Alþýðublaðið - 14.04.1987, Side 12
Þriðjudagur 14. apríl 1987
WÍmW:
.
íiðu lambalæri íhátíðarmatinn. Rauðvínsle<
dduðu lambalærin frá SS eru eingöngu un
sta flokks hráefni og eru tilbúin í otftinn.
3 gómsætur hátíðarmatur.
i
María
Framh. af bls. 11
stuðlar að friði á vinnumarkaðirf-
um og raunverulegu frelsi allra.
Hayek, einn af dýrlingum frjáls-
hyggjumanna, segir í bók sinni
Constitution of Liberty: „ . . .
frelsi, getur falið í sér frelsi til að
svelta ... “ Þetta kalla ég ónýtt
frelsi. Án efnalegs öryggis er enginn
maður frjáls.
Frelsi er heldur ekki raunverulegt
nema tækifæri séu jöfn. Það er
óþolandi óréttlæti að erfðafé og
forréttindi ráði því að sumir nái
ríkidæmi, völdum og vírðingu á
meðan þeir sem fæðast inn í fátækt,
misrétti og skert tækifæri verða
gersamlega undir í lífsbaráttunni.
En þessu vilja postular kapítal-
ismans ekki breyta.
Jafnrétti, hlutdeild launamanna í
þjóðartekjum, krafan um félagslegt
réttlæti — allt er þetta eitur í bein-
um þessara manna. Þeir segja að
þetta stuðli að dugleysi og grafi
undan fjölskyldunni.
Ég spyr: Hvers konar fjölskyldu-
líf er það sem haldið er til streitu á
grundvelli jafnréttis? Er mannúð
þessara manna kannski fólgin í því
að kona geti ekki bundið endi á
mislukkað hjónaband vegna þess
að hún eigi enga möguleika á að sjá
fyrir sér og börnum sínum? Það er
karlrembukjaftæði að velferð
fólksins eyðileggi gott fjölskyldulíf,
en hún getur sannarlega bundið
endi á hörmungar sem ekki eiga að
viðgangast.
Það að velferð valdi dugleysi eru
harðneskjuleg rök en lýsa sennilega
best rugluðum hugmyndaheimi
auðhyggjunnar.
Ég spyr aftur:
Vinnur fólk þá ekki nema það sé
stöðugt hrætt um að eiga ekki í sig
og á — eða eigi á hættu að missa of-
an af sér? Eftir þeirra kokkabókum
hætta allir að vinna og lifa þess í
stað á kerfinu. Er fólk þá bara í eðli
sínu illa innrætt, latt og duglaust?
Ég saka þessa menn um að hafa
afbakað frelsishugtakið og misskil-
ið hvað felst í orðinu lýðræði.
Raunverulegt lýðræði felst í jöfn-
um, lagalegum, pólitískum og fé-
lagslegum rétti allra þjóðfélags-
þegna. Þeir undanskilja eina af
höfuðforsendunum. Lýðræði
þeirra er því plat.
Frelsi getur aldrei grundvallast á
öryggisleysi. Það er vængstýft
frelsi.
Við jafnaðarmenn afneitum því
frumskógarlögmáli sem frjáls-
hyggjumenn nánast tilbiðja.
Við viljum virða hvert annað og
bera í sameiningu ábyrgðina hvert á
öðru.
Á ég að gæta bróður míns?
Nei, segja þeir, við segjum já.
í því felst alvöru lýðræði og frelsi
allra.
Hefur þú kynnt þér stefnu
Alþýðuflokksins varðandi
almannatryggingar?
í stefnuskrá flokksins fyrir kosn-
ingarnar í vor segir m.a. í kaflanum
um endurskoðun almannatrygg-
inga:
„Alþýðuflokkurinn vill að áfram
sé haldið á þeirri braut að auka fé-
lagslegt réttlæti og jöfnuð í þjóðfé-
laginu með almannatryggingum, en
þær eru skornar niður eins og ýmis
önnur öfl hafa krafist. Einnig er
ærin ástæða til að einfalda reglur
trygginganna og stefna ber að því
að samanlagður lífeyrir almanna-
trygginga og lífeyrisjóðs allra lands-
manna verði ekki lægri en lág-
markslaun Alþýðusambandsfé-
laga. Aukin áhersla verði lögð á
hlutverk tryggingakerfisins í tekju-
jöfnun í þjóðfélaginu.
Framfærslulög verði endurskoð-
uð og félagsleg aðstoð sveitarfélaga
og almannatrygginga verði sam-
ræmd. Fæðingarorlof verði lengt í
áföngum og réttur heimavinnandi
fólks til fæðingarorlofs, sjúkradag-
peninga og lífeyris verði aukinn.
Tannlækningar verði felldar und-
ir tryggingakerfið í auknum mæli.“