Tíminn - 15.07.1967, Blaðsíða 8
3
TÍMiNN
LAUGARDAGUR 15. júlí 1961.
Þjóðir þær, sem byggja þær
eyjar í Atlantsihafi, sem dansk
ir „imperíalistar" um síðustu
aldamót nefndu ,,þær dönsku
Atlantshafseyjar", eiga sér
langa og merka sögu. Fyrrum
voru þessar eyjar Dana fleiri
meðal þeirra Orkneyjar. Sami
stofn byggði þessar eyjar frá
upphafi, norrænir menn bland
aðir Keltum. Tunga eyja-
skeggja var dönsk tunga eða
norræna. Tunga þessi lifði lítt
breytt lengi vel, en á 16 öld
er tekið að þjarma að þjóð-
erni Orkneyinga og fór svo
að norræn tunga glataðist
eyjarsfeeggjum fyrir _ áhrif
enskunnar. Fjarlaegð íslands
og Færeyja frá Danmörku og
merk bókmenntaarfleifð ork-
aði því að þær þjóðir héldu
timgu sinni. Aðstaða íslend-
inga var þó sterkari en Fær-
eyinga, að því leyti sem ís-
lenzka kirkjan var svo sterk
að þjóðlegum erfðum, að eng-
um kom til hugar að prédika
eða gefa út guðsorð á dönsku.
íslendingar lásu alltaf sitt
guðsorð á íslenzku og fyrrum
einnig á latínu, en Færeying
ar urðu að nota danskt guðs-
orð. Því er tilvera færeysku
því furðulegri, þegar mun
stærri þjóð, Norðmenn, týndu
niður norrænu í sambýli við
danska.
Færeyingar lifðu í fátæku
landi, lifðu á landinu og sjón-
um og bjuggu mjög að sínu.
Sókn erlendra þjóða var minni
til Færeyja eða á færeysk mið
en íslenzk, og dönsk einokun
arverzlun sá eyjamönnum fyrir
nauðsynjum. Kynslóð etfir kyn
slóð var háð stöðug barátta
við höfuðskepnurnar á þesspm
hrjóstrugu eyjum, umluktum
endalausum víðáttum hafs og
himins. Víðátturnar og stöðug
barátta fólksins á hrjóstrugum
klettaeyjum, varnarleysi
manna gagnvart ógnlegu valdi
hafs og óveðra er tónninn í
kvæðum Heinesens. William
Heinesen fæddist árið 1900 í
Þórhöfn í Færeyjum, sonur
kaupmanns þar á staðnum.
Hann lauk verzlunarnámi í
Kaupmannaihöfn, en listirnar
áttu hug hans. Hann lagði
stund á hljómlist, málaralist
og orti. Fyrsta bók hans,
ljóðabók, kom út 1921, „Arkt
iske elegier“ og alls komu út
eftir hann fimm ljóðabækur
þar til þess að hann tekur að
gefa sig að skáldsagnagerð.
1936 kemur „Den dunkle soI“
og síðan verður hlé í ljóðagerð
þar til „Hymne og harmsang“
kemur út 1961.
Það gætir áhrifa í ljóðum
Heinesens frá dönskum skáld
um, svo sem Per Lange, Soph-
us Claussen og Tihörger Lar-
sen.
Eftir 1930 beinist áhugi
Heinesens að skáldsögunni.
„Blæsende gry“ kom út 1934.
Þetta er þjóðlífslýsing, og ber
með sér einkenni byrjandans,
laus í reipum en ýmsir kaflar
bera gáfuðum höfundi glöggt
vitni. „Nóatún“ kom út 1938.
Þá hefur höfundur lært að
segja aðeins það sem nauð-
synlegt er heimi sögunnar,
sagan er föst i formi og per-
sónur glöggar og frásögnin lif
andi. Hér segir frá nokkrum
fjölskyldum, sem flytja í
hinn svonefnda „diauðradal"
og berjast þar við að draga
fram lífið við mjöig erfið skil
yrði. Þrek og samvinna gegn
óblíðri náttúru er sá grund-
völlur, sem er forsenda mann-
lífs á þessum harðbýlu svæð
um. Söguefnið er fléttað úr
ævi sögupersónanna og atburð
arrásinni. Oft ætla erfiðleik
amir að yfirbuga þetta litla
samfélag, erfiðleikar, sem eru
bæði sjálfskaparvíti og aðsteðj
andi óhöpp. Loks vinnst sigur.
Þessi „dauðradalur" verður
loks hæfur til búsetu lifandi
manna og nafninu er breytt í
„Nóatún“.
Nú liðu mörg ár og Heine
sen lét ekkert frá sér fara. Það
var ekki fyrr en eftir síðari
styrjöldina, að „Den sorte
gryde“ kom út 1949. Þetta er
lýsing á Færeyjum á stríðs
árunum. Atburðarásin er hröð
og spákaupmennskan ríður hús
um. Fiskútflytjendur og út-
gerðarmenn nioka inn pening
um meðan fiskimenn og sjó-
menn hættu lifinu í siglingum
innan um tundurduflasvæði og
bjóða kafbátahættunni byrg
inn. Til'breytingarnar verða
fjölskrúðugri og hin gamla
hrynjandi er rofin af peninga
græðgi og nautnum og leit að
afþreyingu. Sumir leita sér
staðfestu í trúarofstæki, aðrir
bila siðferðilega og glata skiln
ingi á mismun góðs og ills.
Þetta er þjóðfélagsádeila,
mynd af upplausn, höfundur
afhjúpar fégræðgina og hræsn
ina meðal kaupsýslumanna og
athafnamanna og hefur mikla
samúð með alþýðunni sem
leitar sér huggunar í brenni-
víni eða trúarflokkum. Bókin
gefur ágæta mynd af þjóð,
sem hefur ruglazt í ríminu og
hefur glatað áttum í heimi
William Heinesen
raunveruleikans, svo mjög að
sumar lýsingarnar vij-ðist
furðulegar. Næsta skáldsaga
Heinesens heitir „De fortapte
spillemænd". Sú bók kemur út
1950 og í þeirri bók fer höf
undur nýjar slóðir í stíl og
frásögu. Tjáningarformið minn
ir á ævintýri, form sögunnar
er liprara og víðara en í fyrri
bókum og veruleikinn er mett
aður hinu óvænta. Málið á
þessari sögu Heinesens er til
brigðaríkara en áður og blær
inn er ýmist lýrískur, gaman
samur eða angurvær. í þess-
ari sögu segir frá fátækum
og einlægum hóp manna, vina
þriggja bræðra, sem heita
Mórits, Siríus og Kornelíus,
vináttu, dansi og drykkju.
Þetta er hið hjartahreina fólk,
sannir menn, sem að lokum
lúta þó lágt fyrir bæjarslúðri,
trúarhræsni og spekúlöntum.
Sagan er mótmæli gegn þeim
heimi, sem metur ebki að
verðleikum þá sönnu gleði
hinna hjartaihreinu og fátæku
í anda, sem eru þó flestum
auðugri og jafnframt andsvar
við svartsýni eftirstríðsáranna
og svartagallsrausi um einmana
leik mannsins og illsku. Einn
spilaranna Mortensen magister
tjáir boðskapinn, sem fluttur
er í sögunni, „á hverjum degi
sýnir fólk góðvild, heiðarleika,
fórnarvilja og náungakærleika
án þess að það sé þar með að
leggja nokkuð í banka annars
lífs. Það stundar þessar dyggð
ir sem eðlilegustu viðbrögð
og telur þetta sjálfsagt".
Trúin á manninn, mennsk-
una, hefur frá því fyrsta verið
einkenni Heinesens og í síðari
bókum hans hefur þessi boðun
öðlazt meiri styrk og orðið
ákveðnari, ef til viil sökum
þess tízkufyrirbrigðis nú á dög
um að telja manninn vondan
og hjálparvana gegn náttúr-
unni og eigin illsku.
„Moder Syvstjeme“ kom
tjt 1952. Þar heldur Heinesen
samá'' þræði og í „Spilurunum“.
Sagan minnir enn frekar á
ævintýrið, enda fjallar hún um
mesta ævintýrið, fæðingu
barns og uppgötvun þess og
skoðun á heiminum, samband
þess við annað fólk. Þetta er
óður til lífsins, sem alltaf
kviknar að nýju. Frásagnar-
snilld Heinesens nær að sumra
skoðun hæst í sögum, sem
komu út 1957, „Det fortryllede
lys“ og „Gamaliels besættelse“
1960. í þessum sögum samein
ar höfundur raunsæi og ævin-
týri á þann hátt, að lýsingar
hversdagsins bera í sér eilífð
ina og sumar sögurnar, eins
og t. d. „Det fortryllede lys“
og „HimmeLfarten“ verða ævin
týri, þótt efnið sé mjög hvers
dagslegt og allt efni sögunn
ar raimsatt. Sumar sögumar
minna á frásagnarlist Karen
Blixen, enda þótt Heinesen
fari algjörlega eigin götur og
ekfei sé um áíhrif að ræða.
Snilld hans er elík að maður
hlýtur að segja svona á að skrifa
sögu. Sögurnar í þessum síðast
töldu söfnum búa yfir þeim
galdri að manni finnst ein-
faldleiki þeirra og stíll hljóta
að hafa verið höfundi auðveld
ur í framsetningu, og það er
eitt aðaleinkenni góðra lista-
verka að menn álíta tilorðn-
ingu þeirra hafa verið höfund
um þeirra auðveld. En sé bet
ur skyggnzt, grunar mann
fljótlega hvílík vinna og sjálfs
ögun liggur að baki þessara
fögru og einföldu verka.
Heinesen er talinn einn
fremsti höfundur, sem nú set-
ur saman skáldsögur á Norð
urlöndum. Hann er runninn
upp úr umhverfi, esm auð-
veldar mönnum sem skyggnir
eru, að sjá andstæðurnar i
mannlegu brauki og baráttu.
Á uppvaxtarárum Heinesens
stóð þessi barátta um frum
þaríir manna, og hún kostaði
oft fórnir, sem ekki greiddust
í réttu hlutfalli við gildi þess
unna.
Frumstætt þjóðlíf og einfald
leiki sýndu manninn í skírara
Ijósi en viðameiri og marg-
slungnari þjóðfélög, þar sem
umbúðirnar voru margbreytt-
ari um mannlega baráttu. Og
Ileinesen dró þann lærdóm af
þvi, s-em hann þóttist sjá, að
góðvild og náungakærleiki
væri mönnum ekki síður tiltæk
ur en illskan.
(Þýtt og endursagt).
Nokkur at-
riði um
skáldskap
og ævi
færeyska
rithöfund-
arins W.
Heinesen