Tíminn - 19.07.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.07.1967, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUIl 19. júlí 1967. TIIVIINN AF SJÓNÁRHÓLI ÍSLEND INGSI Pappírsbleyjur og stórþvottur líka mörgu völsum og flóknu tannhjólum. Hún fannst mér lengi vera æðsta tákn um hug myndasnilld mannsins. Það var langur og erfiður dagur, sem mamma eyddi í þvottahúsinu, en þar á eftir varð svo að hengja allan þvott inn upp. Og þá var ekki bara ætlast til þess af konunum að hver flík væri klemmd á AHtaf eru lífsþægindin að verða meiri og meiri, en ekki virðist blessuð haminigjan auk ast í sömu hlutföllum. Eftir því, sem tómstundunum fjö-lg ar, gefst fólkinu meiri tími til að hugsa um sjálft sig, lífið og þess tilgang. Og einhvern veginin virðist öll þessi hugs un verða okkur til lítíls góðs. Svo er lfka það, að hinum veik lunduðu gefst nú meiri tími til að stíga víxlsporin. Áður voru þeir of þreyttir tfl að leiða nokkuð að því hugann. í þessu samibandi langar mig tfl að rabba lítillega um stór þvotta fyrr og nú, og þær brerytingar, sem orðið hafa á því sviði. Nú er alvarlega talað um pappírsfatnað hér í Amerílcu, og reikna ég alveg með þvi, að þið þama heima, hafið nú þegar séð sýnishorn af slíkum flíkum. Þið eruð svo déskoti vel með á nótunum, þegar tízk an er annars vegar. Það eru komnir á markaðinn hér papp írskjólar, en föt og skyrtur, sem maður fleygir eftir notk un, eru á næstu grösum. Pappírshleyjur eru nú orðn ar almennar hér í Ameríku. Hlýtur tiikoma þeirra að valda byltingu, því mér skildist allt af í garnla daga, að mesta erf iðið við að fæða barn í heim inn, væri að þvo af því bleyj urnar. Það gefur því auga leið, að þvottar verða brátt úr- eltir. Ekki svo að skilja, að þvottar hjá uútimakonum séu neitt sérstakar atliafnir. Sjálf virkar þvottavélar eru á hverju strái og reyndar víða líka þurrkarar. Húsmæðumar fleygja flíkunum í vélarnar af og til og síðan ekki söguna meir, fyrr en þvotturinn kem ur tandurbreiun út. Það var eittlhvað annað hér í gamla daga, þegar þvottadag urinn var í hávegum hafður. Andrúmsloftið í þvottahúsinu var þrangið hæði dulmögnun og gufu svo varla sá handa skil. Mamma stóð við kola- kyntan þvottapottinn í vað- stígvélúm með gúmmísvuntu, og hrærði í honum með stóra priki. Hér var vísindalega að öllu farið. Þar voru tróhalar og blikkbalar, raðað eftir kúnstarinnar reglum, þvi vatn varð að renna úr einum í ann an. Það var, mig minnir, í trébala, sem þvottabrettið stóð, þetta furðuáhald, sem hver flík varð að nuddast og nuddast við. Ekki má gleyma tau-viudunni, með þessum snúru, heldur varð einhvem vegiun á yfimáttúrulegan hátt að útvega sér góðan þurrk, sem ekki er alltaf auðvelt á sunnanverðu íslandi. Skildist mér helzt, að hver kona yrði að útvega þurrkinn með þvi að láta einhvera karlmann hugsa fallega tíl sín. Ekki veit ég, hveraig þær hafa haft tíma til að koma því í kring, og svo má náttúrulega ekki gleyma, að yrðu þurrkdagarn- ir of tíðir, gátu þær hæglega orðið fyrir grunsemdum síns ektamaka. Svo komu þvottavélarnar fram á sjónarsviðið, og óðum tók að þverra ailur ljómi yfir þvottabrettum og trébölum. Fyrstu vélunum af þessu tagi kynntist ég, þegar ég yar stráklingur og vann í Hvaln- um. Ameríkaninn hafði skilið eftir forláta samstæðu í einum bragganum. Þurrkarinn vakti mesta aðdáun, enda var hann kraftmikiil og hristist all ur og skalf, þegar hann var í notkun. Maður lét þvottinn í hann að ofan og var varaður við því að láta aldrei flíkúr yfir stautinn, sem stóð upp úr miðri körfunni. Með okkiir vann maður, sem Bjarni hót, afbrags þrif- inn, og einn helzti notandi þessara dásamlegu tækja. Bjarni stundáði gjarnan þvotta sína á nóttunni. Eitt sinn ætl aði hann að þvo rúmteppið sitt, en hafði gleymt reglunni með stautinn. Þurkarinn stóð innarlega í þvottabragganum og var rafmagnsleiðslan að honum negld á vegginn, alltaf einir fjórir metrar á lengd. Segir svo ekki af viðskiptum Bjarna og þurrkarans fyrr en meun vakna við óp og óhljóð. Hafði þá þurrkarinn hrein- le,ga tekið til fótanna og rifið leiðsluna af veggnum og ekki stanzað, fyrr en hún rofnaði. Aumingja Bjarni beið ekki boð anna, heldur hljóp út með þurrkarann á hælunum'- Hann vatt allan þvott sinn í höndun um eftir þetta. Annað snyrtimenni í Hvaln- um, sem við getum kallað Jóiv olli þáttaskilum í þvottasögu hvalskurðarmana. Það var til siðs að sjóða grútargallana í stáltunnu úti á skurðarplaninu. Niður í tunnuna var leitt gufu rör, og voru fötin látin krauma þar tímunum saman, eftir að bætt hafði verið í vatnið örlitl um vítisóta. Eitt sinn ætlaði Jón að sjóða samfesting sinn. Meðan hann var að fá sér morgunkaffi, bætti einhver gárunginn tveim ur skóflum af vítasóta í tunn una! Rétt fyrir hádegi tók Jón að huiga að þvotti sínum. Fylgdust allir með í spenningi, þegar hann tók að grafa í tunnuna með járnfleini. Það er erfitt að lýsa svipnum á andliti Jóns, þegar hann að lokum dró upp ræmu með járn hnöppum, sem reyndist vera allt sem eftir var af hans fína samfestingi. Dagar þvottabrettisins og trébalans eru senn liðnir og veit ég, að konur fslands eiga eftir að minnast þeirra með söknuði. Þórir S. Gröndal. VINNINGSSKAK FRIDRIKS GEGN O'KELLY I DUNDEE í HUÓMLEIKASAL Hér koma úrslitin í 2. umferð: Larsen 1 — 0 Davie Friðrik 1 — 0 O’Kelly Gligoric 1 — 0 Pritchett Wade 0 — 1 Penrose Kottnauer Vz — Vz Pomar Biðskákin úr fyrstu umferð á aiÍM Pritohett og Kottnauer end ði með jafntefli. Hv. Friðrik. — Sv. O’Kelly. 1. d4, Rf6, 2. c4, e6; 3. Rc3, Sb4: 4. e3, c5; 5. Rf3, 0—0; 6. Bd3 15; 7. 0—0, dxc4; 8. Bxc4, De7; I. Bd3, Rc6; 10. Re4, cxd; 11. exd, 16; 12. De2, Hd8, 13. Be3, e5; 14. dxe, Rxe5; 15. Rxe5, Dxe5; 16. Rxf6f, Dxf6; 17. Be4. Bd6; 18. gá. Bh3; 19. Hfdl. IM7; 20. Dh5, Be6; 21. Hd2, Had8; 22. Hadl, Bf8; 23. Hxd7, Hxd7; 24. Hxd7, Bxd7 25. Bxb7, Dxb2; 26. Bd5, Be6: 27. Bxe6, Dblf; 28. Kg2, fxe6 29. De2, Db7f; 30. Df3, DxD'! > (Svarti yfirsést, að örugg- asta lafnteflisleiðin er fólgin í 30. —, Oa6! 31. Da8, Dxa2; 32. Bc5, Dd5v jafntefli. — Skákin ætti rauna að vera jafntefli eftir nrottnmgarkaupin, er. svartur á sngat. veginn hægt um vik vegna tess hve hvíti kóngurinn kemst í sterks aðstöðu. á miðborðinu). U. [CxD, a6; 32. Ke4, Kf7; 33. leikurinn). 41. —, Kf6? 42. Bd2! Svartur gafst upp! — (Ef 42. —, Ke5 þá 43. Bc3f, Ke4; 44. Kd7 og vinnur. Eða 42. —, e5; 43. Kd5, Bd8; 44. Bc3, Bc7; 45. a4, Bb8; 46. Ba5! og vinnur! I þessu af- torigði kom einnig til greina 43. —, e4, ep hvítur vinnur einnig þá 44. iCxe4, Ke6; 45. Kd4! pg ir'dti kóngurinn kemst til c5. — Að síð- ustu 42. —, Kf7; 43. Kb6 og hivít- ui vinnur án teljandi erfiðleika. — Bezta vörn svarts var fólgin ? því að leika strax í 41. leik sín- um — e5! Hvítur verður þá að tefla nákvæmt, en ætti að vinna: 41. -, e5; 42. Kd5, e4; 43. Kxe4, Ke6; 44. Bd2, Bd8; 45. a4, Bf6; 46. Ba5, o.s.frv. Friðrik Ólafsson Ke5, !i5; 34. f3, Be7; 35. g4, hxg (Betra virðist 35. — g6) 36. fxg, g5? (Þessi leikur skorðar að vísu hæð. peð hvíts á kóngsvængnum, en skapar hins vegar alvarlegan veikieikó ■ g5) 37. h3 (?) (Nú er það nvtui sem leikur ónákvæmt. Bezi var strax 37 a4!) 37. Bf6t 38 Kd6, Be7t; 39 Ke5 (Leucif' ti. að vinna tíma) 39. , bf6t Kd6 Be7í 41. Kcö (Bið Park-drengjakórinn Drengjakór K.F.U.M. frá Kaupmannahöfn, hefir haldið söngskemmtanir, víða um land núna fyrri hluta júlímánaðar og í Reykjavfk söng kórinn nokkrum sinnum í Austurbæj arbíó og hlýddi undirrituð á söng þeirra þar í s. 1. viku. — Stjórnandi drengjanna er Jörg en Bremholm, sem hefir náð fágaðri samhæfni raddanna, og lagt mikla alúð og rækt við menningarblæ -verkefnanna. — Efnisskráin var víða aðfengin, og af þeim lögum, sem kórinn söng, þetta kvöld voru hin dönsku lög eftir þá Jeppesen og Holmboe, mjög athygliverð og vel flutt. Þá voru hinir si- ungu söngvar H. C. Andersen, í búningi Bremholm mjög að- laðandi. — Megin þáttur þessa samsöngs var samt flutningur á ævintýraleik H. C. Andersen „Eldfærin, sem flestir bæði ungir og gamlir þekkja. Dreng irnir fluttu þarna ekta „sikólá- komediu" með innfléttuðum söngum á svo einfalðan o,g frjálslegan hátt að ekki fór milli miála hversu vel þeir náðu til hlustenda á öllum aldri. — í heild var söngur og framkoma drengjanna til sóma. Vandvirkni stjóranda, og öruggur undirleikur Leif Rödgaard var unnin af mikilli prýði og vakti verðskuldaða gleði og ánægju áheyrenda. Unnur Arnórsdóttir. Kærar kveðjur. Friðrik. Auglýsið í TÍMANUM sími 195 23 l'tAr i Jór) OrpVar SiuwríUíon - c*- Aur tV'ii * v * *■ *•» ► Tit' s 1 - . •••* * ’ ■ i YJt »• ■ ■ éíít. r -J'-::

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.