Tíminn - 11.07.1967, Síða 9
ÞRIÐJUDAGUR 11. júlí 1967.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði
G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur t Eddu-
liúsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af.
greiðslusímj 12323 Augiýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur,
simi 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — í
j lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
,,Umframtekjur
af útsvörum“
í forystugrein í Morgunblaðinu í gær. er hækkun
íhaldsins á útsvörum Reykvíkinga um allt að 30 millj.
kr. frá löglega gerðri og gildandi fjárhagsáætlun fyrir
þetta ár, kölluð „umframtekjur af útsvörum“. Þannig
er viðhorfið til borgaranna. Borgaryfirvöld líta á borgar-
ana eins og mjólkurkýr og telja sér heimilt að fá til
ráðstöfunar ákveðinn hluta tekna þeirra, alveg án tillits
til þess, hvað ákveðið hefur verið í fjárhagsáætlun. Ef
í ljós kemur, að unnt er að kreista ofurlítið meira út
úr borgurunum með sömu töngum og í fyrra, þá er það
gert, og það er ekki kallað hækkun útsvaranna eða auka-
álagning, heldur aðeins „umframtekjur af útsvörum“.
Borgarstjórinn í Reykjavík reynir nú að réttlæta
bakreikning sinn og innheimtu þessara „umframtekna
af útsvörum“ með því að hann hafi sagt við afgreiðslu
fjárhagsáætlunarinnar í des. s.l. að hugsa yrði fyrir
greiðslu á skuldum Bæjarútgerðarinnar síðar. Það er
að vísu rétt, en það réttlætir á engan hátt bakreikning-
inn á borgarana nú. Staðreynair málsins eru þær, að
það var harðlega gagnrýnt af borgarfulltrúum minni-
hlutaflokkanna, að fjárhagsáætlunin skyldi ekki vera
raunhæf að því leyti, að þar vantaði framlag Bæjar-
útgerðarinnar, og þeir fluttu tillögu um slíka leiðrétt-
ingu. En borgarstjórinn þorði ekki að sýna Reykvíking-
um þá hækkun útsvara, sem til þess þurfti — fyrir
kosningar — og felldi þessa tillögu, neitaði að semja
raunhæfa fjárhagsáætlun eða sýna hana. Hann greip
til þess smámannlega ráðs að fela vænan skuldabagga
fram yfir kosningar til þess að geta sýnt borgarbúum
blekkingartöiu í útsvarsupphæð
Eftir á kemur svo bakreikningurinn, veruleg ný
hækkun útsvara, svo að útsvörin hækka yfir 20% svona
til samræmis við „stöðvunarstefnuna", sem fer nú að
bera nafn með rentu!
Svona vinnubrögð eiga enga stoð í lögum, þótt við-
gengizt hafi. Þetta er þverbrot á þeim anda sveitar-
stjórnarlaganna, sem eiga með ákvæðum um bindandi
gerð fjárhagsáætlunar að tryggja borgurunum siðmann-
leg vinnubrögð við álagningu gjalda og veita þeim vörn
gegn bakreikningum þeirra, sem leika sér að blekking-
um í pólitískum tilgangi.
Æskufólk í vínnuleit
Það er hastarlegt til þess að vita, að á þessu vori
og sumri hefur fjöldi myndarlegs æskufólks, flest á
framhaldsskólaaldri, gengið um í atvinnuleit og hvergi
fengið sumaratvinnu. Þetta er nú vandamál mjög
margra heimila. Þegar þetta unga og duglega æskufólk
reis upp af skólabekknum í vor og ætlaði að taka til
starfa til þess að vinna fyrir sér og geta haldið áfram
námi, voru því allar dyr lokaðar. Samdrátturinn í at-
vinnulífiríti t.d. iðnaði, kemur fyrst niður á þessu unga
fólki, og vinnuleysi þess yfir sumarmánuðina verður
þungur baggi á mörgu heimili, par sem heimilisfaðirinn
hefur sannarlega nægan vanda fyrir við að sjá fjöl-
skyldu sinni farborða. Að tryggjá sæmilega sumarat-
vinnu skó'Iafólks er mikilvæg skylda hins opinbera, en
núverandi ríkisstjórn virðist ekki hafa dug til þess að
sýna lit á því að ráða bót á þessum vanda.
TÍMINN
Skuldir borgarsjóðs Reykjavíkur
hækkuðu um 60 millj. síðastl. ár
Nokkur atriði úr skýrslu borgarstjóra við fyrri
umræðu um borgarreikninginn s.l. ár.
í skýrslu Geirs Hallgrímsson-
ar, borgarstjóra með reikning-
um R*eykj avíkurborgar fyrir árið
1966, en hann var til fyrri um
ræðu í borgarstjórn s.l. fimmtu-
dag, er að finna ýmsar upplýs-
ingar' um bograrreksturinn og
fjárhag borgarinnar.
Rekstursgjöld borgarinnar
urðu nær sléttar 700 millj. kr.
á árinu 1966. en voru áætluð
664 millj. Hækkunin stafar
m.a. af 4,63% meðallaunahækk-
un á árinu, en verður nokkru
meiri. þannig að reksturinn fer
raunverulega töluvert fram úr
áætlun. •
Stjórn borgarinnar fór 1,7
millj. fram úr áætlun, og stafar
það m.a af nokkurri fjölgun
starfsmanna. Um fræðslumálin
segir borgarstjóri svo í greinar-
gerð sinni;
„l'iárveiting til þessara mála
var. að viðbótum meðtöldum,
kr. 85,5 millj. Gjöldin urðu hins
vegar kr. 93,7 millj. Munar þar
8,2 millj. kr. Verulegar umfram
greiðslur urðu í viðhaldi barna
og gagnfræðaskóla, en töluvert
átak var gert á árinu yið lóðar-
lögun eldri skóla. Þá fór kostn-
aður við ræstingu skólalhúsa
fram úr áætlun. Stöðugt er unn
ið að þvi að koma á aukinni
hagráeðingu við ræstingu skól-
anna, en þó fer kostnaður árlega
hækkandi, sem meðal annars
stafar af því, að nýtt skólahús-
nœði kemur til notkunar á
hverju ári. Þá má og minna á,
að fjárveiting til vinnuskóla hef
ur verið allt of lág ,vegna mik-
illai aðsóknar að þessum skóla,
enda varð veruleg umfram-
greiðsla á gjaldaliðum, eða um
1,5 millj. kr.“
Um félagsmálin, sem eru hæsti
liður á hverjum bæjar- og borg
arreikningi, sagði borgarstjóri:
„Fjárveiting og viðbætur vegna
þessa mikla gjaldabálks námu
alls 212.3 millj. kr., en gjöldin
reyndust samkvæmt reikningi
214 7 milb- kr. Umframgreiðslur
urðu þannig 2,4 millj. kr. Nokkr
ir gjaldaliðir fóru ekki í áætl-
un. Má þar nefna útgjöld vegna
styrkþega 60 ára og. eldri, er
urðu 2,6 millj. kr. lægri en ráð
var fyrir gert. Hins vegar varð
veruleg hækkun á kostnaði
vegna sjúkra manna og örkumla,
enda fór sá gjaldaliður 3,4 millj.
kr. tram úr áætlun. Framlag til
Hafnarbúða fór nærri 1 millj. kr.
fram úr áætlun, eða um 120%.
Hér er þó ekki eingöngu um
aukin rekstrarútgjöld að ræða,
þar eð á árinu var lokið smíði
kæiiklefa í húsinu, og nam sá
kostnaður tæpum 400 þús. kr.
Er hér í raun réttri um stofn-
kostnaðargreiðslu að ræða. Þrátt
fyrir þetta hafa þó rekstrarút-
gjöld aukizt að mun. f því sam-
bandi skal á það bent, að borgar
:tjóin hefur gert nýtt samkomu-
lag við forstöðumann Hafnar
búða Samkv því tekur hann að
sér rekstur hússins gegn um»am-
inni greiðslu.“
Gatna- og holræsagerð er hæsti
framkvæmdaliður í rekstri borg
artunax. og hefur hlutfall hans
í heildarrekstrarkostnaði borgar
innar hækkað nokkuð hin síðari
ár, og varð 24% árið 1966, og er
það aðeins lægra en árið 1965.
en bá munu þessar framkvæmd-
ir hafa verið hlutfallslega mest-
ar. Gatnamál borgarinnar hafa
verið i langyarandi niðurlæg-
ingu, og borgin hefur alls ekki
haidið við í þeim efnum síðustu
tuttugu árin, og er því þörf stór-
átaKa Þótt reynt hafi verið að
klóra í bakkann síðustu ár, vant-
rr mjög á að nógu myndarlega
sé að þessu unnið Um gatna-
og holræsagerðina sagði borgar-
stjóri:
„Til þessara framkvæmda var
á árinu varið 210,0 millj. kr. í
borgarreikningi færast þeirri upp
hæð til frádráttar hluti borgar-
sjóðs af benzínskatti, kr. 14,0
mill;. ki og gatnagerðargjöld
47 5 millj. kr., en geymslufé til
næsta árs, kr. 12,2 millj., bætist
við, þannig að á reksrtarreikn-
ingi er færðar til gjalda 160,7
millj. kr.
Brúttókostnaður við nýbygg
mgu gatna og holræsa, svo og
ýmsar framkvæmdir, sem nýbygg
inganni erú tengdar, nemur alls
169,6 millj. kr.
Til næsta árs færast kr. 12,2
millj. af fjárveitingu ársins 1966.
Þess skal getið, að heildar-
mnborgun gatnagerðargjalda var
67.2 millj. kr. á árinu 1966. Af
þeirri upphæð voru 8,8 millj. kr.
innborgaðar eftirstöðvar frá
fyrra ári og innifaldar í frá-
draúti gjl. 08 á árinu 1965, en
'0,9 millj. af gatnagerðargjöld-
um gengu til kaupa á fasteign-
um, sem i vegi gatnagerðarfram
kvæmda voru, og færðust þannig
47,5 millj. kr. til frádráttar
gjaldalið gatna -og holræsagerð-
ar á árinu 1966."
Um tekjur borgarsjóðs árið
1966 sagði borgarstjóri að þær
hefðu verið áætlaðar 842 millj.
■n nefðu orðið 851 millj. kr. á
reÍKningi og fóru því rúmlega
1% fram úr áætlun. En vegria
þess að ýmsár rekstrarliðir fóru
töluvert fram úr áætlun, varð
yfirfærsla á eignabreytingar
minni en áætlað var, eða ekki
nema 150 millj. kr. í stað 178
milij kr áætlunar.
Um eignabreytingar sagði
oorgarstjóri:
„í greinargerð borgarritara er
samandregið yfirlit um eigna-
breytingar borgarsjóðsins. Gefur
það yfirsýn yfir framkvæmdir á
árinu svo og lántökur, afborg-
anir og breytingar viðskipta-
mannareikninga.
Eignabreytingagjöld eru 205,7
millj. kr„ eða 40,4 millj. hærri
en fjárhagsáætlun. Lækkun á
sjóðseign varð 4 millj. kr. Er
meginástæða þess sú, að yfir-
færsia af rekstrarreikningi varð
28,4 millj lægri en gert var ráð
fyrii i fjárhagsáætlun. Aðrar
úgnabreytingatekjur nægðu ekki
'il að vega á móti þeim mismun.
Á árinu jókst hrein eign borg-
arsjóðs og fyrirtækja hans um
328.2 millj. kr Á skrá urn b’^vt
ingai á höfuðstólsreikningi. bls.
12 og 13 í borgarreikmngi svo
og greinargerð þeirri, sem
reikningnum fylgir er að finna
ailítarlegar upplýsingar um það,
hvernig eignaaukningin skiptist
nuUi borgarsjóðsins og fyrir-
oæki? hans. svo og milli ein-
stakra eignaliða borgarsjóðsins.
At eignaaukningum koma í
hlut borgarsjóðsins sjálfs 184.9
millj. en eignaaukning fyrir-
tækmnna var 143,3 millj
1 árslok 1966 voru skuldir
borgarsjóðs 301,9 millj. kr. í stað
232.1 millj kr. í ársbyrjun Er
aukringin 69,8 millj kr Hin.-.
vegai kemur á móti þessari
skuldaaukningu lækkun geymdra
fjárveitinga um 10,5 millj. kr.
bannig, að skuldaraukning á ár-
inu er raunverulega 59.3 millj.
krótia
Afborgunarlán hækka um 27.9
millj. Vega þar mest lán vegna
fasieignakaupa og erlend lántaka
vegna byggingar Borgarsjúkra-
ússins. Launaskuldir lækka "m
6,5 millj Skuldir við stof~
borjarinnar hækka um 21.3
millj kr.. þannig að inneign
Vélamiðstöðvar hækkar um 1.3
miLj. kr.. inneign Ráðhúss-s'jóðs
eykst um 13,7 millj. og inneign
Stöðumælasjóðs eykst um 0,2
milij. f árslok myndaðist inn-
eign Byggingarsjóðs kr. 7,7 millj.
Húsatryggingar- og Lífeyrissjóð
ur, sem áður áttu inneign í borg
arsjóði, komast nú í skuld við
hann Skuldar Lífeyrissjóður
borgarsjóði nú 0,1 miUj. og Húsa
tryggingar skulda 4,9 millj.
A móti skuldum við ýmsar
stofnanir borgarinnar samtak
kr. 47,075 millj. kr. á borgarsjóð
ur inni hjá öðrum stofnunum
borgarinr.ar kr. 102,159 millj. kr.
•>g hafa þær inneignir aukizt á
árinu um 9,5 millj kr.“
Af lokum sagði borgarstjóri:
„I árslok 1966 nam skuld ríkis
sjóðs við borgarsjóð 71,4 millj.
kr. ng hafði aukizt um 35,4 milj.
' r. 6 árinu. Stafar hækkunin að
langmestu leyti af byggingar-
kostnaði Borgarsjúkrahússins, og
er skuldaraukningin vegna smiði
þess kr. 32,5 millj á árinu. Á
s.l. ári var varið til smíði sjúkra
hússins samtals kr 81,4 millj.
!cr. Af þeirri upphæð fóru 13.8
milli til kaupa á lausabúnaði
og áhöldum, en þann kostnað
ber borgarsjóðui einn. Stofn-
sostnaðui húss. að meðtöldum
þeim tækjum, sem eru múr- og
naglföst, nam 67,6 millj. kr.. en
þar af ber ríkissjóði lögum sam-
kvæmt að leggja fram 60%. eða
kr 40,5 millj. Framlag í fjár-
lögum ti! Borgarsjúkrahússins
var hið sama og á árinu 1965.
eða samtals 8 millj kr. Eins og
borgarstjórninni er kunnugt um
útvegaði ríkisstjórnin borgarsjóði
ánnu 1966 lán, að fjárihæð 30
millj kr. í Seðlabanka íslands.
Láti þetla greiðir ríkissjóður á
fjórum árum með fjárlagafram-
lagi til sjúkrahússins. Að undan
förnu hafa staðið yfir samning-
ir milli borgarsjóðs og heilbrigð
isstiórnarinnai um frekari lán,
sem ríkissjóðui tæki að sér að
greiða. með svipuðu móti og
lántökuna á árinu 1966. —
Hefio þegar náðst sá árang-
ur að loforð er fengið fyrir
20 millj. kr. láni vegna bygg-
inga eitthvað út í loftið Hafa
heilbrigðismálaráðuneytið og
fjármálaráðuneytið gefið ákveð
ið fyrirheit um að taka að sér
að greiða lánið, og munu þese:
ráðuneyti beita sér fyrir því, að
framlög í fjárlögum verði því
hækkuð verulega. Tafnframt
standa vonir til þess, að við-
bótarlán, að fjárhæð 10 millj.
kr. muni fást fyrir atbeina ríkis
FYamhald a bls 15