Alþýðublaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 20
20
Þriðjudagur 14. apríl 1987
um okkur þar eins og ég hafði gefið
fyrirheit um þegar ég var tólf ára
gamall. Af þessu má náttúrulega
ráða að stjórnmálamenn efna sin
fyrirheit og loforð þó það geti
stundum tekið töluverðan tíma. í
þessu tilfelli líklega um 10 árum eft-
ir að ég gifti mig sem ég efndi þetta
heit. “
Kjartan er kvæntur Irmu Karls-
dóttur, frá Svíþjóð. Þau eiga eina
dóttur, Maríu. Hún stundar nám í
viðskiptadeild Háskólans, auk þess
að vera á kafi í pólitíkinni, sem for-
maður Sambands ungra jafnaðar-
manna.
Á loftpressu og í
mælingum
Eftir sumarið góða í Skaftafelli
vann Kjartan ýmsa vinnu vítt og
breitt um landið: „Eitt sumar á
bílaverkstæði, í garðyrkjustöð í
Hveragerði, í byggingarvinnu á
Hellu, síðan var ég eitt sumar við að
byggja radarstöð á Heiðarfjalli á
Langanesi, sem síðar fauk,“ segir
Kjartan og brosir. „Ég á ágætar
minningar frá Langanesi. Að vísu
var vinnan ekkert sérstaklega
skemmtileg upp á Heiðarfjalli, því
ég vann aðallega í þokunni ofan í
skurði á Ioftpressu, megin partinn
af sumrinu. Við skemmtum okkur
hins vegar vel um helgar og stund-
um finnst mér sem ég sé hálfpartinn
að koma heim þegar ég kem á Þórs-
höfn á Langanesi. Ég á þarna enn-
þá ágæta félaga.“
Kjartan var nokkur sumur við
landmælingar og örnefnasöfnun,
meðal annars í Kjósinni og vestur á
Patreksfirði og þar í grennd og í
Barðarstrandarsýslunni. „Ég vann
einnig hjá Vegagerðinni m.a. við að
teikna brýr í verkfalli verkfræð-
inga. Þá var ég í námi byggingar-
verkfræði og fékk svolitla tilsögn
hjá yfirverkfræðingnum sem Árni
hét Pálsson. Við lengdum og stytt-
um brýr og bættum í járnum eftir
því sem hann benti mér á, en ég ef-
ast um að hann hafi nokkurn tím-
ann reiknað neitt.“ í framhaldi að
því var Kjartan i vegamælingum hjá
Vegagerðinni og mældi þá meðal
annars fyrir hluta af Keflavíkurveg-
inum. Á þessum árum var einnig
byrjað að mæla fyrir Reykjanes-
brautinni sem núna liggur ofan úr
Breiðholti til Hafnarfjarðar.
Kennarastörf
í Menntaskólanum í Reykjavík lét
Kjartan strax að sér kveða í félags-
málunum: „Ég reyndist vera svona
félagsmálafrík og var kosinn í alls
konar nefndir á vegum nemenda.
Ég var ritari skólafélagsins, eitt árið
og forseti málfundafélagsins Fram-
tíðarinnar í eitt ár.“ Á þessum tíma
var meðal annarra Eiður Guðnason
í MR og var hann með Kjartani í
bekk. Jón Baldvin Hannibalsson
var einu ári á undan.
Að stúdentsprófi loknu fór
Kjartan beint til Svíþjóðar að lesa
byggingarverkfræði. „Það var nátt-
úrulega búið að telja manni trú um
það hér á íslandi að íslendingar
væru gáfaðasta fólk í heimi og
Menntaskólinn i Reykjavík væri
merkasta menntastofnun í veröld-
inni. Ég komst þó fljótlega að því
að það væru til sæmilega gefnir út-
lendingar líka, því að samkeppnin í
Tækniháskólanum í Stokkhólmi
var mjög hörð á þessum tíma. Þeir
tóku inn mjög fáa nemendur og
námsefnið var strangt. Mér brá því
nokkuð við það, þó ég hafi verið
góður námsmaður, að uppgötva
það að þarna voru menn sem voru
mér ekki síðri. Þetta sóttist nú samt
ágætlega og ég lauk prófi í bygging-
arverkfræði snemma vors 1963 eftir
tæplega fjögurra ára nám.“
Éftir verkfræðinámið í Svíþjóð
vann Kjartan á verkfræðistofu hér
heima um sumarið, en um haustið
hringdi Guðmundur Arnlaugsson
sem áður kenndi honum í MR, í
hann og bað hann um að kenna fyr-
ir sig því hann var þá að fara til
Bandaríkjanna í námsför til að
kynna sér skólahald því hann hafði
tekið að sér að vera rektor nýs skóla
Menntaskólans við Hamrahlíð.
Það varð síðan úr að Kjartan
kenndi þetta haust stærðfræði og
eðlisfræði í 5. og 6. bekk. „Þetta
gekk allt saman vel þótt aldursmun-
urinn væri ekki mikill. Þeir sem
höfðu fallið einu sinni höfðu verið
í 3. bekk þegar ég var í 6. bekk. Ég
umgekkst þessa nemendur mína
mikið vegna þess að við vorum á
svipuðu reki.“
Síðar átti Kjartan eftir að kenna
við aðra merka menntastofnun,
sjálfan Háskólann. Fyrst í verk-
fræðideild og síðan í viðskipta-
deild. Kjartan hefur verið stunda-
kennari allt frá 1971, að undan-
skildu því tímabili er hann gegndi
embætti ráðherra.
Blankur í Bandaríkjunum
Eftir kennsluna í MR fór Kjartan
aftur til Svíþjóðar að læra hagfræði
í Stokkhólmi og var þar til vorsins.
Um haustið fór hann til Bandaríkj-
anna til náms í rekstrarverkfræði í
Chicago. Meginhluta námsins
stundaði hann í Illinois Institute of
Technology. „Ég tók líka fáeina
kúrsa við University of Chicago þar
sem hinn frægi Freedman var kenn-
ari. Ekki tókst honum eða þeim
þarna hjá University of Chicago að
snúa mér til íhaldsmennsku.“
Kjartan segir að það hafi verið
merkileg lífsreynsla að búa annars
vegar á námsárunum í Svíþjóð, sem
markast mjög af jafnaðarstefnunni
og margir segja að sé það land sem
jafnaðarstefnan hafi náð lengra en
víðast hvar annars staðar, og hins
vegar í Bandaríkjunum í hinu kap-
italíska samfélagi.
„Ég segi það stundum að Chic-
ago sé alveg stórkostleg borg og
reyndar Bandaríkin líka, þau hafi
mest af öllu, bæði því góða og því
slæma. Okkur Ieið vel þarna, fyrir
utan það að við vorum alveg ægi-
lega blönk. Ég var búinn að koma
mér upp fjölskyldu á þessum tíma
og ég man að konan var búin að
reikna það út að það ódýrasta sem
við gætum lifað af væri tómatsúpa
og fransbrauðssneið. Við borðuð-
um þetta svo oft að ég fékkst ekki til
að borða tómatsúpu í ein 10 ár á eft-
ir.“
Kjartan lauk mastersprófi í
rekstrarverkfræðinni strax vorið
eftir að hann kom. „Þeir voru eitt-
hvað að setja það fyrir sig kennar-
arnir, að ég myndi ekki geta þetta.
Ég sagði þeim, að þó að það væri
ætlast til þess að menn tækju fleiri
kúrsa en ég mætti samkvæmt
stundaskránni, þá skyldu þeir bara
prófa mig í þeim. Þannig fór ég að
því að taka mastersprófið á einu
ári.“ Síðan hélt Kjartan áfram og
lauk doktorsprófi ’69, með hléum
heima á íslandi á milli.
Fyrirvaralaust í pólitík
Á þessum tíma rak Kjartan ráð-
gjafaþjónustu á sviði áætlanagerð-
ar og skipulagningar. Stofan vann
meðal annars mörg verkefni fyrir
hið opinbera, í heilbrigðismálum, í
raforkumálum, o.fl.
„Afskiptin af pólitíkinni hófust
eiginlega þannig, að Stefán Júlíus-
son, sem þá var formaður fulltrúa-
ráðsins í Hafnarfirði, hringdi í mig.
Ég man þetta glöggt. Ég var að
koma heim, þegar síminn hringdi
og Stefán sagði að þeir ætluðu að
hafa einhverja skoðanakönnun hjá
Alþýðuflokknum í Hafnarfirði um
það hvernig ætti að stilla upp lista
fyrir bæjarstjórnarkosningarnar.
Hann spurði hvort mætti setja
nafnið mitt á listann. Ég benti hon-
um á að ég væri ekki flokksbund-
inn, en játaði samt eiginlega um-
hugsunarlaust. “
Kjartan fékk góða útkomu út úr
þessu prófkjöri, lenti í þriðja sæti.
Síðan hefur Kjartan tekið þátt í
nokkrum prófkjörum. Eftir próf-
kjörið í Hafnarfirði var Kjartan
varabæjarfulli 1970—74 og jafn-
framt formaður útgerðarráðs Bæj-
arútgerðar Hafnarfjarðar. Þarna
hófust fyrstu afskipti Kjartans af
sjávarútvegsmálum og fiskvinnsl-;
unni: „Það gekk reyndar nokkuð
vel, en ég man að gömlu karlarnir
tóku þessum unglingi með varúð.
Höfðu kannski takmarkaða trú á
honum og reyndu að hrella hann.
En það leið fljótt hjá. Rekstur Bæj-
arútgerðarinnar gekk vel á þessum
árum. Það var góð samheldni milli
starfsfólks og forstjóra. Ég krafðist
þess strax, að ég fengi að vita hver
afkoman væri fyrir hvern einasta
mánuð, — þyrfti ekki að vera ná-
kvæmt en alla vega svo að við viss-
um hvert stefndi. Á þessum árum
skilaði Bæjarútgerðin verulegum
hagnaði.“
Ráðherra áður en ég var
þingmaður
Kjartan situr síðan í bæjarstjórn
frá ’74 til ’78. Um sama leyti, ’74,
var hann kosinn varaformaður
flokksins. Kjartan var síðan kosinn
formaður 1980 og gegndi embætti
formanns til ársins 1984, þegar Jón
Baldvin Hannibalsson var kjörinn.
„Það má segja, að bæði hvernig ég
náði kjöri og hvernig ég lét af emb-
ætti, hafi gerst með sögulegum
hættiþ segir Kjartan og brosir.
Það var 1978 sem Kjartan lenti í
fyrsta sæti í prófkjöri í Reykjanesi
og hefur síðan skipað efsta sæti list-
ans í kjördæminu. í alþingiskosn-
ingunum ’78 vann Alþýðuflokkur-
inn glæsilegan sigur og fékk 14
menn kjörna á þing.
„Maður sat hér allt sumarið,
meðan að góða veðrið leið hjá, í
langdregnum stjórnarmyndunar-
viðræðum sem enduðu síðan með
því að tíminn féll eiginlega á bless-
aða stjórnmálamennina, því 1.
september átti vísitalan að rjúka
upp úr öllu valdi og þá þurfti að
vera búið að mynda ríkisstjórn. Þá
vildi svo til að Olafur Jóhannesson
hafði umboð til myndunar stjórnar
og varð þess vegna forsætisráð-
herra, af því hann hafði umboð
þegar tíminn var útrunninn. — Það
I sjávarútvegsráðherratíð sinni fékk
Kjartan það erfiða hlutskipti, að þurfa
að neita mönnum um fyrirgreiðslu vegna
kaupa á nýjum fiskiskipum. Skipastóll-
inn var þegar orðinn of stór og fyrir lá,
að skipin gœtu aflað mun meira en
ástand fiskistofnanna þoldi. Á þessum
tíma háði Kjartan marga hildi við sér
reyndari stjórnmálamenn og kjördœma-
potara, sem voru tilbúnir að leggja
þjóðarhag í sölur fyrir atkvœðin sín.
★ Háa vexti frá fyrsta innborgunardegi
★ Vexti sem færðir eru á höfuðstól
tvisvar á ári
★ Hávaxtaauka reynist verðtryggð
kjör betri
Betri kjör bjóðast varla