems starfshópsins, þannig að segja má, að álitsgerðir framtíðar- könnunar séu alls tuttugu að tölu. Eðli málsins vegna voru notuð mjög mismunandi vinnubrögð í hinum ýmsu hópum. í sumum til- fellum var mögulegt að setja fram beinar tölulegar spár um framtið- ina, eins og t.d. varðandi mann- fjölda, en í öðrum er frekar reynt að greina meginstrauma. í öllum til- fellum var hins vegar, beint eða óbeint, reynt að svara þeirri spurn- ingu hvernig íslendingum komi til með að reiða af við upphaf nýrrar aldar. Niðurstöður framtiðarkönnunar verða gefnar út í fimm sérritum (með sérriti 3 fylgir einnig sérstakt viðaukarit) og eru þau: Sérrit LGróandi þjóðlíf — Mann- fjöldi, heilbrigði, byggð og um- hverfi og framtíðarsýn æskufólks fram yfir aldamót. Sérrit 2: Menning og menntun á tækniöld — íslensk menning, skólakerfi og tæknibreytingar næsta aldarfjórðung. Sérrit 3: Auðlindir um aldamót — Nýting náttúruauðlinda til sjós og lands næsta aldarfjórðung. Sérrit 4: Framfaraöld — Efnahags- horfur fram yfir aldamót. Sérrit 5: Löggjöf og landshagir — Löggjöf og stjórnarfar, fjárhagur hins opinbera og myndun og miðl- un fjármagns við upphaf nýrrar aldar. í viðaukaritinu með sérriti 3 er fjallað um verðurfarsbreytingar, sauðfjárrækt og skógrækt. Það er e.t.v. aðeins tímaspursmál hvenær lögregluþjónn skýtur í fyrsta skipti á fólk sem verst hand- töku með hótun um eyðnismit. Ennþá hefur það ekki gerst, en lögreglan hefur vaxandi áhyggjur af þeim tilfellum þegar eiturlyfjaneyt- endur segjast vera með eyðni og hóta að smita þann sem gerir sig llk- legan til að handtaka þá. Ole Norgaard, einn af yfirmönn- um lögreglunnar í Kaupmanna- höfn, segir að ef til þess komi að lögreglumaður dragi upp byssu og skjóti að manni sem hótar með eyðnismiti, eftir að hafa reynt hand- töku með venjulegum hætti, þá eigi sá lögreglumaður vísan stuðning sinn. Valdbeiting af nauðsyn Það gengur ekki að hætta við að handtaka hvern þann sem beitir fyr- ir sig hótunum, segir hann. — í okkar starfi verðum við að beita valdi, ef annað bregst. í langflest- um tilvikum nægir að nota kylfuna, t.d. ef eiturlyfjaneytandi reynir að komast hjá handtöku með því að ota sprautu að lögreglumanninum. En ef allt annað bregst getur þurft að grípa til þess örþrifaráðs að draga upp byssu. í þeim tilvikum er það oftast nær nóg að miða byss- unni, en einstöku sinnum er sá sem á að handtaka viti sínu fjær og þá getur það verið nauðsynlegt að yfir- buga hann með skoti. Norgaard segir að í 90 af hverjum 100 tilvikum sem byssan er dregin fram, sé hún aðeins notuð til hótun- ar. Lögreglu ógnað Fyrir skemmstu ógnaði ung kona, eiturlyfjaneytandi, nokkrum lögreglumönnum og öryggisverði með því að hún hefði tvær sprautur með eyðnismiti í lófunum og hún myndi nota þær ef þeir gerðu al- vöru úr því að taka hana fasta. Hún hafði verið staðin að töskuþjófnaði á Vesterbrogade í Kaupmannahöfn. Konan var yfirbuguð, án þess það þyrfti að nota kylfuna eða byss- una og síðar kom í ljós að hún var ekki smituð af eyðni. En nokkru áður kom það fyrir, þegar lögreglan þurfti að nota kylfuna á eiturlyfja- neytanda, að hann beit sig til blóðs í handlegginn og reyndi að smyrja blóðinu á lögreglumennina. í þetta skipti var hætta á ferðum. Maður- inn reyndist smitaður af eyðni. Afstaða stjórnvalda Stjórnvöld virðast vera jafn ber- skjölduð gagnvart þessari nýju ógn- un við þá sem eiga að gæta laga og réttar og þeir sjálfir. Ole Espersen, sem á sæti í réttarfarsnefnd, er í grundvallaratriðum sammála Ole Norgaard. Hann segist þó eiga bágt með að sætta sig við þá tilhugsun að það verði fastur liður í starfi lög- reglumanna að skjóta á fólk. í rauninni sé ekkert nýtt á ferðinni. Lögreglan verði að sinna skyldum sínum og nota þær valdbeitingarað- ferðir sem reynast nauðsynlegar hverju sinni. SAMVirSINUTRVGGIINGIAR Áimúla 3 - Raykjavfk - 8lmi 31411 Aðalfundur Samvinnutrygginga g.t. og Líftrygg- ingafélagsins Andvöku, verða haldnir I Samvinnu- tryggingahúsinu, Ármúla 3, Reykjavík, föstu- daginn 8. maí n.k. og hefjast kl. 16.00. Dagskrá verður samkvæmt samþykktum félag- anna. Stjórnir félaganna

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.