Alþýðublaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 5
. Fjölskyldan við kvöldverðarborðið: Aldís, Snæfríður, Jón Baldvin, Bryndís, Glúmurog Kolfinna. „Hvað er ég að gera? Ég er að reyna að breyta flokkakerfinu, búa til stóran krataflokk, fjöldaflokk með ítök í verkalýðshreyfingu, flokk sem ekki er sendisveinn sérhagsmuna.“ var á þessari hringferð, þá kom fyrir að Bubbi Mortens og Megas höfðu verið þarna kvöldið áður. Ég spurði alltaf : “Hvað fengu þeir marga?“ Og yfirleitt var ég með vinninginn. Svo var talað um að ég kynni á fjölmiðla. Ég hef aldrei kunnað neitt á neina andskotans fjölmiðla. Það gerðist ekki nokkur skapaður hlutur gegnum fjölmiðla. Það var einu sinni eitt blað sem kom á fund þar sem ég var,. Það var fundur númer 71 og var haldinn á Dalvík. Ungur drengur úr Svarfaðardal var sendur til að skrifa rapport í DV og gerði það aldrei þessu vant ágæt- lega. Sjónvarpið tók að vísu stutt viðtal eftir formannskjör, sam- kvæmt hefð.Og Helgarpósturinn tók af mér Nærmynd og spurði: Hvernig gæi er Jón Baldvin? Að öðru leyti man ég ekki eftir að fund- arherferðin hafi vakið athygli fjöl- miðla - heldur fólks“ Bestu sjómennirnir og bestu pólítíkusarnir “Mér hefur alltaf mislíkað þessi einföldun fjölmiðla á pólítík. Ég hef alltaf tekið pólítík alvarlega. Pólítík er viðfangsefni sem maður þarf ekkert að skammast sín fyrir.Ég hef alltaf haft þá sannfæringu að fólk hafi áhuga á pólítík. Út úr þessu öllu saman er ég farinn að hafa tröllatrú á fólki. Mér finnst þessi þjóð alveg stórmerkileg. Og leitun á annarri eins þjóð. And- stæðurnar í okkar þjóðlífi eru hrikalegar eins og landið okkar. Ég get varla ímyndað mér ólíkari til- veru en landsbyggðaríslendingsins og Svensonar i Svíþjóð. Og hvað er ég að fara? Ég er sjálfur fæddur og uppalinn á þeim útkjálka landsins sem virðist fóstra bestu sjómennina og bestu pólítíkusana. Berðu sam- an fólk, sem elst upp í hörðu samfé- lagi sjávarplássanna, þar sem lífið er ekkert elsku mamma, og fólk í einhverju iðnaðarsamfélagi í hinni úrkynjuðu Evrópu. Skynjarðu, hvað þetta er ólíkt fólk! Sem betur fer. Við erum 37. kynslóð land- námsmanna og komum einhvern tímann frá Evrópu en erum ekki af Evrópu. Við erum að sumu leyti nær Nýja heiminum. Þess vegna fer alltaf í taugarnar á mér þessu sjálf- virku hálfmenntamannafordómar gegn Ameríku. Mér finnst nefni- lega Ameríka alveg stórskemmti- Ieg. Af því að hún er land hrikalegra andstæðna. Þar er nefnilega allur andskotinn sem getur gerst. Og mér finnst raunverulega að hér sé það eins. Þetta er land sem kemur þér alltaf á óvart. Og hér býr fólk sem getur komið þér alveg gjörsamlega á óvartí* Um fjölmiðlunga og alþýðufólk — Hvernig finnst þér sem pólí- tíkus að gera út á þessi óútreiknan- legu mið? „Ég kann til dæmis ekki al- mennilega á Reykjavíkurpólítíkina. Mér finnst miklu meira gaman að landsbyggðarpólítikinni. Þar er maður í návígi við fólk. Að tala við fólk í gegnum tæki og tól þessara fjölmiðlunga er ekkert gaman. Það er ekkert gaman að koma fram í sjónvarpi. Ég tala ekki um þegar upp er komin ný stétt fjölmiðlunga, sem er gersamlega upptekin af sjálfri sér og er alltaf að tala um eitthvað “fréttamat“ sem ég for- akta og fyrirlít. Þessir menn ætlast til þess að pólítíkusar tali í anda- teppuviðtölunm; nánast andi í tólin á nokkrum sekúndum. þeir segja alltaf við mann sísona: “Þetta verð- ur bara stutt. Þú færð innan við eina mínútu" Þú átt venjulega að afgreiða fjárlögin á einni mínútu! Þessi einföldun og vanvirðing á pólítískri rökræðu er eitur í minum beinum. Minn miðill er fundur sem stendur í tvo tíma; ég tala í klukku- tíma og hlusta á annað fólk í klukkutíma. Og það er ekkert röfl, það er ekki alltaf verið að klippa umræðuna niður í einhverjar silki- umbúðir með slaufu. Og ég var að tala um hvað fólk getur komið manni á óvart. Ég skal segja þér sögu a f því. Ég kom á Reyðarfjörð. Við héldum þar fund - að vísu klipptu helvítis kommarnir á rafstrenginn og kortslúttuðu öllu. En oddvitinn, sem er krati af þriðju kynslóð, þótt hann fari hljótt með það, var fljótur á sér og fór ofan í skurð, dró upp strenginn og splæsti hann saman svo fundurinn reddað- ist. Oddvitinn var reyndar einnig fundarstjóri — þetta er þannig út á landi, þar búa menn sem geta allt og gera allt. Ganga að öllum verkum eins og sjálfsögðum hlut. Á þessum fundi stendur upp maður og flytur kortérs ræðu um orkumál. Það er mér eiður sær að ég þekki ekki þann verkfræðing, ekki þann hag- fræðing og engan þann fræðing sem hefði leikið það eftir þessum manni. Ræða hans var í hnotskurn allt það sem um þetta þurfti að segja. Þessi maður var vélgæslu- maður í frystihúsi. Hann hafði hugsað allt til enda. Ögn norðar á Austfjörðum kem ég á Bakkafjörð. Þar er náungi, fiskverkandi sem tekur mig tali og sýnir mér málabúnað sinn gegn Seðlabankanum. Hann sýndi mér fram á með gildum rökum að bank- inn hefði haft af sér stórfé með rangsleitni varðandi ráðstöfun gengishagnaðar. Ég held — og þó er ég ekki viss, að þessi náungi hafi fullnaðarpróf. Það hvarflaði ekki að honum að leita uppi lögfræðing. Hann þurfti ekkert á honum að halda. Og hann vann málið fyrir Hæstarétti. Svo er þessi Bjartur í Sumarhúsum að álpast í vitlaust framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Eða að koma á Flateyri og hitta hann Einar Odd. Ef fjölmiðlungar hefðu eitthvað auga fyrir mannlífi, sem þeir hafa ekki fyrir fimmaura, þá ættu þeir að koma á svona fundi. Að deila við menn eins og Einar Odd um fjármál, vaxtamál, og það sem við myndum kalla þjóðhag- fræði, það er að komast í krappan dans. Ég held að ég hafi sjaldan komist í eins krappan dans. Þessir menn eru ennþá til. Og það fyllir mann bjartsýni. Það er miklu sjald- séðara að hitta menn í Reykjavík af þessari stærðargráðu. Það gæti ver- ið þessu vítamínssnauða skólakerfi að kenna sem gerir alla eins. Og fólk í fjölmenni gerir sig sekt um það sem ég kalla “svik hinna skrift- lærðu“ Á landsbyggðinni er kannski einn maður máttarstólpi síns byggðarlags og finnur hvaða ábyrgð hvílir á honum. Hér í Reykjavík er hins vegar fullt af vel- menntuðu og ágætu fólki, sem skríður í skjól í einhverjum stofn- unum og tekst aldrei á við sjálft sig, reynir aldrei á sig. Það kalla ég “svik hinna skriftlærðu" Enn af fjölmiðlungum og pólítískri upplýsingu — Þú gagnrýnir fjölmióla. Ertu með þessu að segja að fjölmiðlar nútímans hafi einfaldað pólítíkina og gert hana að þeim sirkus sem hún oft virðist vera? “Öldungis rétt. í miklu meira mæli en almenningur gerir sér grein fyrir og fjölmiðlungar vilja viður- kenna. Ég undanskil ekki pólítík- usa. Þaðerfulltafpólítíkusum sem eru svo hrútleiðinlegir að þeir verð- skulda ekki einu sinni þessa mín- útu, sem þeir fá í sjónvarpinu eða útvarpinu. En það hafa alltaf verið til leiðinlegir pólítíkusar. En berðu saman: Hvernig heldur þú að Jónas frá Hriflu hefði plummað sig í einn- ar mínútu viðtölunum? Náungi sem skrifaði þessari þjóð 10 þúsund sendibréf á hnjánum og Jón Þórð- arson kunni að lesa úr skriftinni og þjóðin las þetta með áfergju. Besti rithöfundur um pólítík á þessari öld, þótt framsóknarmenn hafi ekki haft vit á að halda því á lofti. Þá voru flokkar og flokksræði. Og flokksræði er auðvitað voða- lega ljótt. Hver maður sem eitthvað hafði að segja, hafði sinn flokk og sitt blað. En hann skrifaði kannski þetta blað spjaldanna á milli. Og þar voru hlutirnir ekki einfaldaðir og gerðir ómerkilegir. Og það datt engum í hug að líta svo á. Skrif af þessu tagi höfðu áhrif. Þau voru rökrædd á heimilunum og vinnu- stöðunum. Hitt er annað mál, að blaðið í skilningi einhvers fjölmiðl- ungs í dag.var alveg hræðilegt blað; það var flokksblað. Það boðaði, það prédíkaði. Það laug upp á and- stæðinginn. En það þóttist ekki vera “frjálst og óháð“ Það kom til dyranna eins og það var klætt.Þú varðst að púsla þessum blöðum saman, því hvert og eitt sagði fjórða part af sannleikanum. Og þú varðst að lesa þau öll saman til að fá heild- armynd. En við höfðum einnig merkilegasta menningarapparat þessarar þjóðar, Ríkisútvarpið sem alla tíð hefur staðið opið hverjum einasta manni í þessu landi. Þrátt fyrir flokksblöð hafa íslendingar aldrei dregið dám af þeim. Þeir voru ekki þröngsýnir eða óupplýst- ir , heldur voru þeir upplýstir um pólítík. í uppreisn manna gegn flokks- blöðunum snerist þetta við; farið var að ræða pólítík á forsendum fjölmiðlanna en ekki á forsendum stjórnmálamannanna. Og hvað verður fréttamat fjölmiðlungsins á pólítík? Jú, einföld, heimskuleg aukaatriði sem fjölmiðlungurinn heldur að seljist. Fjölmiðlungurinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.