Tíminn - 15.07.1967, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.07.1967, Blaðsíða 2
TÍMINN LAUGARDAGUR 15. júlí 1967. FRÍMERKJASÝNING í BYRJUN SEPTEMBER UNDIRBÚNINGUR HAFINN AÐ KÖNNUN HUGSANLEGS TJÓNS AF VÖLDUM ÁLVERKSMIÐJU BJÆcykjavík, föstudag. í tilefní af 10 ára afmæli Félags frímerkjasafnara er áformað að halda frímerkja- sýningu í Bogasal Þjóðminja- gafnsins í byrjun september n.k. Hér er um að ræða ein- hverja þá athyglisverðustu sýn ingu íslenzkra frímerkja, sem um getur, m.a. vegna þess, að á sýningu þessari verður sýnd- ur hluti af frímerkjasafni því, sem íslenzka póststjórnin keypti fyrir allmörgum árum frá Sviþjóð. Safn þetta var i eigu manns, sem nú er látinn og hét Hans Hals. Var hann þekktur fyrir söfnun sína á íslcnzkum frímerkjum, og fyr- ir safn þetta fékk hann margs konar viðurkenningu á erlend- um vettvangi, m.a. gullverð- laun á alþjóðafrímerkjasýningu í Wien árið 1933. íslcnzka póst- og sámamála- stjórnin hefur sýnt Félagi frí- merkjasafnara þann heiður og velvilja í tilefni afmælisins að lána bluta úr þessu stórmerka saifni til sýningar, en í safn inu eru dýrmætuste og sjald- Brerinu- vargur á ferð FBdteyjaví föstudag. í nótt var handtekinn maður sem gert hafði tilraun til þess að kveikjia í húsum við Smiðju' stíg o-g við Hverfisgötu. Brennu vargurinn hafði safnað saman kössum og drasli og kveikt í öllu saman fyrir framan dyr húsanna, en íbúarnir vöknuðu og sáu hvers kyns var og mátti ekki seinna ,vera svo að kviknaði ekki í húsun- um. Brennuvargurinn komst und an af Smiðjustignum, en nokkru síðar í nótt var tilkynnt til lög- reglunnar að maður væri að reyna að kveikja í drasli fyrir framan húsdyr á Hverfisgötunni. Óku lögreglumenn þegar á stað- inn, og sáu hvar brennu vargurinn hljóp á brott, en tókst að hlaupa hann uppi og hand- sama hann. Mun hann hafa kom ið við sögu hjá lögreglunni áður. Rannsóknarlögreglan vann að rannsókn þessa máls í dag. í fréttatilkynnningu frá Iðn aðanmálaráðuneytinu segir, að nefnd sú, sem skipuð var til að kanna hugsanlegt tjón vegna ÁI- bnæðslunnar í Straumsvík, sé nú tekin til starfa. Hafi hún þegar tekið fyrstu sýnishorn af gróðri og jarðvegi og sent þau til rann sóknar. í tilkynningunni segir meðal annars, að í samningunum milli ríkisstjómar íslands og Swiss Alu minium Ltd. um byggingu og rekstur állbrœðslu í Straumsvík séu ákvæði um ábyrgð á tjóni, sem hljótast kann af gastegund um eða reyk frá bræðslunni, svo og um aðgerðir til að hindra slíkt tjón og reglulegar athugan ir og sýnishornatöku' úr gróðri og annars staðar til að fylgjast sem bezt með, hvort um skað- lega mengun sé að ræða af völd um áiibræðslunnar. Eftir að umræddur samningur var gerður, hafi verið ákveðið,a að þegar í upphafi skyldi þannig gengið frá byggingu verksmiðju hússins, að unnt væri án röskunar í rekstri bræðslunnar að setja upp fullkomin hreinsitæki síðar, ef nauðsynlegt reyndist. Samkvæmt 12. gr. aðalsamnings- ins beri íslenzka álfélagið h.f. ábyrgð á því tjóni, sem gas eða reykur frá álbraéðslunni k-ann að valda og er skylt að gera allar eðlilegar ráðstafanir til að hafa hemil á og draga úr skaðlegum áhrifum af rekstri bræðslunn- ar, í samræmi við góðar venjur í iðnaði í öðrum löndum við svipuð skilyrði. íslenzka álfélaginu h.f. beri einnig skylda til að láta gera reglu legar athuganir með því að taka með vissu millibili sýnishorn af gróðri, efnum og eignum á fyrir- fram ákveðnum athugunarstöðum í nágrenni bræðslulóðarinnar, í samvinnu við hlutaðeigandi ís- lenzka rannsóknarstofnun, að því er varðar möguleg áhrif af gas- tegundum og reyk frá bræðsl unní. Síðan segir m. a.: „í viðræðum við forstjóra Swiss Aluminium Ltd. í febrúar þ. á. varð samkomulag um, að sett skyldi upp samstarfsnefnd, skip uð fuiRtrútim beggja aðila, til að skipuleggja rannsóknir þessar, en á grundvelli þeirra mætti síðar taka afstöðu til þess, hvort frek ari aðgerða væri þörf eða ekki. Nefndin er þannig samsett, að Swiss Aluminium Ltd. sem hefur framkvæmd tæknilegra mála fyrir íslenzka Álfélagið h. f. og Rann- sóknastofnun iðnaðarins, til nefna hvor um sig í nefndina, en auk þess skipar iðnaðarmála ráðherra einn sérfræðing í nefnd ina. Fyrsti fundur nefndarinnar var haldinn í Reykjavík sL föstu dag og laugardag, 7. og 8. þ.m., en í nefndinni eíga sæti Alex Streirhenberg, yfirverkfræl- ingur Swiss Aluminium Ltd. hér- lendis, Pétur Sigurjónsson, for- stjóri Rannsóknastofnunar iðn- aðarins og dr. Aksel Lydersen, prófessor við tækniháskólann í Þrándlheimi, tilnefndur af iðn- aðarmálaráðherra. Prófessor Lyd- ersen er yfirmaður þeirra ríkis- Framhald á blis. 14. LEIÐRÉTTING Prentvilla slæddist inn í frétt af Öræfaferð í blaðinu s.l. fimmtu dag. Þar sagði, að með í ferð- inni hefðu verið starfsmenn sjón- varpsins á tveimur Dodge Weapon bílum og Bronco jeppa, en áttd að vera, að með í ferðinni hefðu verið tveir Dodge Weapon bílar og starfsmenn sjónvarpsins á Bronoo jeppa. Einnig var talað um Jón Pálmason í myndatexta með sömu frétt, en átti að vera Jón Pálsson, eins og fram kom í fréttinni. Biður blaðið velvirð- ingiar á þessum mistökum. EVRÚPURÁÐIÐ BYDUR STYRKI Evrópuráðið býður fram styrki til iðnfræðslumenntunar á árinu 1968. Styrkir þessir eru tvenns konar 1. Styrkir til iðnfræðslukenn- ara og verkstjóra. Styrkirnir nema 1.000.- frönskum frönkum á mánuði, og auk þess greiðir Evrópuráðið ferðakostn- að. Gert er ráð fyrir, að styrk- þ.egar dveljist 1-3 mánuði í ein 'hverjum af aðildarlöndum Evrópu ráðsins. Styrkumsóknum fylgi greinargerð um, í hvaða löndum og við hvaða stofnanir umsækj- endur ráðgera að stunda nám. 2. Styrkir til verðandi iðn- fræðslukennara og leiðbeinenda Styrkir þessir eru ætlaðir til þess að greiða kostnað vegna þátttöku í námskeiðum fyrir verðandi kennara og leiðbein- endur í vélvirkjun og byggingar- iðngremum, en námskeiðin verða haldin í Frakklandi á árinu 1968. Námskeiðin munu standa í um það bil 6 mánuði. Evrópuráðið greiðir ferðakostnað, svo og vegna dvalarkostnaðar i Frakk- landi, fjánhæð, er nægja á til greiðsiu á húsnæði, fæði og kennslukostnaði, meðan nám- skeiðin standa. Skilyrði er, að umsækjendur hafi til að bera kunnáttu í ensku eða frönstou. Umsóknareyðubl'öð fást í menntamálaráðuneytinu', Stjórn- arráðshúsinu við Lækjartorg. Um sóknir þurfa að berast ráðuneyt- inu fyrir 30. júlí 1967. Menntamálaráðuneytið, 14. júlí 1967. - - <• sv Framhaid á bls. 14. SUMARHÁTÍÐ FRAMSÓKN- ARMANNA í DALASÝSLU verður haldin í Tjarnarlundi í dag, laugardag og hefst kl. 21- Ræður flytja Ólafur Ragnar Grímsson, hagfræðingur og Alexander Stefánsson, oddviti, Ólafsvík. Jóhann Daníelsson og Eiríkur Stefánsson syngja einsöng og tvísöng við undir leik Áskels Jónssonar. Karl Einarsson skemmtir með eftir hermum. Hljómsveitin Straum ar úr Borgarnesi Ieikur fyrir ðansi. Ólafur Alexander

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.