Tíminn - 04.07.1967, Blaðsíða 16
147j»M. — N^ajndogur 4. 'pStí 1967. — 51. tbl.
f'TO’iiilillilaiÍÍMiTrfMiffiiaiiáriáftitii
iÍMÉkái
Tunglfarar
sig við Öskju!
SNJÓR YFIR *>LLU OG ÍS Á ÖSKJUVATNI VALDA NOKKRUM ERFIÐLEIKUM
KJ—BrekagiH, mánndag.
Bandarísku geimfaramir 22, sem verið liafa í Öskju í fvo
daga, hafa verið heppnir með veður og allt gengið eins og
í sögu hér. Hafa jarðfræðirannsóknir þeirra vonandi heppnazt
vel, en þeir segja, að landslagið hér svipað og á tunglinu af
myndum að dæma. Talið er að einhver þeirra, sem hér er,
verði fyrstur til að stíga á tunglið.
Hér á eftir fer frásögn af
ferðum geimfaranna frá því á
sunnudagsmorgun.
Loftbrú var sett upp á milli
Akureyrar og flugbrautarinn-
ar í Grafarlöndum, rúmlega
hálftíma akstur frá Þorsteins-
skála í Herðubreiðarlindum,
cg fluttu þrjár flugvélar geim-
faiana og fylgdarlið þeirra frá
Akureyri. Allur hópurirf.i var
kominn í Þorsteinsskála um O'g
eftir h'ádegið á sunnudag, og
líka þeir, sem dvalið höfðu
í Mývatnssveit um nóttina, en
sexmenningarnir, sem dyöldu
þar, voru við veiðar í Laxá
fyiir neðan Helluvað í Mý-
vatnssveit. Fékk einn geimfar-
inn Éill Anders þrjá væna urr
íða á spún. Bill Anders er
einn af geimförunum, sem kom
hingað til lands 1965, og
renndi þá fyrir lax í Elliðaán-
um með árangri. Eftir að mat-
azt hafði verið í Þorsteinsskála.
var lagt upp á fjallabílum frá
G-uðmundi Jónassyni og Hóp-
ferðum frá Akureyri, yfir
hraunið sunnan við Þorsteins-
skála, og síðan sem leið Jiggur
suður með Herðubreiðartögl-
um og vestur í Öskju. Það er
viss líísreynsla, sem fylgir þvi,
að aka þessa leið á beru hraun
inu, og ekki laust við að bíl-
axnir hristust lítið eitt, en það
er vist lítið á við það, sem
þessir geimfarar eru búnir að
ganga í gegnum í geimferða-
stöðinni í Houston í Texas.
Geimfararnir skoðuðu sig um
i Herðubreiðarlindum, en hálf
svalt var þá þar, og ekki sást
nema upp í miðjar hlíðar
Herðubreiðar. Þeim þótti |or-
vitnilegt, svo ekki sé meira
sagt, að skoða og fara ofan
í holu Eyvindar, sem er spöl-
corn norðan við Þorsteinsskála,
en af holunni má sjú, eins og
hun er í dag, að Eyvindur
heiur verið hagleiksmaður og
kunnað að velja sér bústað í
údegðinni. í miðri holunni er
gat þar sem næst í vatn er
rennur undan hrauninu og fyrir
h-aman er hvammur, hvönnum
caxinn.
Þegar komið var að Öskju,
fór hópurinn suður að gili
nokkru miklu og hrikalegu,,sem
?r sunnan Drekagils. Þar í gil-
nu „messaði" Guðmundur Sig-
valdason jarðfræðingur yfir
geimförunum, sem tóku ujyi
axii sínár og könnuðu berglög
þarna í gilinu, sem ekki hefur
yerið gefið nafn svo vitað sé,
en eftir komu geimfaranna
þangað, virðist ekki úr vegi að
kalla Geimfaragil. Úr Geim-
iaragili var svo haldið hingað
upp í Drekagil, þar sem þessar
linur eru vélritaðar, við nokkuð
aðrar aðstæður en venjulega
á ritstjórnarskrifsftofum. Þess
má geta að fyrsta tjaldið sem
reis í Drekagili var merkt:
ditstjórn; Ríkisútvarpið, Tím-
inn og Iceland Rcview. Geim-
fararnir reistu tjöld sín hér,
og voru þau nokkuð frábrugðin
þeim, sem bandarískir geimfar
ar reistu hér fyrir tæpum tveim
árum, og þóttu h’eldur léleg
fyrir íslenzk öræfi, og sömu
sögu er að segja um fæði leið-
angursins núna, að það er ekki
allt í niðursuðudósum, meira
að segja kex og ostur, eins og
bá var. Nú eru hérna tveir
íslenzkir kokkar, sem Guðmund
ur Jónasson kom með, og það
er ekkert slorfæði, sem boðið
er upp á. Áður en setzt var að
öorðum, brugðu geimfarar og
fleiri á leik hér á vikurflot-
unum fyrir norðan, og var þar
leikinn knattspyrna af miklum
móði með Sigurð Þórarinsson
í öítustu vörn og Guðmund
Sigvaldason í fremstu sóknar-
línu annars liðsins.
Um kvöldið tóku margir spil
og spiluðu bridge og annað und
ir beru lofti í kvöldblíðunni,
en aðrir röltu um og skoðuðu
umliverfið.
Ekki voru nú allir, sem sváfu
i tjöldum sínum þrátt fyrir að
þau væru ágæt, heldur voru
þaö einir sex eða sjö sem
sváfu undir beru lofti í góðum
svefnpokum, og höfðu þeir
ekki orð á öðru í morgun en
að þeim hefði iiðið vel, og sof-
ið ágætlega við niðinn í ánni,
sem rennur um Drekagil.
Klukkan hálf sjö í morgun
var góður og margbreytilegur
morgunverður tilbúinn á borð
um hér í Drekagili, og að hon-
um loknum, og þegar búið var
að taka niður tjöldin fyrir
klukkan átta, hófst fyrsta
kennslustund dagsins, en þá
var farið yfir leiðbeiningar um
mrðferð á segulbandstækjun-
um. sem geimfararnir og hinir
átta baridarísku geimfarar lesa
alian sinn fróðieik inn ó. Um
klukkan átta var haldið af stað
áleiðis upp í Öskjuop og komust
bílarnir nokkuð inn á nýja
nraunið, þar sem snjóskaflar
urðu í veginum. Reyndar fórum
við yfir nokkra1 snjóskafla, og
var þá geimförunum beitt fyrir
forystubilinn. I-Iöfðu þeir við
orö eftir þau álök, að þetta
væri nóg líkamsæfing í dag.
í.oít var nokkuð þungbúið fyrst
í morgun en eftir því sem
lengra kom upp i hraunið birti
til, og þegar bílarnir voru yfir-
gefnir sást orðið vel í blóan
himininn á milli skýjanna.
Fyrsti áfangastaðurinn var við
nýjustu gígana i Öskju, en úr
þeim rýkur töluvert enn, og
ef grafið er í hraungjailið má
finna mikinn hita. Þarna fengu
geimfararnir að vita um verk-
efni sín og staði, sem ætlunin
var að skoöa. Fengu þeir loft-
ljósmyndir af Öskjusvæðinu til
að átta sig betur á umlhverfinu.
Verkefnin, sem geimfararnir
fengu til úrlausnar í Öskju á
mánudaginn voru þessi: í fyrsta
lagi að gera sér grein fyrir
þvi, að Öskjudalurinn er sig-
dalur og hefur ekki myndazt
Framhald á bls. 14.
Tjaldað var í Drekagili.
(Tímamyndir KJ)
Þeir þurftu að taka inargvísleg sýnisliorn, geimfararnir í Öskju.
Myntlin efst á síðunni er af fótlioHakappleiknum milli geimfara
og íslenzkra Öskjufara, fremstur er Sigurður Þórarinsson með
boltann.
Geinifarinn gægist út úr Eyvindarkofa í Ilerðubreiðarlindum.
Bandaríkjamennirnlr höfðu ganian af að koma í kofa Eyvindar,
og þótti hann bera vott um niikið hugvit.