Alþýðublaðið - 14.04.1987, Page 6

Alþýðublaðið - 14.04.1987, Page 6
Jón (faðmi dætra sinna: Aldts, Snæfr(ður og Kolfinna. Um eigið uppeldi segir Jón Baldvin: „Ég er sjálfur fæddur og uppalinn á þeim útkjálka landsins sem viröist fóstra bestu sjómennina og bestu pólitfkusana." „Upp er komin ný stétt fjölmiðlunga, sem er gersamlega upptekin af sjálfri sér og er alltaf að tala um eitthvað ,Jrétta- mat“, sem ég forakta og fyrirlít. Þessir menn œtlast til að pólitíkusar tali í andateppuviðtölum; nánast andi í tólin á nokkrum sekúndum.“ 6 heldur að fólk hafi áhuga á þessu. En það sem fjölmiðlungurinn held- Ur, hefur hann ekki hundsvit á. Ég sem pólítíkus hef verið innan um fólk. Ég veit á hverju fólk hefur áhuga. Ég veit það betur en fjöl- miðlungurinn sem ætlast til þess að ég segi þjóðinni það sem máli skipt- ir um fjárlögin á einni mínútu.Eftir byltingu hinna “frjálsu fjölmiðla“ er allur almenningur í landinu miklu verr upplýstur um stjórnmál en áður. En hann er kannski betur upplýstur um aukaatriði sem engu máli skipta, eins og um líðan Al- berts Guðmundssonar og andvöku- nætur hans. Eða um komplexa Ingva Hrafns — og dómgreindar- leysi. En að fólk í landinu sé upplýst um ábyrgð Alberts Guðmundsson- ar á skattakerfinu: Af og frá. Leið mín út úr þessu var að setj- ast upp í vaskafatið hans Áma, keyra framhjá öllum fjölmiðlum og fara að tala við fólk. Halda 100 fundi á 8 mánuðum.Samtals komu um 10 þúsund manns á fundina. Þetta fólk hafði áhuga á pólítík“ Verkalýðsforystan mun ganga öll í Alþýðuflokkinn — En hver er munurinn á islensk- um Alþýöuflokki og jafnaðar- mannaflokkum Norðurlandanna? “Sagan. Ef allt væri með felldu þá væri hér jafnaðarmannaflokkur með 40 % fylgi. Hann næði lengra til hægri og lengra til vinstri en nú er. Þá væri Ásmundur Stefánsson í flokknum og náttúrulega Ólafur Ragnar sem upphaflega var auðvit- að ísafjarðarkrati; félagi Svavar væri þingflokksformaður. Ragnar skjálfti og Birna Þórðar stæðu hins vegar fyrir arfleifð Einars og Brynjólfs.. Þannig eru krataflokkar á Norðurlöndum saman settir. Það er þrisvar sinnum búið að höggva burt vinstra arm Alþýðuflokksins en hann vex alltaf á aftur. Núna er Alþýðuflokkurinn orðinn 20% flokkur, og við spönnum þetta lit- róf, en þó ekki alveg. Menn voru eitthvað að hneykslast á mér þegar ég sagði að verkalýðsforystan myndi koma til okkar. Mér er eiður sær — hún mun gera það. Það er bara tímaspursmál hvenær við fá- um þennan stóra krataflokk. Hins vegar hafa allir fjöldaflokkar sem byggjast á verkalýðshreyfingu til- hneigingu til að staðna og falla í skriffinnsku. Þetta er staðreynd. Þess vegna verður kratískur fjölda- flokkur stöðugt að endurnýja sig og endurskoða sig reglulega!1 Sálgreining á Sjálfstœðisflokknum — Ef við lítum á söguna þá gerðí stjórnarsamstarfið við íhaldið í hinni svonefndri Viðreisnarstjórn nær út af við Alþýðuflokkinn. Nú hafa verið uppi getgátur um nýja Viðreisn að loknum þingkosning- um. Þorir þú sem formaður Al- þýðuflokksins að hætta á nýja Við- . reisnarstjórn ef sú staða kæmi upp? “Mitt svar er afdráttarlaust já. Við þorum það. Vegna þess að ég hef tröllatrú á okkar pólítík. Og við höfum mannskap sem við getum treyst til verka. Sem þýðir að í sam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn höf- um við enga vanmetakennd. Við höfum sterkari einstaklinga, við er- um hæfari samstarfshópur. Við höfum stærri og merkilegri verk- efni en íhaldið. Það er mikið ráðist á mig og sagt: “Jón Baldvin vill bara samstarf við íhaldið." Þetta er ekki spurning um hvað ég vil. Ég er einfaldlega að spyrja: Með hverjum eigum við að vinna til að koma þessum umbótum fram? “Þú átt að vera í vinstri stjórn" segja sumir. Hvað er vinstri stjórn? Er það stjórn með Framsókn og Alþýðu- bandalagi? Þær tilraunir voru gerð- ar 1971—74. Og '78-^79, ’80—’83. Líttu á árangurinn. Þessi gamla klisja að íhaldið í þjóðfélaginu sé samankomið í Sjálfstæðisflokkn- um er nefnilega misskilningur. Hver er þessi Sjálfstæðisflokkur? Hann er fjöldahreyfing. Sjáðu bara könnun Félagsvísindastofnunar: Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að Alþýðubandalagið hefur 14% fylgi verkalýðsstéttar, við 18%, en Sjálfstæðisfíokkurinn hefur haft allt að 40%! Hvað erum við að tala um? Alþýðubandalagið og Kvennó eru flokkar opinberra starfsmanna. Þeir eru flokkar hjúkrunarstétta, fóstra og kennara. Þetta er opinberi geirinn. Verka- fólkið er miklu nær okkur. Rúm 30% sjómanna fylgja okkur. Sjálf- stæðisflokkurinn er auðvitað laun- þegaflokkur. Hann er ekkert frjáls- hyggjutrúboð þótt Hannes Hólm- steinn hafi skrifað 300 greinar. Hver er annars þessi Hannes Hólm- steinn? Er hann ekki einhver rann- sóknardósent í Háskólanum — á launum hins opinbera? Ef þú ætlar að skilja Sjálfstæðis- flokkinn verður þú að skilja Ólaf Thors — populista og eins konar Peron. Hann var sannarlega ekki einhver hagfræðingur með frjáls- hyggjukenningar. Hann hafði ekki hundsvit á hagfræði. En hann var maður sem bjó til fjöldagrundvöll fyrir hægriflokk. Sjálfstæðisflokk- urinn er flokkur ríkisforsjárkapít- alisma. Allir litlu kapítalistarnir, þeir sem eru í eðalkapítalisma, þ.e.a.s. fínu ættirnar, Aðalverktak- ar, olíufélög, tryggingarfélög, skipafélög og flugfélög; allt er þetta í Sjálfstæðisflokknum. Af hverju? Til þess að hafa af því gagn. Auðvit- að. Kapítalistar þykjast vita, hvað pólítík snýst um. í þeirra huga snýst hún ekki um einhverjar hugsjónir, heldur hagsmuni. Og Sjálfstæðis- flokkurinn er í stjórn til að möndla og mixa með sérhagsmuni. Þveröf- ugt við það sem hann boðar í hverri einustu sunnudagsprédíkun. Sjálf- stæðisflokkurinn er mónópólískur sérhagsmunaflokkur í innsta eðli. En hann er deildaskiptur. Það eru t.d. framsóknarmenn í Sjálfstæðis- flokknum, stórfyrtækjahagsmunir eru einnig í flokknum: Og sérfræð- inga — og menntamannaveldi, sem sumpart trúir hins vegar á kenning- arnar. Og svo launþegar. Hvað er ég að gera? Ég er að reyna að breyta flokkakerfinu, búa til stóran krata- flokk, fjöldaflokk með ítök í verka- lýðshreyfingu, flokk sem er ekki sendisveinn sérhagsmuna. Til að gera þetta þarf ég að ná frá Sjálf- stæðisflokknum því sem hann stal frá okkur eftir 1938 — fólki. Og gera Sjálfstæðisflokkinn aftur að litlum hægriflokki. Og það er ljósi punkturinn í því sem hann Albert er að gera í tilfinningarótinu, þótt hann skilji það ekki sjálfur. Ef þetta verður varanlegur klofningur mun ég ekki harma það. Það sem vantaði hér var að kljúfa hægri öfl- in en sameina þau vinstri. Albert er að kljúfa þau hægri og ég er að sameina þau vinstri.” Við viljum tvö lykilráðuneyti — Ef Alþýðuflokkurinn færi í stjórn eftir kosningar. Hvaða ráðu- neyti myndir þú leggja áherslu á að flokkurinn fengi? “Fjármálaráðuneytið og félags- málaráðuneytið. Þetta eru þeir tveir pólar sem við verðum að ráða. Ástæðurnar eru eftirfarandi: Skattakerfið er sniðið til í fjármála- ráðuneytinu. Þaðan á einnig að framkvæma lífeyrissjóðstillögurn- ar. Félagsmálaráðuneytið viljum við því þar komum við á sósíal hús- næðismálakerfi í kratískum stíl og breytum sveitastjórnarskipuninni, færum völdin í héruð. Þetta eru for- sendurnarí* — Forsætisráðuneytið..? ÞFidjuéagwr 14. aprH 1987 Jón Baldvin hlær: “Sennilega hefur gamansagan um forsætisráð- herraskólun mína skaðað mig. Þú veist að ég get verið galgopalegur. Og eitt sinn sagði ég gamansögu. Ég var nefnilega í fjögur ár í Edinborg og lagði stund á hagfræði. Við vor- um 19 í deildinni og allir frá þriðja heiminum nema tveir sem voru inn- fæddir. Sagan sem ég sagði var sú, að Skotarnir væru að Iæra til kaup- félagsstjóra en við hinir vorum allir að læra til forsætisráðherra. Við vorum nefnilega að læra þjóðhag- fræði af því að við héldum að það snerist um það, hvernig ætti að stjórna þjóðfélagi. Við höfðum ekki nokkurn minnsta áhuga á diffrenskúrvum um eftirspurn á markaðnum eftir smjörlíki og smjöri. Við höfðum sem sagt ekki áhuga á handverki rekstrarhag- fræðinnar. Ekki nokkurn. Við vor- um reyndar allir í Æskulýðshreyf- ingu Verkamannaflokksins í Há- skólanum. Það er sagt að ég hafi verið í þremur flokkum. Það er rangt. Ég hef verið í fjórum — en okkur var nú reyndar vikið öllum úr Breska Verkamannaflokknum fyrir að mótmæla nýlendustefnu Breta á Kýpur. Svo er sagt: Jón Baldvin er valdasjúkur maður sem einblínir á forsætisráðherrastólinn. Þetta er eitt af þeim fáu djobbum sem ekki krefst tilskilinna prófa. Besti for- sætisráðherra Norðmanna, Einar Gerhardsen var óskólagenginn!’ Af fyrirhugðum breytingum á forsœtisráðuneytinu — Hefurðu annars komið inn í forsætisráðuneytið? ”Ég er stundum að velta því fyrir mér hvers konar stjórnstöð það er nú. Þarna er Hansi bakari sem tek- ur á móti þér. Svo er þarna einhvers staðar hægri hönd forsætisráð- herra. Og upp á lofti skilst mér að sé ráðuneytisstjórinn sem hefur það aðalverkefni að raða til borðs. Og svo er þarna Magnús Torfi sem er formaður í stjórnarandstöðu- flokki; hann er einhvers staðar að skrifa um erlend málefni í Helgar- póstinn. Svo eru einhverjar valkyrj- ur sem vélrita!1 — Hvert yrði þitt fyrsta verk sem forsætisráðherra? “Breyta stjórnstöðinni. Forsætis- ráðherra þarf að hafa í kringum sig ungt fólk sem hugsar. Það er það fyrsta. Honum veitti ekki af að hafa við morgunverðarborðið hjá sér einu sinni til tvisvar í viku hugsuði um efnahagsmál. Ég gæti hugsað mér að hafa svona klúbb eins og Þorvald Gylfason, Vilhjálm Egils- son, Ásmund Stefánsson og Jón Sigurðsson. Og Jóhanna þyrfti að vera með til að halda þeim við efnið — minna þá á, að þeir eiga að hugsa um fólk. Og ekki sakaði ef Einar Oddur liti við, þegar hann á leið í bæinn. Þetta þarf til að fylgjast með efnahagsvélinni; að hún sé rétt stillt. Forsætisráðherra þarf að hafa einhvern mann sem er í tengslum við þingið og sér til þess að þessi verkstjórnarmál.lagafrumvörpin sem við þurfum að keyra í gegn, hafi stuðning. Því að ríkisstjórnir Iifa og deyja á hundrað fyrstu dög- unum. Svo þurfa að vera þarna ein- hverjir menn, sem kunna að tala við fjölmiðlunga og segja þeim frá því hvað hefur verið gert og hvað er að gerast. Þetta er nú lágmark. Og af því að þetta er miðsvæðis — allt í göngufæri — þarf engan bílstjóra. Nema að hann taki að sér að raða til borðs!1 Nokkur orð um Jóhannes Nordal — Ertu enn harður á því að reka Jóhannes Nordal úr Seðlabankan- um? “Upphaflega var þessi saga brengluð af fjölmiðlungum. Á fundarferðum mínum var ég ekkert að ræða um Jóhannes Nordal. Ég var að tala um efnahagsmál og pen- ingamálastjórn og sagði gamansög- ur af því þegar Jóhannes Nordal, þessi mikli mandaríni kerfisins, kallar alla þingmenn þjóðarinnar fyrir sig á ársfund Seðlabankans. Þetta er alveg stórhlægileg sam- koma. Þar setur hann á saka- mannabekk ríkisstjórn dagsins, þeir sitja þarna eins og strákar til tyftunar. Og svo messar hann yfir

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.