Alþýðublaðið - 14.04.1987, Síða 4

Alþýðublaðið - 14.04.1987, Síða 4
4 kosningaskrifstofa, fjölmiðlafólk og kjósendur og stefnum markvisst að því að metta Jón Baldvin Hanni- balsson. Þótt liðið sé á daginn heimtar Jón Baldvin að við ökum út á Hótel Loftleiði þar sem hann fær sér steikt egg og skinku í kaffi- teríunni; segist ekki enn hafa haft tíma til að borða morgunmat. Fólk heilsar Jóni Baldvin með handa- bandi, sumir segjast kjósa; hann aðrir segja eitthvað annað. Alþýðu- maður á miðjum aldri kemur með tvær dætur sínar og eiginkonu til að s^na formanninum fjölskyldu sína. Eg spyr Jón Baldvinhvort svona uppákomur séu vanalegar. Hann hlær og segir: “Formaður Alþýðu- flokksins á marga vildarvini - og líka andstæðinga. Þannig á það að veraí* Þegar Jón Baldvin hefur lok- ið við morgunverðinn ökum við á kyrrlátari stað og veltum fyrir okk- ur vaxandi fylgi Alþýðuflokksins á undanförnum árum. Ég spyr hann af hverju Alþýðuflokkurinn hafi stækkað svo snögglega eftir að hann tók við formennsku. Að gefa flokki ímynd og stefnu “Af hverju klúðraðist uppsveifl- an mikla ’78 ?“ spyr Jón til baka. “Af hverju fór flokkurinn úr 22% 1978 í 17 % ’79 og 12% ’83 og niður í 6% í skoðanakönnunum haustið 1984? Stefna? Kúrs? ímynd? For- ysta? Hvað olli? Þegar flokkurinn virtist vera að deyja út haustið 1984, varð til eitthvað sem enn er leyni- skjal og heitir Svarta skýrslan; ber sama heiti og skýrslan um hrun fiskistofnanna. Þar var spurt: Hvers vegna nýtur flokkurinn ekki trausts? Menn hafa jú sannfæringu fyrir því innst inni, að jafnaðar- stefnan sem lífsskoðun og pólítísk- ur meginstraumur eigi miklu fylgi að fagna á íslandi. Þvínæst spurðu menn sig: Hvað finnst fólki um þennan flokk? Hvernig er hann í samanburði við aðra flokka? Á hvaða leið er hann? Og út frá klisj- unum hægri flokkur - vinstri flokíc- ur, félagshyggja - frjálshyggja, þá var ímynd flokksins einhvern veg- inn svona: Alþýðuflokkurinn er vinstri flokkur. Alþýðuflokkurinn er félagshyggjuflokkur. Sem slíkur, á hann þá ekki einhverja samleið með Alþýðubandalaginu? Væri ekki eðlilegt að hann höfðaði til liks kjósendahóps? Og af hverju verður sérstakur Kvennalisti til 1983? Er það ekki eining sem ætti að rúmast innan stórrar jafnaðarmannahreyf- ingar? Af hverju varð Bandalag jafnaðarmanna til ? Slys? Var það spurning um árekstur öflugra per- sónuleika? Eða kom eitthvað annað til? Til að gera langt mál stutt: Al- þýðuflokkurinn hafði ekki lengur neina ímynd. Til vinstri við AI- þýðuflokkinn hafði lengi verið öfl- ugur flokkur sem kenndi sig við sósíalisma, verkalýðshreyfingu og þjóðfrelsi og taldi sig alltaf öðru hverju búinn að taka við hlutverki Alþýðuflokksins. Menn sáu hrein- lega ekki tilverugrundvöll Alþýðu- flokksins. Ef hann var vinstri sinn- aður félagshyggjuflokkur var hann þá ekki í ætt við Alþýðubandalag eðaaðsumu leyti skyldur Kvenna- listanum eða jafnvel Framsóknar- flokknum? Hver var sérstaða Al- þýðuflokksins? Hann virtist ekki hafa neina sérstöðu. Hvað gerðist í stóru bylgjunni 1978? Vimmi (Vil- mundur Gylfason) gaf Alþýðu- flokknum aftur sérstöðu. Hvernig? Breytti hann stefnunni ? Menn eru búnir að gleyma því að Alþýðu- flokkurinn hafði búið lengi við stöðugt fylgi en takmarkað. Og hann hafði sérstöðu borið saman við fjöldahreyfingar krata á Norð- urlöndum, af því að hann hafði klofnað svo oft, af því að vinstri armurinn hafði svo oft yfirgefið hann. Það þýðir að tilverusvið flokksins var þrengra en bræðra- flokkanna á Norðurlöndum. Hann hafði til dæmis greinilega ekki þessi undirtök í verkalýðshreyfingunni. Skilgreining á krataflokki er flokk- ur með djúpar rætur í launþegahreyfingu, sterkar ræt- ur á vinnustöðum. Flokkurinn hafði glatað því.alveg sérstaklega í Reykjavik, en aldrei alveg út á landi eins og á Vest- fjörðum. Nú - ég segi Vimmi gaf honum sérstöðu , ekki vegna þess að hann hafi gefið flokknum nýja pólítík. Alþýðuflokkurinn á við- reisnarárunum til dæmis, boðaði nýjar hugmyndir, sem voru andvíg- ar ríkisforsjá; sagði að í blönduðu hagkerfi á atvinnulífið að vera í höndum fyrirtækja í markaðsbú- skap; fyrirtækja sem keppa inn- byrðis og svo framvegis. Ríkisvaldið á hins vegar að vera stjórntæki, tekjujöfnunartæki. Og það á að stjórna eftir almennum reglum. Hvað er þetta annað en BJ - hug- myndirnar: Burt með bruðl stjórn- málamanna, burt með spillinguna? I þessum skilningu var ekki verið að gera neitt nýtt, nema að fram kom nýr persónuleiki, sem gaf þessari pólítík nýjan svip. Eigum við ekki bara að segja að Vimmi hafi klætt þessa pólítík í ný föt sem passaði í kram þeirrar tíðar? Hvers vegna klúðraði flokkurinn þessum miklu undirtektum? Hann skildi ekki hvað það var í málflutn- ingum sem skírskotaði til fólks. Gömul fortíðarmynstur og gamlar viðmiðanir eins og hægri - vinstri, félagshyggja - frjálshyggja svifu enn yfir vötnunum og menn héldu að þetta væru hinar raunverulegu andstæður. Og að Alþýðuflokkur- inn ætti heima einhvers staðar á bás með Alþýðubandalaginu eða Framsóknarflokknum. Þetta voru einhver skelfilegustu pólítísku mis- töksem ég hef orðið áhorfandi að. Ég hef alltaf kallað þetta pólítískt umferðarslys. Vilmundur klæðir pólítíkina í réttan búning, aflar fylgis, keyrir flokkinn upp. En að fengnum sigrinum, er tornæm for- ysta, sem skildi ekki í hverju sigur- inn fólst og fer inn í ríkisstjórn und- ir forystu þess flokks, sem var hold- gerving alls þess sem hafði verið gagnrýnt. Alþýðuflokkurinn geng- ur inn í þessa ríkisstjórn án mál- efnasamnings; málefnasamningur- inn var bara marklaust óskalistá- tuð. Altsó - kúrslaus flokkur. Og hvað átti hann að segja við fólkið, sem hafði kosið hann? Alþýðu- flokkurinn brást einfaldlega trún- aði kjósenda. Og það merkilega er, að aðrir flokkar mega bregðast trúnaði sinna kjósenda og fyrir- gefst endalaust. Hvað hefur Fram- sóknarflokkurinn verið að gera annað en að bregðast trúnaði sinna kjósenda? Á hverjum hefur hann níðst mest? Hverjum var hann verstur, sem hann unni mest nema bændum? Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrlega aldrei sýnt sinni stefnu neinn trúnað. En það virðist ekki hafa skaðað þá hingað til. En ef Alþýðuflokkurinn fer af Ieið, þá er honum þegar í stað refsað. Eru gerðar meiri kröfur til hans? Hann er með öðrum orðum ekki flokks- kerfi og hann er ekki trúarsöfnuð- ur. Alþýðuflokkurinn er hreyfing, sem getur náð árangri ef fólk treyst- ir honum;ef hann er á réttri leið. Annars er flokkurinn bara afskrif- aður. Við Vilmundur vorum samherjar Pólítíkin sem Vimmi var merkis- beri fyrir, hafði orðið undir eftir kosningarnar 1978. Vimmi hafði kallað á mig '19 til að gerast ritstjóri á Alþýðublaðinu af því að hann vissi og fann að við vorum samherj- ar í pólítík; við vorum sömu skoð- unar, við vorum bandamenn. Þetta fær hver sá staðfest, sem les skrif mín í Alþýðublaðinu frá ritstjóra- tíma mínum þar. Það sem gerðist 1984 var að þessi pólítík varð að meirihlutaskoðun. Þegar líf flokks- ins virtist vera að fjara út, tókst mér að gera það að meirihlutaskoðun í flokknum og ná forystu til að fram- kvæma það sem við getum sagt að hafi verið hálfnað verk áður. Stefnulýsingin Hverjir eiga ísland sem ég fór með sem vegarnesti í for- mennskuna - um hvað var hún? Um það að Alþýðuflokkurinn væri rót- tækur umbótaflokkur. Að hann væri ekki bundinn á klafa neinna sérhagsmuna. Að hann væri þaraf- leiðandi ekki að verja óbreytt ástand eða úreltar hugmyndir um ríkisforsjá. Heldur legði hann fram róttækar umbótatillögur , fyrst og fremst á því málasviði sem er sígild jafnaðarstefna; sumir kalla það fé- lagsmál , hagfræðingarnir kalla það “tekjuskiptingarvanda“ hahaha ! - og er um það hvað við eigum að gera í húsnæðismálum, lífeyrismálum, í málefnum hinna Þriðjudagur "14. apríl 1987 öldruðu, skólamálum o.s.frv..En um leið reynum við að draga réttar ályktanir af öllu, sem hefur verið að gerast í stjórnmálum og efnhags- þróun landanna í kringum okkur, nefnilega : það hagkerfi, sem skilar vörunum og lífsgæðunum heitir markaðsbúskapur. Ef þú hafnar því þá lendir þú í ríkisforsjá og ein- okun. Og þú getur lesið það úr sög- unni að ríkisforsjá og einokun end- ar í tómum disk. Og þetta var kallað sósíalismi. Og það er vitlausa for- ritið, sem Alþýðubandalagið er allt- af með. Þess vegna eru þeir alltaf með þennan sultardropa á nefinu. Og þeirra pólítík verður aldréi ann- að en nöldur. Nöldur í óbreyttu kerfi. Sem að lokum verður eins og hljómndi málmur og hvellandi bjalla; það er að segja eins og útslit- in plata frá liðinni tíð. Það sem með öðrum orðum tókst, var að hin rétta, sígilda sósí- aldemókratíska pólítík náði meiri- hluta. Stefnan var skilgreind og þar með var flokkurinn skilgreindur. Ég sagði: Við erum ekki gamaldags ríkisforsjárflokkur. Við erum rót- tækur umbótaflokkur. Við vísum á bug tilkalli Alþýðubandalagsins til þess að verða sameiningarafl vinstri manna og fullyrðum að það geti aldrei orðið það. Og af hverju ekki? Vegna sögunnar. Alþýðubandalag- ið hefur verið klofningsaðili innan vinstri hreyfingarinnar í nafni hug- myndafræði sem er dauð. Og þeir sem i 50 ár hafa siglt undir vitlaus- um formerkjum veita okkur hinum ekki leiðsögn. Einnig vegna þess að Alþýðubandalagið hafði reynst svo skelfilega í þremur ríkisstjórnum - ekki vegna þess að forystumenn þeirra væru óhæfir. Alls ekki. Heldur vegna þess að hugmyndirn- ar voru og eru rangar.Og vegna þess að Alþýðubandalagið er í hugsun sinni ,vegna fortíðarinnar, um stað íslands meðal þjóða, með úrelta, vitlausa og hættulega utanríkis- pólítík. Næsta skref var síðan að segja við Bandalag jafnaðarmanna sem hafði klofnað frá okkur: Stefnan sem við höfum borið sameiginlega fram, hefur orðið ofan á í Alþýðu- flokknum. Nú er okkur ekkert að vanbúnaði að ná endum saman aft- ur. Haustið ’82 stóð ég upp úr rit- stjórastól Alþýðublaðsins. Ég kall- aði blaðið reyndar alltaf safnaðar- bréf, svo sem hjá Páli postula forð- um, því þetta var bréf til safnaðar- ins. Én þar sem þetta er einhver fá- sénasti fjölmiðill í heimi þá er ekki hægt að sigra heiminn með því. Og hvað gerði ég þá? Jú, ég tók saman pjönkur mínar og settist upp í rauða vaskafatið hans Áma (Ámundi Ámundason). Og við bara lögðum í’ann!“ Af tusku, daufri peru og rauðum fána — Og þar með hófst hin fræga 100 funda herferð Jóns Baldvins um land allt? “Já. Og mér hefur alltaf fundist fyndið og írónískt þegar virðulegup stofnanamiðill eins og Mogginn var að láta að því Iiggja að ég væri í pólítik með einhverjum nútímaleg- um, amerískum aðferðum. Hahaha! Hvað var svona nútíma- legt? Ég man að við höfðum tusku sem við erfðum frá Stínu systur. Ég held að Samband alþýðuflokks- kvenna hafi einhvern tímann látið bródera þennan dregil og á honum stóð: Vinna — jöfnuður — frelsi. Alveg banalt. Þessi tuska var tveir og hálfur metri á breidd og einn og hálfur á hæð. Við hengdum þessa tusku alltaf upp í fundarsölunum þar sem við komum og settum daufa ljósaperu á bakvið. Þetta var mjög skrautlegt. Svo reistum við einn rauðan fána á sviðið og einn ís- lenskan. Og svo byrjaði ég að tala. Þetta var kallað “sjó“ “fjölmiðla- brellur“ og “sjónhverfingar"! Og þetta átti að vera í amerískum stíl — Þeir hefðu átt að sjá “sjóið“ í Hollí- vúdd ! Hafi nokkur maður lagt upp með hefðbundna pólítíska aðferð, hafi nokkur maður notað pólítíska “aðferð kreppuárannaþ þá var það Jón Baldvin Hannibalsson í 100 funda-ferðinni um landið. Þetta var í kreppuárastíl í þeim skilningi að maraþonfundir byggjast á þeirri forsendu að fólk hefði áhuga á pólí- tík. Og það stóð heima. Það voru allir salir fullir. Ég man að þegar ég „Vilmundur vissi og fann að við vorum samherjar í pólitík. Við vorum sömu skoðunar, við vorum bandamenn“ Jón Baldvin og eiginkonan Bryndfs Schram: „Ég er góður pólitfk- us sem þýðir að ég kann þessar fléttur. En ég er ekki baktjalda- makkari og ég er ekki plottari."

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.