Tíminn - 19.07.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.07.1967, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 19. júli 1967. 8 TÍMINN Maðurinn, freisis í var boðberi rallfóna Nokkur atriði um ævi og störf Wilsons, Bandaríkjaforseta ' í ævisögu Freuds, eftir Ern est Jones, en þriðja og sið- asta bindi þess rits 'kom út 1957, stendiur: „Þegar Freud dvaldi í Berlín 1930, taldi bandartíski sendiherrann þar, W.C. Bullitt, Freud á að sál kanna Wilson forseta. Þeir unnu saman að verkinu og úr þessu varð rit, sem mun koma út á sínum tíma . . . ég ('heldur Jones áfram) er eini maðurinn, sem toingað til hef fengið að sjá þetta toandrit. . .“ Nú er þotta rit að koma út hjá Weidenfeld og Nictoolson í London og toafa þegar verið birtir kaflar úr því, sem vakið hafa mikið fjaðrafok. Woodrow Wilson var í lok fyrri styrjaldar, sá maður sem stríðstorjáðar þjóðir Evrópu settu alla von sína á. Hann , var hin mikla friðardúfa þeirra missera, maðurinn, sem ætlaði að skapa þúsund ára friðarríki og var boðberi réttlætis og frelsis í augum milljónanna. Hann toafði aðstæður til þess að geta framkvæmt eittlhvað af þeim áætlunum, sem hann hafði á prjónunum, en virðist hafa skort þekkingu, víðsýni, hugrekki og gáfur til þess að notfæra sér aðstœðurnar, þeg- ar bezt blós. Bandaríkjamenn gátu auðveldlega notfært sér styrkleika sinn eftir styrj öldina, til þess að koma fram þeim hugsjónum, sem Wilson varð svo tíðrætt um, en það lenti allt í japli, jamli og fuðri. f bók þeirra Freuds og Bullitts, er dregin upp mynd Wilsons og raktar ástæðurnar að toegðun hans þessi örlaga- ríku misseri í stríðslokin. Freud ritar inngang að bók inni og segir þar: „Þegar höf undur setur s aman rit um sögufræga persónu, reyinir hann venjulega að fullvissa lesendur um að hann hafi reynt að skrifa hlutlægt og án allra fordóma" og hann heldur áfram, „ég hlýt þó að játa, að mér finnst þersóna þessa Bandaríkjaforseta frem- ur ógeðfelld, allt frá því' að hann tók að skipta sér af evrópskum málefnum og eftir því se.'n þekking mín á mann inum jókst, því meira ógeð fékk og á honum. Atfskipti hans af erópskum málum urðu til þess að auka andúð mína því þau afskipti hans urðu til lít ilar farsældar.“ Freud rökstyður andúð sína á þessum manni. Skömmu eft ir forsetakosningarnar í Banda ríkjunum vakti einn stuðnings- manna Wilsons athygli hans á þjónustUisemi sinni við hann í kosningunum og baráttu vissra andstæðinga hans gegn hon- um. Wilson svaraði: „Guð á kvað, að ég skyldi verða nœsti forseti Bandaríkjanma, hvorki þu, né neinir dauðlegir menn, hefðu getað komið í veg fyrir það.“ Maður, sem talar í þess um dúr og álítur sig vera í svo nómum tengslum við guð almáttugan er ekki se.m toeppi- legastur til þess að stjórna málefnum dauðlegra manna. Þrátt fyrir þessa skoðun varð stuðningur Bandaríkjaforseta við guð almiáttugan lítið til þess að auka hróður toins sfð ar nefnda. Eitt var það einkenni Wil- sons, sem Freud hnaut snemma um, en það var ósktoyggja hans, sú skoðun hams, að götf ug áform og tougsjónir flyttu fjöll og orkuðu mestu til góðs í mannlegu féíagi. Óskir hans og vonir, tougsjónir hans og draumar voru honum meiri veruleiki en sá veruleiki, sem eðliiega raunsœtt fólk byggir. Hann tíðkaði að neita staðreyndum ef þær stöng- uðust á við óskir hanis og von- ir, einnig aðlagaði hann þær oftlega óskum sínum, ef gjör legt reyndist. Því reyndi hann ekki að afla sér þekkingar á staðreyndum, göfugar tougsjón ir voru hið ráðandi afl, að hans dómi. Þegar hann sigldi til Evrópu með „eilífan frið“ í jakkavasamum, líktist hann augmlœkni, sem ætlar að gefa blindum sjón, án þess að þe'kkja gerð augams og vita nokkuð um augnauppskurð. Þessar hugmyndir hans ollu óráðvendni hans í orði, hann virtist ekki gera mun á sann- leik og lygi í samski'ptum sínum við aðra menn. Síð fræðin telur lygina neikvæða og staðreyndir gera hana frá- leita, en meðferð staðreynda lá ekki sem bezt fyrir Wilson." Freud heldur áfram og segir, að flífl, taugaveiklaðir vesaling ar og hreinir brjálæðingar hafi löngum haft mikil átorif á gang sögunnar og oftast til hins verra, hann vilji þó ekki telja Wilson beinlínis brjálað- an, en hann telur að hann hafi ekki gert sér grein fyrir staðreyndum og litfað í eigin hugarheimi og talið sér trú um að skoðanir þær og tougmyndir Wilson, forseti sem hann var toaldinn af, hefðu almennt gildi. Þetta gekk svo langt, að Freud telury að hann hafi þegar mest reið á, verið sjúkur og alls óhæfur að valda því hlutvérki, sem tilviljun og aðstæður lögðu á hann. Ástæðurnaf fyrir sálarlegu á'sigkomuilagi þessa manms rek ur Frued samkvæmt kenning um sínum í s'álfræði. Wi'lson var eini sonurinn í fjölskyld unni, faðir toans var prestur og diáði mjög þenman eina son sinn, móðir Wilsons og systur hans létu sitt ekki eftir liggja og hann elst upp við stöðugar gœlur, presturinn faðir hans verður Wilson með tíð og tíma staðgengill guðs almáttugs og aðdáun kveniþjóðarinnar var engu minni. Snemma tók að bera á því að Wilson litli var kvenlegri en títt er um drengi á líku reki, og það or- sakaði andúð hans á föðurnum sem Freud telur einkenni flestra drengja á vissu tímatoili fær ebki beina útrás, héldur beinist gegn öðrum drengjum. Þetta kemur síðar fram í fari Wilsoms, hann átti mjög erfitt með að þola sér gáfaðri menn, kaus helzt að hafa í kring um sig menn, sem hann gat kennt og sagt til, menn sem dáðu hann á sama hátt og eftir lætisiböm eru dóð. Þar sem þessi frumstæða hvöt, andúð á föðurnum fær ekki eðlilega út rás, nær kvenleikinn yfirlhönd- inni í samskiptum Wilsons og föður hans, hann tekur að dó fiöður sinn og tekur hann sér til fyrirmyndar í flestu. Bréf þeirra feðga eru nærri því ótougnanleg, minna einna helzt á ástanbréf. Smátt og smátt verður þessi prestmaður og pater familias, guð í augum sonarins. Það var margt, sem studdi að þessu, Wilsion var heilsuveill og gekk ekki í barnaskóla, öll fræðsla hams fyrstu árin, gekk fram af munnd hins dláða föður, hann hlustaði á hann lesa borð bænina með sömu aðdáuninni og hann drakk í sig orð hans framsögð á prédikunarstólnum og fékk aldrei nóg. Þetta prest lega millistétitarfyrirtorigði, sem bar alls staðar með sér sjálfsániæ'gjuful'la vissu um ágæti stéttar sinnar og upp- runa, og gekk fram í náð guðs almáttugs varð í augum Wil- sons, guð almáttugur, og þeg ar hann komst sjálfur í þá ein stöku aðstöðu, sem forseti Bandaráikjanna í stríðslokin, að vera litinn sem bjargvætt ur og von stríðshrjáðra þjóða, þá meira en hvarflaði að hon- um, að 'hann, Woodrow Wilson væri sonur guðs almáttugs, Jesús Eristur, frelsari og endur leysari mannanna. Wilson fœr í beimanfylgju þá fullvissu, að hafa alizt upp með manni, sem túlkaði sannleika guðs á hverj um sunnudegi og við hverja máltíð og var í Mferni sínu sönn fyrirmynd í guðs eigin landi, þetta gat ekki verið betra. Ailir þeir, sem töfðu fyrir honum á framabraut inni, voru varhugaverðir og slæmir og oft hrein ill- menni. Wilson kaus að gerast stjórnmálamaður, áleit, að hann gæti látið rneira gott af sér leiða sem sMkur en prestur Hann var tölugur og bland aði ræður sínar fögrum ForsetabústaSurinn í Washington — Hvíta húsið. merkingarlausum orðum og og hn'gsjónarvelta á kristi- legum grundvelli. Auk þessa sparaði hann ekki að spila á strengi heimóttarinnar og væmnisfullar útlistanir á ágæti þess þjóðfélags, sem hann lifði L Smekkur hans var mjög lítils sigldur og evrópskir bættir og menning var honum fram- andi, hann var hræddur við Evrópu og gerði sér aldrei far um að kynnast evrópskum toáttum. Hann var þvi allra manna óheppilegastur til þess að hafa holl álhrif á ganga mála í Evrópu á örlagatímum Ver salasamninganna, enda fékk hann engu framgengt af hin- un svonefndu „tfjórtán punkt um“ sínum, sem hann áleit að myndu tryggja frelsi og frið í Eivrópu um ókomin ár. Við samningatoorðið í Versölum varð hann að borfast í augu við og semja við meim, setn vissu hvað þeir vildu og sem áttuðu sig á staðreyndum. Það þýddi lítið fyrir Wilson að mœla fagurlega og prédika fyrir Clemenceau og Lloyd George. Hann lofaði og sveik og sagði á eftir, að hann hefði ekkert svikið, hann virtist alls ekki þegar frá leið, gera greinarmun á staðreyndum gær dagsins og óskhyggju dagsins í dag. Þegar þess var krafiat, að hann héldi heit sín og mark væri á fullyrðingum hans, lagðist hann í rúmið þjáður af kvefi og uppsölu og loks kom að því, að hann gaf'St upp, en þá var hann kom inn það langt inn í eigin hugar heim, að hann taldi sig hafa sigrað í samningaviðræðunum. Þegar friðarsamningarn ir voru birtir, gat engum dul- izt, að Wilson hafði tapað leiknum, hann hafði þó alla möguleika á því að móta samn ingana, Bandaríkin voru 'eina landið í heiminum, sem var af lögufært og það mátti segja, að rEvrópuþjóðirnar lifðu á aðstoð Bandaríkjanna í stríðslokin. Wilson gat þvingað fram vilja sinn, en til þess brast hann kjark, hann gafst upp en trúði því sjálfur, að hann hefði sigrað, þó gerðist það stöku sinnum, að fötar efinn lét á sér kræla og þá var allt öðr- um að kenna, hann Wilson var misskilinn og krossfestur og yfirgefinn af fylgismönn um sínum. Tortryggni hans jókst, hann þoldi enga, nema skillitla jábræðut, sem tóku undir sjálf'smeðirumkunarsón inn. Síðustu vikurnar, sem hann lifði, talaði hann einkum um föður sinn á himnum og stund um var erfitt að skilja, hvort hann ætti við, guð almáttugan eða prestinn, hinn holdlega föður Woodrow Wilsons. (Þýtt og endursagt.) t 'nmL' J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.